Morgunblaðið - 05.11.1983, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 05.11.1983, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1983 Aðalbjörg Pálsdóttir Ljótarstöðum - Minning Fædd 29. mars 1906 Dáin 27. október 1983 f dag er til moldar borin ömmu- systir mín, Aðalbjörg Pálsdóttir, húsfreyja að Ljótarstöðum í Austur-Landeyjum. Mig langar að minnast Öllu frænku nokkrum orðum og verða þau kveðjuorð mín til hennar, a.m.k. að sinni. Hún var fædd að Fíflholtshjá- leigu í Vestur-Landeyjum, dóttir hjónanna Hallberu Jónsdóttur og Páls Þorsteinssonar, en fluttist níu ára gömul ásamt foreldrum sínum að Álfhólahjáleigu í sömu sveit. Þar fæddist systir hennar, Guðbjörg, og þar slitu þær systur barnsskónum. Alla var um tveggja ára skeið vinnukona í Hemlu og kynntist þar eftirlifandi manni sínum, Ár- sæli Jóhannssyni, frá Móeiðar- hvolshjáleigu. Búskap hófu þau Alla og Sæli að Kirkjulandi í Austur-Landeyjum og bjuggu þar í níu ár. Þá fluttust þau að Ljót- arstöðum þar sem þau bjuggu alla tíð síðan. Börn þeirra eru: Páll, sem býr að Ljótarstöðum. Ingi, kvæntur Sigríði Þ. Pétursdóttur frá Stóru- Hildisey og Ásta, gift Róbert Erni Alfreðssyni, þýskum að uppruna. Barnabörn eru sex og eitt barna- barnabarn. Um æviferil Öllu eru ýmsir fróðari en ég og kunna þar betur frá að greina, en ég á því láni að fagna að vera ein þeirra fjölmörgu sem hafa sótt heim fjölskylduna á Ljótarstöðum og notið þar ríku- legrar gestrisni ýmist til lengri eða skemmri tíma. Marga ferðina fórum við amma saman til að heimsækja Öllu. Þessum ferðum fylgdi ávallt eftir- vænting og tilhlökkun, enda vissi ég sem var að móttökurnar yrðu hlýlegar og við værum aufúsugest- ir sem aðrir. Ég var aukin heldur ekki há í loftinu þegar mér skild- ist að það var jafn öruggt og gang- ur sólar um himinhvolfið að Alla frænka ætti eitthvað gott f búrinu. Hún hafði gaman af að veita og veitti vel. Nutu börn ekki hvað síst góðs af gjafmildi hennar, en hún var barngóð mjög. Alla var glaðlynd og hláturmild. Margar minningar mínar frá Ljót- arstöðum eru tengdar glaðlegu skrafi þeirra systra, ömmu og öllu yfir kaffibolla og lopaprjóni. Ræddu þær bæði nýja tíma og gamla, enda Alla fróð og minnug svo af bar. Allt frá tvítugsaldri átti hún við vanheilsu að stríða, en ávalit stóð hún upprétt og óbuguð. Vafalaust hefur létt lund hennar og heil- steypt skapgerð orðið henni styrk- ur þegar veikindi bar að. Heilsu hennar hrakaði smám saman hin síðari ár og hún lést í Landspítalanum hinn 27. október síðastliðinn, eftir tveggja mánaða legu. Hún hélt andlegri heilsu allt + Faöir okkar, EGILL S. JÓHANNSSON, fyrrverandi skipstjóri, andaöist aöfaranótt fimmtudags, 3. nóvember, að Hrafnistu, Reykjavík. Synir. t Bróöir okkar og mágur. KRISTJÁN A. MAGNÚSSON, Hátúni 10A, fyrrum starfsmaóur á Álafossi, sem lést þann 26. október í Landspítalanum, veröur jarösunginn frá nýju Fossvogskapellu, mánudaginn 7. nóvember kl. 13.30. Ragna Magnúsdóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir, Páll V. Magnússon, Haukur Guöjónsson, og ai Þórarinn Björnsson, Jón Grlmsson, Njála Eggertsdóttir, Sigríóur Guöjónsdóttir vandamenn. + Ástkær eiginmaöur minn og faöir okkar, PÉTUR WILLIAM JACK, Lágholti 2, Stykkishólmi, lést af slysförum mánudaginn 31. október sl. Elln Guómundsdóttir og dastur. + Jarðarför