Morgunblaðið - 13.11.1983, Side 22

Morgunblaðið - 13.11.1983, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983 Menn verða að leita tíl að öölast þessa vissu — RÆTT VIÐ ÆVAR R. KVARAN Ég álpaðist út í leiklist hálft um hálft á móti vilja mínum þegar ég var í Menntaskólanum í Reykjavík, en þá lék ég nokkur stór hlutverk í skólaleik- ritum og var formaður leiknefndar skóians. Það gekk samt ekki vel að fá mig út í þetta, því á þessum árum var ég sjúklega feiminn og uppburðarlaus. Mér er enn minnisstætt eitt leikritið sem við færðum upp, en það var Rakarinn frá Sevillja eftir Beaumarchias, þetta verk var upphaflega skrifaö sem leikrit en varð síðar fræg ópera. Gylfi Þ. Gíslason, sem þá var bekkjarbróðir minn, samdi við þetta músík og varð þetta mjög vinsæl sýning hjá okkur — ég held að sýningarnar hafi orðið 9 alls, sagði Ævar R. Kvaran er ég spurði hann hvað hefði orðið til þess að hann hefði ákveðið að leggja stund á leiklist. Óþarfi er að kynna Ævar R. Kvaran sérstaklega, hann mun ílestum kunnur fyrir starf sitt sem leikari og útvarpsmaður. Margir þekkja Ævar sjálfsagt gegnum skrif hans um dulræn málefni en þau hafa verið áhugamál hans um langt skeið. Inná þetta verður komið í eftirfarandi viðtali ásamt mörgu fleiru. Leiklist og lögfræði — Ég lauk stúdentsprófi 1936, og þá lá leiðin í Háskólann. Á há- skóiaárunum var ég dálítið hjá Leikfélagi Reykjavíkur sem stat- isti og fékk einnig nokkur bita- stæð hlutverk. Þá lék ég talsvert í útvarpsleikritum, sem þá voru jafnan flutt beint. Þegar ég lauk lögfræðiprófi fékk ég strax góða fulltrúastöðu hjá stóru ríkisfyrir- tæki og hafði mikið að gera. For- stjóri fyrirtækisins var löngum erlendis og lenti það strax mikið til á mér að sjá um starfsemina frá degi til dags. En mér féll ekki við þetta starf. Þarna var fengist við innheimtu á miklum fjármunum, en ærið þótti mér henni einkennilega háttað á stundum. Það var rétt eins og far- ið væri eftir þeirri reglu, að gengið var að efnalitlum mönnum af mik- illi hörku, en hinir sem efnaðir voru og skulduðu eitthvað að ráði voru látnir sleppa við slík óþæg- indi. Þarna var alls konar klíku- skap beitt. Ég gat ómögulega sætt mig við þetta, og þó ég færi aðeins eftir skipunum frá yfirmönnum minum hvað þetta varðaði, þótti mér óhæfa að taka þátt í þessu. Ég gerði því eindregnar athuga- semdir við þessa tilhögun oftar en einu sinni, og niðurstaðan varð sú að mér var sagt upp. Þetta olli mér gífurlegum von- brigðum, því spillingu af þessu tagi hafði ég ekki kynnst áður. Ég var aðeins 25 ára, og þannig það ungur að ég yfirfærði þessa reynslu mína á fagið, og fékk al- gert ofnæmi fyrir lögfræðinni. Ég hafði verið á kafi í ieiklist sem áhugamaður og ákvað að læra meira á því sviði. Árið 1945 fór ég til London og nam þar við Royal Acade.my.sjí^B)^«2atic Art næstu 2 árin og Jagði stupþ'á bæði leiklist og söng. t»cg<»r ég kom hingað heim aftur var verið að stofna Þjóðleikhúsið og var mér boðið að gerast leikari þar. Það varð svo mitt aðalstarf næstu 30 árin. Áhugamannaleikhúsið Jafnframt starfi mínu hjá Þjóð- leikhúsinu vann ég mikið að því að setja upp leikrit úti á landi. Mig minnir að það hafi verið 1947 sem ég setti upp „Lénharð fógeta" á Eyrarbakka, en þá kynntist ég hinum mikla áhuga fólks sem starfar í áhugamannaleikfélögum og varð geysilega hrifinn af því, hve fólkið lagði sig fram. Ég hafði mikinn áhuga á að reyna að hjálpa þessu fólki eftir bestu getu og gekkst ég því fyrir stofnun Banda- lags íslenskra leikfélaga, en ég var neyddur til að vera formaður þess 7 fyrstu árin, þó ég væri sjálfur atvinnuleikari. Ég gerði mér ljóst að sjálfur hafði ég þekkingu sem áhugafólk í leiklist vantaði, og stóð þess vegna fyrir leiklistarnámskeiðum fyrir leikstjóra sem störfuðu úti á landi. Þá skrifaði ég bókina „Á leiksviði" — en það er eina bókin sem rituð hefur verið um skipulag leiklistar á íslenzku. Þannig reyndi ég að borga skuld mína við áhugaleik- húsið. Árið 1952 var ég svo heppinn að vera valinn úr hópi ungra ís- lenskra listamanna til að fara í mikið ferðalag um