Morgunblaðið - 11.11.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.11.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1983 31 Andy Gray seldur til Everton Frá Bob Honnesty, fréttamanni Morgunblaösins í Englandi. EVERTON keypti í gær skoska landsliðsmanninn Andy Gray frá Everton fyrir 200.000 pund. Hann fór til Liverpool í gærmorgun til viöræðna viö forráöamenn Ever- ton og frá málinu var gengiö seinnipartinn. Gray var keyptur til Wolves frá Aston Villa fyrir 1.500.000 pund og var þá dýrasti leikmaöur á Bret- landseyjum. Everton hefur aöeins skoraö sjö mörk í síöustu ellefu deildarleikjum sínum og vantaöi tilfinnanlega markaskorara. Wolv- es er í miklum fjárhagsöröugleik- um og „vantar þessa peninga,“ sagöi Graham Hawkins, fram- kvæmdastjóri Wolves, í gær. Thompson ekki til Southampton Eins og við sögöum frá í gær, lánaöi Liverpool, til Southampton í fyrradag, en nú hefur félagiö kallaö hann til baka. Ástæöan er sú aö Gary Gillespie, sem félagiö keypti frá Coventry í haust, nefbrotnaöi í leik meö varaliöinu í fyrrakvöld. Joe Fagan segist því þarfnast Thompson sem varamanns fyrir Alan Hansen og Mark Lawrenson. Lyftingamenn í keppnisbann ÞRÍR finnskir lyftingamenn hafa veriö dæmdir í keppnísbann til 9. september á næsta ári, 1984, þar sem í fórum þeirra fundust hormónalyf, sem innihéldu bæöi testosteron og aðra steróíöa, er þeir komu til Helsinki-flugvallar frá útlöndum í haust. Lyftingamennirnir eru Keijo Áijö, Sauli Nurmi og Mika Ollonen. Viö tollskoöun á Vanda-flugvellinum í Helsinki fundu tollveröir ýmis lyf í fórum þeirra, sem eru á bannlista yfir lyf, sem íþróttamönnum er óheimilt aö nota. Keppnisbann þeirra gildir fyrir mót heima og í útlöndum. i síðustu viku var frá því sagt hér á síöunni aö átta finnskir lyft- ingamenn voru fyrir skömmu dæmdir í keppnisbann þar sem þeir uröu uppvísir aö ólöglegri lyfjaneyzlu. Hafa því 11 flnnskir lyftingamenn veriö dæmdir frá keppni á skömmum tíma. Sjónvarpað beint til White Hart? Forráðamenn Tottenham fhuga nú aö hleypa áhangendum sínum ekki til MUnchen þegar liðiö mætir Bayern í UEFA-keppninni í knattspyrnu 23. þessa mánaðar. Tottenham-áhangendur höguöu sér mjög illa í Rotterdam er félagiö lék gegn Feyenoord nýlega, og vilja forráöamenn enska liösins ekki aö þaö endurtaki sig. Því hafa þeir áhuga á því aö leigja stóran videóskerm, koma honum upp á White Hart Lane, velli félagsins í London, og sýna leikinn beint á honum frá Múnchen. Þannig von- ast þeir til aö geta komiö í veg fyrir aö áhangendur liösins fari til Þýskalands. Leiðrétting SÚ villa var hjá okkur í blaöinu í fyrradag, aö sagt var aö Garöar Sigurðsson þjálfaöi Leikni. Þaö átti aö vera Guöjón Sigurösson. Beöist er velviröingar á þessum mistökum. • Þórdís Edwald — landsliösmaöur í badminton. Badmintonfólk er ekki ánægt með nýju Ijósin í Laugardalshöll. Rafn Viggósson: „Eins og verið sé að ýta vissum greinum út“ „ÞAÐ ER eins og verið sé aö ýta vissum íþróttagreinum út úr húsinu endanlega," sagði Rafn Viggósson, formaóur Badmin- tonsambands íslands, er Morg- unblaöiö ræddi viö hann. „Æf- ingatími okkar hefur smám saman fariö minnkandi og nú er erfitt oröið aö leika þar bad- minton meö tilkomu þessara nýju ljósa.“ „Ég hef reyndar ekki prófaö aö spila sjálfur í Höllinni eftir aö þessu nýju Ijós voru sett upp, en ég leit þangað á dögunum og verð aö segja aö mér líst ekki á aö viö getum haldiö mót þarna. Noröurlandamót unglinga veröur haldiö hér í fyrsta skipti í byrjun mars, en Norðurlandamót full- oröinna hefur tvívegis veriö hald- iö hér. Það var ekki kvartaö yfir gömlu Ijósunum á þeim tveimur mótum, þó þau heföu mátt vera betri. En þessi nýju eru ógurlegir kastarar, mörgum sinnum sterk- ari en þau gömlu." Rafn sagöist ekki vita hver lausnin yröi á þessu máli. — „Ég býst við aö reynt véröi aö koma okkur upp i íþróttahús Seljaskóla með mótið. En þaö er illa staö- sett hvaö gistiaöstööu og fleira snertir, þannig aö ég er ekki ánægöur meö þaö." — SH Sólgleraugu duga ekki gegn Ijósunum: „Getum ekki boðið út- lendingum upp á þetta“ — segir Magnús