Morgunblaðið - 17.11.1983, Page 12

Morgunblaðið - 17.11.1983, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1983 Ur greinargerð Þorvalds Búasonar um rekstur og afkomu vinnslustöðva landbúnaðarins: Hvers vegna er sláturkostnaður á íslandi talinn miklu hærri en á Nýja Sjálandi? í umræðum um búvöruverð á undaniornum árum hefur mikið verið rætt um rekstrarkostnað vinnslustöðva landbúnaðarins, fyrirkomulag á afurðalánum, niðurgreiðsiur o.fl. Hvað eftir annaö hafa komið fram staðhæfíngar um, að hagnaður af rekstri vinnslustöðvanna væri of mikill og eðlilegra væri að afurðalánin yrðu greidd beint til bænda og hafa komið fram tillögur um þaö á Alþingi eins og kunnugt er. Morgunblaðið hefur undir höndum greinargerð, sem Þorvaldur Búason, eðlisfræðingur hefur unnið að og tekið saman, en hann hefur gert ítarlega athugun á þessum þáttum. í inngangi að þessari greinargerð segir höfundur m.a.: „Tilgangurinn er að opna umræður um þennan þátt í atvinnulífí landsmanna með því að tína saman upplýsingar, sem fínna má á víð og dreif í opinberum gögnum og draga af þeim nokkrar ályktanir. Líta ber á þessa viðleitni, sem tilraun til að setja fram dæmi um hvernig rekstrarkostnaöur og afkoma vinnslustöðva sauðfjárafurða gæti verið miðað við núverandi umhverfí og gildandi leikreglur. Því er ekki haldið fram, að ástandið sé nákvæmlega eins og forsendur gætu gefíð tilefni til að ætla. Frekari umræðum er ætlað að leiða í Ijós í hve ríkum mæli þær forsendur, sem hér eru notaðar eiga við.“ Greinargerð Þorvalds Búasonar er allítarleg. Hún hefur verið afhent ýmsum hagsmunaað- ilum og áhugamönnum um þessi mál. Morgunblaðið mun ekki birta hana í heild en birtir verða úr henni þrír kaflar og fjallar sá fyrsti þeirra, sem hér fer á eftir um rekstrarkostnað vinnslustöðvanna. Það skal tekið fram, að allar upphæðir í þessum texta eru í gömlum krónum og er miðað við verðlag í september 1980: Rekstrarkostnaður vinnslustöðva í áætlun sexmannanefndar í sept. 1980 var gert ráð fyrir að slátur- og heildsölukostnaður væri 651 kr/kg. Eins og fram kemur í töflu III breytist þessi áætlun (miðað við fast verðlag) verulega á árinu og fer allt niður í 544 kr/kg í júlí 1981. Sú spurning vaknar því eðlilega, hvort áætlun sexmanna- nefndar sé traust. Hér verða gerð- ar lauslegar athuganir á þessu efni. 1) Gerður er samanburður við vinnslu sauðfjárafurða á Nýja Sjálandi. 2) Gerð er áætlun um rekstur sláturhúss, þar sem geng- ið er út frá vinnumælingum, sem gerðar voru af Búvörudeild SÍS o.fl. haustið 1974, svo og almenn- um upplýsingum um þygginga- kostnað. 3) Loks er sérstök áætlun gerð um frysti- og geymslukostn- að, þar sem m.a. er höfð hliðsjón af upplýsingum um kostnað vegna byggingar og búnaðar nýlegs frystihúss Bæjarútgerðar Reykja- víkur. Sláturkostnaður á Nýja-Sjálandi { „Árbók landbúnaðarins 1980“ er greinargerð, „Ferð til Nýja- Sjálands og Ástralíu vorið 1980", þar sem fram koma ýmsar áhuga- verðar upplýsingar. Ferðin var farin um mánaðamótin mars/apr- íl 1981. Þá var sláturkostnaður á Nýja Njálandi 8 NZ$/lamb. Meðal- fallþungi þar er 16,7 kg/lamb. Þetta svarar til 230 kr/kg miðað við verð- lag í september (1980), sem er minna en þriðjungur af sláturkostn- aði eins og hann er áætlaður við verðákvarðanir f sept. 1980, (713 kr/kg). Rétt er að hafa í huga eftir- farandi: 1. Allur fjármagnskostnaður er fólginn í tölunni frá Nýja Sjá- landi, en verulegur hluti slátur- húsa hér er byggður með styrkj- um úr framleiðnisjóði eða lán- um, sem hafa verið á neikvæð- um raunvöxtum. 