Morgunblaðið - 11.11.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.11.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1983 Aðstæður hafa breytzt: Þrenging samningsréttar felld út úr bráðabirgðalögum Vonandi ekki þeir síðustu. Mótun fiskveiðistefnu 1984: Skekkir þorskurinn þjóðhags- spá og fjárlagafrumvarp 1984? Við mat á þeim árangri, sem náðst hefur í efnahagsmálum, telur ríkis- stjórnin nií öruggt, að verðbólga verði um eða undir 30 af hundraði í lok ársins. Af þeim sökum og vegna mun al- varlegri horfa í efnahags- og atvinnumálum á næsta ári en áður var talið, og ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins þurfa að ræða, hefur ríkisstjórnin ákveðið að leggja til við fjárhags- og viðskiptanefnd neðri deildar, sem nú fjallar um bráðabirgðalög um launamál, að fellt verði brott ákvæðið um skerð- ingu samningsréttar tímabundið. Framangreint er efnisatriði úr ávarpi Steingríms Hermannssonar, forsætisráðherra, utan dagskrár á Alþingi í gær. Aðstæður hafa breytzt afgerandi STEINGRÍMUR HERMANNS- SON, forsætisráðherra sagði m.a. efnislega: • Árangur efnahagsráðstafana ríkisstjórnarinnar hefur skilað sér fyrr og betur en búizt var við, sér- staklega að því er varðar hjöðnun verðbólgu. • Vísitala framfærslukostnaður 1. nóvember sl. hækkaði um 2,74%, sem jafngildir 38,3% verðbólgu miðað við heilt ár. Á síðustu 3 mán- uðum, þ.e. frá 1. ágúst sl., hefur vísitala hækkað um 6,9%, sem jafn- gildir rétt rúmlega 30% miðað við heilt ár. • Fastlega er búizt við að hækkan- ir næstu mánaða verði um eða und- ir 30% miðað við heilt ár. Þróun byggingarvísitölu staðfestir þann árangur, sem vísitala framfærslu- kostnaðar gefur til kynna. • Tillögur Hafrannsóknastofnunar um verulegan samdrátt í þorskveiði 1984 gera það hinsvegar nauðsyn- legt að endurskoða þýðingarmikil atriði efnahagsstefnunnar fyrir næsta ár, sem fram vóru sett í þjóð- hagsáætlun þess. í því sambandi er brýnt að góð samstaða og almennur skilningur skapizt um leiðir úr þeim háskalega vanda, sem þjóðar- búskapurinn á við að etja. Þar er ekki sízt nauðsynlegt að aðilar vinnumarkaðar leggi hönd á plóg- inn. • Sá árangur, sem hefur náðst í efnahagsmálum, og sá skilningur, sem skapast hefur á stöðu og horf- um í þjóðarbúskapum, ætti að tryggja, að fámennir hagsmuna- hópar með lykilaðstöðu á vinnu- markaði nýti ekki þá sérstöðu sína og knýi fram launahækkanir um- fram þá sem verr eru settir. En nauðsynlegt var með lagaboði að tryggja að slíkt gerðizt ekki. • Að lokum er gert ráð fyrir því í tillögum ríkisstjórnarinnar, að allir kjarasamningar falli úr gildi við gildistöku laganna, enda hafa for- sendur kjarasamninga, sem gerðir vóru til lengri tíma, breytzt svo mikið, að nauðsynlegt er að endur- skoða þá með hliðsjón af stöðu og horfum í þjóðarbúskapnum. Baráttan hefur skilað árangri SVAVAR GESTSSON (Abl.) gagn- rýndi, hve seint stjórnarandstöðu hafi verið kynnt breytt afstaða rik- isstjórnarinnar. Taldi hann að þessi breytta afstaða bæri því vitni, að stjórnin hefði efast um þingmeiri- hluta fyrir bráðabirgðalögum sín- um, óbreyttum. Eða að íhaldinu hafi tekizt að beygja Framsókn, sem forystu hafði fyrir mannrétt- indasviptingunni. Eftir sem áður stendur sú skerð- ing til tveggja ára, sem varðar