Elíasson EINS OG þeir sem komiö hafa í Laugardaishöll í vetur hafa séö, eru komin ný Ijós í íþróttasal- inn. Eflaust eru þau góö aö mörgu leyti og sjálfsagt hefur veriö orðiö tímabært aö endur- nýja Ijósabúnaöinn, en þó eru ekki allir ánægöir meö nýju Ijósin. Badmintonmenn eru þar fremstir í flokki. „Ég sendi íþróttaráði Reykja- víkur bréf vegna þessa máls, en hef ekki fengið svar ennþá," sagöi Magnús Elíasson, formaö- ur mótanefndar Badmintonsam- bandsins, í samtali viö Morgun- blaöiö í gær. „Þegar viö byrjuöum starfsemi okkar í Laugardalshöll í haust, sagöi landsliösfólk okkar, og reyndar fleiri, aö þaö væri ekki einu sinni hægt aö leika bad- minton meö sólgleraugu þar inni. Menn þurftu helst á Ijósa- gleraugum aö halda! Ég er mjög óhress meö þessi Ijós og óg er hræddur um aö viö getum ekki boöiö útlendingum upp á þetta." Magnús sagöi, aö gömlu Ijósin heföu ekki veriö góö, og oft yfir þeim kvartaö. „Þau lýstu of mikiö sums staöar og of lítiö annars staöar. Þau gátu einnig blindaö, en nýju Ijósin blinda alls staöar í salnum." í bréfi sinu til íþróttaráðs spuröist Magnús fyrir um þaö hvort ekki væri hægt aö koma þannig búnaöi á Ijósin að birtuna mætti dempa — „eins og í bíó". Þaö sagöi hann ekki hægt eins og væri. Einnig varpaöi hann fram þeirri hugmynd aö gömlu Ijósin yröu sett upp aftur, ef þaö væri hægt með litlum tilkostnaöi. „Ég sendi brófiö fyrir hálfum mánuöi og skömmu seinna var fundur haldinn í ráöinu, en bréfiö var ekki tekiö fyrir þá. Ég lifi bara í voninni þangaö til þetta mál veröur tekiö fyrir. Ég efast ekkert um velvilja íþróttaráösmanna í þessu máli, en þetta veröur ef- laust spurning um peninga." Magnús sagöist ekki ánægöur meö þaö ef flytja ætti mótiö í íþróttahús Seljaskóla. „Þá vil óg heldur halda þaö í TBR-húsinu þó þar sé þröngt. Þaö er mun betur staösett hvaö gisti- og matstaði varöar. Viö getum ekki staöiö í þvi að vera ætíö meö rútu tilbúna fyrir fólkiö. Þaö kost- aöi stórfé. En hvaö Höllina varö- ar, hefur veriö sagt í gegnum ár- in, aö hún væri fyrst og fremst fyrir keppni, og viö höfum oft veriö rekin þaöan út meö æf- ingar vegna kappleikja. Ég hélt aö þetta ætti aö gilda fyrir allar íþróttir." — SH Tekst KR-ingum að komast áfram? Lið Berchem er sýnd veiði en ekki gefin Á laugardaginn leika KR-ingar fyrri leik sinn i 16 lióa úrsiitum í Evrópukeppni bikarhafa í hand- knattleik. Mótherjar KR er Berchem-liöiö frá Luxemborg, en þeim tókst aö sigra hollenskt liö i fyrstu umferöinni og komast áfram. Þrátt fyrir aö handknatt- leikur í Luxemborg sé ekki hátt skrifaður er lið Berchem sýnd veiöi en ekki gefin. í liðinu eru þrír pólskir leikmenn, allir meö mikla reynslu. Það er því alveg Ijóst að leikmenn KR munu þurfa aö taka á honum stóra sínum ef þeim á aó takast aö sigra þetta lið. En ef þeir ætla sér áfram í átta liða úrslitin kemur ekkert annaö en sigur til greina í heima- leiknum og þá helst 3 til 4 marka sigur. Liö KR virkaði ekki sannfærandi á móti Víkingi á miövikudags- kvöldiö, en viö skulum vona aö sá leikur hafi veriö góö lexía fyrir leikmenn og þeir komi einbeittir og ákveönir til leiks á laugardaginn og bregöist ekki íslenskum hand- knattleiksunnendum sem væntan- lega munu mæta vel á leikinn til að styöja viö bakiö á KR-ingum. Ekki mun veita af. Liö KR tekur nú í annað sinn þátt í Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik. I fyrra lék liöið gegn sterku liði frá Júgóslavíu og öllum er í fersku minni frábær frammi- staöa KR í fyrri leiknum. Og litlu munaöi aö liö KR tækist aö kom- ast áfram í keppninni þá. Liö KR er í mótun en margir reyndir jaxlar eru í liöinu. Leikmenn eins og Björn Pétursson, Jens Einarsson markvöröur, Gísli Felix Bjarnason markvöröur, Jóhannes Stefáns- son, Friðrik Þorbjörnsson og Haukur Geirmundsson. Nái þeir vel saman á laugardag er ekki aö efa aö þeir eiga mikla möguleika á góöum sigri. — ÞR. • Liöi KR bættist góður liösstyrkur er Jakob Jónsson gekk í KR í haust. Hér reynir Jakob aö gefa á línu og varnarmanninn sterka, Jóhannes Stefánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.