Morgunblaðið - 13.11.1983, Síða 25

Morgunblaðið - 13.11.1983, Síða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983 25 fltarigtittltffiMft Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 20 kr. eintakiö. verið haldið gangandi með stöðugu gengissigi. Nú hefur gengið verið óbreytt í marga mánuði og útgerðin er að kom- ast á heljarþröm. Þetta hefur orðið til þess, að æ fleirum verð- ur ljóst, að rótin að verðþólguvanda okkar er offjárfesting, ekki sízt í útgerð. Nú eru alltof mörg skip við veiðar. Kostnaðurinn við útgerð þeirra er gíf- urlegur. Ef einkafyrir- tæki ætti allan fiski- Talnaleikur og sjálfsblekking Að undanförnu hafa ráðherrar haft á orði, að verðbólgan væri komin niður í 30% á ári og væri það til marks um, að efnahagsaðgerð- ir ríkisstjórnarinnar væru að bera árangur. Ef ráðherrarnir sjálfir taka þennan talnaleik alvarlega er hætta á ferðum. Það er auðvelt verk að hægja á verðbólgunni um skeið með því að taka kaupgjaldsvísitöl- una úr sambandi. Spurningin hefur alltaf verið sú, hvort pólitísk skilyrði væru til slíkra aðgerða. Þau voru til staðar sl. vor. Prófsteinninn á það, hvort ríkisstjórnin er að ná þeim árangri, sem sköpum skiptir er hins vegar útgerðin og rekst- ur hennar. í rúman ára- tug hefur útgerðinni skipastól íslendinga mundi það gera ráðstaf- anir til að losa sig við verulegan hluta flotans með einhverjum hætti, selja skipin, leigja þau, leggja þeim eða gera þau út á fiskimið í öðr- um heimshlutum. Þetta einkafyrirtæki mundi sjá, að það gæti náð sama aflamagni með mun færri skipum og minni kostnaði. Til þess að ráðast á þetta vandamál verða pólitísk skilyrði að vera fyrir hendi og um leið pólitískt hugrekki í rík- isstjórn og stjórnarliði. Verði hins vegar ekki tekizt á við það mun fyrr eða síðar koma að því, að ríkisstjórnin grípur til hefðbundinna aðgerða til þess að leysa vanda útgerðarinnar og þá er spilið tapað um leið. Gengið sígur, vöru- verð hækkar og laun- þegar þrýsta á um hærri laun. Það væri rangt að segja, að ríkisstjórnin hafi engum árangri náð en hann er annars eðlis, en ráðherrarnir halda fram, þegar þeir guma af 30% verðbólgu. Þessi árangur er í því fólgin, að ríkisstjórnin hefur sýnt fólki fram á kosti stöðugs verðlags. Það hefur miklu fargi verið létt af þjóðinni í nokkra mánuði með því að halda verðlagshækkun- um í skefjum. Jafn- framt hefur fólk fengið tóm til að átta sig á því, hvað kostir stöðugs verðlags eru miklir. Þessi skilningur al- mennings er forsenda fyrir því, að ríkisstjórn- in geti ráðizt í stærri verkefni, sem er að tak- ast á við vanda útgerð- arinnar. Ráðstafanir ríkisstjórnarinnar hafa líka orðið til þess, að al- menningur áttar sig betur á því, að offjár- festingin er undirrót efnahagsvanda okkar. Með þessu hefur stjórn- inni tekizt að skapa það andrúm, sem á að gera henni kleift að fást við vanda útgerðar og ann- arrar offjárfestingar. Ef ráðherrarnir standa í þeirri trú að mestu átökin séu að baki er það mikill mis- skilningur. Þau eru framundan. Ráðist þeir að rótum vandans í sjávarútvegi mun það leiða til einhverra mestu póltísku átaka í landinu um langt árabil. Þar