Morgunblaðið - 11.11.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.11.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1983 -ÁÉaia,. «. . .j.ViI Fjögur brunaútköll í gær Morgunblaðið/Ól.K.M. SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var kallað fjórum sinnum út í gær, en í öllum tilvikum reyndist eldur lítill og skemmdir einnig, sem betur fer. Slökkviliðið var kallað í Daníelsslipp, þar sem eldur var laus í bát, en var slökktur á skömmum tíma. Þá kviknaði í bíl í Breiðholti og var talsverður eldur í vélarhúsinu þegar slökkviliðið kom á vettvang. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Loks má nefna tvö útköll vegna þvottavélabruna. Á Reynimel kviknaði í þvottavél og í Vorsabæ lagði brunalykt um alla íbúð eftir að kviknaði í reim. Skemmdir urðu litlar á húsnæði. Launamisrétti í þjóðfélaginu: Hjón í fiskvinnslu hafa 21.922 krón- ur í laun á mánuði Hjón við nám í HÍ hafa 25.994 krónur HJÓN eða sambýlisfólk, sem bæði vinna í fiskvinnslu á lægsta kaupskala, hafa 21.922 krónur í laun á mánuði, en hjón eða sambýlisfólk við nám í Háskóla íslands geta haft 25.994 krónur í námslán á mánuði, að því er Árni Johnsen alþingismaður sagði í ræðu á Alþingi í gær. Árni sagði að hér munaði rösklega 4 þúsund krónum á mánuði, og væri þetta táknrænt fyrir það hvernig búið væri að sjávarútvegi og þeim sem að honum ynnu hér á landi. Árni sagði að verkafólk á lægsta þrepi í fiskvinnslu hefði nú aðeins 10.961 krónu í laun á mánuði, en meðalframfærslu- eyrir til námsmanna við Há- skólann væri 13.681 króna. Til enn frekari samanburðar sagðist Árni geta upplýst, að Landsfundur Alþýðubandalagsins um aðra helgi: Stefiiir í allsherjaruppgjör strax í varaformannskjöri kauptrygging hjá sjómönnum næmi aðeins 15.876 krónum á mánuði, og væri þar þó um að ræða menn sem þyrftu að vinna langan vinnudag við erfiðar að- stæður fjarri heimilum sínum. „Það þarf að marka skýra stefnu í málum sjávarútvegsins hér á landi í stað þess að láta reka á reiðanum," sagði Árni Johnsen, „og eitt af því sem taka þarf til endurskoðunar eru laun Verkafólks í fiskvinnslu. Það er hrópandi óréttlæti að það fólk skuli hafa lægri tekjur sér til framfærslu en náms- menn.“ Viðræður TAUGATITRINGUR innan Alþýðubandalagsins vex dag hvern sem líður fram að landsfundi, sem haldinn verður um aðra helgi hér í Reykjavík. Aðalkeppikeflið er varaformannsembættið, sem er æðst embætta þeirra sem lýst hafa verið laus til keppni um. En togstreita hinna ýmsu arma sem berjast nú harðri baráttu um að eignast varaformanninn á sér dýpri rætur, því fundurinn og kosningar á honum stefna í allsherjar uppgjör langvarandi deilna hinna stríðandi fylkinga. Deilur innan þingflokksins eru enn magnaðar og ber þar hæst á yfirborðinu keppni í milli þingmannanna að komast á ráðstefnur og þing erlendis á kostnað ríkissjóðs. Konur vilja teljast sérhópur innan Alþýðubandalagsins og hafa þær með tilvísun til þeirrar „sérstöðu" séð til þess að hópur kvenna verður stór á landsfundinum. Alþýðubanda- lagskonur hafa einnig fundað stíft í trausti þess að koma sér saman um varaformannsframbjóðanda. Gerður Óskarsdóttir skólastjóri á Neskaup- stað er talin sigurstrangleg, þar sem hún er af landsbyggðinni. Vandinn með framboð Gerðar er sá, sam- kvæmt heimildum