dýr- tíðaruppbætur. Það er alvarlegt at- riði, sem fá verður úr skorið hið fyrsta, hvort þingmeirihluti er fyrir. Barátta verkalýðshreyfingarinn- ar hefur þó borið verulega árangur, sagði Svavar efnislega, henni þarf að halda áfram, reka flóttann og ná fullum sigri. Rétt að málum staðið GEIR HALLGRÍMSSON (S) sagði ríkisstjórn hafa staðið rétt að mál- um. Sjálfgefið hafi verið að kynna afstöðu hennar fyrst á Alþingi, sem og að koma breyttum ákvörðunum til þeirrar þingnefndar, sem hefði umfjöllum viðkomandi þingmáls með höndum. Gagnrýni Svavars væri því út í hött. Geir minnti á að bæði hann og forsætisráðherra hefðu látið orð falla í þá veru, fyrr á þessu þingi, að aðstæður hefðu breytzt þann veg, að rétt væri að endurmeta það ákvæði, sem nú stæði til að fella úr bráðabirgðalögunum. Það þyrfti því ekki að koma þingheimi á óvart. Geir gagnrýndi að stjórnarand- staðan krefðizt þess í öðru orðinu að fá sem fyrst fram afstöðu þings- ins í þessu máli en tefði hinsvegar framgang málsins með ýmsum hætti. Efnisumræða þeirrar tilkynn- ingar, sem ríkisstjórnin hefur nú látið frá sér fara, fer svo fram með þinglegum hætti þegar frumvarpið kemur úr þingnefnd. UNNIÐ er að mótun fiskveiðstefnu 1984 á grundvelli nýrra og því miður slæmra upplýsinga um stofnstærð og veiðiþol þorsksins," sagði Halldór Asgrfmsson, sjávarútvegsráðherra á Alþingi í gær. Þorskstofninn, sem var 576 milljón fiskar (3—11 ára), samkv. áætlun fiskifræðinga, er nú kom- inn niður í 537 milljón fiska, og það sem verra er, meðalþyngd hvers fisks er verulega minni, vegna verri vaxtarskilyrða, sem rýrir stofninn enn meira í tonnum talið og seinkar viðgangi hans, því vöxtur ræður miklu um hvenær þorskurinn verður kynþroska. Viöhorf talsmanna þingflokka KJARTAN JÓHANSSON (A) kvað ánægjulegt að ríkisstjórnin hefði nú loksins séð að henni var ekki stætt á því að afnema mannrétt- indi; samningsrétt. Stjórnarand- staðan og verkalýðshreyfingin hafa því unnið verulegan sigur. Sigurinn er líka þingræðisins, því hreyfing komst ekki á þetta mál í rétta átt fyrr en í umfjöllun þingsins. En fleiri agnúa má sníða af bráða- birgðalögum þessarar ríkisstjórnar. STEFAN BENEDITSSON (BJ) minnti á það stefnumið BJ að af- nema beri bráðabirgðalagaréttinn. Þetta er sigur stjórnarandstöðu, lýðræðis og verkalýðshreyfingar. PÁLL PETURSSON (F) staðhæfði að ríkisstjórnin hefði haft og hefði enn góðan þingmeirihluta fyrir bráðabirgðalögunum. Annað mál væri að Alþingi gæti að sjálfsögðu breytt lögum. Það væri eðlilegt að ákvæði, sem þegar hefði gert sitt gagn og væri máske úrelt orðið, kæmi til endurmats. Við viljum hafa sem bezt samstarf við stjórn- arandstöðu um þau mál, sem þarfn- ast samátaks fólks og flokka til að vinna þjóðarbúið út úr miklum vanda. SIGRÍÐUR DÚNA KRIST- MUNDSDÓTTIR (Kvl.) kvað Sam- tök um kvennalista ekki hafa haft mikinn tíma til að gaumgæfa ákvörðun stjórnarinnar. Þau ættu ekki fulltrúa í þeirri nefnd, sem um þetta hefði fjallað. Fagna bæri þó því sem fært hefði verið til betri vegar, en bætti við: „betur má ef duga skal“. Fyrir dyrum stendur fundur með fulltrúm frá ríkisstjórninni, Hafrannsóknastofnun og hagsmunaaðilum, s.s. Fiskifélagi íslands, LÍÚ, FFÍ, Sjómannasam- bandinu, samtökum vinnsluaðila o.s.frv. Slíkt samráð er