munu koma til sög- unnar hagsmunir ein- staklinga og ekki sízt byggðarlaga. Þá fyrst kemur í ljós hver styrk- ur þessarar ríkisstjórn- ar er. Fari hins vegar svo, að ríkisstjórnin treysti sér ekki til að leggja út í þessi átök mun verðbólgan fara vaxandi á næsta ári og í ljós kemur, að talnaleik- ur ráðherranna nú er eintóm sjálfsblekking. Makalaust er vort land. Undur að það skuli yfirleitt vera til og byggt allþróuðum lífverum. Það blasir við í hnotskurn er litið er af afmælistilefni á fæðingu, vöxt og viðgang lítillar eyjar, sem spratt upp úr hafinu suður af íslandi fyrir tveimur áratugum og hefur verið að berjast fyrir tilveru sinni við erfiðar aðstæð- ur. Einmitt svona hefur okkar fastaland og lífverurnar á því barist fyrir sínum tilverurétti. Spjarað sig ágætlega. Hér eru bara komnar sæmilega skyn- samar þróaðar verur, þótt ekki hafi þær þróuðustu kannski átt- að sig almennilega á aðstöðunni á tiltölulega nýrri og ógróinni harðbalaeyju norður í Dumbs- hafi. í hugann kemur annar eld- fjallastaður, á indónesísku eyj- unni Balí andfætis okkur á hnettinum, 10 gráðum sunnan við miðbaug. Þar var boðið í ferðalag upp á 1717 metra hátt Batur eldfjall. Þangað hafði ný- lega verið lagður vegur og meira að segja ofan í gamlan gíg á toppinum. Þar blasti við gríð- arstór askja með stöðuvatni í miðju, alveg eins og okkar Askja. Gosið hafði 1917 og aftur 1926 og eldur og eimyrja eytt 65 ha lands og grafið þorp þar til hraunflóðið stöðvaðist við hof eitt, alveg eins og við kirkju eldprestsins á Síðu í Skaftáreld- um. En nú eftir rúmlega hálfa öld, hafði gróður aftur þakið hlíðar öskjunnar innanverðrar og skógurinn teygt sig niður að vatninu. Lítum svo á Surtsey okkar eftir 20 ár. Þar eru fáeinar harðgerar aðkomnar lífverur að berjast við að lifa af á beru landi og ætla að hafa það af þótt hægt fari. Hvílíkur aðstöðumunur. Kænueigandi bauðst til að flytja okkur um vatnið í þessari dæmigerðu öskju Baturfjalls og sýna það markverðasta: „Þið er- uð heppin, tvær nýlátnar og eng- in lykt,“ sagði hann uppörvandi. Hvílík heppni það var kom í ljós á hinni ströndinni. Frumstæður þjóðflokkur hefur þar í heiðri sína fornu grafarsiði og ber lík út í rjóður, svo að þau megi fljótt rotna, því fyrr sameinast sálin ekki almættinu en búið er að skila umbúðunum. Þetta getur líka gengið fljótt fyrir sig í hita- svækjunni og fjörugu skordýra- lífi, en líkin eru þó varin fyrir fuglum með tágagrindum. Karl- inn hafði uppgötvað með komu vegarins og menningarinnar að ferðafólki þótti púður í að sjá svona lík og smávægileg lýgi um lyktina var bara sjálfsbjargar- viðleitni. Eftir svo vel heppnaða skoðunarferð vildi hann sýna okkur annað merkilegt handan vatnsins, heitar laugar. En varla þurfti að fara yfir hálfan heim- inn, upp. á fjall hærra en Hvannadalshnúk, ofan í öskju og yfir stórt stöðuvatn til að sjá nákvæma eftirlíkinu af heita læknum í Nauthólsvík með beru fólki að svamla þar sælt á svip. En það undirstrikaði bara enn betur líkinguna með þessum eldfjallaeyjum. Munurinn aðeins hve óendanlega miklu erfiðara allt líf á uppdráttar hér á okkar eyjum. Og hve miklu