Morgunblaðið - 13.11.1983, Síða 29

Morgunblaðið - 13.11.1983, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983 29 blóðsýni sjúklingsins beiðninni. Sýnið er flokkað og valið blóðsýni úr blóðgjafa í sama blóðflokk. Síð- an er blóð frá blóðþega og blóð- gjafa samprófað. Þarf oft að gera mörg samræmingarpróf þegar til- tekinn sjúklingur þarf margar blóðeiningar.Þetta er gert til að tryggja að sjúklingurinn verði ekki fyrir aukaverkunum. EINN MAÐUR GEF- IÐ 94 SINNUM Á skrifstofu Blóðbankans eru haldnar sérstakar skrár yfir alla þá sem gefið hafa blóð til bankans. Eru í skránum upplýsingar um einstaklinginn, blóðflokk og hve oft hann hefur gefið blóð. Sérstak- ur listi er yfir þá sem hafa gefið blóð 30 sinnum eða oftar, en þeir eru nú yfir 300 að tölu. Ber þar hæst nafn Stokkseyringsins Stef- áns Jónssonar sem hefur gefið blóð í 94 skipti. Þá er einnig sér- stök skrá yfir þá sem eru í fátíðum blóðflokkum. Áður en blóð er notað til blóð- gjafar er það rannsakað innan veggja Blóðbankans. Allt blóð er rannsakað með tilliti til lifrar- ERFÐARANNSÓKN- IR Á HVÖLUM Ekki er einungis lögð stund á mannerfðarannsóknir á deildinni, dr. Alfreð hefur á undanförnum þremur árum stjórnað þar hvala- erfðafræðirannsóknum og aukið með því verulega upplýsingar um hvalastofna við ísland og víðar. Þá eru einstakir sjúkdómar teknir til rannsóknar í erfðafræði- deildinni. Má þar nefna rannsókn- ir í sambandi við áunna ónæmis- bæklun sem hafa farið fram á þessu ári. Eru það eitilfrumu- rannsóknir auk ónæmiserfðarann- sókna á mönnum, sem hafa dreyrasýki eða hafa fengið mikið af storkuefnum til langs tíma. Fyrir tveimur árum hófst síðan nýr þáttur í ónæmisrannsóknum, en þá hóf dr. Leifur Þorsteinsson, ónæmisfræðingur, störf við bank- ann eftir sex ára framhaldsnám í Osló. Erfðafræðideildin hefur, eins og aðrar deildir blóðbankans, sam- starf um margvíslegar rannsóknir við háskóla, sjúkrahús og blóð- banka erlendis. Þá hefur Blóð- bankinn haft samvinnu við erfða- Þar fer hótfur lítri í þágu lækninga. bólgu og syphilis og ef ástæða þykir vegna annarra sjúkdóma. Þá fara fram ýmsar rannsóknir og ber þar hæst rannsóknir á erfða- þáttum. Erfðarannsóknardeild bankans hefur starfað frá því 1976 og hefur til dagsins í dag verið rannsakað þar blóð úr 8.500 ein- staklingum, þar af hafa 3.000 manns verið vefjaflokkaðir. Skiptast þær rannsóknir í tvennt, annars vegar í grunn- rannsóknir, sem beinast einkum að samspili sjúkdóma og erfða- marka, s.s. gigt, sykursýki, Park- insons-veiki og ýmsum innkirtla- sjúkdómum. Hins vegar eru þjón- usturannsóknir sem hafa að mestu verið vefjaflokkagreining og önnur erfðamarkagreining af ýmsum ástæðum. Má þar nefna greiningu vegna lyfjameðferðar á gigt og skyldum sjúkdómum, líf- færaflutning, aðallega á nýrum og beinamerg, þegar um hvítblæði eða brenglaðan merg er að ræða. Þessi erfðafræðigreining er einnig notuð í réttarerfðafræði, t.d. barnsfaðernismálum og