Morgunblaðið - 11.11.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.11.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1983 13 Skilgreindi ekki BJ einn og óstuddur — eftirÓmar Ragnarsson í fréttavidtölum í sjónvarpi og út- varpi hafa fulltrúar Bandalags jafn- aðarmanna sagt, að sú lýsing á bandalaginu, að það sé „lárétt gras- rótarsamtök" sé uppfinning „húmor- istans“ á fréttastofu sjónvarps, en sé ekki komin úr hugmyndabanka bandalagsmanna. Ekki vill nú „húmoristinn" á fréttastofunni kannast við það, að hann hafi tekið þetta upp hjá sjálfum sér, heldur er skilgrein- ingin komin úr símaviðtali á sunnudag við Guðmund Einarsson alþm. og var einn kafli þess svona: Fréttamaður: „Þið hafið ekki kosið ykkur formann?" Guðmundur: „Nei, það er enginn formaður." Fréttamaður: „En kusuð þið ykkur miðstjórn eða miðnefnd?" Guðmundur: „Nei, við erum flat- ir.“ Fréttamaður: „Flatir, meinarðu að þið séuð lárétt grasrótarsam- tök?“ Guðmundur: „Já, það má segja það.“ Þessi skilgreining var sem sé tveggja manna smíð, þar sem Guðmundur gaf upp boltann með því að segja: Við erum flatir. Hann hefur sagt mér eftir á, að þetta hafi hann sagt meira í gamni en alvöru, en þess gat hann ekki í símtalinu, og á grundvelli þessara orðaskipta varð til frétt, þar sem sagt var, að BJ væri lárétt gras- rótarsamtök. Úr því að skilgreiningunni var ekki mótmælt í símtalinu, datt mér ekki í hug, að neitt væri at- hugavert við hana, enda hafa ýms- ir notað orðið grasrótarhreyfing í jákvæðri merkingu að undan- förnu, en ekki sem háðsyrði, til dæmis einn helzti stofnandi BJ. Orðið lárétt sló mig heldur ekki sem neitt háðsyrði, enda segir Stefán Benediktsson alþm. í Morg- unblaðinu í dag: „Okkar skipulag er sem lárétt, beint lýðræði." Þarna kemur orðið lárétt beint úr herbúðum BJ, þ.e. helmingur- inn af skilgreiningunni í sjón- varpsfréttinni. Eftir er orðið grasrótarsamtök, og spurningin er: Er BJ grasrótarsamtök, eins og Guðmundur Einarsson lét ómót- mælt í símtalinu, eða er bandalag- ið ekki grasrótarhreyfing? Það var ekki ætlun fréttamannsins að leita eftir skýrgreiningu á BJ í því skyni að búa til brandara. Þennan dag lauk landsfundum tveggja, gerólíkra stjórnmálaafla, og niðurstaða landsfundar BJ var þess eðlis, að til upplýsingar og fróðleiks fyrir sjónvarpsánorfend- ur var nauðsynlegt að leita stuttr- ar skilgreiningar á bandalaginu í samráði við talsmann þess. Hafi hann átt betri lýsingu á bandalaginu í fórum sínum, þegar við hann var rætt í síma, var hon- um í lófa lagið að koma henni á „Tímamótaákvörðun“: Að gefnu tilefni MAGNÚS Sveinsson formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur og borgarfulltrúi segir í viðtali við Morgunblaðið í fyrradag að fyrir- huguð blokk félagsins, sem félagið ætlar að byggja í samvinnu við Reykjavíkurborg sé „tímamóta- ákvörðun í starfi verkalýðsfélags". Hér er um tímaskekkju að ræða. Að Sjómannadeginum í Reykjavík standa félög sjómanna í Reykjavík og Hafnarfirði. Á hans vegum hafa Hrafnistuheimilin verið byggð. Innan veggja þeirra eru íbúðir og herbergi aldraðra á vistdeild- um, hjúkrunar- og sjúkradeildum. í Garðabæ hefur verið samið við fyrsta verktaka að byggingu fyrstu 28 íbúðanna í raðhúsum á einni hæð. Þetta verða verndaðar þjónustuíbúðir aldraðra í eigu þeirra sem þar munu ráða húsum, Sinfóníuhljómsveit íslands, mun í vetur bjóða