meira mun- ar um ef það verður fyrir hnjaski af náttúruvöldum eða manna. Samt hefur það verið mikill lúxus og mér mestu forréttindi í lífinu að hafa fengiö að upplifa tilurð svona lands. í krafti blaðamennsku að horfa frá fyrstu stundu á land verða til í öllum þessum ólíku eldgosum, úr hafi á öræfum, undir jökli og við mannabyggð. Vera þar jafnvel í beinni snertingu við upprunaafl- ið, þótt kannski sé að vísu nokk- uð mikið að fá það beinlínis yfir sig og finna næstum á eigin skrokki, eins og þegar Surtur öskureiður þeytti yfir okkur 8 landgönguliða grjóti og ösku- regni og hrakti af sinni eyju. En eldgos höfum við að meðaltali á fimm ára fresti á þessari öld sem hinum fyrri. Það minnir á að þetta land er enn á bygg- ingarstigi. Þótt íbúarnir hafi flutt inn, er lífið að hasla sér völl og koma sér fyrir við erfiðar að- stæður og í stöðugri baráttu. Að æðsta lífveran mannfólkið eru hermenn í því harðsótta stríði fyrir tilverurétti þessarar þjóð- ar. Það höfum við rækilega verið minnt á nú á þessu hausti, þegar mannfallið hefur orðið svo mikið í baráttu fyrir tilverunni. Hér hljóta að verða harðsótt lífsskilyrði. Þetta er einfaldlega ekki land fyrir þá sem eiga þann draum æðstan að fá að liggja í hitanum eins og fiskur á steik- arpönnu og brúnast. Sú krafa ætlar víst ekki að ganga upp — nema í smáskömmtum og í sýn- ishornaformi. Ætli hér þurfi ekki óvílsemi og fyrirhyggju meiri en víða annars staðar. Ef því hefur verið glutrað niður, hvað má þá til varnar verða vorri þjóð? Bestukjör alltaf á öllum sviðum virðast ekki ætla að standa til boða í þessari hálf- byggðu vistarveru. Þeir sem verða að fá það upp bætt að utan ef þeir fá ekki bestukjör í veðri, sjólagi og öllum aðstæðum á hverju ári, geta varla vitað hvar þeir eru staddir í tilverunni. Enn má sjá í Kalmannstungu í Borg- arfirði „gömlu heyin“, okkur svona rétt til áminningar um viðbrögð áa okkar í allraveðra- vonalandi. Ætli sé hugsanlegt að fara að beina skólahugviti og nútímatækni í svipaðar áttir? Hvað veit ég, sem nota bara tæknina til að koma misvel- heppnuðum hugarórum á skjá til notkunar í blaðinu á morgun. Og það er þurrt hey í harðindum. Vitrari maður og skáld að auki, Grímur Thomsen, sendi á sínum tíma löndum sínum hegðunar- heilræði, kallaði það Fjóstrú: Verst er af öllu villan sú vonar- og kærleikslaust á engu að hafa æðra trú, en allt í heimi traust, fvrir sálina setja lás en safna magakeis og á vel tyrfðum bundinn bás baula eftir töðumeis. 1 Reykjavíkurbréf U..... Laugardagur 12. nóvember .. Á stórum stundum * standa Islend- ingar saman „Verði ekki veiddar nema 200.000 lestir af þorski á næsta ári mun það að öllum líkindum þýða 12 til 13% samdrátt útflutnings- framleiðslu. Þetta nemur um 2 milljörðum króna og um 3,5% samdrætti þjóðarframleiðslu, samkvæmt þeim upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Þjóð- hagsstofnun." Þannig hljóðaði frétt á baksíðu Morgunblaðsins sl. fimmtudag. Þessi frétt kemur í kjölfar þeirrar staðreyndar að þjóðar- framleiðsla minnkaði um 10% á hvern vinnandi mann í landinu 1982 og 1983. Það er sagt að íslendingar séu þrasgjörn þjóð sem geti