Morgunblaðið - 13.11.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.11.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983 Síldarsöltun í Fiskimjölsverksmiðju Hornafjarðar. Moríunbiaftia/steinar. Höfn, Hornafirði: Saltað í 31.000 tunnur Möfn, Hornanröi, 12. nóvember. Ólafsvík: Dragnóta- bátar fiska eins og í ævintýri Olafsvík, 12. nóvember. Dásamlegur sumarauki hefur verið hér þessa viku, þ.e. síöan á þriðjudag, hæg suölæg átt með allt að 9 stiga hita. I»að er svipað og var í sumar. Þessi vika hefur einnig gefið okkur góða björg, því ágætur afli hefur verið hér, einkum hjá dragnótabát- unum, sem hafa fiskað eins og í ævintýri. Mestan dagafla fékk Skálavík, 18,5 tonn í fyrra- dag. í gær var Hugborg hæst með 15,5 tonn og Bergvík var með 12,5. Auð- björg, sem fengið hefur 55 tonn á fjórum dögum, er farin snögga ferð til Stykk- ishólms til að skipta um spil. í morgun var helst að sjá sem vertíðarmorgunn væri, fólk að fara til vinnu í flestar vinnslustöðvar og allir bátar á sjó í blíðskap- arveðri. Björgunarsveitarmenn voru að leggja af stað suður í sveitir á nýjum UAZ- jeppa, hlöðnum fallegum fiski ísuðum í kassa. Bíllinn er nýkeyptur og mest í skuld. Fiskinn á að selja til ágóða fyrir málefnið. Segja má að hér sé vorhugur í mönnum þó skammdegið sé búið að taka völd. — Helgi. UM 31.000 tunnur af sfld voru salt- aðar hér á Höfn í Hornaflrði á þess- ari síldarvertíð, en í fyrra voru þær 19.600. Hjá Fiskimjölsverksmiöju Hornafjarðar voru saltaðar 21.040 tunnur, en hjá Stemmu hf. 9.992. Um tveir þriðju hlutar af síld- inni, sem barst til FH komu á síð- ustu 9 dögunum. Um 130 manns voru fastráðnir hjá FH, en þegar mest var voru um 200 manns þar á launaskrá. Mesta söltun á sólar- hring nam 2.063 tunnum. Mest var saltað árið 1978 hjá FH 32.200 tunnur. Um 8.000 tunnur bárust til Stemmu á fjórum dögum. 90 manns voru fastráðnir hjá Stemmu, en einnig var mikið af lausafólki þar í vinnu. Mest var saltað seinasta sólarhringinn, um 1.700 tunnur. Mesta söltun hjá Stemmu var árið 1980, en þá voru saltaðar þar um 26.500 tunnur. — Steinar. Þormóður rammi fær bankafyrirgreiðslu Sfldarsöltun á Reyðarfirði: Bankastjórinn safnaði liði Reyðarfirði, 10 nóvember. LOKASPRETTUR í sfldarsöltun er nú þennan sólarhring. Búið er að salta sleitulaust í þrjá sólarhringa og er fólk orðið mjög þreytt. Sumir hafa fengið lítinn svefn, eöa 45 mín- útna hvíld á milli lota. Af söltunar- stöðvunum fjórum eru Verktakar hæstir. Endanlegar tölur koma ann- að kvöld, en töluvert minni sfld hef- ur verið söltuð hér í ár en í fyrra. Þar sem fólk var orðið mjög þreytt, hefur fólk verið fengið frá Egilsstöðum. Þess má geta að Sig- urjón Jónasson, útibússtjóri Bún- aðarbankans á Egilsstöðum safn- aði liði og kom með níu starfs- menn Búnaðarbankans ásamt fjórum Egilsstaðabúum til vinnu hjá Verktökum. Þá hafa nemend- ur Menntaskólans á Egilsstöðum mætt til vinnu og grunnskóli Reyðarfjarðar gaf nemendum í efsta bekk frí til að salta síld. Mjög gott veður hefur verið þessa daga og greiðfært milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar og hefur það komið sér vel meðan fólk hefur fengið að hvílast á milli tarna. Gréta. Söluskattur af bókum ekki felldur niður: Niðurfelling sjálfsögð — en erfið á þessum tímum, segir Guð- mundur H. Sigmundsson, bóksali „ÞAÐ hefði auðvitað verið mjög æski- legt, að söluskattur af innlendum bókum yrði felldur niður nú, en við bóksalar gerum okkur grein fyrir, eins og allir aðrir, erflðleikunum, sem nú blasa við. Því skiljum við að þetta geti ekki gengið nú, en undir eðli- legum kringumstæðum ætti þetta að vera alveg sjálfsagt. Ég fyrir mitt leyti fyrirgef því Albert Guðmundssyni synjumna nú,“ sagði Guðmundur H. Sigmundsson, bóksali, í samtali við Morgunblaðiö. Guðmundur sagði ennfremur, að á þessum erfiðu tímum gæti það komið mjög mörgum vel, að sölu- skattur yrði felldur niður. Það myndi að sjálfsögu auka bóksöluna öllum framleiðslustigum bókagerð- arinnar til mikilla hagsbóta. Niður- felling söluskatts af bókum ætti að vera mjög í anda bókaþjóðar eins og íslendinga og því vonandi bara tímaspursmál hvenær hann yrði felldur niður. Þetta hefði verið gert víða annars staðar og því eðlilegur hlutur frá sjónarmiði bóksala. 