Morgunblaðið - 13.11.1983, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983
41
Hjónin með börnin tvö, Zachary og Kathryn.
Davis jr. með 150 þús. dollara og
Johnny Carson með 700 þús. doll-
ara.
Fé það sem De Lorean lagði
fram sjálfur er ýmist talið 20 þús.
eða 70 þús. dollarar og ekki vitað
hvor upphæðin er rétt, en sjálfur
segist hann hafa reitt fram 3
milljónir dollara.
Það vakti undrun að breska
stjórnin skyldi leggja út í þetta
fjármálaævintýri eftir að óháð
ráðgjafafyrirtæki taldi möguleika
fyrirtækisins til að bera sig einn á
móti tíu.
Áhugi var á því á Puerto Rico að
taka þátt í bílaframleiðslunni með
De Lorean, en Bretar buðu betur
og hefur það ráðið mestu að sam-
komulag tókst um að reisa bila-
verksmiðjuna á N-írlandi þar sem
langvinnt atvinnuleysi í þeim
landshluta var stjórnvöldum mik-
ið áhyggjuefni.
Verksmiðjan var reist í ná-
York var rándýr íbúð á tveim
hæðum við 5th Ave. Um helgar
dvöldu þau á höfðinglegu sveita-
setri sínu í New Jersey, aðeins
klukkustundar akstur frá Man-
hattan, en þar héldu þau hesta.
Auk þess áttu þau svo stóra land-
areign í Kaliforníu, nálægt San
Diego. Flutningatæki þeirra hjóna
voru 22 talsins, bílar, „trukkar" og
mótorhjól.
Auglýsingaslagorð De Lorean-
bílaverksmiðjunnar var: „De Lore-
an. Live a Dream“, það má þýða
það sem svo: „Látið De Lorean-
drauminn rætast."
Draumur John De Lorean rætt-
ist, hann kom óskabarni sínu,
DMC-12-bílnum á framfæri,
byggði jafnvel heila verksmiðju á
erlendri grund til að koma því í
framkvæmd. En fyrr en varði var
draumurinn búinn. Það kom þegar
fram eftir fyrsta starfsárið að
fjárhagserfiðleikar myndu steðja
Mynd tekin eftir John De Lorean var
handtekinn.
Sveitasetur De Lorean-hjónanna i New Jersey er sannarlega höfðinglegt að sjá.
Óseldir DMC-bílar i New Jersey þegar fyrirtækið lagði upp laup-
ana.
Fyrirsœtan Christina Ferrare á forsíðum tímarita.
Þau gengu í hjónaband árið
1972 og eiga saman eina dóttur,
Kathryn, sem nú er 6 ára gömul.
Það fór ekki hjá því, að forstjór-
um General Motors þætti nóg um
sviptingarnar í einkalífi De Lore-
an, þeim fannst lffsmáti hans og
sú athygli sem hann vakti, skaða
fyrirtækið út á við.
Við þetta bættist að De Lorean
var ekki ánægður í hinni háu
stöðu, honum fannst hann vera
kominn upp í fílabeinsturn, fjarri
æðaslögum framleiðslunnar, ef
svo má að orði komast.
Eftir sex mánaða veru í hinu
nýja starfi sagði hann upp. Hann
hafði alltaf átt sér þann draum að
stofna eigið bílafyrirtæki, hefja
framleiðslu á eigin hönnun og
komast á blað með Henry Ford og
öðrum álíka.
Uppsögn hans hjá GM árið 1972
þótti tíðindum sæta og næstum
lítilsvirðing fyrir hið volduga
fyrirtæki. Hann bætti síðan gráu
ofan á svart er minningabók hans
kom út árið 1979, bókin heitir: „On
a Clear Day You Can See General
Motors", þar finnur hann stjórn-
endum fyrirtækisins, og fyrrum
samstarfsmönnum, ýmislegt til
foráttu, drengur í efa starfsað-
ferðir þeirra, heilindi o.s.frv. Það
er sagt að De Lorean sé eini mað-
urinn, sem komist hefur í lykil-
stöðu hjá GM og síðan sagt upp
starfi.
DMC- 12-bill inn
De Lorean dreymdi um að fram-
leiða bíl, á meðalverði, sem keppt
gæti við þá stóru í bílaiðnaðinum,
Ford, Chrysler og General Motors.