þráttað um hvaðeina. Það er máske flugu- fótur fyrir og sannleikskorn í þeirri staðhæfingu. En á stórum stundum, þegar náttúruöfl höggva skarð í þjóðarfjölskylduna, þá bregðast íslendingar við sem sam- stæð heild. Þegar bíður þjóðar- sómi, þá á Island eina sál. Dæmi þessa eru fjölmörg. Eldgos í Eyj- um, snjóflóð í Neskaupstað, svo tvö ein séu nefnd. Það er leiðigjarnt að tíunda hættuboða í íslenzkum þjóðar- búskap: verulegan samdrátt í þjóðarframleiðslu og þjóðartekj- um með tilheyrandi áhrifum á kaupmátt og lífskjör, Evrópumet í verðbólgu (sem að vísu hefur náðst verulega niður), harðnandi sölusamkeppni á freðfiskmörkuð- um og sölusvæðum fleiri sjávaraf- urða, viðskiptahalla, erlenda skuldasöfnun (sem tekur fjórðung útflutningstekna í afborganir og vexti), samansafnaðan hallarekst- ur undirstöðuatvinnuvega (sem vóru að stöðvast á sl. vori) og fjölda opinberra stofnana, fjár- magnskostnað sem er að sliga fjölda fyrirtækja (þó umtalsverð vaxtalækkun hafi fylgt í kjölfar verðbólguhjöðnunar), hrun hús- næðislánakerfis í höndum Svavars Gestssonar, formanns Alþýðu- bandalagsins og þannig mætti lengi áfram þylja. Ný „svört skýrsla“ fiskifræð- inga færir heim sanninn um, að horfur á komandi ári eru enn dekkri en fram kemur í forsendum þjóðhagsáætlunar 1984. Fyrir tveimur árum, 1981, veiddust 470.000 lestir þorsks. Fiskifræð- ingar telja nú ekki ráðlegt að taka úr stofninum mikið umfram 200.000 tonn 1984. Þorskstofninn hefur gengið verulega saman og meðalþyngd hvers fisks einnig. Þessu valda breyttar aðstæður í lífríki sjávar sem og veiðisókn umfram veiðiþol. Þetta jafngildir „náttúruhamförum" í þjóðarbú- skapnum. Áföllin eru ógnvekjandi. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður VMSÍ, telur að verka- lýðshreyfingin hafi rétt ríkis- stjórninni sáttahönd. Ríkisstjórn- in hefur gjört hið sama. Það er nú skylda pólitískrar stjórnsýslu í landinu, hagsmunaðaila í sjávar- útvegi, aðila vinnumarkaðar og þjóðarheildarinnar, að bregðast samhuga við vandanum. Sameinuð sigrum við en sundr- uð föllum við á þeim erfiðleika- vettvangi sem framundan er. Innbyrðis átök yrðu kollhnís fram af þeirri hengibrún, sem við höfum hrakizt fram á. Orku- sparnadur Hátt orkuverð á íslandi hefur verið umræðuefni þings og þjóðar um árabil. Tvö þingmál, sem þetta varða, vóru nýlega lögð fram á Al- þingi. Annarsvegar tillaga um nefnd sérfræðinga, sem fari ofan í saum- ana á því, hverjir séu orsakaþætt- ir þess, að orkuverð sé mun hærra hér en í öðrum löndum, sem standi sum hver ver að vígi um orku- framleiðslu. Tillagan, sem Eiður Guðnason og fleiri þingmenn flytja, gerir ráð fyrir því að nefnd- iri „skili Sameinuðu Alþingi skýrslu um orksakir hins háa orkuverðs til almennings hér á landi og tillögum til úrbóta". „Það er alvarlegt mál,“ segir í greinargerð, „ef raforka framleidd með afli íslenzkra fallvatna er nú ekki lengur samkeppnisfær við innflutta orku, svo sem olíu og gas. Þannig munu nú allmörg veit- ingahús í Reykjavík nota gas til eldunar í stað rafmagns, vengna þess að það er töluvert ódýrara." Síðan er spurt: „Er orsakanna að leita í óhóflegri skattlagningu