Morgunblaðið - 11.11.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.11.1983, Blaðsíða 11
Opnunartími á tölvusýninguna Skrifstofa framtíöar Húsgagnahöllinni, Bíldshöföa Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur Sunnudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur 10/11 11/11 12/11 13/11 14/11 15/11 16/11 19:00 15:00 13:30 13:30 15:00 15:00 15:00 22:00 22:00 20:00 22:00 22:00 22:00 22:00 Húsinu lokaö einni klukkustund fyrr, þ.e.a.s. kl. 21.00 alla dagana nema laugardaginn 12/11, kl. 19.00. STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS SKYRSLUTÆKNIFELAG ISLANDS MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1983 Veronika Voss er leikin af Rosel Zech í myndinni, sem hlotið hefur viður- kenningar, þ.á m. Gullbjörninn í Berlín árið 1982. Veronika Voss í Regnboganum REGNBOGINN hefur frumsýnt kvikmyndina „Veronika Voss“. Myndin er gerð af Rainer Wcrner Fassbinder og með aðalhlutverk fara Rosel Zech, sem leikur Veron- iku, Hilmar Thate og Annemarie Diiringer. í tilkynningu frá Regnboganum segir um efni myndarinnar: „Ver- onika er uppgjafaleikkona, sem aðeins fær smáhlutverk endrum og eins. Hún er illa haldin á taug- um og dvelur á einkahæli sér til hressingar. Blaðamaður sem hún kynnist, kemst að því að yfirlækn- ir hælisins hefur að ásettu ráði gert Veroniku að eiturlyfjasjúkl- ingi, til að komast yfir eigur henn- ar. Vitneskjan verður blaðamann- inum að litlu haldi og jafnframt því dýrkeypt. Basar Kvenfélags Grensássóknar HINN árlegi basar Kvenfélags Grensássóknar verður haldinn að þessu sinni í Safnaðarheimilinu við Háaleitisbraut laugardaginn 12. nóv- ember og hefst hann kl. 14.00. Kvenfélagið hefur alla tíð verið stoð og stytta í safnaðarstarfinu hér í Grensáskirkju. Það heldur reglulega félagsfundi með ýmis- konar fræðsluefni, annast árlegan kaffisöludag og sér um veitingar fyrir aldraða, þegar þeim er sér- staklega boðið til messu o.fl. o.fl. Ekki skólastjór- inn sem hringdi Þorgeir Ibsen, skólastjóri Lækj- arskóla í Hafnarfirði, hafði sam- band við Mbl. í gær og sagði það ekki rétt í baksíðufrétt blaðsins, að hann hefði hringt til lögregl- unnar vegna unglinganna, sem voru illa til reika vegna áhrifa límefna. Hins vegar hefði verið hringt í lögregluna frá skólanum. Þá hefur Kvenfélagið gefið kirkj- unni margar góðar gjafir eins og öllum er kunnugt og ber þar hæst glæsilegar kirkjuklukkur, sem hvern helgan dag kalla fólk til messu. Og nú skal halda basar og þar verða bæðj kökur og ýmsir munir. Ég vil skora á allt safnaðarfólk og aðra velunnara Grensáskirkju að fjölmenna í safnaðarheimilið laugardaginn 12. nóvember kl. 14.00 og gera góð kaup. Kvenfélagskonur, hafið þökk fyrir dugnað og góða þjónustu og Guð blessi allt starf ykkar. Séra Halldór S. Gröndal. Rekum SMIÐSHOGGIÐ á byggingu sjúkrastöðvar SÁÁ Viö sýnum á föstudag og laugardag 1984 árgeröina af Ford Escort, Escort 1 3L, og hinn stórglæsilega sportbíl Escort XR3i. Opiö laugardag frá kl. 10—16 Sveinn Egilsson SKEIFUNNI 17 — SÍMI 85100 hf, Frædsluerindi í Hafnarfjarðarkirkju FRÆÐSLHERINDI um hina Post- ullegu trúarjátningu verða haldin í Hafnarfjarðarkirkju næstu fjóra laugardaga. Munu fundir hefjast kl. 10.30 og standa fram undir hádegi með kaffihléi og fyrirspurnatíma. Fyrsta erindið verður flutt 12. nóvember. Safnaðarfólk hefur iðulega haft á orði að æskilegt væri að fá góðan fyrirlesara í heimsókn til safnað- arins til að fjalla um einhver og eru þær óskir nú að uppfyllast. grundvallaratriði kristinnar trúar (Frétutiikynning.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.