JÓNÍNU S. FILIPPUSDÓTTUR, Grettisgötu 52, sem andaöist föstudaginn 28. október, fer fram þriöjudaginn 8. nóvember kl. 15.00 e.h. frá Fossvogskapellu. Vandamenn. Utför + ODDNÝJAR ÞORSTEINSDÓTTUR, frá Eyri viö Fáskrúósfjöró, fer fram frá Fossvogskapellu, mánudaginn 7. nóvember kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Börn og tengdabörn. Jón Ferdinand Björnsson — Minning til loka og allt framundir það síð- asta gat hún gert að gamni sínu og glaðst yfir löngu liðnu atviki. Ég minntist á hve barngóð Alla var. Hún hafði lag og hugsun á að gleðja barnshugann þegar mögu- legt var. Ég fór aldrei svo frá henni að hún laumaði ekki ein- hverju í lófa minn að skilnaði. Synir mínir tóku síðan við af mér og jafnvel nú síðustu dagana mundi hún jafnan eftir að læða gjöf í lítinn lófa sonar míns. Þessi fátæklegu kveðjuorð eru skilnaðargjöf mín til hennar. Fjölskyldu hennar votta ég samúð mína og bið þess að minn- ingin um mæta konu veiti þeim styrk á saknaðarstundu. „Far þú í friði. Friður guðs þig blessi." Rut Jónsdóttir Fæddur 6. ágúst 1929 Dáinn 7. október 1983 Aldrei verður það víst svo, að það komi manni ekki að nokkru i opna skjöldu, þegar andlát góðs vinar ber að höndum. Þannig fór mér, þegar mér barst sú sorgar- fregn, að góðvinur minn Jón F. Björnsson, fyrrverandi tollfull- trúi, væri látinn, þó að ég vissi auðvitað vel, að líf hans hengi á bláþræði. Margar góðar minningar koma í huga minn, þegar ég minnist Jóns Björnssonar. Aldrei hittumst við svo, að hann sýndi mér ekki sina miklu góðvild og ástúð. Er hann heyrði af því fyrir ekki alllöngu, að ég væri nýkominn heim af sjúkrahúsi, lét hann ekki bágt heilsufar sitt aftra sér frá að koma og heilsa upp á mig. Því miður leyfðu mínar eigin aðstæð- ur ekki, að ég kæmi þvi við að fylgja honum síðasta spölinn, enda birtast þessi fáu minningar- orð um hann einnig þess vegna síðar en verið skyldi hafa. Mér er það ætíð minnisstætt frá þeim tíma, er ég hóf störf á toll- stjóraskrifstofunni, hversu allir samstarfsmenn sýndu mér mikla góðvild og hjálp í starfi. Nú eru þar fáir eftir af gömlu félögunum, sem ég byrjaði með, ýmsir hættir vegna aldurs og aðrir farnir til feðra sinna. En eftir að ég var lát- inn fara að vinna við tollútreikn- inga voru engir mér hjálplegri en vinur minn Jón og séra Grímur Grímsson, að öllum öðrum ólöst- uðum. Mér er óhætt að fullyrða, að Jón Björnsson, var hvers manns hug- ljúfi, er honum kynntist. Jón var í miklu áliti hjá yfirboðurum sín- um, og traust það, er þeir báru til hans í starfi, var vel verðskuldað. I síðustu samtölum okkar Jóns kom það vel fram, hversu þakklát- ur hann var læknum og hjúkrun- arfólki fyrir alla þá hjálp, er þetta fólk veitti honum, og gat hann þá sérstaklega vinar okkar beggja, Guðmundar Oddssonar læknis. Að endingu sendi ég öllum að- standendum Jóns vinar míns Björnssonar mínar innilegustu samúðarkveðjur. Einar H. Pálsson Minning: Guðni Jensson frá Arnagerði Fæddur 4. september 1905 Dáinn 26. október 1983 Ekki gárast mannkynshafið til muna þó aldraður landbúnaðar- verkamaður og einfari hverfi til botns. Sú litia gára nægir þó til að hræra við hugum okkar, sem þekktum hann vel og áttum með honum samleið um lengri eða skemmri tíma. Sumar mínar fyrstu bernsku- minningar eru tengdar Guðna frænda. Hann sleppti fyrst við mig taumi á hesti og síðar á ævinni áttum við okkar bestu samverustundir, á hestbaki eða í tengslum við okkar sameiginlegu áhugaefni, hesta og ljóð. Guðni Jensson eða Guðni frændi, eins og við systkinabörnin kölluðum hann jafnan, fæddist í Árnagerði í Fljótshlíð 04.09. 