236 rjúpur í fjór- um veiðiferðum Kristján Jóhannesson, bifvélavirki á Akureyri, er sennilega sú rjúpna- skytta sem höggvið hefur hvað stærst skörð í rjúpnastofninn í ár, en það kemur fram í Akureyrarblaðinu Degi að í haust hefur Kristján skotið 236 rjúpur í fjórum veiðiferðum. Flestum rjúpum í einni veiðiferð náði Kristján í Ljósavatnsskarði, eða 80, en síðan hefur hann náð 29 rjúpum, 56 og 71 rúpu. í samtali við Dag sagði Kristján að í veiðiferðinni sem hann náði 80 stykkjum, hefði hann haft 3 pakka af skotum meðferðis, en þegar þær birgðir voru þrotnar hefði hann verið kominn með 68 fugla. Sótti hann þá aukabirgðir af skotfærum og eftir það skaut hann 12 fugla. Um þessa veiðiferð sagði Kristján: „Þetta var ákaflega erfitt. Það er erfitt að skjóta í skóglendi og mest var skotið á flugi. Ég hef ekki heyrt að mikið hafi verið skotið af rjúpu annarsstaðar í vetur. Veður hefur verið það slæmt að menn hafa lítið farið, en þó hefur maður heyrt að einstaka menn hafi gert það gott.“ GERT ER ráð fyrir að eftir helgina verði Þormóði ramma hf. á Siglufirði sett ný þriggja manna stjórn og sér- stakur fjármálastjóri. í vikunni var gengið frá því við Útvegsbankann, að hann mun til bráðabirgða veita fyrir- tækinu fyrirgreiðslu, þannig að þar fær Þormóður rammi afurðalán. Voru birgðir veðsettar í útibúi Útvegsbank- ans á Siglufirði á föstudag en þar fást þó ekki útgerðarlán eða önnur fyrir- greiðsla, að sögn Runólfs Birgissonar, skrifstofustjóra Þormóðs ramma hf. „Þessi tilhögun hefur verið tryggð til áramóta. Á meðan er hinni nýju stjórn ætlað að gera tillögur um framtíðarlausn á vanda f.vrirtækis- ins,“ sagði Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra, í samtali við blm. Morgunblaðsins. „Það þarf að koma til betra samkomulag milli Lands- bankans og Útvegsbankans í þessu máli og þar þarf Seðlabankinn að koma inn í myndina með fyrir- greiðslu. Það hefur komið í ljós, að Fatnaði frá Borg- nesingum stolið FARANGRI fólks úr Borgarnesi,sem komið hafði til Reykjavíkur til þess að fara í óperuna, var stolið í fyrrakvöld. Samkvæmt upplýsingum rann- sóknarlögreglunnar hafði fólkið haft fataskipti og skilið fötin eftir í rútu sem flutti fólkið. Farið var inn í rút- una og fatnaðinum stolið. Að sögn lögreglunnar fannst fatn- aðurinn síðar um kvöldið í húsagarði við Amtmannsstíg. Talið var að eina úlpu vantaði. — að hluta og til bráðabirgða Þormóður rammi er í meiri vand- ræðum en búist var við. Fyrirtækið er að vísu ekkert verr statt en mörg önnur fyrirtæki en vegna þess að ríkissjóður á 70% hlutafjárins verð- ur þetta meira áberandi. Aðalatriðið er, og það vil ég að komi skýrt fram, að það verður að tryggja atvinnu- ástand á Siglufirði. Að því miðast öll viðleitni fjármálaráðuneytisins." Albert sagðist telja ólíklegt, að skammtímaskuldum Þormóðs ramma hf., 65—70 milljónum króna, verði breytt í aukið hlutafé ríkis- sjóðs eins og tillögur Framkvæmda- stofnunar ríkisins til ríkisstjórnar- innar gera ráð fyrir.' „Þetta hefur ekkert komið til tals hér,“ sagði fjár- málaráðherra. „Aðrir hluthafar yrðu þá að koma með hlutafé á móti og ég held ekki að áhugi sé á því hjá þeim. En nýja stjórnin þarf að fara yfir tillögur Framkvæmdastofnunar eða koma með nýjar." Þegar Landsbanki Islands sagði upp viðskiptunum við Þormóð INNLENT Þrjú skip með loðnu ramma sl. sumar var ætlast til þess að Útvegsbankinn tæki viðskiptin að sér. Af því hefur þó ekki orðið að öllu leyti. Ólafur Helgason, lögfræðingur í Útvegsbankanum, sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins, að af hálfu bankans hefði verið gerð athugun á stöðu fyrirtækisins. „Við viljum láta laga ýmislegt áður en við yfirtökum þessi viðskipti. Lausafjárstaðan er mjög slæm og eiginfjárstaða er ekki nógu góð. Ætli vandinn sé ekki sá, að fyrirtækið rís ekki undir skuldun- um,“ sagði Ólafur Helgason. ÞRJÚ loðnuskip höfðu um hádegis- bilið í gær tilkynnt loðnunefnd um afla, samtals rúmar 1.700 lestir. Héldu þau með aflann til Raufar- hafnar. Gísli Árni RE var með 600 lestir, Rauðsey Ak 570 og Skarðsvík SH 550. 27 skip eru nú haldin til veið- anna og eru 20 skip á miðunum 50 mílur út af Langanesi, en það er eina svæðið, þar sem afli hefur fengizt að nokkru marki. Að afla þessara skipa meðtöldum hafa á fjórða þúsund lestir af loðnu borizt til Raufarhafnar, sem enn er eina löndunarhöfnin. Þar var fyrirhug- að að hefja bræðslu í gær. Bflar á uppboði Nú í vikunni var uppboð á bflum í Vöku. I»ar var margt um manninn eins og sést á þessari mynd. Líklega hafa veriö fleiri en einn um hvert bflflakið sem boðið var upp. Morffunblaðið/- KEE.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.