Morgunblaðið - 11.11.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.11.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1983 27 Kaupmannahöfn: Málverkasýning Hjálmars Þorsteinssonar í Jónshúsi Jónshúsi, 26. október. FÖSTUDAGINN 21. október opnaði Hjálmar Þorsteinsson listmálari og kennari málverkasýningu f félags- heimilinu í Jónshúsi. Auk 12 olíu- málverka Hjálmars eru á sýningunni 10 vatnslitamyndir eftir Karen-Lis Temlöv, afar fínlegar og allar málað- ar á íslandi. Sýningin verður opin til 20. nóvember og eru flestar mynd- anna til sölu. Hjálmar Þorsteinsson fæddist á Siglufirði 1932 og ólst þar upp til 14 ára aldurs, er hann fluttist með foreldrum sínum til Akraness. Hann byrjaði ungur að teikna og mála og fékk mikla hvatningu í því efni, þegar hann varð nemandi í Kennaraskóla íslands 1949, en þar var þá teiknikennari Jóhann Briem, hinn þekkti listmálari. Hafði Jóhann mikil áhrif á Hjálmar bæði sem kennari og listamaður og jókst áhugi hans og þroski til listsköpunar árin í kenn- araskólanum. Hjálmar var kenn- ari við Barnaskólann á Akranesi í tæp 30 ár, en notaði öll tækifæri til að auka þekkingu sína á mynd- list og tónlist og til að tjá hug sinn og lífsskoðun í myndrænu máli. Innblásturinn fær Hjálmar eink- um úti í náttúrunni, bæði heima í fjörunni sinni í Kalmansvík á Skipaskaga og hér á Drageyri á Amager, þótt ólíkir séu staðirnir, en síðan Hjálmar lét af kennslu hefur hann dvalizt i Danmörku. Áður hafði hann átt vetrardvöl í Frakklandi og Danmörku 1973 og gat þá loks helgað sig myndlist- inni einvörðungu. Var það um leið eins konar pílagrímsferð, einkum á slóðir Van Gogh, en list hans hefur ætíð höfðað sterkt til Hjálmars. Hjálmar Þorsteinsson hefur haldið 5 einkasýningar á verkum sínum, þrjár á Akranesi, 1968, 1973 og 1979, eina á Akureyri 1972 og loks í Reykjavík 1982. Sýningin í Jónshúsi er einkar hugþekk og litfögur. Eru flestar myndanna málaðar í hér í Danmörku, nánar tiltekið í Vendsyssel á Norður- Jótlandi, en ein þeirra er íslenzk vetrarmynd. Eftirminnileg verður litameðferð Hjálmars á hinu danska landslagi og er hún á flest- um myndanna ólík því, sem al- gengt er hjá dönskum listmálur- um. Eru þar rauðir og grænir litir ríkjandi. Myndunum er skemmti- lega fyrir komið í sal félagsheimil- isins og setustofu, og er þar ánægjulegt um að litast. Aðalverkefni Hjálmars er nú að undirbúa sýningu í Norræna hús- inu í Reykjavík næsta haust. Þá er að hefjast hér í Danmörku til- raunakennsla í myndmennt að undirlagi hans, en slíka kennslu annaðist hann áður heima að til- hlutan menntamálaráðuneytisins. Er þar lögð áhersla á samþætt- ingu myndmenntar við tónlistar- kennslu og eflingu tónlistaráhuga yfirleitt. Tilraunakennsla þessi á íslandi hefur sýnt, að börn eiga auðvelt með að tjá hughrif tónlist- ar í myndverkum sínum. Hafa áhrif þessarar aðferðar við myndmenntarkennslu verið mjög jákvæð og námsárangur orðið til muna meiri. Áhugavert verður að sjá, hvern- ig útkoma tilraunakennslunnar Hjálmar Þorsteinsson verður hér í landi, en hún verður framkvæmd í 4 skólum, í Hirts- hals, við Hjörring, á Fjóni og í Kaupmannahöfn og er algjörlega byggð á reynslu Hjálmars við slíka kennslu á íslandi undanfarin ár. Karen-Lis, sem sýnir hér i Jónshúsi með Hjálmari, er kenn- ari á Jótlandi, og stendur hún fyrir tilrauninni í samráði við námsstjórana á hverjum stað. Hún lýsir í bréfi sínu til skólanna fjögurra, hvernig kennslunni var háttað á íslandi, og segir, að þar hafi alltaf verið mjög góð teikni- kennsla í tveimur samliggjandi tímum alveg frá 6 ára bekk og upp í 10. bekk, og því þekki mörg ís- lenzk börn allvel til sköpunar- hefðar myndlistar, og séu teikni- kennarar yfirleitt sérmenntaðir að einhverju leyti. Þá lýsir Kar- en-Lis því, hve mikilvægt sé, að verkefnið sé lagt fyrir börnin á réttan hátt, að spiluð sé fyrir þau tónlist í fyrstu sem þau þekkja, og að næði og öll ytri skilyrði séu fyrir hendi. Vænta Hjálmar og Karen-Lis mikils af myndmennt- artilrauninni og mun árangurinn verða borinn saraan við myndir ís- lenzku barnanna og verður spenn- andi að sjá mismunandi áhrif sömu tónlistar á myndræna túlk- un barnanna. G.L.Ásg' t Innilegar þakkir fyrir samúö og hlýhug viö andlát og útför ÓLAFS SIGURBERGS SIGURGEIRSSONAR, Hlíö, Eyjafjöllum. Einnig til allra sem sýndu honum hjálpsemi og vináttu i veikindum hans. Systkini hins látna og fjölskyldur. t Innilegar þakkir til allra þei ra sem sýndu okkur samúö viö andlát og útför INGIBJARGAR DAOADÓTTUR, Vallargeröí 30, Kópavogi. Börn og tengdabörn hinnar látnu og fjölskyldur þeirra. Kveðjukaffi Hlýleg salarkynni fyrír erfisdrykkju og ættarmót. Uppiýsingar og pantanir í síma 11633. L KwóÍnni Caté Roaonbarg. CHRYSLER MEIRIHATTAR VERÐLÆKKUN Nú seljum við síðustu eintökin af þessum frábæru tækjum á stórlækkuðu verði. Dodge picup 1980 723.600,- 379.500,- Dodge van 1982 731.250,- 479.700,- JOFUR HR Nýbvlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600 Happdrætti Sjálfstæðisflokksins Afgreiösla í Valhöll, Háaleitlsbraut 1, er opin í dag kl. 9—22. Síml 82900. Sækjum greiðslu heim ef óskað er. Vinsamlega geriö skil sem allra fyrst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.