Morgunblaðið - 13.11.1983, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983
21
Áður óþ ekkt bréf Jóhanns
skálds Sigurjónssonar fundin
Fundist hafa í Reykjavík tólf áð-
ur óbirt sendibréf Jóhanns Sigur-
jónssonar skálds. Bréfin eru rituð
á árunum 1902 til 1908 og eru öll
rituð í Kaupmannahöfn, utan eitt,
sem skáldið skrifar á Akureyri.
Bréfin eru öll skrifuð til vinar Jó-
hanns, Guðmundar Benediktsson-
ar, sem þá bjó í Reykjavík, en
hafði verið náinn vinur skáldsins
úti í Kaupmannahöfn. Bragi Krist-
jónsson bókakaupmaður, sem hef-
ur haft bréfin til athugunar, segir
þau um margt merkileg. I'au veiti
ýmsar upplýsingar um skáldið og
hugarheim þess, auk þess sem í
bréfunum sé að finna sex til átta
áður óþekkt Ijóð, og aðrar gerðir
þekktra Ijóða hans, en þær sem
hingað til hafa birst.
Rithönd Jóhanns Sigurjónssonar á niðurlagi eins bréfanna til Guðmundar
Benediktssonar.
„Sit fastur inn
á knæpu ...“
„Þessi bréf frá Jóhanni Sigur-
jónssyni," sagði Bragi Krist-
jónsson í samtali við blaðamann
Morgunblaðsins, „sem nýlega
komu í leitirnar — og hafa verið
óþekkt til þessa — eru öll skrif-
uð til sama mannsins, vinar
hans og félaga frá Kaupmanna-
höfn, Guðmundar Benediktsson-
ar. Þau eru skrifuð á bilinu
1902—1908. Jóhann er við upp-
haf bréfaskriftanna við nám í
dýralæknisfræðum við Konung-
lega danska dýralæknaskólann.
Bréfin lýsa baráttu hans, þegar
hann ákveður að hætta náminu
og helga sig alfarið ritstörfum
og skáldskap — sem fáum þótti
árennilegt. Bréfin bregða skýr-
ara ljósi á viðbrögð vina hans og
ættingja gagnvart þessum
sinnaskiptum Jóhanns, en
hingað til hefur legið fyrir.
Auk þess eru bréfin dæma-
laust merkileg heimild um
skáldskapariðju Jóhanns þessi
árin, kynni hans af t.d. Georg
Brandes, jöfrinum í danskri
menningu — og hvernig fyrstu
verk hans komast á framfæri
fyrir elju hans og þrautseigju.
Auk þess eru í bréfunum kvæði,
kvæðisbrot og bálkar, sem
ókunnir hafa verið til þessa og
Þar stendur: „Fyrirgefðu klórið Gvend-
ur minn og skrifaðu mjér sem fyrst aptur
— myrkrið í þinni sál er mér kært.
Þinn einlægur vin,
Jóhann Sigurjónsson.“
Jóhann Sigurjónsson. Jóhann fsdd-
ist á Laxamýri í Suður-Þingeyjar-
sýslu árið 1880 og h?.in lést í Dan-
mörku 1919. Jóhann er eitt kunn-
asta skáld íslendinga, og eftir hann
liggja stórvirki á borð við leikritin
Fjalla-Eyvind og Galdra-Loft, svo að-
eins örfá verka hans séu nefnd.
Jóhann Sigurjónsson skáld á heimili sínu í Charlottenlund í Danmörku.
gerir það eitt, þennan bréfafund
mjög sögulegan.
Kynni Jóhanns af mörgum ís-
lendingum og erlendum mönn-
um eru ítarlega rakin í þessum
bréfum, einnig létt og skemmti-
leg ævintýri úr lífi og starfi
skáldsins, ástum hans, fátækt
hans og basli, sem yfirbugar
hann þó aldrei, heldur magnar
hann til átaka gegn erfiðleikun-
um.
Það er til marks um skemmti-
legar frásagnir í bréfunum, þeg-
ar Jóhann skrifar Guðmundi
Ben. hinn 28. marz 1903: „Vinur-
inn minn besti. í þetta sinn
grunar mig að þú fáir töluvert
langt bréf, því að ég sit fastur
inn á knæpu og Siggi Eggerz
(Sigurður Eggerz, síðar forsæt-
isráðherra) er að reyna að ná í fé
til að leysa mig út...“ o.s.frv.