orkunnar? Er virkjunarkostnaður óeðlilega hár? Er yfirbygging orkufyrirtækjanna, Orkustofnun- ar, Landsvirkjunar og RARIK, of mikil? Er þar gætt aðhalds og hagsýni í rekstri? Er dreif- ingarkostnaður (innskot: dreifi- kerfi) orkunnar óeðlilega hátt hlutfall þess verðs sem almenn- ingur greiðir?" Hér sem hvarvetna annars stað- ar hafa stjórnvöld siðferðilega upplýsingaskyldu gagnvart al- menningi, þjóðinni. Hinsvegar er tillaga um orku- sparnað, sem gerir ráð fyrir því, efnislega, að orka til húshitunar skuli ekki greidd niður nema við- komandi húsnæði uppfylli skilyrði byggingarreglugerðar um ein- angrun. Flutningsmenn eru Guð- mundur Einarsson og Kristín Kvaran. „Norskar rannsóknir benda til,“ segir í greinargerð, „að hagkvæm- ara sé að fjárfesta í orkusparandi tækjum og aðferðum en í nýjum auðlindum. Rannsóknarmenn töldu að draga mætti orkunotkun saman um 20%. Sams konar rann- sóknir í öðrum löndum hafa jafn- vel gefið vísbendingu um mögu- leika á enn meiri hlutfallslegum sparnaði." Tillögumenn gera því skóna að „eigendum húsa, sem ekki upfylla þau skiiyrði (þ.e. um einangrun), skuli gefinn kostur á hagkvæmu lánsfé til að kosta einangrun húsa sinna ...“ Það sé fjárfesting sem skili sér fljótlega í orkusparnaði. Stjórnarandstaðan hefur ekki lagt margt né mikið bitastætt til mála á þingi. Þessar tvær tillögur, sem ekki láta mikið yfir sér fljótt á litið, eru þó meir en skoðunar verðar. Ber er hver kaupstaður, sem ekki á sér sveit að baki Þeir einstaklingar eru til — sem betur fer fáir — sem hafa það þröngan sjóndeildarhring í þjóð- málum, að heimurinn utan Hringbrautar er þeim framandi veröld. Þessir menn halda að þjóðar- auðurinn verði til við skrifborð í Reykjavík, ef marka má spjótalög þeirra til sjávarútvegs og land- búnaðar. Þeir hafa ekki þá sýn inn í þjóð- arveruleikann sem Albert Guð- mundsson lýsti svo í þingræðu. Þegar við horfum til sjávar, sagði hann efnislega, þá sjáum við fyrir- tæki í veiðum og vinnslu, skuldum vafin og við dyr stöðvunar, sem sum hver rísa ekki undir óhófleg- um fjármagnskostnaði, hve vel sem gengur. Þegar við horfum til landsins, þess aðbúnaðar í hús- næði og öðrum lífskjörum, sem þjóðin býr við, þá sjáum við hins- vegar þann auð, sem sjávarútveg- urinn hefur fært þjóðinni. Þessir menn gera sér ekki grein fyrir því að landbúnaðurinn er ekki aðeins þau fjögur til fimm þúsund býli, sem búið er á í land- inu, heldur helftin í atvinnu og af- komu fólks í flestum kauptúnum og kaupstöðum landsins. Kaupstaðir eins og Húsavík, Akureyri og Sauðárkrókur, svo þrjú norðlenzk þéttbýlisdæmi séu nefnd, standa jöfnum fótum, at- vinnu- og afkomulega, í þjónustu- og úrvinnsluiðnaði tengdum land- búnaði og sjávarútvegi. Hlutur Reykjavíkur, þ.e. iðnaðar og verzl- unar, tengist einnig að raundrjúg- um hluta sveitum landsins. Staðir eins og Blönduós nyrðra, Egilsstaðir eystra, Selfoss og Hveragerði syðra og Búðardalur vestra, byggja tilveru sína nær einvörðungu á aðliggjandi sveit- um. Raunar byggja ýmsar iðn- greinar, s.s. ullar- og skinnaiðnað- ur, alfarið á hráefni frá landbún- aði. Það er auðvelt að taka sér í munn „farsa" eins