Morgunblaðið - 11.11.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.11.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUÐAGUR 11. NÓVEMBER 1983 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakið. Afrek fíkni- efnalögreglu Frá því var skýrt í fréttum fjölmiðla fyrr í vikunni, að fíkniefnalögregla hefði upplýst umfangsmikið smygl á hassi, amfetamíni og kókaíni, að söluverðmæti 4,4 m.kr., að því að talið er. Það sem af er árinu hefur verið lagt hald á 20 kíló af hassi og nokkurt magn amfetamíns og kókaíns. Enginn er þess umkominn að staðhæfa, hvert magn þeirra eiturefna er, sem hér kemst á markað, og breytir neytendum, oft ungu fólki, úr heilbrigðum einstaklingum í sjúklinga, ef efnin ná tökum á viðkomandi. Það eina, sem hægt er að fullyrða, er, að það er alltof mikið. Fámenn þjóð hefur ekki efni á að tapa fleira fólki, allra sízt ungmennum, á vígvelli fíkniefna. Þannig var að þessari upp- ljóstran staðið af hálfu ís- lenzkrar fíkniefnalögreglu, bæði heima og erlendis, að ástæða er til að vekja athygli á og þakka sérstaklega. Fíkni- efnaiögreglan hefur margsýnt að hún kann vel til verka og hefur á stundum unnið afrek. Arvekni hennar hefur leitt til margra varnarsigra í barátt- unni gegn innflutningi fíkni- efna og fíkniefnasölum, sem gera sér vesöld meðbræðra að féþúfu. Vart er hægt að hugsa sér ógeðfelldari og vítaverðari leið til auðgunar en að falbjóða fólki, einkum ungu fólki, eitur, sem gerir það að vesalingum, oft til frambúðar. Þau eru og mörg mannslífin, sem glatazt hafa á vettvangi fíkniefnanna. Þeir, sem standa að slíkri verziun, eiga skilið þyngstu viðurlög. Það er oft talað um nauðsyn fyrirbyggjandi starfs í heilsu- gæzlu; að búa þann veg um hnúta, að sjúkratilfellum fækki. Þannig þarf einnig að standa að fíkniefnavörnum. Þar hafa heimili, skólar og fé- lagasamtök mikilvægu fræðslu- og upplýsingahlut- verki að gegna. En máske fyrst og fremst fjölmiðlar, ekki sízt þeir sem ná eyrum og augum flestra, útvarp og sjón- varp. Hlutverk fíkniefnalögreglu er fyrirbyggjandi starf á þess- um vettvangi, þó það spanni fleiri þætti. Það er fyrirbyggj- andi starf að leggja hald á eit- urefni, sem verið er að smygla til landsins, og ekki síður að koma sökudólgum í hendur réttvísinnar. Það eru fáir sem sinna mikilvægari störfum í þjóðfélaginu á líðandi stund. Þau víti til varnaðar, sem víða má sjá erlendis, og, því miður, einnig hér heima, eru þess eðl- I is, að það verður að gera allt sem í mannlegu valdi stendur til að bægja fíkniefnaöldunni frá fslandi. Fíkniefnalögreglan hefur staðið sig vel í starfi. Þjóðin á henni þökk að gjalda. En það þurfa fleiri að standa á varð- bergi. Hver, sem hefur spurnir af fíkniefnum eða neyzlu þeirra, þarf að gera löggæzlu viðvart. Við höfum ekki efni á að tapa fleiri einstaklingum í víti fíkniefnanna. „Allir vildu Lilju kveðið hafau Sumir telja íslendinga þrætugjarna þjóð, sem þráttað geti um hvaðeina. Þó munu flestir landsmenn sammála um tvennt, ef þeir gaumgæfa málin: 1) að veru- 'T legur árangur hefur náðst af aðgerðum stjórnvalda til að ná niður verðbólgu og viðskipta- halla, 2) að við byggjum í dag við yíðtækt atvinnuleysi, ef verðbólgan hefði fengið að æða áfram, óheft, eins og horfði fyrr á árinu. Einn af þingmönnum Al- þýðuflokks, Jón Baldvin Hannibalsson, sagði í þing- ræðu sl. mánudag: „Þá er það staðreynd að minn flokkur hefur t.d. lýst því yfir að hann er samþykkur því grundvallar- atriði í aðgerðum ríkisstjórn- arinnar, sem felst í lögbundnu afnámi vísitölukerfisins ...