2. Kjötið virðist a.m.k. að hluta miklu meira unnið í sláturhús- um á Nýja Sjálandi en hér tíðk- ast; rafmagnsmeyrnun, brytjun og pökkun verulegs hluta kjöts- ins er vinnsla sem á sér stað í flestum húsum þar syðra. 3. Dreifingarkostnaður er senni- lega ekki innifalinn í tölunum um sláturkostnað á Nýja Sjá- landi, en sölukostnaður hlýtur að vera innifalinn. í kostnaðar- áætlun sexmannanefndar er gert ráð fyrir dreifingar- og sölukostnaði á heildsölustigi. 4. Ekki er gert ráð fyrir geymslu- kostnaði í kostnaðartölum fyrir Nýja Sjáland, því kjötið er þeg- ar í stað sent á markað ýmist ófryst á kjötmarkað heima fyrir eða fryst á erlendan markað. 5. Einingar í sláturhúsum á Nýja Sjálandi eru mun stærri en hér tíðkast. Þó ættu stærstu slát- urhús hér að vera fyllilega sam- bærileg. 6. Nýtingartími húsanna er lengri á Nýja Sjálandi. 7. Mjög hliðstæðri tækni og vinnu- brögðum er beitt hér og á Nýja Sjálandi við slátrun. Þegar ofanskráð atriði eru höfð í huga, er ekki auðvelt að sjá, hvers vegna ástæða er talin vera til að áætla sláturkostnað svo miklu hærri en á Nýja Sjálandi. Lausleg áætlun á slátur- og heildsölukostnaði Miðað er við hús, sem getur slátrað 18.000 gripum á sjö vikum, þ.e. rúmlega 500 dilkum á dag. meðalfallþungi er áætlaður 14 kg. Heildarkjötframleiðsla verður þá 252.000 kg. 1. Byggingarkostnaður (miðaður við fullfrágengið hús) er áætlað- ur 70.000 kr/m3 og húsið 3.000 m3. Vextir, afskriftir og viðhald húss 6% af byggingarkostnaði, þ.e. 210 m.kr.xO,06/252.000 kg = 50,000 kr/kg. 2. Stofnkostnaður vegna búnaðar (annars ern frystibúnaðar) er áætlaður 70 m.kr. Afborganir, vextir og viðhald búnaðar (svo og orka, vatn o.s.frv.) 15% af stofnkostnaði þ.e. 70 m.kr.xO,15/252.000 kg = 41,67 kr/kg. Fjármagnskostnaður (ásamt viðhaldi) er því áætlaður 91,67 kr/kg. 3. Samanlagður vinnutími við slátrun að frádreginni vinnu við gærur og frystingu er áætlaður 30 mín., meðalkaup starfs- manna við slátrun 2.540,00 kr/klst, launatengd gjöld 20%. Launakostnaður verður þá 2.540 kr/klstx0,5 klst/gripxl,2 / (14 kg/grip) = 108,85 kr/kg. 4. Þá er gert ráð fyrir skrif- stofumanni í hálfu starfi 9,6 m.kr. Rekstrarvörur og ýmis annar kostnaður t.d. vegna skrifstofu 8,4 m.kr., þ.e. skrif- stofu- og stjórnunarkostnaður og rekstrarvörur 18 m.kr. / 252.000 kg = 71,43 kr/kg. 5. Dreifingarkostnaður er áætlað- ur 40 kr/kg sem svarar til þess að kjötið sé að meðaltali flutt um 400 km veg. 6. Að lokum er gert ráð fyrir að annað og ófyrirséð geti numið sem svarar 20% af ofanskráðu, þ.e. (91,67 + 108,85 + 71,43 - 40) x 0,20 = 62,39 kr/kg. 7. Kostnaður vegna frystingar og geymslu er lauslega áætlaður í l,9.c) 66,92 kr/kg. Samanlegur kostnaður samkvæmt 1.