Morgunblaðið - 11.11.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.11.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1983 Fá skömm í hattinn Kaupmannahöfn, 10. oklóber. AP. Dagskrárstjóri sá sem hefur meö málefni sinfóníuhljómsveitar danska ríkisútvarpsins að gera, hef- ur harólega áminnt tónlistarmenn- ina fyrir „mjög ósæmandi" hegðan á tónleikum í Árósum á föstudag. Embættismaðurinn, Per Stig Meller, bar hins vegar til baka fregnir um að tónlistarmennirnir hefðu verið undir áhrifum er þeir spiluðu í beinni útsendingu. Kvað hann tónlistarmennina hafa fliss- að, flautað og baulað meðan á tónlistarflutningi stóð, að því er virðist til að mótmæla því að þurfa að leika ýms verkanna. Hefði framkoma þeirra á allan hátt verið óafsakanleg. Samkvæmt frásögnum tónlist- argagnrýnenda varð að bera einn tóniistarmanninn af sviðinu vegna ölvunar og öðrum varð að koma til hjálpar, sem vart gátu setið upp- réttir í sætum sínum. Eitt tón- skáldið bannaði flutning á verki sínu eftir æfingu hljómsveitarinn- ar rétt fyrir útsendingu. í þessari þotubifreið setti Englendingurinn, Richard Noble, heimsmet með 1.019,7 km hraða á klukkustund. Gerðist þetta í Nevada í síðasta mánuði. Setti heimsmet í hraðakstri FALLEGUSTU bílar heims frá því í gamla daga söfnuöust saman um helgina til þátttöku í einu vinsæl- asta ralli Bretlands. Átti að aka þeim um 80 km leið fra London til Brighton og höfðu eigendur 300 gamalla bifreiða tilkynnt sig til keppninnar. Þekktastur þessara bíl- eigenda var þó maður, sem þegar hefur ekið hraðar en hljóðið. Það er Kichard Noble, sem í keppninni nú mun aka bfl af tegundinni „De Dion Bouton“ árgerð 1903. Noble, sem er 37 ára gamall, varð frægur fyrir akstur sinn í þotubifreið, árgerð 1980. Með 1.019,7 km hraða á klukkustund tókst honum í síðasta mánuði að setja nýtt óvefengjanlegt heims- met í hraðakstri. Gerðist þetta í Nevadaríki í Bandaríkjunum. Vegalengdin, sem hann náði þess- um hraða á, var rúml. míla (1.6 km) Bifreiðin, sem Noble ók þá, var 8,28 metra löng, vó 4,5 tonn og hafði 34000 hestafla vél, sem tekin hafði verið úr enskri orrustubotu og eyddi 4,5 lítrum af eldflauga- eldsneyti á sekúndu. Noble hafði þá unnið að því án afláts í 9 ár að slá hraðamet Bandaríkjamanns- ins Gary Gabelich. Það var sett fyrir 13 árum og var 1.001,4 km á kiukkustund. Nú þegar Noble hefur náð takmarki sínu, hyggst hann snúa sér að öðrum verkefnum. Hann er að læra að fljúga og lét hafa eftir sér fyrir nokkrum dögum: „Þegar ég hef lært það, þá mun ég setja fáein hraðamet í flugi." Richard Noble vann að því í 9 ár að setja heimsmet í hraðakstri. Framtíðareign! Verö kr. 4.208.- Paris 30 stk. í kassa. Stflhrein form í þýsku gæðastáli 30 stykki í glæsilegum gjafakassa Kanaaa Verö kr. 3.450.- 30 stk. í kassa. Juwel Verö kr. 5.048.- meö 23 karata gyllingu — 30 stk. í kassa. Barock Verð kr- 4-2°8-- 30 stk- >kassa La Pcrla Verð kr 2-78° - 30 stk-»kassa RAIiflAGERÐIN HAFNARSTRÆTI 19 sImar 17910 & 12001 Bujak hljóp lögregluna af sér London, 10. nóvember. AP. ZBIGNIEW Bujak, leiðtogi neðan- jarðardeildar Samstöðu í Póllandi, kom fram í brezku sjónvarpi í gær- kvöldi, er ITV stöðin sýndi upptöku í fréttatíma á viðtali, sem tekið var í Varsjá. Stöðin sagðist hafa fengið myndband með viðtalinu frá „pólskum aðilum" í London. í við- talinu lýsti Bujak, sem var með gerviskegg og hárkollu, hvernig honum hefur tekist að sleppa und- an pólsku lögreglunni í næstum tvö ár. Sagðist Bujak hafa nær stöðugt verið á ferðalögum og aldrei dvalist lengi á sama stað. Ferðaðist hann um á fölsuðum skilríkjum frá því herlög voru sett 13. desember 1981, en með þeim var starfsemi Sam- stöðu bönnuð. Tvisvar sinnum hefur lögreglan stöðvað Bujak við vegtálma, þar sem skilríki almennings voru skoð- uð, er verið var að leita að Sam- stöðumönnum. I annað skiptið fór lögreglan með hann þar sem sagði að hann ætti heima, en þegar þang- að kom tókst honum að stinga lög- regluþjónana af. „Þá náði ég örugg- lega mínum bezta tíma í 400 metra hlaupi," sagði Bujak í viðtalinu. Hóta að slíta afvopnunar- viðræðum Bonn, 10. nóvember. AP. SOVÍn KfKIN hafa hótað því að slíta öllum viðræðum við Bandaríkin um takmörkun á vígbúnaði, ef vestur- þýzka Sambandsþingið samþykkir að koma upp nýjum meðaldrægum flugskeytum frá Bandaríkjunum í V-Þýzkalandi. Skýrði Horst Ehmke, einn helzti talsmaður vestur-þýzkra jafnaðarmanna á þingi, skýrði frá þessu á fundi með fréttamönnum í dag. Umræður um eldflaugarnar eiga að hefjast á Sambandsþinginu 21. nóvember nk. Ehmke sagði, að Vladimir Sem- ynov, sendiherra Sovétríkjanna í V-Þýzkalandi, hefði borið þessar hótanir fram á klukkustundar fundi, sem þeir áttu á mánudag, og hefði Hans-Jochen Vogel, leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, verið viðstaddur fundinn. ERLENT \v/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.