Morgunblaðið - 13.11.1983, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR
STOFNAÐ 1913
261. tbl. 70. árg. SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins
Tvær konur tekn-
ar af lífi í Kína
Peking, 12. nóvember. Al\
TVÆR konur, sem störfudu í korn-
búð, hafa verid teknar af lífi fyrir
þjófnaö á skömmtunarseðlum, sem
þær seldu á svörtum markaði. I»ær
voru 31 og 36 ára.
Samtals hljóðuðu seðlarnir, sem
konurnar hnupluðu og seldu, upp á
278 tonn af korni og voru tekjur
þeirra af sölunni jafnvirði 25 þús-
unda Bandaríkjadollara. Fjórir
samstarfsmenn kvennanna voru
fangelsaðir.
Kínversk yfirvöld hafa gengið
hart fram gegn glæpastarfsemi
ýmiss konar og telja fróðir menn
að um 5.000 manns hafi verið
leiddir fyrir aftökusveitir af þeim
sökum á síðustu þremur mánuð-
unum.
, Morgunblaðið/Friðþjófur
I regni og bleytu skapast oft sérkennilegar myndir eins og þessi. Ekki er víst að allir þekki Fjalaköttinn í þessari
mynd, en hér speglast hann í vætunni á Hótel íslands-planinu og tekur á sig skemmtilega kynjamynd.
Mótmæli
í Póllandi
Varsjá, 12. nóvember. AP.
Rúmlega 3.000 stuðningsmenn Sam-
stöðu efndu til mótmæla í Varsjá að
lokinni messu á fóstudagskvöld þar
sem minnst var þjóðhátíðardags
Pólverja fyrir stríð. Mótmælaaögerð-
ir voru einnig í Kraká.
Talið er að 8.000 manns hafi
verið við minningarmessu í Jó-
hannesardómkirkjunni í gamla
borgarhlutanum. Flestir kirkju-
gesta hugðust ganga síðan í fylk-
ingu að gröf óþekkta hermanns-
ins, en öflugt lögreglulið hélt aftur
af göngumönnum og notaði m.a.
tvær háþrýstivatnsbyssur.
Suður-Kórea:
Tvær millj-
ónir fögn-
uðu Reagan
Seoul, Suður-Kóreu, 12. nóvember. AP.
RONALD Reagan, Bandaríkjafor-
seti, sagði í Suður-Kóreu í dag, að
Norður-Kóreumenn væru „reiðu-
búnir til átaka“ en fullvissaði Suð-
ur-Kóreumenn um, að Bandaríkja-
menn væru vinir þeirra og banda-
menn og mundu standa með þeim.
Reagan var ákaflega vel fagnað við
komuna og er talið, að um tvær
milljónir manna hafi varðað veg
hans frá flugvellinum inn í Seoul-
borg.
Reagan ávarpaði þjóðþing
Suður-Kóreu skömmu eftir kom-
una og gerði að umræðuefni víg-
búnað Norður-Kóreumanna, sem
virtust þess albúnir að fara með
hernað á hendur löndum sínum í
suðri. Síðan bað hann þingheim að
minnast með stuttri þögn þeirra,
sem látið hefðu lífið um borð í
suður-kóresku þotunni, sem Sov-
étmenn skutu niður.
Á morgun, sunnudag, mun
Reagan fara að vopnahléslínunni,
sem skilur kóresku ríkin, og á
mánudag heldur hann aftur heim.
Rúmlega 100.000 manns gæta ör-
yggis forsetahjónanna í Suður-
Kóreu.
Enduruppbygging
hafín á Grenada
St (jíeorge’s, Grenada, 12. nóvember. AP.
BANDARÍKJAMENN hafa flutt
700 hermenn til viðbótar frá
Grenada. Gengið hefur verið frá
þriggja milljóna dollara framlagi
frá Bandaríkjastjórn til endur-
uppbyggingar á eyjunni og verið er
að huga að frekari aöstoð í fram-
tíðinni.
Embættismenn bandaríska
hersins tilkynntu í gær, að þá
um daginn hefði 700 manna her-
flokkur verið fluttur til bæki-
stöðva sinna í Norður-Karólínu í
Bandaríkjunum og að nú væru
eftir á Grenada 2300 bandarískir
hermenn. Búist er við áfram-
haldandi brottflutningi næstu
daga. Flestir voru bandarísku
hermennirnir um 6000 fyrst eftir
innrásina.
