Morgunblaðið - 11.11.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.11.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1983 5 Penthouse-fegurðarsamkeppnin að hefjast: „Verður mikið ævintýri að taka þátt í þessu“ — segir Margrét Örlygsdóttir sem fer fyrir íslands hönd Margrét Örlygsdóttir, 18 ira stúlka fri Njarðvík, verður fulltrúi tslands í alþjóðlegri keppni Penthouse um „stúlku irsins“. Ljtemjndir Mbl. kee. MARGRÉT Örlygsdóttir, 18 ára gömul stúlka úr Njarðvíkum, fór til Bandaríkjanna í gær til að taka þátt f alþjóðlegri keppni tímaritsins Pent- house um stúlku ársins, en tímaritið Samúel stóð fyrir vali fulltrúa héðan. Keppnin heitir á ensku “One million dollar International pet of the year“, en eins og nafnið gefur til kynna fær sigurvegarinn eina milljón dollara í verðlaun. Þær sem næstar koma í stigatölu fá einnig vegleg verðlaun og allar fá stúlkurnar gjafir frá ýmsum fyrir- tækjum, að verðmæti 30.000 ís- lenskra króna. Keppnin, sem nú er haldin í fyrsta skipti, fer fram eins og venjuleg fegurðarsamkeppni. Verður hún haidin í Atlantic City og úrslit kynnt í tveggja tíma beinni sjónvarpsútsendingu sem að sögn Samúels er áætlað að um 500 milljónir manna í Bandaríkjunum og víðar muni fylgjast með. Blm. Morgunblaðsins hitti Margréti að máli áður en hún lagði af stað og spurði hana fyrst hvern- ig það hefði borið til að hún gerðist þátttakandi í þessari keppni. Margrét: Það var bent á mig þegar Samúel auglýsti eftir þátt- takendum í júní og var ég beðin að koma í viðtal. Síðan var ákveðið að ég yrði fulltrúi íslands í þessari keppni og .. þ a ð leggst vel í mig. Ég held að það verði mikið ævin- týri og hlakka til að fá að kynnast Bandaríkjunum. Þátttakendur verða frá 30 löndum og margt spennandi á dagskrá okkar. Til dæmis verðum við í kvöld í veislu hjá borgarstjóra New York, en við stoppum þar í þrjá daga áður en við förum til Atlantic City. Einnig munum við hitta heimsþekkta skemmtikrafta sem koma fram í keppninni, svo aðalspenningurinn er að fá að taka þátt í þessu. Þú hefur þá ekki áhuga á að vinna keppnina? Margrét (brosandi):Tæplega vinn ég nú keppnina... en hvort ég hefði áhuga á því veit ég ekki að svo stöddu. Sigurvegarinn skuld- bindur sig til að vera fyrirsæta hjá Penthouse en hefur rétt til að af- þakka verðlaunin og titilinn ef hann hefur ekki áhuga. Þetta er djarft blað og ef ég ynni held ég að ég myndi hiklaust taka mannorðið framyfir verðlaunin sem í boði eru. Annað mál er það að ég hef áhuga á að verða ljósmyndafyrirsæta og það er aldrei að vita nema þessi keppni opni möguleika á því sviði. En að hverju stefnirðu helst í framtíðinni? Margrét: Ég stunda nám í Fjöl- brautaskóia Suðurnesja á tungu- málasviði og ætla að taka stúd- entspróf þaðan. Svo hef ég ætlaði að verða flugfreyja síðan ég var sjö ára gömul og ætla að reyna að standa við það. En annars stefni ég fyrst og fremst að heilbrigði og hamingju, nú svo er aldrei að vita nema húsmóðurstarfið komi ein- hverntíma til greina. Keppnin fer sem fyrr segir fram eins og venjuleg fegurðarsam- keppni. Stúlkurnar munu koma fram á síðum