Morgunblaðið - 13.11.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983
39
í stofu Snorra bónda á Augastöóum. Þeir standa þarna við hluta af Uekjabúnaðinum, frá vinstri talið: Hiroshi
Fukunishi frá Heimskautarannsóknarstöð Japans, Jón Sveinsson tæknifræðingur hjá Rannsóknarstofnun Háskóla
íslands, Snorri Jóhannesson bóndi á Augstöðum og Natsuo Sato frá Heimskautarannsóknarstöð Japans.
Morgunblaðið/KÖE.
Rannsóknarstöð sett upp í Borgarfirði:
A -
Liður í rannsóknum Heim-
skautarannsóknarstöðvar
Japana á norðurljósunum
Natsuo Sato við fullkomna Ijósmyndavél sem Ijósmynda á norðurljósin.
Á AUGASTÖÐUM í Hálsasveit í
Borgarfirði hafa verið sett upp full-
komin rannsóknartæki til rann-
sókna á norðurljósunum. Heim-
skautarannsóknarstöð Japans stend-
ur að rannsóknunum í samvinnu við
Raunvísindastofnun Háskóla ís-
lands og voru menn frá Japan á
Augastöðum í haust við að setja
rannsóknartækin upp.
Japönsku vísindamennirnir,
Hiroshi Fukunishi og Natsuo
Sato, sögðu í samtali við Mbl. að
tilgangurinn með uppsetningu
stöðvarinnar á Augastöðum væri
að kanna norðurljósin frá báðum
„endum" en aðalverkefni Heim-
skautarannsóknarstöðvar Japans
væri að rannsaka suðurheim-
skautið. Þar voru Japanir með
tvær rannsóknarstöðvar og sögðu
þeir að rannsóknarstöðin á Auga-
stöðum og stöðvar sem settar
verða upp nálægt Húsavík og ísa-
firði næsta sumar væru á „hinum
enda“ norðurljósanna.
Upplýsingarnar sem rannsókn-
artækin nema verða sendar nokk-
urn veginn jafnóðum til Japans,
þar sem unnið er úr þeim í tölvu
ásamt upplýsingum frá stöðvun-
um á suðurheimskautinu.
Rannsóknaráætluninni sem
þessar rannsóknir eru liður í líkur
í árslok 1985 og sögðu Japanimir
að ekki væri að vænta neinnar
niðurstöðu fyrr en eftir þann
tíma. Tækin sem sett voru upp á
Augastöðum eru afar fullkomin og
dýr tæki, kosta milljónatugi.
Sagði Jón Sveinsson, tæknifræð-
ingur hjá Raunvísindastofnun Há-
skóla íslands, að þetta væri mesti
mælingaleiðangur sem hingað
hefði komið.
Snorri Jóhannesson bóndi á
Augastöðum sagði í samtali við
Mbl. að sitt hlutverk væri að hýsa
tækin og það gerði hann í stofunni
hjá sér. Einnig ætti hann að
skipta um segulbandsspólur í
hljóðupptökutækjunum og pappír
í síritunum. Eins þyrfti að stilla
eitthvað af tækjum inn ef raf-
magnið færi af í meira en 12
klukkutíma. Ef eitthvað bilaði eða
alvarlegt kæmi uppá sagðist hann
eiga að kalla í Jón Sveinsson hjá
Raunvísindastofnun, sem þá ætti
að bjarga málunum en sagðist að
sjálfsögðu ekki ætla að láta það
koma fyrir.
Japanirnir og Jón standa þarna við tvær sólarsellur sem staðsettar eru hjá hljóðmóttökutækjum stöðvarinnar
skammt frá Augastöðum, en sólarsellurnar hlaða rafhlöðurnar sem knýja mæla móttökutækisins og sendir hljóðin til
tækjanna á Augastöðum. Þessar sólarsellur eru nýjung. Þær eru miklu ódýrari og fullkomnari en þekkst hefur.
Rafhlöðurnar duga í 20 daga þó engin hleðsla eigi sér stað en sólarsellurnar hlaða þær í birtu, ekki þarf endilega að
vera sól. Til dæmis var sólarlaust, daginn sem Morgunblaðsmenn voru þarna á ferð, en bjart og þá hlóðu
sólarsellumar 400 vött en notkunin er ekki nema 10 vött. Sagði Jón Sveinsson að athugandi væri fyrir íslendinga
hvort ekki væri hagkvæmt að nota slíkar sólarsellur til að knýja rannsóknartæki á öræfum hér á landi. (írugglega
væri það ódýrara en að bora og virkja eins og stundum hefði þurft að gera.
Saima
■ |_ ■ er mjög sterkt vegna þess
|311 K. I bvernig þaö er uppbyggt.
■ ■ Þaö hentar því vel á gólf á
U 3 r K © l heimilum, samkomuhús-
um og íþróttahúsum, þar
sem reynir á slitþoliö.
Komið og skoðið þetta sérstæða parket.
PÁLL ÞORGEIRSSON & CO,
Ármúla 27. — Símar 86100.og 34000
FJOLBREYTT TEPPAURVAL
Frábær greiósiukjör
Berber acryl frá kr.: 31900 m'
Berber ullarbtanda frá kr.: 45300 m2
Berber aluliarteppi frá kr.: 64900 m2
Teppi á herbergi frá kr.: 27500 m2
Stigahusateppi frá kr.t 54700 m2
World Carpels frá kr.: 570°° m2
m%mm ###%# Byggingavörur hf
Reykjavikurveg 64 Hafnarfiröi. simi 53140
Bladburöarfólk
óskast!
Vesturbær Austurbær
Granaskjól Bergstaöastræti Ingólfsstræti og
Frostaskjól. Freyjugata 28—49 Þingholtsstræti
JltagmiÞIiifeife