“ Þingmaðurinn deildi að vísu á önnur atriði, er fólust í við- komandi lögum, en þessi orð hans bera því þó fyrst og fremst vitni, að fleiri vilja nú þá efnahags-lilju kveðið hafa, sem er að skila árangri í þjóð- arbúið. Það þurfti þrek og þor til að stíga þau skref, er stigin vóru, til að ná þessum'árangri. Það þarf engu að síður þrek og þor til að gera þennan árangur viðvarandi; tryggja varanleg- an stöðugleika í íslenzku at- vinnu- og efnahagslífi. Aflabrestur 1983 og áætlað- ur verulegur veiðisamdráttur 1984, til að mæta fiskifræði- legum staðreyndum, skerða þjóðarframleiðslu komandi árs þriðja árið í röð, sem svar- ar um 12% útflutningsfram- leiðslu eða 2 milljörðum króna. Það eykur ekki skipta- hlut þjóðarinnar. Þvert á móti. Það er þörf framhald- andi aðhalds — en jafnframt nýrrar atvinnuuppbyggingar. Það er meira en tímabært að hugsa ekki síður til framtíðar en líðandi stundar. Mynd þessi sýnir afstöðuna á slysstað í gsr. Fremst er vélbáturinn Siggi Sveins og gúmbátur siglir til varðskipsins Óðins sem er í fjarska. Morgunblaðið/ rax Ferill Ránar fyrir slysið: Þyrlan var í lítilli hæð er hún hvarf Landhelgisgæsluþyrlan TF-Rán tók sig á loft frá Reykjavíkurflugvelli kl. 15:04 sl. þriðjudag. Eftir stutta leit yfir Sundunum við Reykjavík hélt þyrlan vestur á firði. I>á var klukkan 15:28. Klukkan 16:00 var hún út af Breiðafirði og hálftíma síðar á leið inn Skutuls- fjörð. Tíu mínútum fyrir fimm lenti TF- Rán á ísafjarðarflugvelli og kl. 17:39 lenti þyrlan aftur á þyrludekki varð- skipsins bórs í Jökulfjörðum milli Lónafjarðar og Veiðileysufjarðar. Þar mötuðust fjórmenningarnir og hvíldust til kl. 22:30 en þá var hafinn undirbúningur æfingaflugs og land- helgisflugs í framhaldi af því. Atti sú ferð að standa eitthvað fram yfir miðnættið, að sögn Guðmundar Kjærnested, skipherra hjá Landhelg- isgæslunni. Eftir kvöldmat hafði Bjarni Jóhannesson, flugvélstjóri, yf- irfarið þyrluna og fann hann ekkert athugavert. Morguninn eftir klukkan níu átti TF-Rán að flytja vörur frá Súgandafirði í Galtarvita og vera aft- ur í Reykjavík um kl. 14:00 á miðviku- dag. Um borð í Óðni voru allir menn á sínum stað þegar þyrlan var sett í gang. Varðskipið lá þá við akkeri 1,6 sjómílur frá Höfðaströnd. Á meðan verið var að „keyra upp“ var akkerum létt og ákveðið að halda skipinu upp í vindinn í flugtakinu en falla síðan til stjórnborða svo betur mætti fylgjast með þyrlunni í æfingafluginu. Vindur var sunnanstæður, 6—7 vindstig. Höskuldur Skarphéðinsson skipherra kallaði í þyrluna um leið og hún fór af skipinu og heyrði hann ekki betur Ferð TF-RÁN þriðji |TF-RAN ferfrd ísafirdi kl. 16:50 1 - 1 — 0 * < ■ ■ 1 5 lOsjómíl en að flugstjórinn svaraði á móti: „Roger" (skilið). Skipherra hljóp síð- an yfir á brúarvænginn stjórn- borðsmegin en sá þá ljósglampa, eins og frá lendingarljósunum, í mjög lít- illi hæð, að hönum fannst. Um leið heyrðist ókennilegt hljóð í talstöðinni en þegar kallað var á móti fékkst ekk- ert svar. Björgunarlið var þegar sett frá borði á tveimur gúmmíbátum og kall- að var í slysavarnasveitina í Hnífs- dal. Rúmlega hálfri stundu eftir mið- nætti kom rækjubáturinn Orri á Verzlunarráð Islands: Hótar málssókn verði skatturinn endurnýjaður — segir í ályktun um sérstakan skatt á verslunar STJÓRN Verzlunarráðs íslands mótmælir harðlega þeim hugmynd- um, sem eru uppi í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar, að endurnýja sér- stakan skatt á verslunar- og skrif- stofuhúsnæði á næsta ári, eins og segir orðrétt í fyrstu málsgrein ál- yktunar sem samþykkt var á fundi stjórnar Verzlunarráðsins 7. nóv. sl. Þá segir og í ályktuninni að Verzlunarráðið muni láta á það reyna, hvort ekki sé með því farið á svig við stjórnarskrána, verði skatt- urinn endurnýjaður. Með ályktuninni fylgja ummæli nokkurra alþingismanna, þar á meðal núverandi fjármálaráð- herra, á Alþingi gegn þessari skattlagningu og velur Verzlun- arráðið þeirri samantekt yfir- og skrifstofuhúsnæði skriftina: „Hið góða sem ég vil, það gjöri ég ...“ Framhald ályktunarinnar hljóðar svo: „Þegar þessi skattur var ákveð- inn haustið 1978, var ráð fyrir því gert að hann yrði aðeins lagður á í eitt skipti. Þetta hefur farið á annan veg. Skatturinn hefur verið endurnýjaður á hverju ári síðan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.