Morgunblaðið - 17.11.1983, Page 16

Morgunblaðið - 17.11.1983, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1983 Píslar- og hamingjusaga Bókmenntír Jóhann Hjálmarsson hórarinn Eldjárn: KYRR KJÖR. Saga. Ióunn 1983. í Kyrrum kjörum er söguhetjan Guðmundur Bergþórsson rímna- skáld undir Jökli, sá sem orti Barbarossakvæði, Skautaljóð og Heimspekingaskóla svo eitthvað sé nefnt. Guðmundur var illa bæklaður, en lærdómsmaður hinn mesti, sjálfmenntaður og vann fyrir sér með kennslu og kveðskap. Lengst átti hann heima á Arnar- stapa. Fæddur var Guðmundur á Vatnsnesi í Vestur-Húnavatns- sýslu. Um Guðmund Bergþórsson eru margar sögur og víða er hans get- ið í þjóðsögum. Önnur þjóðsagnapersóna er at- kvæðamikil í Kyrrum kjörum. Það er Árni Grímsson, annálaður hag- leiksmaður sem gerði sér að leik að glettast við yfirvöld og leita fanga í búðum einokunarkaup- manna. Hann slapp undan réttvís- inni með ævintýralegum hætti og talið er að hann hafi orðið bóndi á Langanesi og hét þá öðru nafni en honum var gefið í bernsku. I Kyrr- um kjörum kallast hann Þóroddur Bárðarson frá Rifi. Þóroddur Bárðarson í Kyrrum kjörum er reyndar mjög frjálsleg útgáfa af Árna Grímssyni. En Guðmundur Bergþórsson Stapa- krypplingur er í skáldsögunni lík- ur hinum upprunalega nafna sín- um þótt vissulega ráði skáldskap- urinn ferðinni. Þórarinn Eldjárn sækir tíðum yrkisefni til sérkennilegra manna. f ljóðum sínum hefur hann meðal annars ort um Jóhannes Birkiland og stuðlað að endurmati á honum. Það kemur því ekki á óvart að hann leiti á vit kynlegra kvista þegar hann glímir við form skáldsögunnar. Spyrja má þeirrar spurningar Leiklist Ólafur M. Jóhannesson Tveir leikþættir fluttir í Félags- stofnun stúdenta. 1. ('omment ca va Zanni? 2. Les souliers de Madame Gilles. Höfundur: Pierre Trapet. Tónlist: Jean Marc Manzagole. Leikmynd: Monique Luyton. Það er þung byrði fyrir mann sem kann varla stakt orð í frönsku að sitja heila kvöldstund undir franskri leiksýningu. En eins og einn orðaði það á blað- inu: Einhver verður að fara. Ég fór og horfði á góða gesti frá París lífga uppá kaffileikhúsið í Félagsheimili stúdenta við Hringbraut. Fyrst á dagskránni var Les souliers de Madame Gill- Forsprakki Parísarhópsins og aðalleikari, Pierre Trapet, í hlut- verki Zanna. Franskt kaffileikhús es eða Skótau frú Gíslínu. Ég hafði bara gaman af þessum þætti en þar léku leikararnir sér að fimm setningum sem í krafti látbragðsins fengu margvíslegan hljóm, jafnvel í eyrum þess sem ekki skildi baun í bala. Mikil vinna liggur vafalaust að baki þessum leikþætti og virðist beitt mikilli hugkvæmni við endur- lífgun textans. Fannst mér gæta nokkuð áhrifa leikskáldsins In- onesco sem hefur manna mest leikið sér að margræðni tungu- málsins. Svo kom tuttugu mínútna hlé og þá gátu m enn keypt sér frönsk vín og hlýtt á franska kaffihúsamúsík. Ég fann þó ekki fyrir sérstakri Parísarstemmn- ingu þrátt fyrir að miðevrópu- loft léki um glugga stúdenta- heimilisins. Seinni leikþátturinn: Comm- ent ca va Zanni eða Hvernig gengur þér, Zanni, var borinn uppi af leiðtoga Parísarhópsins, leikaranum Pierre Trapet. Fjall- ar þátturinn um handverks- manninn Zanna sem lífgar uppá fremur einhæft starf á lager verslunar nokkurar með því að skálda sig inn í dagdrauma. Ég hafði afskaplega litla ánægju af þessu atriði enda sat textinn