Morgunblaðið - 13.11.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.11.1983, Blaðsíða 35
Fundur í Surtseyj- arfélaginu á morgun ÁHUGAMENN um rannsóknir á Surtsey stofnuðu með sér félag skömmu eftir að eyja myndaðist við sjávargos syðst á Vestmanna- eyjasvæðinu. Vegna sérstöðu eyj- arinnar var hún friðlýst af Nátt- úruverndarráði samkvæmt lögum um náttúruvernd árið 1965 og hef- ur hún síðan verið notuð til nátt- úrufræöilegra rannsókna, segir f fréttatilkynningu frá Surtseyjarfé- laginu. Markmið félagsins hefur verið að samræma rannsóknir á Surts- ey, annast fjáröflun til þeirra, skipuleggja rannsóknarferðir og efla aðbúnað og aðstöðu vísinda- manna á eynni. Það hefur staðið fyrir sameiginlegri útgáfu á skýrslum, þar sem birtar hafa ver- ið rannsóknaniðurstöður. Er ný- lega komið út IX heftið í þessu safni, sem er á ensku og heitir „Surtsey Research Progress Re- port“. Einstaka hefti úr þessu safni eru nú uppseld, en önnur fá- anleg hjá Rannsóknaráði ríkisins. Um Surtsey hafa verið skrifaðar yfir 200 vísindalegar greinar og má heita að meðal erlendra fræði- manna sé Surtsey einn kunnasti staður á íslandi. í tilefni þess að nú eru 20 ár liðin frá því að gos hófst, sem leiddi til myndunar Surtseyjar, hefur félagið ákveðið að standa fyrir fræðslufundi, þar sem rakin verður saga gossins og sagt frá nokkrum helstu niðurstöðum rannsókna á ýmsum sviðum jarð- og líffræði. Fundur þessi verður haldinn á Hótel Loftleiðum mánudaginn 14. nóvember og hefst kl. 16 með ávarpi Steingríms Hermannsson- ar, forsætisráðherra, sem hefur verið formaður félagsins frá upp- hafi þess. Rannsóknir á Surtsey hafa að miklu leyti verið fjármagnaðar með erlendum styrkjum, en einnig hefur Vísindasjóður og ýmsar inn- lendar stofnanir lagt af mörkum fé, tæki og aðstöðu. Einstaka menn hafa gerst velunnarar fé- lagsins, svo sem Bandaríkjamað- urinn prófessor Paul S. Bauer, sem veitti fé til byggingar lítillar rannsóknarstöðvar í Surtsey, Pálsbæjar. Samin hefur verið áætlun um rannsóknir á eynni á komandi ár- um og ráðgerir félagið að leita enn eftir fjárstyrkjum til þess að standa undir kostnaði við fyrir- hugaðar rannsóknir á Surtsey. Kabarett í Grindavík Kabarettsýningar á vegum leikfé- lagsins í Grindavík og Sinawik-fé- lagsins í Grindavík eru hafnar. Frumsýningin var röstudagskvöldið 11. þessa mánaðar en næsta sýning verður klukkan 21.00 á sunnudag. Meginefni kabarettsins er söng- ur, dans, leikþættir og önnur gam- anmál. Meðal annars má nefna tríóið Þrjár systur, sem skipað er karlmönnum og syngja „systurn- ar“ lög Andrews-systra frá her- námsárunum. Fyrirhugaðar eru fleiri sýningar, en þeim hefur ekki verið ákveðinn tími. Fróóleikur og skemmtun fyrirháa sem lága! MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983 35 „■7 / /' suiktt j W&fj--;■& //VÍ •_ V .. V . ) eimskipafélag 'islan A ) EIMSKIPAFÉLAG Islands • IV 'vJ' ' > A <L C hafnarfjaroarhöfn > ^v 'V 5 V _ y/./y p1 yfirutsmynd ... ^ Starfsemi Eimskips hefur í gegnum tíðina verið í Norðurhöfninni, en mun á næstu árum færast í Suðurhöfnina í kjölfar úthlutunar 42.500 m2 lóðar þar. Eimskip fær úthlutað 42.500 m2 lóð í Suðurhöfninni í Hafnarfirði: Flutningar um Hafnarfjarð- arhöfn fara stöðugt vaxandi — segir Höröur Sigurgestsson, forstjóri Eimskips BÆJARSTJÓRN og hafnarstjórn llafnarfjarðar hafa úthlutað Eim- skipafélagi íslands nýrri lóð undir starfsemi félagsins í Suðurhöfn- inni í Hafnarfirði, en starfsemi fé- lagsins hefur verið í Norðurhöfn- inni til þessa, að sögn Harðar Sig- urgestssonar, forstjóra Eimskipa- félagsins, sem sagði lóðina vera 42.500 fermetra, en úthlutun henn- ar verður í þremur áföngum á næstu 3—5 árum. „Starfsemi okkar í Hafnarfirði hefur farið vaxandi undanfarin ár, en á síðasta ári fóru um 40.000 tonn um höfnina, en heild- arflutningsmagn félagsins var um 566.000 tonn á árinu 1982. Við búum hins vegar við frekar þröngan kost, en það svæði sem við höfum haft til umráða hefur verið á bilinu 12.