Bandaríkin á vegum International Institute of Education í New York. Við fórum þrír saman um Bandaríkin, franskur leikstjóri, grískur leik- tjaldamálari og ég. Má segja að okkur hafi staðið allar dyr opnar — það var sama hvort um var að ræða kvikmyndaverin í Hollywood eða klassísk leikhús í New York. Fyrirlestrar um íslenzka leiklist Það kom mér alveg í opna skjöldu, að þess var vænst að ég héldi erindi um íslenzka leiklist í þessari ferð. Ég var þó sæmilega í stakk búinn til þess — hafði lært í ströngum leiklistarskóla á Eng- landi, gat sagt frá því hvernig fer- ill minn hófst í áhugamannaleik- húsinu og kunni sögu íslenzkrar leiklistar frá upphafi. Þessir fyrir- lestrar mínir í Bandaríkjunum vöktu mikla athygli meðal leik- húsfólks og kom það mér nokkuð á óvart í fyrstu. Það þóttu mikil tíð- indi að við íslendingar værum búnir að stofna þjóðleikhús, og var ég pantaður sérstaklega til Kan- ada til að halda þar fyrirlestra um íslenzka leiklist, en Kanadamenn voru þá að undirbúa stofnun eigin þjóðleikhúss. Það sem þó vakti athygli um- fram annað var hversu áhugi al- mennings fyrir leiklist hér er mik- ill. Erlendis er þessu öðruvísi far- ið, ég komst að raun um það í þessari ferð. 1 stórborginni Chic- ago fannst til að mynda ekkert leikhús sem jafnaðist á við Leikfé- lag Reykjavíkur. Stórar og miklar leikhúsbyggingar voru að vísu margar í borginni, en þegar maður spurði til hvers þær væru notaðar, var manni sagt að þar væru sýnd „Shows from New York“. Þetta þætti víst heldur lítil leikstarf- semi hérna uppi á íslandi, enda vakti það mikla athygli hversu fjölskrúðugt leiklistarlífið væri hjá okkur hér norður í dumbshafi. Heldurðu að fjölgun kvikmynda- húsa og sjónvarpið hafi dregið úr þessum áhuga á leikstarfsemi? — Ég hef ekki orðið var við það. Leikhúsið felur í sér beint sam- band á milli listamanns og áhorf- anda, menn koma í leikhús til að sjá hlutina gerast fyrir framan sig. í leikhúsinu er hver sýning einstök listræn upplifun og engar tvær sýningar eins, hvorki fyrir leikara né áhorfendur. Þetta er ástæðan til þess að kvikmyndin veitir leikhúsinu ekki meiri sam- keppni en raun ber vitni — þegar allt kemur til alls eru kvikmyndir ekki annað en niðursuðuvara. Þú hefur skrifað mikið um dulræn efni og þýtt margar bækur um þau mál — fékkstu snemma áhuga á þessu? — Nei ég hafði engan áhuga á þessum málum sem ungur maður — ég hef orðið var við að margir halda að ég hafi þennan áhuga frá afa mínum, Einari H. Kvaran, sem var einn af frumkvöðlum Sál- arrannsóknafélagsins, en það er mikill misskilningur. Mér þótti af- ar vænt um afa minn og ömmu, en áhugi á sálarrannsóknum vaknaði ekki fyrr en ég var kominn á miðj- an aldur. Ég fór aðeins einu sinni á miðilsfund hjá þeim og það var ekki af eigin hvötum — þetta var á menntaskólaárum mínum og höfðu þau lagt afar fast að mér að koma á þennan fund. Miðilsfundur Mér er þetta minnisstætt. Ég var látin koma inn í myrkri — líklega til að miðillinn yrði mín ekki var. Var ég látinn setjast í hringinn, en allir fundarmenn héldust í hendur eins og venja er á miðilsfundum. Fljótlega verð ég var við að ein konan í hringnum er farin að anda eitthvað undarlega. Ég hugsa þá með mér, að hún hafi orðið fyrir áhrifum frá miðlinum, og einset ég mér að verða ekki fyrir neinum áhrifum — ég kærði mig ekki um það. Þá dettur mér í hug, að þetta sé óneitanlega nei- kvætt viðhorf og úr því að ég hafi komið þarna fyrir afa og ömmu, sé ekki nema rétt að ég geri það af heilum hug. Svo ég hætti allri mótstöðu. Það næsta sem ég veit er að ég ligg á gólfinu og eru þá allir farnir nema einn maður sem er að stumra yfir mér. Það var Einar Loftsson kennari, sem var mikill vinur afa og ömmu. Ég stend upp og er þá alveg stálsleginn og líður vel. Samt vill amma að ég leggi mig meðan fólkið drekkur kaffi eftir fundinn. Ég ætla að gera það, en hef svo enga eirð I mér til þess, heldur vil ég fara fram og drekka kaffi með fólkinu — það var harla ólíkt mér á þessum árum, því þá var ég svo feiminn að ég forðaðist að vera innan um margt fólk. Ég var líka