Eftir stuttan stans í öðru starfi
hófst hann handa við að gera
draum sinn að veruleika. Hann
hannaði rennilegan sportbíl úr
ryðfríu stáli og með vængjahurð-
um. Á miðjum síðasta áratug, þeg-
ar bíll De Lorean var að verða að
veruleika, var enginn sambæri-
legur bíll á markaðnum. En sakir
þess hve langan tíma tók að hefja
framleiðslu á bílnum (í allt átta
ár) voru komnir fram bílar frá
Mazda, Porsche og Datsun, sem
höfðuðu til þeirra kaupenda, sem
De Lorean hafði talið vísa.
Ástæðan fyrir þessum drætti
voru erfiðleikar við að koma á
stofn verksmiðju til að hefja
fjöldaframleiðslu á bílnum. De
Ix>rean leitaði víða fyrir sér til að
fá fjármagn til uppbyggingarinn-
ar, hann leitaði til einstaklinga,
fyrirtækja og ríkisstjórna. Það
hafðist þó að lokum og þeir sem
lögðu fram fé í fyrirtækið voru:
breska ríkisstjórnin, en þá var
Verkamannaflokkurinn í stjórn,
156 milljónir dollara í reiðufé, lán-
um og fyrirgreiðslu; bílasalar, 345
talsins, lögðu fram 8,6 milljónir
dollara og ýmsir einstaklingar alls
18 milljónir, þar er getið Sammy
grenni Belfast og við hana fengu
2.600 manns vinnu þegar best lét.
Þegar bíllinn var loks tilbúinn
til afhendingar árið 1981 kom í
ljós að hann var miklu dýrari í
framleiðslu en reiknað hafði verið
með, gert var ráð fyrir í útreikn-
ingum að hann myndi kosta 8 þús.
dollara út úr búð en var nú verð-
lagður á 26 þús. dollara og þótti
því dýr. Salan varð því minni er
búist hafði verið við. Markaðs-
könnun, sem gerð var áður en haf-
ist var handa við að framleiða
DMC-12-bílinn sýndi, að ekki væri
ráðlegt að framleiða nema í allra
mesta lagi 5 þús. bíla á ári en De
Lorean skeytti því engu heldur
tvöfaldaði daglega framleiðslu
upp í 80 bíla, (þ.e. 20 þús. bíla ár-
lega).
De Lorean ætlaði sér allrífleg
laun, ásamt risnu, fyrir stjórnun
fyrirtækisins, árslaunin námu 500
þús. dollurum. Hann hafði að
nafninu til íbúð til afnota í Belfast
þegar hann þurfti að bregða sér til
Evrópu vegna starfsins. Hann
dvaldi þó oftast í lúxusíbúð á Ritz
Hotel í London og sinnti störfum
sínum þaðan. De Lorean hélt sig
mjög ríkmannlega á öllum svið-
um, heima og heiman. Hann flaug
fram og aftur yfir Atlantshafið í
Concord-þotum, klæddist aðeins
sérsaumuðum fatnaði og heima
fyrir voru híbýlin ekki af verri
endanum.
Húsnæði þeirra hjóna í New
að, það var það mikið óselt af
framleiðslunni að ekki vissi á gott.
Það var því strax í upphafi síð-
asta árs að De Lorean fór fram á
það við Breta, að þeir legðu fram
meira fjármagn til að hægt væri
að tryggja reksturinn næstu fjög-
ur ár, 70 milljónir vantaði til þess.
En nú var komin ný ríkisstjórn í
Bretlandi undir stjórn Margaret
Thatcher, og hún og samráðherrar
hennar, voru ekki á því að ausa
almannafé í óarðbær fyrirtæki.
Þeir fyrrum stjórnarmenn, sem
samþykkt höfðu þessa samvinnu,
voru látnir fá það óþvegið um leið
og þeim var bent á að það væri
óverjandi með öllu að hafa sóað
skattgreiðslum þegnanna í von-
lausan rekstur með ævintýra-
mönnum. Það komu jafnvel upp
efasemdir um að allt það fé sem
lagt hafði verið fram hefði farið
til Belfast, einhverjir þræðir fund-
ust til annarra fyrirtækja, sem De
Lorean var bendlaður við, eitt
þeirra nafngreint í Genf í Sviss.
Hvað sem því líður fór að síga á
ógæfuhlið og það varð De Lorean
sífellt erfiðara að útvega rekstr-
arfé eftir því sem leið á árið 1982,
lánardrottnar tóku að ókyrrast.
De Lorean-hjónin létu selja for-
láta klukkur og aðra antikmuni á
uppboði hjá Sotheby í London til
að afla rekstrarfjár, sömuleiðis
seldi frúin fjórar loðkápur úr
hreysikattaskinni, hver um sig
verðlögð á 15 þús. dollara.