—7. er áætlaður 441,26 kr/kg eða sem næst 440 kr/kg. Lausleg áætlun frysti- og geymslukostnaðar 1. Gert er ráð fyrir frysti, kæli og vélasal í einni og sömu bygg- ingu, 200 + 6.200 + 500 = 6.900 m3 og miðað við að húsið geti ann- að framleiðslu á 1.000 tonnum af kjöti. Byggingarkostnaður á fullfrágengnu húsi og lóð 335 m.kr. Afskriftir, vextir og við- hald reiknast 6% þ.e. 335 m.kr. x 0,06 / 1.000 tonn = 20,10 kr./kg. 2. Vélar og búnaður í kæli er áætlað að kosti 95 m.kr. og vegna frystis 83 m.kr. til við- bótar. í þessum tölum er áætl- aður innifalinn stofnkostnaður vegna búnaðar svo sem lyftara, grinda og palla svo tveir menn geti annað bæði vélgæslu, mót- töku og afgreiðslu (meðan á frystingu stendur), en einn annars. Afskriftir, vextir, við- hald og rekstrarvörur vegna véla og búnaðar eru áætlaðar 10% af stofnkostnaði véla og búnaðar. (Tekið er tillit til þess, að búnaður er ekki fullnýttur.) Þessi kostnaður reiknast því samanlagt 178 m.kr. x 0,10 / 1.000 tonn = 17,80 kr./kg. 3. Heildarorkunotkun vegna frystingar er áætluð 130 MWh, vegna kælis 60 MWh. Mesta afl er áætlað 75 kW meðan fryst- ing stendur yfir, en annars 16,5 kW. Aflgjald er áætlað 64.000 kr./kW á ári (25% hærra en í Reykjavík) eða 16.000 kr./kW á ársfjórðung. Heildaraflgjald verður þá (75x16.000 + 16,5x16.000x3) / 1.000 tonn = 1,99 kr./kg. (Sömuleiðis 25% hærra en taxti í Reykjavík.) Orkugjald er áætlað 12,5 kr./kWh, heildarorkugjald verður þá (130.000+60.000) x 12,5 / 1.000 tonn = 2,38 kr./kg. Samanlagður kostnaður af raf- orku er því áætlaður 4,37 kr./kg. 4. Eins og áður er minnst á, er gert ráð fyrir að tveir menn geti annað móttöku og af- greiðslu meðan frysting stend- ur yfir, en einn maður ella. Launakostnaður yrði þá 1x15x0,9 m.kr. / 1.000 tonn = 13,50 kr./kg. 5. Þá er reiknað með að annað og ófyrirséð nemi 20% af ofan- skráðu þ.e. (20,10 + 17,80 + 4,37 + 13,5) x 0,20 = 11,15. Samanlagð- ur kostnaður vegna frystingar og geymslu, þegar gert er ráð fyrir að fjárfesting og rekstur nýtist ekki í neitt annað verður þá 66,92 kr./kg. Það lætur nærri, að áætla megi hlut fryst- ingar í þessari tölu nálægt 20 kr./kg en geymslu 45 kr./kg að meðaltali. Þessar tölur ættu að geta verið hámarkstölur, því að auðvelt ætti að vera að nýta bæði frysti og kæli miklu betur. Frystir er einungis nýttur W úr árinu samkvæmt ofanskráðum TAFLA XVII Yfirlít yfir évöxtun vínnslustöðv. ar i lausafé tfniðað við 1.000 ke Dl) irió tíl ág. 1981, , ef ávaxtaó á innlánsreikninsú og fylgt reglu 2 um uppelór við 1 2 3 4 5 Hreyf. Vaxtar. Vaxtagr. Kassast. Kassast, í mán. (34X) á föstu veröl. kr. kr. kr. kr. kr. 1980 sept. 2.249 1.020 okt. 318.012 135.155 nóv. 1.658.858 658.014 des. 75.934 27.969 1981 jan. -49.735 -16.910 tebt. -101.669 -31.687 marz 182.633 51.746 aprll -55.210 -14.079 . mal 194.719 44.136 júní -31.411 -6.230 jún -146.434 -24.894 ag. -128.836 -18.252 sept. -154.994 -17.566 okt. -418.079 -35.537 nóv. -1.437.532 -81.460 des. 1982 Jan. -19.007 0 6.71.426 560.925 328.421 328.421 -Hagn. sbr. töflu XV. -536.422 Rýrnun hagnaöar -208.001 TAflA XVI Yfírlit vfir ávöxtun vínnslustöóvar á lausafé (mióaó vió 1 .000 ke Dl) irið sept. 1980 til Sg . 1981, , ef évaxtaó á Innlánsreíkningí oe fylgt reglu 1 um uppglör vió bændur. 1 2 3 4 3 Hreyf. Vaxtar. Vaxtagr. Kassast. Kassast. mán. (34%) á föstu verólagi kr. kr. kr. kr. kr. 1980 sept. 2.249 1.020 ekt. 318.012 135.155 nóv. -13.84? •r 5.493 des. 270.434 99.610 1981 jan. 144.766 49.220 febr. 92.831 28.932 marz 377.134 106.855 aprí 1 -395.588 100.875 maí 398.220 88.223 júnl 163.089 32.346 Júl! 48.067 8.171 ág. 65.664 9.302 sept. okt. 39.507 4.477 nóv. -1.437.532 . -81.460 des. f ían. -19.007 0 375.484 "4^) .483 246.193 -Hagn, samkv. töflu XIV: 246.193 -334.057 Rýrnun hagnaóar -87.864

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.