og þann að við eigum að flytja inn allar búvörur til landsins, vegna þess að þær eru á stundum ódýrari. Slík fullyrðing er í raun aðför að þéttbýli engu síður en strjálbýli í landinu. Ög spyrja má: hvaðan áttum við að flytja inn búvörur 1939—1944, þegar heimsstyrjöldin síðari teppti allar samgöngur? Hvern veg hefði þjóðin þá verið stödd án landbúnaðar? Á þá, á sömu for- sendu, að flytja inn annað vinnu- afl en bændur frá fátæktarsvæð- um heims, vegna þess að það er „ódýrara„ en íslenzkt? Þegar nú kreppir að í sjávarút- vegi, vegna breyttra aðstæðna í lifríki sjávar, kemur betur og bet- ur í ljós, sem fjölmargir sáu að vísu fyrir, að þeir kaupstaðir sem byggja einvörðungu á sjávarútvegi standa ver að vígi en hinir, sem búa að blómlegum sveitum. íbúa- þróun á Sauðárkróki, sem býr að sveit, og í Siglufirði, sem enga hef- ur, er talandi dæmi um þessa stað- reynd. ,3etur má ef duga skal“ Þrátt fyrir framansagt skal fús- lega viðurkennt að margt má bet- ur fara, bæði í sjávarútvegi og landbúnaði. í báðum þessum at- vinnugreinum, og raunar fleirum, búum við við offjárfestingu. I báð- um þessum atvinnugreinum, eink- um sjávarútvegi, gætum við náð sama „veiðiárangri" með minni tilkostnaði, sem þyddi meiri hagn- að. í hugskoti of margra er hagnað- ur eða gróði af hinu „illa“, vegna hugarfarsmengunar frá sósíal- isma. Þeim, sem svo hugsa, gleym- ist sú staðreynd, að lífskjör þjóð- arinnar ráðast af þjóðartekjum umfram tilkostnað við tekjuöflun- ina, sem sagt af gróða. Allir þætt- ir lífskjara, einnig þeir sem kall- aðir eru „félagslegir", sækja kostnaðarþátt sinn, það sem gerir þá að veruleika, í gróða. Vinstri menn tala (og tala mik- ið) um „vinsæl mál“. Það er at- vinnulífið, framkvæmdaðilar og vinnandi fólll, sem gera þessi „vinsælu mál“ smám saman að veruleika með þeim „gróða“, sem til verður í þjóðarbúskapnum. Þjóðartekjur á mann eru afger- andi minni í ríkjum sósíalisma en í borgaralegum þjóðfélögum. Þar af leiðir að lífskjör eru þar lakari og samtök launafólks „fjötruð á höndum og fótum", ekki tíma- bundið, heldur viðvarandi. Við verðum að þróa sjávarútveg og landbúnað þann veg, að þessar undirstöðugreinar skili sem mest- um árangri með sem minnstum tilkostnaði, án þess að fara yfir eðlileg nýtingarmörk, sem rann- sóknir í þágu atvinnuveganna eiga að stuðla að að gera kleift. „En betur má ef duga skal“ til að mæta atvinnuþörf vaxandi þjóðar og rísa undir sambæri- legum framtíðarlífskjörum hér á landi og velmegunarþjóðir búa við. Hvers Itonar iðnaður, stór og smár, þarf að fá vaxtar- og þróun- arskilyrði í íslenzkum þjóðarbú- skap. Iðnaðurinn geymir þann vaxtarbrodd, sem vonir okkar um batnandi lífskjör byggjast á. Það á að vera hægt að viðurkenna án þess að ganga á hönd hleypidóma í garð hefðbundinna atvinnuvega þjóðarinnar. Að síðustu skal á það minnt, að við flytjum ekki út ónýtta orku fallvatna okkar né breytum henni í stórum stíl í gjaldeyri og batn- andi lífskjör, án þess að flytja hana út í formi stóriðjufram- leiðslu. Það lifir enginn deginum lengur á innantómri „hjörleifsku".

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.