upp á þá nýj- ung að halda röð kammertón- leika í Gamla bíói. Alls verða fernir kammertónleikar í vetur. í frétt frá hljómsveitinni segir m.a.: „Segja má að viss tegund tónlistar, samin fyrir kammersveit (litla sinfóníu- hljómsveit) eða hljóðfæra- flokka, sem eitthvað víkja frá hefðbundinni hljóðfæraskipan sinfóníuhljómsveitar, hafi orð- ið nokkuð útundan í verkefna- vali Sinfóníuhljómsveitar ís- lands. Hætt er við að svo fari, ekki síður þegar hljómsveitin hefur fengið aukinn liðsstyrk til að sinna stærri verkefnum á aðaltónleikum sínum. framfæri eða mótmæla því, að BJ væri „lárétt grasrótarsamtök". Fyrir hönd „húmorista" á frétt- astofu sjónvarps. Ómar Þ. Ragnarsson. P.s. frá „húmoristanum". Líklega hefði verið verra, ef ein- göngu hefði verið notast við byrj- unarskilgreiningu Guðmundar á bandalaginu í símaviðtalinu, því að þá hefði fréttin geta orðið svona: I dag lauk landsfundi Bandalags jafnaðarmanna. Þeir eru flatir. Ný sportvöruverslun Sportvöruverzlun Ingólfs Óskarssonar færði nýlega út kvíarnar þegar ný verzlun var opnuð á Laugavegi 69. í þessari nýju verzlun verður á boðstólum allt fyrir boltaíþróttir, sund og leikfimi. Helstu merkin eru Puma og Arena, sem er stærsti framleiðandi sundfatnaðar í dag og einnig stór framleiðandi leikfimifatnaðar. Verzlunarstjóri er Vilhjálm- ur Sigurgeirsson. Hann er á meðfylgjandi mynd ásamt ifarólínu Valtýsdóttur afgreiðslukonu, en hún er fyrrverandi íslandsmeistari í fimleikum. sem bæði eru einstaklingar og fé- lög. Þ.á m. má nefna Iðju, félag verksmiðjufólks, sem jafnframt var samstarfsaðili að byggingu hjúkrunardeildar Hrafnistu í Hafnarfirði ásamt fleiri verka- lýðsfélögum. Þjónustu- og öryggismiðstöðin fyrir umrædd hús og önnur sem byggð verða í framtíðinni á þessu svæði, er þegar risin og er staðsett í Hrafnistuheimilinu. Þar verður m.a. öll sú þjónusta sem formaður VR segir Reykjavíkurborg ætla að byggja og reka fyrir aldraða fé- lagsmenn sína — og aðra í Kringlumýri. Þetta er þó auka- atriði. Hinu ber að fagna að stærsta verkalýðsfélag landsins hefur nú ákveðið að leggja hönd á plóginn í þessu mikla vandamáli. Pétur Sigurðsson formaður Sjómannadagsráðs. Nýjung hjá Sinfóníu- hljómsveit íslands Úr þessu vill Sinfóníu- hljómsveitin bæta að nokkru, með þeirri tónleikaröð sem hér er gerð grein fyrir. Þar verða flutt m.a. kammertónverk eftir Igor Stravinsky, Anton von Webern, Antonio Vivaldi, J.S. Bach og W.A. Mozart, að ógleymdum rómantísku tón- skáldunum F. Mendelssohn Tsjaíkofsky og Gabriel Fauré. Loks verða hér flutt í'slensk verk eftir Snorra Sigfús Birg- isson og Pál P. Pálsson. Á efnisskránni eru mörg tón- verk, sem nú heyrast í fyrsta skipti á íslandi." I sömu frétt segir einnig að áskriftarskírteini verði seld hjá ístóni hf., Freyjugötu 1, frá 10.—22. nóvember. SUMIR VERSLA DÝRT - AÐRIR VERSLA HJÁ OKKUR Lamba Hamborgarahrygg Frábært lostæti Uppskrift fylgir ».oo I pr.kg. Unghænur 7Q.50 / ^pr kg. NýEgg 7Q.00 / pr- kg- Hangilæri 128-E Nautahakk 16558, Grillborgarar 1 Ct.OO Stórir og safaríkir -L pr. stk. með nýbökuðu hamborgarabrauði Don Pedro kaffi mmm pakkinn Kjúklingar 5 stk. í poka 10958. Appelsínur 2 kg79-00 [\ —(39.50 pr. kg.) Franskar 907gr. kartöflurAÐEiNs Opið til kl. 7 í kvöld en til hádegis (kl. 12) á laugardag. VÍÐIK AUSTURSTRÆT117 STARMÝRI 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.