Mbl., að hún hef- ur lítinn áhuga á valdapotinu. Þá er Guðrún Hallgrímsdóttir nefnd, en persónulegan áhuga virðist þar einn- ig skorta. Næst á lista kvennanna er nafn Vilborgar Harðardóttur, en þar næst Álfheiðar Ingadóttur. Af landsbyggðarfulltrúum eru nöfn Steingríms J. Sigfússonar og Hjörleifs Guttormssonar nefnd, Steingríms þó oftar. Viðmælendur Mbl. úr Alþýðubandalaginu sögðu í gær, að Hjörleifur gæti ekki hugsað sér að tapa, hann biði því átekta og kæmi fram á sjónarsviðið, ef hann sæi landsbyggðárframbjóðanda sig- urinn vísan. Raufarhöfn: Fyrstu loðn- unni landað EYRSTU loðnunni á nýhafinni vertíð var í gær landaó á Raufarhöfn. Þá komu Hrafn GK meó 550 lestir og Súlan EA með 580 lestir þangaó af mióunum út af Langanesi. Fleiri skip höfóu fengió slatta í fyrrinótt en héldu sig á miðunum í nótt í von um meiri afla. Á miðunum 50 mílur út af Langa- nesi voru í gær 10 til 15 skip, en alls eru um 20 skip haldin til veiða. Loðnan er aðeins veiðanleg á nótt- unni vegna þess hve djúpt hún stendur meðan bjart er. Súlan og Hrafn fengu afla sinn aðfaranótt miðvikudagsins og aðfaranótt fimmtudagsins, en þá fengu einnig fleiri skip lítilsháttar afla. Þá er sá hópurinn ótalinn, sem allt stefnir í að sé að hverfa í Alþýðu- bandalaginu, en það er verkalýðs- armurinn. Grétar Þorsteinsson formaður Trésmiðafélags Reykja- víkur hefur þar komið til tals, að eindreginni ósk Ásmundar Stefáns- sonar, en Mbl. er kunnugt um að harðar deilur eru innan verkalýðs- armsins um hvern bjóða eigi fram. Gætir einnig mikils vonleysis um árangur í þeim orðaskiptum, hver svo sem valinn yrði til þess að halda við nafni flokksins sem verkalýðs- flokks. „Ráðherraklúbburinn" svonefndi, þ.e. þingmennirnir þrír úr síðustu ríkisstjórn, virðast samkvæmt heim- ildum Mbl. stefna að framboði Steingríms/Hjörleifs, en ef sýnt þyki að það nái ekki fram að ganga, geti þeir sætt sig við Gerði Óskars- dóttur. Þingflokkurinn deilir enn. í kjöl- far deilna Guðmundar J. og Ragnars um setu á þingi Sameinuðu þjóð- anna, varð Guðrún Helgadóttir sig- urvegari í deilu við Hjörleif Gutt- ormsson um skiptingu seturéttar á þingum Norðurlandaráðs, en Hjör- leifur krafðist helmingaskipta á utanferðum. Guðrún heldur aðal- fulltrúanafnbótinni, án skilyrða, Hjörleifur er varamaður. Þá er einna einkennilegust deilan um þingmannasendinefnd Evrópuráðs- ins, því þar situr fyrrverandi þing- maður, ólafur Ragnar Grímsson, enn sem aðalfulltrúi um ótiltekinn tíma að sögn skrifstofustjóra Al- þingis. Skrifstofustjóri sagði þetta mál þingflokksins, en á sama tíma er beðið nýrrar skipunar í sæti fyrrver- andi þingmanns Framsóknarflokks, Guðmundar G. Þórarinssonar. Garð- ar Sigurðsson þingmaður og vara- maður Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi þingmanns í þing- mannasendinefnd þessari er lítt hrifinn af þessari ráðstöfun flokks- forustunnar. í tilefni þess að nafn Ólafs Ragnars er nefnt voru viðmæl- endur Mbl. úr hópi alþýðubanda- lagsmanna nokkuð samdóma um það í gær, að ólafur Ragnar muni vart treystast til að sækja í varafor- mannsembættið eftir það sem á und- an er gengið innan flokksins undan- farið. ASI og VSI að hefjast? EKKI hafði verið tekin formleg ákvörðun um upphaf samningavið- ræðna milli Alþýðusambands ís- lands og Vinnuveitendasambands