kjól og í sundbol, en í stað þjóðbúnings fá þær að koma fram í búningi að eigin vali. Fyrir Margréti hefur verið sérhannaður búningur úr ull og gæru og í kynn- ingu á búningnum mun hún verða kölluð „Viking Girl“. Dómnefnd mun síðan skera úr og gefa stig fyrir fimm atriði: Hvernig stúlk- urnar koma fram á kvöldkjólum, sundbolum, persónuleika þeirra, hugmyndaflug og frumleika og síð- ast en ekki síst hvernig þær mynd- ast. Úrslit keppninnar um „Stúlku ársins" verða svo kynnt 24. nóv- ember. Reykjaborgin RE: Svipt leyfi til dragnóta- veiða á Faxaflóa Reykjaborgin RE 25 hefur nú verið svipt leyfi til dragnótarveiða á Faxaflóa til vertíðarloka, 15. þessa mánaðar. Leyfíssviptingin stafar af broti skipstjórans a reglugerð varöandi tilhögun veið- anna. Var þetta í annað skipti, sem viðkomandi skipstjóri gerðist brotlegur við reglugerðina. Skipverjar voru staðnir að því að reyna að hylja þorsk í afla sín- um, en óheimilt er að þorskur eða annar bolfiskur sé meira en 15% aflans, en veiðileyfin gefin út til kolaveiða. í sumar voru tveir bát- ar staðnir að sama broti og var Reykjaborgin annar þeirra. Voru bátarnir þá sviptir leyfi tíma- bundið. Um síðustu mánaðamót voru komnar á land 1.311 lestir af kola og var það svipað magn og barst á land á allri vertíðinni í fyrra, en nú stunda 7 bátar veiðarnar í stað 6 í fyrra. Kolinn er unninn á fjór- um stöðum og hefur að mestu ver- ið landað í Keflavík, 492 lestum, í Reyjavík hefur verið landað 418 lestum, 252 á Akranesi og 150 í Njarðvík. Harriet Allee látin í Washington HARRIET Allee, fyrrverandi formaður íslendingafélags- ins í Washington DC., lést á heimili sínu í Washington síðastliðinn mánudag, 65 ára að aldri. Hún starfaði að kynningu á ís- landi um áratuga skeið ásamt manni sínum. Hún átti fjölda vina hér á landi og kom oft hingað til lands. Harriet var gift prófessor John G. Allee, sem meðal annars starfaði sem Full- bright prófessor í ensku við Há- skóla íslands. Hann kenndi lengi íslenzku við George Wash- ington-háskólann í Washington. Hjónin eignuðust tvo syni. Minningarathöfn um Harriet Allee fer fram í Washington 3. desember næstkomandi. Sparisjóður Mýrasýslu 70 ára: Kaffiveit- ingar í dag SPARISJÓÐUR Mýrasýslu er 70 ára um þessar mundir. í dag, föstudag, heldur sparisjóðurinn upp á þessi tímamót með því aö bjóða viðskipta- vinum sínum og velunnurum kaffí- veitingar í afgreiöslusal sjóðsins. Jafnframt gefst fólki kostur á að skoða húsakynni hans að Borg- arbraut 14 í Borgarnesi. Nánar verður sagt frá spari- sjóðnum síðar hér í Mbl. í tilefni afmælisins. Þú svalar lestrarþtirf dagsins ásíöum Moggans! y Jólavörurnar koma daglega til jóla. BATAMERKI NÓVEMBER w Augljós bati er allra hvati“ Fjölmörg módel, ýmsar efnisgerðir. Verð frá 1.690.- Munið! Samningarnir eru í gildi hjá okkur. Kaupir þú fyrir kr. 6.000 eða meira getur þú samið með afborgunum eða fengið 10% staðgreiðsluafslátt. llSi KARNABÆR Al ICTI IDCTD/CTI OO I AII^AUCAI fifi r?l /CMDirn aí... AUSTURSTRÆTI 22, LAUQAVEGI 66, GLÆSIBÆR. SÍMI FRÁ SKIPTIBOROI 45800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.