Morgunblaðið - 11.11.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.11.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1983 21 Fjölbreytt starf Norsk- Islandsk Samband Norsk-Island.sk Samband eða Norsk-íslenska félagið í Osló er að hefja vetrarstarf sitt og mun fyrir áramót gangast fyrir kynningu á ísienskum bókmenntum. Á vegum félagsins mun Peter Hallberg, prófessor, ræða um Halldór Lax- ness og nokkru síðar ræðir Dagný Kristjánsdóttir, lektor við Nordisk Institutt, um íslenskar kvenna- bókmenntir eftir síðari heimsstyrj- öldina. Þá hefur Norsk-Islandsk Samband einnig á döfinni að efna til tónleika með islenskri tónlist í Munch-safninu í Osló undir forystu Kjell Bækkelund. Ársskýrsla Norsk-Islandsk Sam- band fyrir 1982 hefur að geyma ræðu þá er frú Vigdís Finnboga- NORSK- JSLANDSK SAMBÁND 1989 dóttir, forseti íslands, flutti í boði norsku ríkisstjórnarinnar þegar forseti var í opinberri heimsókn í Noregi í október 1981. Þá er í skrýslunni ritgerð eftir Pál Ásgeir Tryggvason, sendiherra fslands í Noregi, um íslenska utanríkis- stefnu fyrr og nú. Hermann Páls- son, prófessor skrifar um Norð- menn, íslendinga og gamlar bækur. Birt er ljóð eftir Matthías Johann- essen — Jente med Brune Augo í þýðingu Ivar Orgland. Brynjólfur Sæmundsson, lektor í íslensku við háskólann í Björgvin, skrifar um íslenskan atómskáldskap. Guð- björg Kristjánsdóttir, kennari við Handíða- og myndlistaskólann í Reykjavík, ritar um listvefnað Ás- gerðar Búadóttur. Norsk-Islandsk Samband var stofnað haustið 1947 í því skyni að kynna fsland og efla tengslin milli fslendinga og Norðmanna. Þetta ár var Snorrahátíðin í Reykholti þeg- ar hin fræga stytta Gustav Vige- land af Snorra Sturlusyni var af- hjúpuð af Ólafi þáverandi krón- prins Norðmanna. Eftir heimkom- una frá Snorrahátíðinni beittu nokkrir Norðmenn sér fyrir að Norsk-Islandsk Samband var stofnað. Þess má geta að vegna Vestmannaeyjagossins stóð félagið fyrir landssöfnun í Noregi til hjálpar þeim sem urðu að yfirgefa heimili sín vegna gossins og söfn- uðust þá 7,5 milljón norskar krónur eða um 20 milljónir íslenskar krón- ur á núverandi gengi. í Norsk Islandsk Samband eru um 200 félagar, Mads Tönnesson Andenæs, lögfræðingur, er formað- ur félagsins. Kynna nýja hljóðtölvu Hljóðfæraverslun Paul Bernburg í Reykjavík kynnir þessa dagana nýja hljómtölvu, Dx 7, frá Yamaha. Tölva þessi er þaö nýjasta á heimsmarkaði á þessu sviði og tónlistarmenn segja, að hún m'uni koma í stað hljóðgervla af mörgu tagi, rafmagnspíanóa og strengjaboxa, auk venjulegra hljóð- færa af flestum gerðum, segir í frétt frá fyrirtækinu. Hljóðfærið vegur aðeins tæp fimmtán kíló og er ekki stærra um sig en venjulegt rafmagnspianó. Á því er fimm áttunda borð og það er pólífónískt á sextán nótum. Þrjátíu og tvær raddir hafa þegar verið hljóðritaðar á tölvuna en hægt er að nota 128 raddir til viðbótar sem fylgja á sérstökum snældum. Dx 7-hljómtölvan frá Yamaha verður kynnt sérstaklega í hljóð- færaverslun Paul Bernburg á föstudag frá kl. 16 til 18 og á laug- ardag frá 12. Fyrirlestur um tölvubyltingu DR. CLARENCE A. Ellis flytur fyrirlestur í boði viðskiptadeildar föstudaginn 11. nóvember 1983 kl. 16.15 í Arnagarði, stofu 201. Fyrir- lesturinn nefnist „Næsta bylting í tölvuvæðingu á skrifstofu" og verður fluttur á ensku. Öllum er heimill aðgangur. Dr. Ellis lauk doktorsprófi frá Háskólanum í Illinois árið 1969 og hefur meðal annars starfað sem prófessor við MIT og háskólann í Taiwan. Árið 1976 hóf Dr. Ellis störf á rannsóknarstofu XEROX í Palo Alto og hefur unnið þar síð- an. (Frétt frá Háskóla fslands.) smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar VERÐBRÉ FAMARKAPUR HUSI VERSLUNARINNAR SIMI 8 33 20 KAUP OG SALA VEÐSKULDABRÉFA Heildsöluútsalan selur ódýrar sængurgjaflr o.fl. Freyjugöfu 9. Opið frá kl. 13—18. □ Helgafell 598311117 IV/V - 2 I.O.O.F. 12 = 16511118’/i = Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almenn samkoma kl. 17.00 og kl. 20.30. RaBðumaöur: Bertil Olingdal. Félagið Anglia byrjar enskukennslu (talæfingar) fyrir börn 7—14 ára. Kennt veröur á laugardögum frá kl. 10—12 frá og með laugardegin- um 12. nóvember. Kennslustaö- ur veröur aö Amtmannsstíg 2 (bakhúsi). Uppl. í síma 12371. Stjórn Anglia. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Sunnudagur 13. nóv. kl. 13.00 Gönguferó á Grimmsnnsfell. Létt ganga sem allir í fjölskyld- unni geta tekiö þátt i. Veriö vel búin. Allir velkomnir, bæöi fé- lagsmenn og aörir. Verö kr. 200, gr. v/ bílinn. Fariö frá Umferö- armiöstöðinni aö austanveröu. Feröafélag Islands. Frá Guðspeki- fólaginu Áskriftarsími Ganglera er 39573. Fundur veröur i kvöld föstudag- inn 11. nóv. kl. 21.00. Sigvaldi Hjálmarsson flytur er- indi sem hann nefnir: Helgidóm- ar einverunnar. Stjórnin. Kvenfélag Grensás- sóknar heldur basar i Safnaöarheimllinu á Háaleitisbraut laugardaglnn 12. nóv. kl. 3. Tekiö veröur á | móti kökum og munum í dag frá kl. 18—22. Félagsfundur veröur mánudaginn 14. nóv. kl. 20.30 m.a. veröur tískusýning frá Verðlistanum. Allar konur vel- komnar. Stjórnin. Skíðadeild Víkings Aöalfundur skíöadeildar Vikings veröur haldinn í félagsheimilinu viö Hæöargarö fimmtudaginn 17. nóvember kl. 20.30. Stjórnin. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar tilboö — útboö Fyrir hönd innkaupanefndar sjúkrastofnana er óskað eftir tilboðum í handþurrkur, salern- ispappír og eldhúsrúllur fyrir sjúkrahús og heilsugæzlustofnanir á höfuöborgarsvæöinu og víðar. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri og skal tilboðum skilað á sama stað eigi síðar en kl. 11.00 f.h. þriðjudaginn 29. nóv. nk. og veröa þá opnuö í viðurvist viöstaddra bjóö- enda. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS Borgartúni 7, sími 26844. Tilkynning til sökuskattsgreiöenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir októbermánuð er 15. nóvember. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóös ásamt sölu- skattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráóuneytið. Frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla tilkynningar innritun nemenda á vorönn 1984 líkur föstu- daginn 18. nóvember. Fyrri umsóknir þarf að staðfesta fyrir sama tíma. Innritun á vorönn 1984 Innritun nýrra nemenda á vorönn 1984 er hafin. Umsóknir ásamt gögnum um fyrra nám verða að hafa borist skrifstofu skólans fyrir 20. nóvember nk. Kennslan fer fram eftir áfangakerfi og skulu væntanlegir nemendur koma til viötals við áfangastjóra áöur en um- sóknarfrestur rennur út. 2. nóvember 1983. Skólastjóri. Ó&O VÉLSKÓLI vv ISLANDS Skólameistari. húsnæöi óskast Skrifstofuhúsnæði óskast Skrifstofuhúsnæði með fundaraöstööu óskast sem fyrst. Helst sem næst miöbæn- um. Tilboð sendist blaöinu merkt: „Miðlun — 1702“. óskast keypt Síld — Frysting Kaupum síld til frystingar. Brynjóifur hf. Njarövik. Sími 92-1264 og 91-41412 eftir kl. 6 á kvöldin og um helgar. Sumarbústaðarlóö óskast Vil kaupa lóð undir sumarbústað í eins til tveggja tíma akstri frá Reykjavík. Þarf helst að vera viö vatn eða á, meö veiðiréttindum. Þeir sem áhuga hafa, sendi tilboð til af- greiðslu Morgunblaðsins, merkt: „Sumar- bústaðarlóö — 34“. fundir mannfagnaöir Lífeyrissjóöurinn Hlíf auglýsir aðalfund sem verður haldinn laug- ardaginn 12. nóv. kl. 14.00 að Borgartúni 18. Dagskrá: Reglugerðarbreytingar. Venjuleg aðalfundrstörf. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.