Islands, er Morgunblaðið ræddi við forystumenn samtakanna í gær, en búast má við að formlegar viðræður hefjist fljótlega — eftir að ljóst er að samkomulag er innan ríkis- stjórnarinnar um breytingar á ákvæðum bráðabirgðalaganna að því er varðar samningsrétt. I samtölum Morgunblaðsins við forystumenn ASl og VSl kom fram ánægja þeirra með þessa tillögu ríkisstjórnarinnar. Vélin reis nánast upp á endann og ég horfði upp í „Gullna hliðið“ Flaug á háspennulínu í nauðlendingu í Borgarfirði: — segir Hjörleifur Jóhanneson, flugmaður vélarinnar „ÉG FÓK í loftið frá Húsafelli um klukkan 15 og ætlaði í bæinn. Þegar ég hafði klifrað í um 600 feta hæð, missti mótorinn snúning, — missti afl. Þá setti ég blöndungshitarann á, en hann virkaði ekki,“ sagði Hjör- leifur Jóhannesson flugmaður í spjalli við Morgunblaðið, en hann varð fyrir þeirri óskemmtilegu lífs- reynslu að þurfa að nauðlenda flug- vél sinni á þjóðvegi í Borgarfirði sl. þriðjudag. „Þegar blöndungshitarinn virk- aði ekki, var það næst að leita að bletti til að lenda á og varð þjóð- vegurinn við Hellubæ fyrir valinu. Setti ég þá niður vængbörðin til þess að minnka hraða flugvélar- innar og auka fallið niður. Nú, ég undirbjó lendinguna og allt virtist vera í lagi, en þegar ég var kominn töluvert lágt, eiginlega alveg niður undir veginn, sá ég tvær stelpur á gangi á þjóðveginum. Þær stóðu á veginum eins og grýlukerti og gláptu, en ég var um það bil að lenda á veginum. Það kom í ljós síðar að þetta voru bróðurdætur mínar, 7 og 9 ára gamlar, sem þarna voru,“ sagði Hjörleifur. „Þegar ég tók eftir stelpunum skammt framan við vélina, gef ég henni fullt afl og hún hökti við, rétt drullaðist yfir ofrishraða og skreið yfir stelpurnar í nægilegri hæð. Ætlaði ég þá að gera aðra tilraun til að lenda vélinni á vegin- um, en sveif þá fram af brekku- brún, en fyrir neðan brekkuna er háspennulína. Línan var í svif- stefnunni hjá mér og vissi ég ekki af línunni fyrr en ég lenti á henni. Þegar vélin flaug á línuna, reis hún nánast upp á endann og ég horfði beint upp í „Gullna hliðið". Ég veit ekki hvernig ég fór að því að ná vaidi á vélinni aftur, en hún sveif áfram og ég náði að loka fyrir bensín og rafmagn áður en ég lenti á veginum. Vélin rann talsvert eft- Hjörleifur Jóhannesson ir veginum, en hann var einn svellbunki," sagði Hjörleifur. Við nauðlendinguna brotnuðu tveir rafmagnsstaurar, eins og fram kom í frétt í Mbl. sl. miðviku- dag. Hjörleifur' var spurður um þetta atriði. „Það bjargaði mér að raf- magnsvírinn dróst út úr tengi við staurinn, en stóð ekki fastur. Staurarnir hafa sennilega brotnað þegar línan skaust til baka, því þeir lágu í öfugri stefnu við feril flugvélarinnar. Ég var ótrúlega heppinn og það var lán að raf- magnsvírinn skyldi ekki stoppa vélina, því þá hefði farið illa,“ sagði Hjörleifur Jóhannesson. Flugvélin er af gerðinni Cessna 150, er tveggja sæta og eins hreyf- ils. Hana eiga sex aðilar. Að sögn Hjörleifs er ókunnugt um orsakir þess að hreyfillinn missti afl, en hugsanlegt er talið að vatn hafi verið í bensíni. Hjörleifur vildi koma á fram- færi þakklæti til allra þeirra sem aðstoðuðu hann vegna þessa óhapps og þeirra sem skutu skjólshúsi yfir flugvélina á Húsa- felli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.