En De Lorean bar sig jafnan vel
þegar blaða- og fréttamenn spurð-
ust fyrir um greiðsluerfiðleika
fyrirtækisins, hann kvað þetta
ekkert vandamál, peningarnir
væru til og reksturinn væri
tryggður. Hvort sem það hefur
verið um mitt sumar á síðasta ári,
eða ekki fyrr en komið var fram á
haust, þá hafði De Lorean sam-
band við mann, sem fékkst við að
smygla fíkniefnum til Bandaríkj-
anna og koma þeim á markað.
Hann gerðist félagi hans og fjár-
magnaði innflutning á 110 kg af
kókaíni og talið er að hann hafi
ætlað að setja ágóðann af sölunni,
sem numið gat 50—60 milljónum
dollara, í De Lorean Motor Co. í
Belfast.
En FBI komst á snoðir um
áform þeirra, fíkniefnasmyglar-
inn lá þegar undir grun og fylgst
var með honum. Lögreglan kom
sínum manni inn í innsta hring og
handtaka var undirbúin.
Afhending kókaínsins átti að
fara fram á Sheraton Hotel Plaza
í lok október á síðasta ári. Þar
beið lögreglan búin myndatöku-
tækjum og öðru til að grípa inn í á
réttu augnabliki.
Um leið og De Lorean opnaði
töskuna, sem kókaínpakkarnir
voru í, sagði hann: „Þetta er gulls
ígildi og berst á elleftu stundu.“
Um leið lét lögreglan til skarar
skríða, handtók þá félaga, þeim
var gefið að sök að hafa undir
höndum mikið magn af smygluðu
kókaíni og hafa uppi áform um að
koma þeim í sölu í Bandaríkjun-
um.
De Lorean var færður í gæslu-
varðhald þar sem hann dvaldi
næstu daga, dómstólarnir kröfð-
ust fyrst 20 milljóna dollara
tryggingar til að hann yrði látinn
laus, en upphæðin var lækkuð
niður í 10 millj. dollara. Það vakti
nokkra undrun og eftirtekt að illa
gekk að ná saman þeirri upphæð.
De Lorean var talinn geta átt yfir
höfði sér allt að fimmtán ára
fangelsisdóm ef sök sannaðist.
Nokkrum klukkustundum áður
en De Lorean var handtekinn var
fyrirtækið í Belfast lýst gjald-
þrota, verksmiðjunni lokað og þeir
200 starfsmenn, sem eftir voru,
misstu vinnuna. Skuldirnar voru
taldar vera nálægt 200 milljónum
dollara. De Lorean Motor Co. átti
ekki langa lífdaga, aðeins rúma 20
mánuði og heildarframleiðslan
var innan við 10 þús. DMC-12-bíl-
ar. Breska ríkið, frönsku Renault-
bílaverksmiðjurnar og 350 aðrir
aðilar gerðu kröfu í þrotabúið.
Eignirnar í Belfast, og þeir eitt
þúsund bílar, sem óseldir voru, eru
taldar nema aðeins broti af því,
svo fyrirsjáanlegt er að margir
hafa skaðast af því að leggja fé í,
eða eiga viðskipti við De Lorean
Motor Co.
Það hefur ekki enn verið dæmt í
máli John De Lorean, en ekki er að
efa að hinn þekti lögfræðingur,
sem hann fékk til að taka að sér
málið, gerir sitt besta honum til
varnar.
Fyrir skömmu átti að taka mál-
ið fyrir, en því var frestað vegna
þess, að CBS-sjónvarpsstöðin
sýndi mynd, sem tekin var af at-
burðinum á hótelinu í Los Angeles
og sýndi De Lorean skoða kókaínið
í töskunni. Þessi mynd var talin til
mikilvægra sönnunargagna og átti
ekki að koma fyrir almennings-
sjónir, sýning hennar er talin geta
spillt fyrir málsmeðferð.
Hvort John De Lorean er sann-
kristinn maður, hann segir sjálfur
að hann lifi samkvæmt hinum tíu
boðorðum, eða skúrkur, nokkurs-
konar J.R. bílabransans skal ósagt
en óhætt að segja að maðurinn og
lífshlaup hans fram á þennan dag
er hvorki hversdagslegt né lit-
laust.
Það má mikið vera ef De Lore-
an-draumurinn á ekki eftir að
verða rithöfundi efni í bók eða
kvikmynd.
Sú saga myndi fjalla um mann,
sem átti sér draum, gerði hann að
veruleika, sást ekki fyrir, missti
því fótanna á hálum lífsins braut-
um — og féll.
Samantekt Bergljót Ingólfsdóttir