—15.000 fer- metrar, en þar hefur farið fram öll vöru- og skipaafgreiðsla fé- lagsins," sagði Hörður. Hörður sagði stóran hluta af þeim flutningi, sem færi í gegn- um Hafnarfjörð, vera útflutning á íslenzkum iðnaðarvörum, út- flutning á áli, skreið og frystum sjávarafurðum svo eitthvað væri nefnt. Þá væri Hafnarfjarðar- höfn vaxandi í stórflutningum félagsins. „Við reiknum fastlega með, að stórflutningar fari í vax- andi mæli í gegnum Hafnarfjörð, enda liggur staðurinn vel við öll- um Suðurnesjunum, auk þess sem ég á von á vaxandi iðnaðar- og stóriðjuuppbyggingu á svæð- inu. Eins og ég gat um verður út- hlutun þessarar nýju lóðar til okkar í þremur áföngum. Fyrsti hlutinn, sem er um 14.300 fer- metrar, er til úthlutunar á þessu ári og verður til að byrja með notaður til útigeymslu fyrir fé- lagið. Annar áfangi, sem er um 20.800 fermetrar verður til af- hendingar á árabilinu 1986—1988, en sá hluti er í dag að mestu undir sjó. Uppfyllingu á hins vegar að vera lokið á fyrr- greindu árabili. Þriðji og síðasti hlutinn verður síðan til afhend- ingar á árinu 1988, en það eru um Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips. 7.400 fermetrar," sagði Hörður. Aðspurður um byggingar- framkvæmdir á vegum félagsins, sagði Hörður að þegar lokið yrði uppfyllingu á öðrum áfanga yrði þegar ráðist í byggingu 18.000 rúmmetra húss, sem er 1.800 fer- metrar að stærð. „Húsið verður með mikilli lofthæð, en við mun- um nýta það með því að koma fyrir hillum í því, eins og gert var í Sundaskála 4. í þessu húsi verð- ur afgreiðsla félagsins og vöru- afgreiðsla. Þegar fram líða stundir er síðan gert ráð fyrir, að byggja annað samskonar hús við hliðina, en ákvörðun þar að lút- andi hefur enn ekki verið tekin." Hörður sagði mjög vaxandi áhuga fjölmargra á því, að fá vörusendingar í gegnum Hafnar- fjörð, auk þess sem gera mætti ráð fyrir, að aukning í stórflutn- ingum félagsins færi mikið til í gegnum Hafnarfjörð. Það væri því nokkuð ljóst, að starfsemi Eimskips ætti eftir að eflast verulega í Hafnarfirði. Þá kom fram í samtalinu við Hörð, að þegar væri búið að byggja 70 metra viðlegugarð við svæðið og unnið væri að um 80 metra lengingu hans. Síðar yrði samhliða uppfyllingu svæðisins unnið að ennfrekari lengingu garðsins, þannig að mjög góð við- leguaðstaða myndi skapast þarna í framtíðinni. Loks kom það fram í samtalinu við Hörð Sigurgestsson, forstjóra Eimskipafélagsins, að félagið og Hafnarfjarðarbær hefðu ákveðið, að standa sameiginlega að könn- un á því, hvort hagkvæmt reynd- ist að byggja og reka frysti- geymslu við Hafnarfjarðarhöfn fyrir frystar afurðir, sem síðar væru til flutnings. Hjá Eim- skipafélagi íslands starfa nú 13 fastir starfsmenn, auk þess sem fjöldi starfsmanna er kallaður til, þegar skip félagsins koma til lestunar eða losunar. Svæði Eimskips á hinu nýja athafnasvæði Suðurhafnar má glöggt sjá á þessari teikningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.