Morgunblaðið - 13.11.1983, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.11.1983, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983 t Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNLAUGUR SVEINN SVEINSSON, (Sveinn frá Húsagaröi), Suöurhólum 30, andaðist í Borgarspítalanum aöfaranótt 10. þessa mánaðar. Árbjörg Ólafsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Föðursystir okkar, GUÐLEIF S. GUDMUNDSDÓTTIR, Birkimel 10A verður jarösungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 15. nóvember kl. 15. Þóra, Guörún og Erna Kristinsdætur. t Eiginkona mín, móðir okkar og dóttir, HREFNA JÓHANNSDÓTTIR, Ljósheimum 20, verður jarösungin frá Langholtskirkju mánudaginn 14. nóvember kl. 13.30. Björgvin Alexandersson, Jóhann Þór Björgvinsson, Sandra Margrót Björgvinsdóttir, Anna Rós Björgvinsdóttir, Gunnþórunn Eiríksdóttir. t Innilegar þakkir fyrir samúö og hlýhug við andlát og útför OKTAVÍU JÓHANNESDÓTTUR, Traöarlandi 4. Svavar Gíslason, börn og tengdabörn. t Þökkum innilega öllum þeim, er sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og jarðarför ALBERTS VALGEIRSSONAR frá Bæ í Árneshreppi. Sérstakar þakkir viljum við færa læknum og starfsfólki á Reykja- lundi. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Hjartans þakkir til allra er vottuöu okkur samúð og heiöruöu minningu HARÐAR SIGMUNDSSONAR, Flúðaseli 18. Þórlaug Guómundsdóttir, Þórný Haröardóttir, Helga Haröardóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúö og vinar- hug viö andlát og útför JÓNS J. INGIBERSSONAR, útgeröarmanns frá Njaróvík. Hulda Einarsdóttir, Einar Jónsson, Hafdís Garöarsdóttir og börn. t Innilegar þakkir færum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö og hlýhug viö fráfall eiginmanns míns og fööur okkar, JÓNS ARNAR JÓNASSONAR, skipasmíóameistara, Sólheimum 10. Þóra Pétursdóttir, Agnar J. Jónsson, Pétur Jónsson. Hrefna Jóhannes- dóttir — Minning Fædd 2. júlí 1936 Dáin 5. nóvember 1983 Kallið er komið komin er nú stundin vinaskilnaður viðkvæm stund vinirnir kveðja vininn sinn látna er sefur hér hinn síðasta blund. Margs er að minnast margt er hér að þakka Guði sé lof fyrir liðna tíð margs er að minnast margs er að sakna Guð þerri tregatárin stríð. V. Briem. Það var eins og kaldur gustur léki um mig þegar fréttin um hið sviplega fráfall Hrefnu vinkonu minnar barst mér að morgni 5. nóvember. Við slík þáttaskil verður maður svo óendanlega lítill. Minningarn- ar hrannast upp. Spurningar vakna. Af hverju svona fljótt? Því getur aðeins einn svarað. Hrefna fæddist í Bakkagerði í Jökulsár- hlíð 2. júlí 1936, einkabarn for- eldra sinna, Gunnþórunnar Ei- ríksdóttur og Jóhannesar Krist- jánssonar, er þar bjuggu og þar ólst hún upp við sveitastörf í harð- býlli sveit. Á unglingsárunum lá leið henn- ar í Eiðaskóla og þaðan lauk hún gagnfræðanámi. Hún var góðum gáfum gædd, las mikið og fylgdist vel með þjóðmálum. Nokkru eftir veruna á Eiðum veiktist hún af berklum og fór hún þá á Vífilsstaðahæli snemma árs 1956. Eftir eitt ár var hún búin að ná allgóðri heilsu og gerðist starfsstúlka á „Hælinu" næstu sex ár. En hún sótti fleira en batnandi heilsu á Vífilsstaðahæli. Á þessum árum dvaldist þar Björgvin Alex- andersson frá Súgandafirði. Felldu þau hugi saman og gengu í hjónaband 21. apríl 1962. Fyrstu árin bjuggu þau í Kópa- vogi, en síðan f