Guðmundur —
hæfileikamikill
og óvenjulegur
Guðmundur Benediktsson,
viðtakandi bréfanna, var við
nám í Kaupmannahöfn í stjórn-
fræðum og þjóðhagfræði um og
fyrir aldamótin. Hann varð mik-
ill vinur Jóhanns Sigurjónssonar
þar, en fór til íslands uppúr
aldamótunum, heilsulítill, gerð-
ist síðar starfsmaður íslands-
banka í nokkur ár, en dó fyrir
1930. Árni prófessor,
sem skrifað hrfurmerta ritgerð
um Jóhann Sigui-j^jjsson, minn-
ist sérstaklega á Guðmund, sem
hann telur hafa verið mjög hæf-
an og óvenjulegan mann.
Bréfin bera það með sér að al-
ger trúnaður hefur ríkt milli Jó-
hanns og Guðmundar. Það er því
við hæfi að fara af gætni með
efni bréfanna, enda mun það
verða gert. Ætlunin er að kynna
bréfafund þennan opinberum að-
iljum, sem halda saman handrit-
um og skjölum — en að öðru le-
yti er allt óráðið hvað gert verð-
ur við þessi merkilegu bréf Jó-
hanns Sigurjónssonar. Þó kæmi
útgáfa á þeim vissulega til
greina," sagði Bragi að lokum.
- AH.
„Börnin syngja
jólalög“
— ný jólasöngbók
KOMIN er út jólasöngbók með
nótum, sem heitir Börnin syngja
jólalög. Þar er að finna alþekkt
jólalög og sálma, svo sem: Göng-
um við í kringum, Adam átti syni
sjö, Þyrnirós, Ég sá mömmu kyssa
jólasvein, Gekk ég yfir sjó og land,
í skóginum, Heims um ból, í
Betlehem er barn oss fætt — og
fleiri sálmar og söngvar, sem
sungnir eru á jólunum. Lögin eru
öll skrifuð og hljómsett á einfald-
an hátt.
Bókina prýða stórar og fallegar
litmyndir, en ólafur Gaukur
hljómlistarmaður valdi lögin. Út-
gefandi er Setberg.
Læknahúsið
Síöumúla 29, sími: 85788
skuröstofur — læknastofur — rannsóknastofur
Höfum opnaö lækningastofur okkar í „Lækna-
húsinu“, Síöumúla 29, Reykjavík. Viötalsbeiönir í
síma 85788 á milli kl. 13 og 18 daglega.
Egill A. Jacobsen
Guðmundur Bjarnason
Guöm. V. Einarsson
Halldór Jóhannsson
Hannes Finnbogason
Ingvar E. Kjartansson
Jón Sigurðsson
Matthías Kjeld
Páll Gíslason
Sighvatur Snæbjörnss.
Sigurjón Sigurðsson
Valdemar Hansen:
Þórarinn Ólafsson
Sérgr.: SkurðlæRningar og
þvagfæraskurölækningar
Sérgr.: Skurölækningar og
barnaskurðlækningar
Sérgr.: Þvagfæra-
skurölækningar
Sérgr.: Skurðlækningar og
æöaskurölækningar
Sérgr.: Skurölækningar
Sérgr.: Skurðlækningar og
æöaskurðlækningar
Sérgr.: Svæfingar og deyfingar
Sérgr.: Meinefnafræði
Sérgr.: Skurðlækningar
Sérgr.: Svæfingar og deyfingar
Sérgr.: Bæklunarlækningar
Sérgr.: Svæfingar og deyfingar
Sérgr.: Svæfingar og deyfingar
I
O
UJ
o
>
I
o
UJ
o
>
I
o
UJ
9
>
I
o
UJ
9
>
I
o
UJ
9
>
I
o
UJ
9
>
VIDEO — VIDEO — VIDEO — VIDEO
Góður samningur
Viö bjóöum 15 spólu samninga á
kr. 1.050, en þaö þýöir að þú
færð spóluna á 70 kr.
Þú tekur spólurnar þegar þér
hentar, eftir 2 daga koma sektir.
Leigjum út videotæki
Mánudaga, þriöjudaga og miðvikudaga kr. 250.-
Fimmtudaga, föstudaga, laugardaga og
sunnudaga kr. 350.-
Leigjum einnig út kvikmyndatökuvélar kr. 300.-
— alla daga.
Höfum geysigott úrval af textuðu efni.
Alltaf eitthvað nýtt.
Verzlið þar sem úrvalið er.
Opið kl. 14—23 alla daga vikunnar.
VIDEO-MARKAÐURINN
Hamraborg 10, Kópavogi,
sími 46777.
VIDEO — VIDEO — VIDEO — VIDEO
<
o
m
O
I
<
o
m
O
I
<
o
m
O
I
<
o
m
O
I
<
o
m
o
I
<
o
m
O
I