allt öðruvísi við borðið en ég átti vanda til — nú brá svo við að ég var opinn og afslappaður og gat talað við alla eins og jafningja. Næstu þrjá sólarhringana varð gjörbreyting á hugarástandi mínu. Feimnin sem hafði þjáð mig hvarf af mér með öllu. Eg fann algjört öryggi og stórkostlega vel- líðan. Mér fannst ég geta leyst öll mín vandamál — sem voru mörg, bæði stór og smá — og enginn gæti stöðvað það sem ég vildi, enda varð ég í fyrsta sinn sáttur við alla og vildi öllum vel. Hvað gerðist á þessum fundi? — Það hef ég aldrei fengið að vita. Einhvern veginn kom ég mér aldrei að því að grafast fyrir um það. Nú eru allir sem á þessum fundi voru dánir fyrir löngu svo líklega kemst ég aldrei að raun um það. Varð þetta til að vekja hjá þér áhuga fyrir sálarrannsóknum? — Nei alls ekki — það kom ekki fyrr en miklu síðar. Þetta hugar- ástand entist ekki nema í þrjá daga, en svo fór ég smám saman í sama farið. Sjálfsskoðun — leit Það var svo ekki fyrr en eftir þrítugt, að ég fór að hafa áhuga á andlegum málum að nokkru ráði. Þá fór ég aö lesa mikið af alls kyns heimspeki og grufla út í hver væri hinn eiginlegi tilgangur lífsins. Upp úr því fór ég að stunda sjálfsskoðun, og reyndi að mæla og vega sjálfan mig hlutlaust. Mér varð það fljótlega ljóst að gallar mínir voru miklir, en mannkost- irnir heldur rýrir. í stuttu máli gat ég lýst lífsviðhorfum mínum þannig: Ég, um mig, frá mér, til mín. Mér fannst eitthvað skorta á lífsfyllingu mína og einhvern veg- inn gerði ég mér ljóst, að það feng- ist ekki ef ég héldi áfram á þessari braut. Ég gerði mér sem sé ljóst að ef ég vildi að ég tæki framför- um, þá yrði ég að byrja á sjálfum mér. Jafnframt því sem ég lagði stund á þessa hlutlausu sjálfs- skoðun las ég mikið og velti því fyrir mér hvað mestu varðaði í líf- inu. Einhvern veginn fannst mér þó að lítið kæmi út úr þessum lestri og vangaveltum, því þó ég hrifist oft af hinum ýmsu hug- myndum og kerfum, vildi sú hrifn- ing dvína fljótlega. Þar kom, að ég sagði við sjálfan mig „Ég vil fá einhvern kjarna út úr þessari leit minni, þó ekki væri nema eina ein- ustu setningu sem lýsir leiðina — annars er ég hættur þessu, hér og nú.“ Þegar ég hafði hugsað þetta flaug þessi setning fyrirvaralaust í huga minn: „Þú átt aðeins það sem þú hefur gefið." Það var eins og þessi orð kæmu frá einhverjum utan við mig, því þetta var fjarri öllu sem ég hafði verið að hugsa. Og hvernig sem hún var nú til komin þessi setning, þá átti hún eftir að breyta lífi mínu. Fljótt á litið virðist þessi setn- ing mótsögn. En mér var sam- stundis ljós hin dýpri merking orðanna — að þessi viska var sömu ættar og kenning Krists um fjársjóðinn á himnum sem hvorki mölur né ryð fær grandað. Upp frá þessu tók ég að nota þessa viðmiðun sem mælikvarða á líf mitt í þeirri hlutlausu sjálfs- könnun sem ég stundaði. Það fór ekki hjá því að ég sæi ljóslega, að ég var andlega gjaldþrota og skuldirnar margar og stórar. Ég sá að allt mitt líf hafði ég verið þiggjandi og eiginlega hafði það aldrei hvarflað að mér, að ég þyrfti að veita neitt í stað þess sem ég hafði öðlast. Tækifærin Ég fór nú að velta þvi fyrir mér hvernig ég gæti greitt eitthvað af þessum andlegu skuldum mínum, og hvernig ég gæti komið því við að hjálpa öðru fólki. Ég hafði sjö manns í heimili á þessum tíma og tómstundirnar fáar. Mér varð þá hugsað til þess, að fólki hafði allt- af þótt gaman af því að heyra mig lesa upp. Þess vegna tók ég að mér að lesa upp á elliheimilinu Grund á kvöldin og það gerði ég næstu tvö árin. Smátt og smátt urðu tækifærin fleiri og fólk fór að snúa sér til mín með ýmis erindi. Nú kom lögfræðiþekking mín mér að góðu haldi því ég gat greitt úr ýmsu fyrir menn þeim að kostnað- arlausu. Þannig jukust sífellt möguleikar mínir til að rétta við þennan mikla lífsreikning sem á mér hvíldi. Þessi tækifæri náðu hámarki árið 1974. Áratuginn frá 1970—80 var ég ritstjóri Morguns og forseti Sálarrannsóknafélags íslands. Þetta ár (’74) tók ég á móti brezk- um miðli og var hún gestur á

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.