Morgunblaðið - 11.11.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.11.1983, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1983 Eggin enn — eftir Geir G. Gunnlaugsson á dagskrá Riddarar rökleysunnar í Fram- leiðsluráði landbúnaðarins hafa enn verið á ferðinni í fjölmiðlum til þess að tjalda fyrir raunveruleg áform landbúnaðarforystunnar er varða eggjasölumál og fleira. Ég hef reynt að knýja fram málefna- leg svör við spurningum mínum hvernig sé unnt að framfylgja rekstri einkasölu með egg en í skrifum þeirra sjást aðeins mark- lausar fullyrðingar. Þess vegna vil ég nú svara mér sjálfur og skír- skota ég til skynsemi og dóm- greindar lesanda míns hvort hann er þessu sammála. 1. Er sú staðhæfing Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins rétt, að eggjasalan sé stofnuð til hags- bóta fyrir neytendur? Svarið er, að þetta er óskammfeilin blekking. Eggja- neytendur eru ekki ný bóla og hin skyndilega ákvörðun Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins að nýta heimild til einkasölu er stefnt til þess að einoka mark- aðinn fyrir vildarmenn sína. Ef Framleiðsluráð hefði fyrst og fremst haft hagsmuni neytenda í huga hefðu þeir hreyft þessu máli fyrir löngu. 2. Er þó ekki eggjaeinkasalan stofnuð til að skaffa neytendum ávallt ný egg? Svarið er: Þvert á móti, hún tryggir neytendunum alltaf elstu eggin. Hvað ætti annars að gera við þau? Einkasalan hefur ekki slík tök á framleið- endum að hún geti temprað offramleiðslu. Af því leiðir að eggin verða gömul og vond og salan dregst saman svo víta- hringur myndast til tjóns fyrir bændur og neytendur. 3. Er ekki eggjaeinkasala með dreifingarstöð trygging fyrir því að smit berist ekki með eggjum til neytenda? Svarið er, að þótt einokunar- frömuðir hafi notað þetta í röksemdum sínum þá er þetta fölsun því ekki er kunnugt um að sóttir berist með hænueggj- um. Vonandi ætla skjólstæð- ingar eggjaeinokunarinnar ekki að framleiða svo vond egg að nauðsyn sé á sótthreinsunar- stöð þeirra vegna. 4. Mundi dreifingarstöð einokun- arverslunarinnar ekki lækka eggjaverðið? Svarið er þvert á móti. Eggjaverð er hærra á Islandi en í nágrannalöndum sökum þess að kjarnfóðurgjaldið leiðir til 13% hærra smásöluverðs en ella væri. í öðru lagi er fóður dýrara hér en erlendis og í þriðja lagi eru alifuglastofnar hér lakari þar sem ekki er til nein stofneldistöð sein rekin er að gagni. Eggjaeinokunin mundi ekki breyta neinu er þessa þætti varðar en auka aksturskostnað og bæta rekstri stöðvarinnar ofan á eggjaverð- ið. 5. Mundi eggjaeinkasalan ekki verða til hagsbóta fyrir hænsnabændur? Svarið er því miður nei sök- um þess að einkasalan er ein- ungis búin til sjálfrar sín vegna og fyrir sína nánustu enda ekki ætlað annað hlutverk en að hasla sér markað frá þeim sem halda honum í dag. 6. Hlýtur það ekki að standast að einkasala borgar sig úr því að Hagvangur reiknaði út jákvæð- an rekstrargrundvöil undir fyrirtækið. Svarið er nei. Ef forsendur dæmis eru rangt gefnar verður útkoman vitleysa. Enginn þarf að fara í grafgötur með að einkasöluheimildar væri ekki þörf ef um samkeppnisfæran rekstur væri að ræða. 7. En eggjaeinkasala mundi gera kleift að taka gömul egg, brotin og gölluð og gera eggjamassa úr því? Svarið er að varla er hægt að telja einkasamsölu til gildis að gera egg gömul og koma þeim í öðru formi ofan í neytendur. Betra er að selja þau öll ný, jafnvel þótt stöku egg sé eitt- hvað annarlegt í laginu. 8 Fær sú fullyrðing Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins staðist að útkoma hinna minni búa yrði jafngóð og jafnvel betri en hinna stóru? Svarið er nei og skýrist af því að tæknin hefur auðveldað eggjaframleiðsluna og lækkað tilkostnað. Ekki mundi nokkr- um bónda detta í hug að hætta notkun mjaltavéla. Ef eggja- samsala kæmist á mundi í fyrstu settar hömlur á fram- leiðslu stóru búanna og dreift til hinna meðan væri verið að koma þeim stóru fyrir kattar- nef. Hins vegar er ekki hægt að sporna við tækninni og síðar mundu stórbúin verða á vegum vildarmanna eggjaeinokunar- innar. Forustuliði þeirra yrði ekki skotaskuld úr þvi að rökstyðja hversvegna leggja þyrfti niður smábúin á ný vegna breyttra aðstæðna. 