Morgunblaðið - 13.11.1983, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983
43
Guðrún Sveinbjörns-
dóttir — Minning
Fædd 1. ágúst 1908
Dáin 8. nóvember 1983
Guðrún fæddist á Hámundar-
stöðum við Vopnafjörð og ólst þar
upp í óvenju stórum systkinahópi.
Þau eru nú öll látin nema Þórunn,
búsett í Reykjavík, Ingibjörg á
Möðruvöllum í Kjós og Margrét á
Akureyri. Á unglingsaldri fór
Guðrún til vinnu á stórbýlinu
Brekku í Mjóafirði. Seinna vann
hún á heimili ólafs Þorsteinsson-
ar læknis í Reykjavík, Hótel Borg
og víðar. Um fertugt giftist hún
Halldóri Þorleifssyni bifreiða-
stjóra, en missti hann eftir
skamma sambúð. Hann fórst í
slysi. Eftir það mikla áfall bilaði
heilsa Guðrúnar. Hún vann samt
við framreiðslustörf m.a. á Hótel
Sögu, en einnig í heimahúsum.
Sömu fjölskyldurnar reyndu alltaf
að tryggja sér aðstoð hennar þeg-
ar mikið bótti við liggja að veisla
tækist vel. Guðrún hafði lært í
skóla lífsins og var að upplagi
framúrskarandi myndarleg hús-
móðir, góð matargerðarkona og
þrifin með afbrigðum. Aldrei sást
hún öðruvísi en vel og smekklega
til fara og reisn sinni hélt hún
gegnum þungan sjúkdóm síðstu
ára, allt til endadægurs. Lundar-
far Guðrúnar var stórbrotið, og
ekki laust við að gustaði af henni
stundum. En eins og gerist með
fólk sem er hreinskilið, fyrirgafst
henni mikið, og trygga vini átti
hún gegnum allt lífið. Systkina-
börnum sínum reyndist hún góð
frænka, sérstaklega áttu börn
Hólmfríðar systur hennar gott at-
hvarf hjá henni eftir dauða móður
sinnar. Við Guðrún bjuggum und-
ir sama þaki rúmlega 3 áratugi,
hún var systir Rögnvaldar manns
míns, þau Halldór fluttu í hús
okkar nýgift. Þegar heilsu hennar
var svo komið að hún þurfti á mik-
illi aðhlynningu að halda, flntti
hún að Droplaugarstöðum, en það
er nýtt og fullkomið dvalarheimili.
Ég tel mig hafa lært margt af
Guðrúnu mágkonu minni, og mik-
ið reyndist hún mér vel þegar
einnig ég missti bónda minn með
stuttum fyrirvara. Þessar línur
miða að því að þakka samfylgdina.
Guðrún verður jarðsungin frá
Fossvogskapellu kl. 1.30 nk. mánu-
dag.
Vigdís Björnsdóttir
KYNNTU ÞÉR VERÐIÐ
Á GROHE!
HNýju hitastýritækin frá GROHE eru komin. í ’84 tegundunum er ný tölva hönnuö meö
íslenskar aöstæöur í huga.
★ Enn betri stjórn á mismunaþrýstingi.
* Enn betri aölögun aö íslensku hitaveituvatni.
Þegar þú velur hitastýrö blöndunartæki, þarftu aö hafa í huga:
★ Fullkomiö brunaöryggi. Ef kalda vatniö fer óvænt af, þarf tækiö aö loka.
* Barnaöryggislæsing viö 38°C.
★ Rennslið í gegnum sturtutækiö þarf aö vera minnst 20 ilr. á mínútu. GROHE nr. 34633
skilar 26 Itr. á mínútu.
★ Rennslið í gegnum baökarstækið þarf aö vera minnst 30 Itr. á mínútu. GROHE nr.
34465, skilar 36 Itr. á mínútu.
★ Tækiö þarf aö vera hannaö fyrir íslenskar aöstæöur.
Víöa á íslandi er hitaveituvatniö sérstætt varöandi hitastig og kísilinnihald. Tækiö veröur aö
taka tillit til þessara eiginleika.
* Fullkomin viögeröar- og varahlutaþjónusta þarf aö vera til staðar.
★ Ræddu máliö viö fagmanninn, hann mælir með GROHE.
CD BYGGINGAVÚRUVERSUJN KÚPAVOGS SF.
SÍMI 41000
UAZ 452 með
stálhúsi
Verö kr. 288.300
Lánaö kr. 144.150
Þér greiðiö kr. 144.150
Verö meö S-kvöö kr. 266.500
Lánaö kr. 113.250
Þér greiöiö kr. 113.250
. Bifreiðar og Landbúnaðarvélar hf 2 I
p» illS!14LL) Suðurlandsbraut 14 - Síml 38 600_■ i
Afnýjsista
metsöíulista
Sfce iSetir JJork Stmeo
yfir pappirskiljur Éást
nú hjá okkur:
1. MISTRAL’S DAUGHTER eftir Judith Krantz. Heimur listar-
innar á 3. áratugnum og tískuviöskiptin á 9. ára-
tugnum. Skáldsaga.
2. SPACE eftir James A. Michener. Geimáætlunin. Skáld-
saga.
4. THE VALLÉY OF HORSES eftir Jean M. Auel. Önnur
bókin í sagnaflokki um lífsbaráttu manna viö upp-
haf siðmenningar. Fyrsta bókin heitir THE CLAN
OF THE CAVE BEAR.
6. A CRY IN THE NIGHT eftir Mary Higgins Cark.Fortíöin
ofsækir konu sem er nýlega gift í annaö sinn.
Skáldsaga.
9. MASTER OF THE GAME eftir Sidney Sheldon. Leyndar-
máliö bak viö þaö aö kvenviöskiptajöfur kemst til
valda. Skáldsaga.
10. SECOND HEAVEN eftir Judith Guest. Ást í ýmsum mynd-
um læknar þrjár hrjáöar manneskjur. Skáldsaga.
12. THE CLAN OF THE CAVE BEAR eftir Jean M. Auel. Upp-
haf sagnaflokksins sem fram er haldiö í THE
VALLEY OF HORSES.
13. THE 13TH VALLEY eftir John M. Del Vecchio. Viet-
namstríöiö. Skáldsaga.
sendum gegn póstkrö/li
EYMUNDSSON
fylgisr meó timanum
Austurstræti 18, simi 13135
MetsöhiNcu) á hverjum degi!