eigin íbúð að Ljósheimum 20. Þar bjuggu þau sér og börnum sínum þremur, J6- hanni Þór, Söndru Margréti og Önnu Rós hlýlegt og gott heimili, sem hún helgaði sig óskipta upp frá því. Þetta ár er búið að vera Hrefnu þungt í skauti. Hún átti við erfið- an sjúkdóm að stríða sem hún bar eins og hetja. Hún var dul og flík- aði ekki tilfinningum sínum. Tal- aði alltaf um það sem betra var en lét hitt kyrrt liggja. Nú skilur leiðir um sinn. Ég hef henni margt að þakka. Fyrir þol- inmæði og umburðarlyndi við mig litla, þar við vorum að alast upp í sama túninu. Fyrir allar þær ljúfu stundir sem ég átti á hennar góða heimili. Fyrir trygga vináttu sem aldrei bar skugga á. Ég minnist hennar þegar ég heyri góðs manns getið. Eiginmanni, börnum, aldraðri og sjúkri móður færi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. „Far þú í friði friður guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt Gekkst þú með Guði guð þér nú fylgi hans dýra hnoss þú hljóta skalt” (V. Briem.) Drottinn gefðu dánum ró, hinum líkn sem lifa. Blessuð sé minning hennar. Anna Kristinsdóttir Kjartan Erlends- son — Kveðjuorð Á undanförnum 15 árum hitt- umst við Kjartan Erlendsson af og til á förnum vegi. Barst þá talið oft að áhugaefnum hans, bifreið- um, vélum og því er að slíkri tækni snýr. Sagði hann mér nýverið frá framkvæmdum sínum við þau mál að Kjartansgötu. ' Tíminn, þessi „dýrmæti" tími sem við virðumst aldrei eiga nóg af, veldur því að mannleg sam- skipti verða oft í lágmarki og hraði lífsins sem við lifum verður til þess að aldrei er tími til neins, hvað þá að heimsækja vini og kunningja oftar og er sár sú til- hugsun eftir á hvað maður „hefði getað“ gert. Hið hörmulega sjóslys þá er Sandey II hvolfdi með Kjart- an og félaga hans, minnir okkur grimmilega á nálægð dauðans og við hversu erfið störf og skilyrði margir verða að vinna. Kjartan var góður drengur og trúr því sem hann tók sér fyrir hendur og votta ég ástvinum hans dýpstu samúð. Friðrik Ásmundsson Brekkan Kveðja: Pétur Guðjónsson Ég var nýkominn úr langri dvöl í Póllandi þegar ég fékk þær frétt- ir, að Pétur Guðjónsson væri ekki lengur okkar á meðal. Ég gat ekki trúað þeim hörmulegu tíðindum að lífi þessa gáfumanns á besta aldri, áhugamanns um stjórnmál, unnanda íþrótta og hamingju- manns í einkalífi, gæti verið svo skyndilega lokið. En vegir Guðs eru órannsakanlegir og óskiljan- legir. Ég hef misst kæran, tryggan og gamlan vin. Pétur hafði ég þekkt lengi eða frá þeim tíma að ísland varð mitt annað heimili og íslendingar tóku mér af hlýju sem einum þeirra sjálfra og sýndu mér góðvild og gestrisni. Það gerðu þau Pétur og Bára kær. Ég hef átt svo marga kvöldstund á þeirra fal- lega heimili þar sem mér var gerð veisla og tekið með ástúðlegri gestrisni. Mér er hryggð í huga. Ég sendi Báru og fjölskyldunni allri mínar samúðarkveðjur. Alicia Skarzynska Markússon, tannlæknir. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför BÚA ÞORVALDSSONAR og viröingu vottaöa minningu hans. Guö blessi ykkur öll. Jóna Erlendsdóttir, Kristján Búason, Erla G. Guójónsdóttir, Magdalena J. Búadóttir, Höskuldur Baldursson, Erlendur S. Búason, Hólmfríóur Pétursdóttir, Þorvaldur Búason, Krístín A. Norðfjörö, Þórður Ó. Búason, Hildur B. Guólaugsdóttir, Þuríóur Þorvaldsdóttir, Arndís Þorvaldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.