Morgunblaðið - 11.11.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.11.1983, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1983 Heimur heyrnarlausra: Þögn full af hljóðum ... Leiklist Jóhanna Kristjónsdóttir Leikfélag Revkjavfkur: Guð gaf mér eyra (Children of a Lesser God) Höfundur: Mark Medoff Þýðandi: Úlfur Hjörvar Lýsing: Daniel Williamsson Leikmynd: Magnús Pálsson Búningar: Magnús Pálsson og Krist- ín Guðjónsdóttir Leikstjóri: Þorsteinn Cunnarsson. Heimur heyrnarlausra, hvernig skyldi hann vera í eyrum okkar málstirðra heyrandi manna? Þögn full af hljóðum, minnir mig að honum sé lýst í leikritinu Guð gaf mér eyra. Mikið sagt með fáum orðum. Það er lærdómsríkt og áhrifamikið að kynnast þessum heimi, sem flestir hafa yfirborðs- lega þekkingu á, takmarkaðan skilning en kannski góðan en pínulítið yfirlætislegan vilja til að átta sig á heimi heyrnarlausra. Þó er hér ekki aðeins verið að tala um fólk sem er gersamlega heyrnar- laust, aðeins Sara Norman (Berg- lind Stefánsdóttir) er alveg heyrn- arlaus, Orin Dennis (Karl Ágúst Úlfsson) og Lydia (Lilja Þóris- dóttir) hafa nokkra heyrn og bæði þau síðarnefndu lesa af vörum. Sara Norman hefur alizt upp í þögninni, neitar að læra að lesa af vörum, hefur aldrei fengist til að reyna að koma frá sér hljóði. Hún og Orin eru vinir frá bernsku, sameiginleg fötlun hefur fært þau saman, en engu að síður stendur milli þeirra barátta heit og ha- trömm, og það er orsök þeirrar baráttu sem hlýtur að koma leikmanni á óvart: innan þessa hóps heyrnarlausra/heyrna- skertra er bæði rígur, stétta- skipting og hvaðeina rétt eins og í málstirða heiminum, og baráttan beinist ekki hvað síst að því, eink- um hjá Söru, að fá að vera í friði með fötlun sína og vill verða gjaldgeng með táknmálið eitt að leiðarljósi. En svo kynnist hún James Leeds, sem er kennari við heyrnleysingjaskólann. Hann er fullur af eldmóði og krafti og legg- ur sig mikið fram við að draga nemendur sína úr þeirri einangr- un sem þeir hljóta að búa við, oft hefur það tekist. Sara er honum erfið viðfangs, en gegn vilja sín- um, kannski þeirra beggja tveggja, laðast þau hvort að öðru og þrátt fyrir augljósa erfiðleika sem þeirra hljóta að bíða ákveða þau að giftast. Og þar með er ekki úti ævintýrið, þá fyrst hefst bar- áttan. Barátta Söru fyrir að vera viðurkennd fyrir hvað hún er, bar- átta hennar við að láta James ekki draga sig inn í heyranda heiminn svo að hún „bregðist" félögum sín- um, barátta James við að fá hana til að læra varalestur, með því gæti hún lært að tala og orðið gjaldgengari en ekki. Er hér stikl- að á stóru og farið lauslega yfir sögu. Það hefur þurft mikinn dugnað og kjark til að setja upp þetta verk og allt veltur á frammistöðu leik- aranna, einkum náttúrulega Berglindar Stefánsdóttur og Sig- urðar Skúlasonar. Er ekki að orð- lengja að samleikur þeirra er í Berglind Stefánsdóttir og Sigurður Skúlason í hlutverkum Söru og James. senn vandaður, listilega unninn og örlar hvergi á tilfinningasemi. Berglind sýnir í samskiptum sín- um við hann og aðra mjög glögg- lega, hversu svipbrigði eru sjálf- sögð og nauðsynleg heyrnarlausu fólki til að tjá sig. Og tekst svo vel, að með ólíkindum er. Sigurður Skúlason leikur James af mikilli skynsemi og af miklum skilningi og vinnur góðan sigur. Leikur þeirra beggja er eftirminnilegur og í ýmsum atriðum er glæsilegt að sjá, hversu vel öguð þau eru og þó óherpt, hversu kímnin á í þeim rík ítök, jafnvel þótt heyrnar- lausra húmor sé ekki alltaf merk- ur í vitund heyrnleysingja. Það er ástæða til að óska þeim báðum til hamingju með listræna og fagra frammistöðu. Lilja Þórisdóttir leikur Lydiu, sem hefur að vísu DUrrenmatt á Akranesi Leiklist Jóhann Hjálmarsson Skagaleikflokkurinn: EÐLISFRÆÐINGARNIR eftir Friedrich DUrrenmatt. Halldór Stefánsson þýddi. Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson. Leikmynd: Bjarni Þór Bjarnason, Guðjón Guðmundsson, Kjartan Ragnarsson. Lýsing: Hlynur Eggertsson. Skagaleikflokkurinn er meðal þeirra áhugaleikfélaga sem mörgu góðu hafa komið til leiðar. Jafn metnaðarfull tilraun og sú að túlka Eðlisfræðinga Dúrrenmatts hlaut því að freista þess sem að jafnaði gefur skýrslu um reynslu sína af leikritum og leiklist. Ég tók mér far með Akraborginni þriðjudaginn áttunda þessa mán- aðar til þess að fylgjast með því hvernig evrópskri hámenningu reiddi af á Akranesi. Áhorfendur voru áhugasamir og virkir og fögnuðu ákaft í lok sýningar, en skelfing voru þeir fáir þegar þess er gætt hvað boðið var upp á. Ég vil í upphafi þessarar umsagnar hvetja sem flesta til þess að gefa starfi Skagaleikflokksins gaum. Að þessu sinni er sannarlega á ferðinni annað og meira en dæg- urfluga. Friedrich Dúrrenmatt er einn þeirra skáldsagnahöfunda sem leikhúsið hefur heillað. Dúrren- matt er fyrst og fremst skáld- sagnahöíundur, en leikrit hans hafa vakið athygli á honum. Leik- rit eins og Eðlisfræðingarnir er I rauninni mjög alvarleg umræða um vanda mannsins á okkar dög- um, ekki síst vísindamannanna sem eiga það á hættu að vera keyptir og notaðir í illum tilgangi. Eðlisfræðingarnir er eitt þessara umræðuleikrita sem lengi hafa verið í gildi. í því sambandi má minna á Henrik Ibsen. f umræðuleikritum sínum er Dúrrenmatt sífellt að deila á sam- tímann frá siðferðilegu sjónar- Friedrich Durrenmatt miði og ávallt með frelsi og glæp í huga. Hvernig getur maðurinn verið frjáls? Er hann það nokkurn tíma? Og hvaða áhrif hafa mót- sagnir eðlis og samfélags á niður- stöður rithöfundarins? Það er að- eins ein leið: að taka afstöðu með manninum. Eðlisfræðingarnir eru á margan hátt óhugnanlegt verk. Dúrren- matt leitar fanga í heimi geðveik- innar, leikritið gerist á geðveikra- hæli. En það er einkennandi fyrir hinn alvörugefna rithöfund að til jæss að gera orð sín skiljanlegri og þess vegna áhrifaríkari klæðir Kjartan Ragnarsson hann þau búningi hinna lágu hvata. Hann flytur sinn boðskap. Og til þess að boðskapurinn kom- ist betur til skila er hann settur fram með hjálp ýmissa aðferða sem nálgast að vera reyfaralegar. Háðið situr vissulega í fyrirrúmi fyrir sorgarleiknum. Þráðurinn er eins og góð sakamálasaga og ekki skortir það sem menn eru á hött- um eftir: spennu. Svik, glæpir, launráð eru meðal þess sem Dúrr- enmatt leiðir fram til þess að dá- leiða áhorfandann. Hann sér áhorfandanum fyrir afþreyingu, en fær hann um leið til að hugsa. Þetta gildir um mörg leikrit Dúrrenmatts og einnig skáldsögur hans. Eðlisfræðingarnir eru þrír. Einn þeirra er afburðamaður. Hinir kunna líka sitt fag, en eru sendir af tveimur stórveldum til að veiða afburðamanninn. Þeir leika allir geðsjúklinga, allir tapa að lokum, en fulltrúi hins djöful- lega, hinnar takmarkalausu gróðahyggju, leikur á þá og tor- tímir heiminum. Þessi aðili er geð- læknir af rómuðum ættum, krypp- lingur í kvengervi, uppþornuð þýsk fröken með doktorsnafnbót. Eins og Möbíus segir að lokum, snillingurinn sem lék sig geðveik- an og hefur verið rændur öllu og stefnt gegn mannkyninu: „Ég er Salómon, ég er vesalings Salómon konungur. Einu sinni var ég ómælanlega ríkur, vitur og guð- hræddur, fyrir mætti mínum skulfu hinir voldugu. Ég var höfð- ingi friðar og réttlætis, en vísdóm- ur minn spillti guðsótta mínum, og þegar ég óttaðist ekki lengur guð eyðilagði vísdómur minn auð- æfi mín. Nú eru borgirnar hrund- ar, þar sem ég áður ríkti. Ríki mitt, sem mér var trúað fyrir, autt, — bláglitrandi eyðimörk. Og einhvers staðar um litla gula nafnlausa stjörnu snýst geislavirk jörðin ennþá í tilgangsleysi. Ég er Salómon, ég er Salómon, ég er vesalings konungurinn Salómon." 16.N0V. 83 ftHM BILDSHOFÐANUM -------- OPIÐ HVERN DAG KL. 15-21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.