1905, yngsta barn hjónanna, Sigrúnar Sigurðardóttur og Jens Guðnason- ar. Systkinin voru 6 sem komust á legg en 4 dóu í frumbernsku. Slíkt taldist vart til tíðinda um alda- mótin. Af þeim sem upp komust er Guðrún næstyngst, ein á lífi. Guðni ólst upp í Árnagerði við venjuleg kjör barna á þeim tíma og við þau störf, sem til féllu og hann réð við. Heimilið í Árnagerði var fátækt en bjargálna, jörðin var lítil og mikil ómegð. Mig grunar að hugur Guðna hafi staðið til einhverra mennta en þess var ekki kostur. Ekki veit ég heldur hvort það að fá ekki nýtt meðfædda hæfileika eða ættlæg minnimáttarkennd varð til þess að Guðni varð einfari. Hann las alltaf talsvert, sérstaklega ljóð, kunni mörg og var sjálfur vel hagorður, þó það vissu fáir. A yngri árum hafði hann góða söngrödd, háan tenor, sem losnaði úr viðjum og hljómaði fallega í kyrrð sumarnæturinnar við glas á góðri stund með góðum vinum á góðum hestum. Fljótshlíðin var heimili og starfsvettvangur Guðna mestalla ævi. Þar vann hann á nokkrum bæjum hjá skyldum og vandalaus- um. Lengst af taldist hann búsett- ur í Árnagerði. Guðni var góður verkmaður, glöggur fjármaður og hestamaður. Meðan heilsan leyfði átti hann fé og hesta, suma ágæta. Hin síðari æviár bilaði heilsan og hann varð stundum að dvelja langdvölum á sjúkrahúsum. Alltaf leitaði hann þó aftur að Árnagerði til Steinars frænda síns og fjöl- skyldu hans, sem ávallt veitti hon- um skjól og aðhlynningu. Þaðan fór hann í sína síðustu ferð en átti ekki afturkvæmt á lífi. Hann lést á Vífilsstaðaspítala 26.10. 1983 sama dag, sem hann hafði ætlað að fylgja næstelstu systur sinni til grafar. 1 dag kveðjum við Guðna frænda. Hann fær hinstu hvíld í mold Fljótshlíðarinnar — sveitar- innar sem ól hann og geymdi. Fyrir 2 árum gisti Guðni hjá okkur nokkrar nætur. Eitthvert kvöldið er við sátum yfir koníaks- lögg og ræddum hesta og skáld- skap, stakk frændi að mér 2 skrif- uðum blöðum með nokkrum vís- um. Eina þeirra læt ég vera lokastef þessarar fátæklegu kveðju. „Ó leiddu mig inn í lundinn þinn háa, þegar Ijósgeisli sólar á fjalltindinn skín og ber mína kveðju blóminu smáa sem blómstra mun aftur þá vorar á ný.“ Árni Björnsson + Öllum þeim fjölda fólks nær og fjær sem heiðraö hafa minningu fööur okkar, tengdafööur, afa og bróöur, EIRÍKS ÁSGEIRSSONAR, forstjóra, meö minningargjöfum, samúöarkveöjum og á annan hátt, sendum viö einlægar og hlýjar kveöjur. Styrkur sá sem þið þannig hafiö veitt okkur er ómetanlegur. Þakkir tjl ykkar felast í gjöfum, sem afhentar hafa veriö Krabbameinsfé- lagi Islands og Styrktarfélagi vangefinna, Reykjavík. Oddur Eiríksson, Katrín Finnbogadóttir, Hildur Eiríksdóttir, Magnús Pétursson, Halldór Eiríksson, Svanlaug Vilhjélmsdóttir, Ásgeir Eirfksson, Kristrún Davfósdóttir, barnabörn og syatkini hins lótna. + Þökkum samúö og hlýhug sem viö uröum aönjótandi við fráfall eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa, ÓLAFS FRIÐRIKSSONAR, Ljósheimum 20. Sigrfóur Símonardóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.