9 Er ekki eðlilegt að láta kjarn- fóðursjóð greiða stofnkostnað eggjaeinkasölunnar? Svarið er að það er ámóta eðlilegt og að ræna mann áður en gengið er af honum dauðum. Búið er að féfletta bændur í réttu hlutfalli við framleiðslu- magn og síðan á að veita því fé til þeirra sem eiga að yfirtaka eggjamarkaðinn. Hér er á ferð- inni eitt hið freklegasta brot á velsæmi í skjóli valds og ítaka í opinberum sjóðum. Ég undrast að þeir skuli telja sig svo trausta í sessi að geta verðlaun- að hvern annan úr kjarnfóð- ursjóði, svo og vildarmenn sína Geir G. Gunnlaugsson „Nú keyrir um þver- bak er Framleiðsluráð vill einnig hneppa allar aðrar búgreinar í sömu fjötra og gera þá lands- og sveitaómaga, sem áð- ur voru þess umkomnir að greiða tugmilljónir í skatta og bjargast án niðurgreiðslna eða fjár- framlaga úr ríkissjóði.“ að ámælislaust sé. Hætt er við að verði einokunarverslunin að veruleika muni einnig skorta rekstrarfé og gæti komið upp sú staða að: ef þá vantar aura í neyð og ekki dugar gróðinn fingralangir finna leið í fóðurbætissjóðinn. Annað dæmi skal nefnt: Fram- leiðsluráð landbúnaðarins hefur slegið sig til riddara fyrir að setja hið svokallaða búmark. Það verð- ur að telja með endemum ef mað- ur hrósar sér af björgun náungans úr háska, sem maður hefur sjálfur hrundið honum í. Framleiðsluráð landbúnaðarins hefur um árabil leitt hinar hefðbundnu búgreinar á villigötum offramleiðslu og hrósar sér nú fyrir örþrifaráðin sem það hefur orðið að hlekkja bændur í vegna óstjórnar sinnar. Nú keyrir um þverbak er Fram- leiðsluráð vill einnig hneppa allar aðrar búgreinar í sömu fjötra og gera þá lands- og sveitaómaga, sem áður voru þess umkomnir að greiða tugmilljónir í skatta og bjargast án niðurgreiðslna eða fjárframlaga úr ríkissjóði. Má segja um framleiðsluráð landbún- aðarins að: Enginn fyrir ykkur má á eigin fótum standa tjóðurböndum troðið á tugi framleiðanda. Laugardaginn 12. nóvember verður haldinn fundur í félagi eggjaframleiðenda þar sem taka á fyrir stofnun eggjaeinkasölu. Reynir þar á hvaða menn fundur- inn hefur að geyma, hvort þar varða í meirihluta sjálfstæðir bændur eða menn með þá tíma- skekkju í kollinum að einokunar- verslun sé til hagsbóta. Vil ég vekja menn til umhugsunar um það að ekki er vansalaust að ein- hverju embætti sé það kleift að stofna fyrirtæki fyrir vildarmenn sína fyrir fé úr opinberum sjóðum sem síðan er ætlað að selja sér sjálfdæmi um útgerð í vasa al- mennings. Eggjaframleiðendur munu aldrei koma sér saman um þessa tilhögun mála ef að líkum lætur. Landbúnaðarráðherra hét því í fjölmiðlum að veita ekki einkasöluheimildina nema því að- eins að eggjaframleiðendur komi sér saman um að standa að eggja- dreifingarstöð með slíku fyrir- komulagi og er hér með heitið á hann að standa við þau orð. Geir G. Gunnlaugsson er bóndi að Lundi. f Ct M oy •0 V i 1 /• A ^ '—i r Ay \^s v ..V Kynnist töfratónum kristalsins... Heimsþekktur tékkneskur kritfall _fkiri ^er^ir, skálar og vasar. IVIIMOU Greiðsluskilmálar. Höfum opnaö örlítið stærri og bjartari með mikið úrval af kristal og postulíni. ^Cjörtur^ U l\ KRISTALL OG POSTULINSVÖRUR TEMPLARASUNDI 3 SÍMI 19935 Sérverslun með áratuga þekkingu. — í hjarta borgarinnar. Kór Breiðholtskirkju augiýsir Oskað er eftir áhugasömu fólki í allar raddir kórsins. Raddþjálfun stendur nú yfir. Vinsamlegast gefið ykkur fram við Daníel í síma 72684. Valgerði í síma 74940 og Sigurð í síma 37518. Kórstjórnin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.