lögreglu- málum. Hefur eftirspurn eftir þessum rannsóknum aukist veru- lega, einkum á sviði ónæmiserfða- fræði, frá því að erfðarannsókna- deildin tók til starfa, en hún er undir stjórn dr. Alfreðs Árnason- ar, erfðafræðings. fræðinefnd Háskólans á annan áratug. MEIRA BLÓÐ, AUKIÐ HÚSRÝMI Eins og áður segir hefur Blóð- bankinn frá fyrstu tíð starfað í húsnæðinu við Barónsstíg. Dugði húsrýmið vel framan af, en fyrir fimm árum tók að þrengja að og var þá byggt við húsið. Þrengsli hafa nú á nýjan leik gert vart við sig í bankanum. Hefur í þeim efn- um komið til tals að stækka þann- ig að byggð verði ein hæð ofan á húsið við Barónsstíg eða að starf- semin verði á tveimur stöðum. Hvorug hugmyndin hefur þó kom- ið til framkvæmda, en að sögn dr. Ólafs Jenssonar, forstöðumanns bankans, er fyrirsjáanleg aukning á blóðsöfnun. Benti hann í því sambandi á að þegar þar að kæmi að hjartaskurðlækningar yrðu teknar upp hér á landi myndi blóðþörf sjúkrahúsa aukast til muna, svo og með aukinni starf- semi bankans í tengslum við krabbameinslækningar. „Þessi starfsemi tengist og framförum í læknavísindum. Þannig verður blóðbankastarfsemin að haldast í hendur við aðra þætti lækninga til að tryggja velferð sjúklinganna," sagði dr. Ólafur ve Islenskar og finnskar kuldahúfur úr skinni á böm og fullorðna ísl. Mokkaskinnhúfur, herra Verð kr. 655.- Finnskar skinnhúfur. Bisan herra. Verö kr. 2.490.- Bamahúfur, Mokka. stærð S.M.L.XL. Verð kr. 420,- Dömuhúfur, gæruskinn, stærð S.M.L. Verð kr. 775,- Skinnlúffur á böm og fullorðna Barnalúffur. stærð 4-6-8-10 Verð kr. 190,- Lúffur á fullorðna, stærð S.M.L.XL. Verð kr. 440.- RAMMAGERÐIN Sendum í póstkröfu — HAFNARSTRÆTI 19 Simi 179,0 °S 12001 Fjplskyldu’festival” í Olfusborgum helgina 25—27. november Samvinnuferðir-Landsýn, Alþýðuorlof og ASÍ efna til spennandi skemmtiferðar fyrir alla fjölskylduna síðustu helgina í nóvember. Vönduð gistiaðstaða Ferðin hefst síðdegis á föstudegi og lýkur á sunnudagskvöldi. Gist er í Ölfusborgum, þar sem allt er til reiðu að skapa Ijúfa og eftirminnilega helgi í faðmi fjölskyldu og vina. Fjölbreytt dagskrá Meðal fjölmargra skemmtilegra dagskráratriða eru pylsupartí, kvöld- vökur, gönguferðir, jólaföndur, allir mögulegir og ómögulegir leikir, sögustundir, mikið af dansi og söng, og spennandi uppákomur þar sem keppt er um glæsileg ferðaverðlaun. Og svo er auðvitað ógleymanlegt út af fyrir sig að drífa alla fjölskylduna í „sumarbústaðinn“ í lok nóvember! Verð aðeins kr. 250 fyrir fullorðna og aðeins kr. 150 fyrir börn 5 til 13 ára og frítt fyrir yngri en 4 ára. Nestispakkinn innifalinn Við gefum hverri fjölskyldu fjölbreyttan nestispakka - svona til öryggis! Tekið er við pöntunum og nánari upplýsingar veittar á aðalskrifstofu Samvinnuferða-Landsýnar. Óvenjulegasta fjölskyldu„festival“ sem sögur fara af hér á landi. * Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTR/ETI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.