Bandarískir embættismenn og
grenadískir hafa gengið frá
samningum um þriggja milijóna
dollara neyðarhjálp og eru þeir
einnig að athuga hvernig best
verði að haga aðstoð við eyjar-
skeggja í framtíðinni. Drjúgur
hluti fjárins að þessu sinni fer
til að greiða laun nýrra lækna og
kennara en heita má, að þær
stéttir hafi lengi vel eingöngu
verið skipaðar Kúbumönnum.
Grenadabúar, sem gegnt höfðu
þeim störfum fyrir byltingu
marxista árið 1979, fluttust og
hrökkluðust fljótlega úr landi og
er nú stefnt að því að fá þá aftur
heim. Bandarísku friðarsveitirn-
ar munu einnig útvega fólk í
þessu skyni.
Miklu fé verður varið til að
endurbæta vegi á Grenada, sem
eru mjög slæmir. Þeir, sem hafa
haft framfæri sitt af ferðamönn-
um á eyjunni, segja, að á þeirri
framkvæmd hefði þurft að
byrja, ekki nýjum flugvelli. Talið
er, að heildaraðstoð kommún-
istaríkjanna við Grenada, auk
vopnasendinga, hafi numið
15—20 milljónum dollara og fór
mestur hluti hennar í flug-
völlinn.
Uppgjör í
Arafat fer
Beirút, 12. nóvember. AP.
ALLT var með kyrrum kjörum í
Trípolí í norðurhluta Lfbanon á
vígstöðvum andstæðra fylkinga Pal-
estínuskæruliða fyrri hluta dags, en
óttast er að andstæðingar Arafats
leiötoga PLO ráðist á borgina með
áhlaupi um helgina ef hann hverfur
ekki á brott þaðan. Á morgun,
sunnudag, rennur út frestur sem
uppreisnarmenn í PLO hafa gefið
Arafat til að hafa sig á brott frá
Trípolí, og er óttazt alls-
herjaruppgjör í borginni ef hann
hverfur ekki á brott.
Ástandið hefur sízt batnað eftir
að ágreiningur helztu stjórnmála-
Trípolí ef
ekki burt
leiðtoga í Trípolí um veru Arafats I
varð opinber. Rashid Karami fyrr-
um forsætisráðherra og Ashir Da-
yeh borgarstjóri vilja hann á brott
til að forðast blóðbað í borginni,
en Saeed Shaaban leiðtogi bar-
dagasveita múhameðstrúarmanna
lagðist gegn brottför Arafats og
hét því að berjast við hlið hans ef
uppreisnarmenn í PLO legðu til
atlögu.
Miðstjórn Fatah-samtakanna
vísaði á bug fregnum Jana-frétta-
stofunnar líbýsku um að Arafat
hefði þegið boð Khadafys um ör-
uggt skjól í Líbýu. Hefði boði
Khadafys verið hafnað.
í átökunum við Trípolí síðustu
daga eyðilögðust 24 tankar af 37 í
olíuhreinsunarstöð borgarinnar
og er tjónið metið á 100 milljónir
dollara.
Gemayel Líbanonforseti heldur
á mánudag til tveggja daga fundar
við Assad Sýrlandsforseta í Dam-
askus, til þess að reyna að greiða
fyrir brottflutningi erlendra herja
og tilraunum til að ná þjóðarsátt í
Líbanon. Forsetinn heldur sömu
erinda um aðra helgi til Saudi-
Arabíu, og síðan til Frakklands,
Ítalíu, Bretlands og Bandaríkj-
anna, sem eiga hermenn í friðar-
gæzluliðinu í Líbanon. Nýr fundur
um þjóðarsátt verður boðaður í
framhaldi af þessum ferðalögum
Gemayels.
Öryggisráð Sameinuðu þjóð-
anna hvatti stríðandi fyikingar
Palestínuskæruliða í Trípolí til að
leggja niður vopn, í framhaldi af
harðri gagnrýni ísraela, sem sök-
uðu stofnanir SÞ um aðgerðar-
leysi þegar arabar ættu í innbyrð-
is vígaferlum.