nauðsyn- legur undanfari ákvarðana. í annan stað hefur ríkisstjórnin tekið til endurskoðunar veiðiheim- ildir erlendra aðila, sem enn eru fyrir hendi. Sjávarútvegsráðherra lagði áherzlu á að nauðsynlegt væri að laða og laga þjóðfélagið í heild að þeim nýju viðhorfum, sem nú hefðu skapast. Við höfum ekki tekið nægilegt tillit til þeirra að- stæðna, sem sjávarútvegurinn hefur búið og býr við. Sjávarút- vegurinn þolir ekki nýjar byrðar, þvert á móti þarf að létta byrðum af honum. Framangreind ummæli sjávar- útvegsráðherra, efnislega eftir höfð, komu fram i svari við fyrir- spurn frá Kristínu Halldórsdóttur (Kvl.), sem kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á Alþingi í gær. Vitnaði hún til tillagna fiskifræðinga um þorskafla 1984 (200 þús. tonn í stað 470 þús. tonna 1981). Taldi hún þessar tillögur ganga á svig við þjóðhagsspá og fjárlagafrum- várp 1984, sem byggðu á meiri afla 1984 en fiskifræðingar teldu nú ráðlegan. Matthías Bjarnason minnti á „svarta skýrslu" 1974, sem gerði ráð fyrir 230 þús. tonna þorskafla árið eftir. Þá hafi útlendingar set- ið að tæplega helmingi aflans; nú að sáralitlu, sem þó þyrfti að taka til endurskoðunar, því við værum ekki aflögufærir. Við hefðum fyrr séð hann svartan í þessu efni. „Það hafa engir sinnt fisk- vernd," sagði Matthías Bjarnason, í viðlíka mæli og íslendingar. í fyrsta lagi höfum við ýtt erlendum veiðiflotum úr landhelginni. í annan stað höfum við mun minni möskvastærð en aðrar veiðiþjóðir, sem eitt út af fyrir sig hefur kom- ið í veg fyrir mikið smáfiskadráp. í þriðja lagi höfum við verndað uppeldissvæði og sett ýmiss konar veiðitakmarkanir. Hitt verður að viðurkenna, að við höfum stækkað eigin veiðiflota umfram það sem rétt var, miðað við aðstæður. Matthías viðraði þá hugmynd að leita úrlausna innan veiðisvæða LÍÚ, leggja til grundvallar veiði viðkomandi skipa sl. þrjú ár, og grundvalla þar á skiptareglu. Hann taldi þjóðhagsspár 1984 of bjartsýnar miðað við nýjar upp- lýsingar. Mikill vandi væri nú á höndum þjóðarinnar, hagsmuna- aðila í sjávarútvegi og ekki sízt þingsins; vandi og skylda, að leita úrræða, sem auðvelduðu veg út úr erfiðleikunum. Kosið í ráð og nefndir Kosið var í fjölmörg ráð og nefndir sem og yfirkjörstjórnir í Sameinuðu þingi sl. fimmtudag. Þeirra á meðal: • MENNTAMÁLARÁÐ Kjörnir vóru: Matthías Jo- hannessen, Sólrún Jensdóttir, Áslaug Brynjólfsdóttir, Einar Laxness og Gunnar Eyjólfsson. • RANNSÓKNARRÁÐ Gunnar G. Schram, Pálmi Jónsson, Valdimar Indriðason, Guðmundur Bjarnason, Hjör- leifur Guttormsson, Jón B. Hannibalsson og Guðrún Agnarsdóttir. • STJÓRN FRAMKVÆMDA- STOFNUNAR Eggert Haukdal, ólafur G. Einarsson, Halldór Blöndal, Stefán Guðmundsson, Ólafur Þ. Þórðarson, Geir Gunnarsson og Ólafur Björnsson. • STJÓRN HÚSNÆÐIS- STOFNUNAR Gunnar Helgason, Jóhann Petersen, Gunnar Björnsson, Þráinn Valdimarsson, Guðrún Hallgrímsdóttir, Jóhann Guð- mundsson og Krístín Blöndal. • STJÓRN VÍSINDASJÓÐS Magnús Magnússon, Júlíus Sólnes, Guðmundur Guðmunds- son og Þorsteinn Vilhjálmsson. • ÚTVARPSRÁÐ Markús Örn Antonsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Jón Þórar- insson, Markús Á. Einarsson, Árni Björnsson, Eiður Guðnason og Elínborg Stefánsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.