Morgunblaðið - 11.11.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.11.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1983 19 Ársþingi MFA á Norðurlöndum lokið: Tryggvi Þór Aðal- steinsson kosinn for- maður sambandsins Ársþingi Menningar- og fræðslu- sambands Alþýðu á Norðurlöndum lauk í Reykjavík í gær. I»á lét af formennsku Svíinn Egon Johnsson og við honum tók Tryggvi Þór Að- alsteinsson, en það er í fyrsta sinn frá því að sambandið var stofnað árið 1975 sem íslendingur gegnir því starfi. Ails sátu um 40 manns þingið, en aðild að MFA á Norður- löndum eiga fræðslusambönd verkalýðshreyfinganna í Dan- mörku, Svíþjóð, Finnlandi, Noregi, íslandi og á Álandseyjum. Þá voru Færeyingar formlega teknir inn í sambandið á þessu þingi, en ekki reyndist unnt að senda fulltrúa af þeirra hálfu. Meginviðfangsefni þingsins var þjóðfélagsfræðsla verkalýðssam- gagnkvæmar heimsóknir nor- rænna tónlistarmanna og leik- hópa og haldið ráðstefnur um málefni verkalýðshreyfingarinn- ar. Hérlendis hefur fræðslusam- bandið staðið fyrir félagsmála- skóla alþýðu, námskeiðum fyrir trúnaðarmenn á vinnustöðum og yfirieitt tengt starfsemi sína inn á brautir þjóðfélagsmála. Stjórn sambandsins skipa full- trúar frá hverju landi og er for- maður þess kosinn til eins árs í senn. Hluti þeirra 40 sem sátu þingið. Nýkjörinn formaður sambandsins, Tryggvi Þór Aðalsteinsson. takanna nú og á næstu árum. Voru flutt erindi um þau mál, m.a. af Ásmundi Stefánssyni, forseta ASÍ og Eiði Guðnasyni, alþing- ismanni, en síðan skiptu þing- menn sér í umræðuhópa. í álykt unum hópanna kom m.a. fram að auka þyrfti verulega þjóðfélags- fræðslu félagsmanna verkalýðs- samtakanna á Norðurlöndum. Er þá átt við almenna fræðslu um alla þætti þjóðfélagsins og sér- staklega þá sem varða almenning, svo sem launa- og kjaramál. Þá kom fram að slík fræðsla hefur á sumum stöðum vikið að nokkru fyrir frístundastarfi. Voru fund- armenn sammála um að auka bæri menntun kennara og leið- beinanda úr röðum verkalýðssam- takanna til að sinna þjóðfélags- fræðslu og að auka þyrfti framboð á námsgögnum. Menningar- og fræðslusamband alþýðu á Norðurlöndum rekur m.a. Norræna MFA-skólann, sem held- ur árleg sumarnámskeið fyrir þátttakendur frá öllum löndunum. Einnig hefur sambandið séð um Akureyri: Smiðjan með nýjung VEITINGAHÚSIÐ Smiðjan á Akur- eyri hefur bryddað upp á þeirri ný- breytni að bjóða hópum upp á seinni kvöldverð (Soupper), um eða eftir miðnætti. Hægt er að fá þriggja rétta matseðil og er verðið um 400 krón- ur. Létt tónlist er leikin undir borðum. Er þetta hugsað fyrir leikhúsgesti og aðra sem vilja gera sér dagamun, segir í frétt frá Smiðjunni. Valkostur vinnandi fólks Títan og gæðin Hvað er Títan? Títan er treystandi Merkingar Hönnun, saumaskapur og gott val á efni gera Titan-vinnuföt aö fyrsta flokks gæöavöru. Efniö er bandarískt „Twill", sem er blanda af bómull og gerviefnum, sem viö getum óhikaö mælt meö eftir ára- tuga reynslu. Efniö er litekta og hleypur ekki. Títan er vinnufatnaöur, sem fram- leiddur hefur veriö í Belgjagerö- inni yfir 40 ár. Títan-vinnuföt eru þróuö fyrir íslenskar aöstæöur, atvinnuhætti og veöurfar. Við merkjum vinnufötin eftir beiöni. Getum útvegaö bæöi prentuö og ofin merki. Títan er traust vörumerki. Títan- vinnufatnaöur hefur þjónaö vinnu- sömum iönaöarmönnum um ára- bil og þeir vita aö Títan er treyst- andi. Litir: Fáanlegt í bláu, grænu, hvítu og orange. Stærö- ir: 44—58 (jafnar tölur). Reykjavík Útsölustaðir í öllum helstu verslunum um land allt. Akureyri BYGGINGAVORUVERZLUN BYKO K0PAV0GS SF NYBÝLAVEGI 6 SÍMI.41000 Heildsöludreifíng: EYFJÖRÐ, HEILDVERSLUN, Hjalteyrargötu 4, sími 25222. Smásöludreifing: VERSLUNIN EYFJÖRÐ, Hjalteyrargötu 4, sími 22275. Heildsöludreifing: Beigjagerðin/Karnabær hf., Nýbýlavegi 4,200 Kópavogi, sími 45800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.