þar í fyrirrúmi. Samt fannst mér at- hyglisvert að skoða þá tækni er Pierre Trapet býr yfir. Hér er ekki aðeins á ferðinni þraut- þjálfaður leikari heldur fæddur kómíker. Hlýtur koma hans að vera mikill fengur íslenskri leik- arastétt — eða svo gæti maður haldið? Ég vil að lokum þakka París- arhópnum fyrir komuna og af- saka þótt ég hafi lítið skilið í textanum — en það er sjálfsögð kurteisi að gagnrýnendur sinni slíkum gestum sem hafa komið um svo langan veg að lífga uppá okkar nýsprottnu kaffihúsa- menningu. Kaffihúsaleikhúsið er raunar ættað frá París þar sem það gengur undir nafninu Café- Theatre. Ég man að þegar ég settist hér að í Reykjavík fyrir fimmtán árum var aðeins einn kaffistaður sem stóð undir nafni, gamli góði Hressó. Nú eru slíkir staðir á hverju strái og víða hægt að setjast inn og fá sér kaffitár eða eitthvað ögn sterkara — maður skyldi því ætla að hér væri grundvöllur fyrir Café-Theatre. Ekki veitir af að lífga sem mest uppá mannlífið í voru kalda, hrjóstr- uga landi þar sem örfáar persón- ur hafa af því atvinnu að segja hinum hvað megi og hvað ekki. Megi hinar bjórlausu krár fyll- ast af bjór og kaffihúsin af Café-Theatré. Unglingana má svo geyma inní spilakössum, kannski rata þeir þaðan inná Café-Theatré, ég tala nú ekki um þegar slíkt verður framið útá stétt á góðviðrisdegi. Og svo segja menn að heimur versnandi fari. Ekki á íslandi að minnsta kosti því við erum rétt að skríða úr moldarkofunum og mikið og heillandi starf framundan. En það verk verður ekki unnið nema við beinum sjónum okkar til Parísar ekki síður en til Kalif- Þórarinn Eldjárn hvort Kyrr kjör fjalli um hlut- skipti skáldsins. En alveg eins má orða spurninguna svo hvort sagan tefli fram andstæðum hins dag- lega lífs og þess sem svífur ofar hinu daglega amstri. Guðmundur Bergþórsson segir píslarsögu sína, lýsir því hvernig hann varð ör- kumlamaður. Hann lýsir líka þeirri hamingju sem hann varð þó aðnjótandi þrátt fyrir allt að hijóta kraft í vinstri hendi og með því að leggja hart að sér að ná þrótti til að geta skriðið milli bæja fimmtán ára. Gömul kona hlustar á sögu skáldsins ásamt Þóroddi Bárðar- syni og leggur eftirfarandi til mála: Já, það segi ég enn að fátt er verra en lifa án heilsu.“. — Heilsa án lífs er þó enn verri, rumdi Þóroddur og var hálft í hvoru sofnaður. — Hvað ertu að meina dreng- ur? Hvernig gæti heilsa lifað ein sér sem slík? — Ég meinti bara, sagði Þór- oddur, enn hallari úr heimi, að Guðmundur hefur kannski mestmegnis komist til sinna mennta einmitt þess vegna að hann lá í kröm. Hefði hann ekki án kramar orðið eins og hver ann- ar húsmaður stritandi við sjó og skepnur fram í rauðan dauðann svangur og þreyttur? Hokrandi að brjóstveikri konu og getandi feig börn?“ Báða dreymir þá Guðmund og Þórodd um eins konar lausn þar sem frelsið er efst á blaði. Til þess að öðlast frelsi þarf að ná sam- bandi við sjálfan Pálma Purkólín, dverg í steini, nema þau fræði sem vísa veginn til hans. Að vini sínum Silungabirni látnum erfir Guð- mundur bækur hans og í því safni er að finna leiðbeiningar sem gagna. En vitanlega er ekki auð- velt að höndla það sem kalla má hið ómögulega því að sérhver maður hlýtur sinn dóm jafnt krypplingur sem þjófur. Ham- ingja Guðmundar Bergþórssonar er fólgin í bækluninni sem eflir skáldgáfu hans, hamingja Þórodds Bárðarsonar er í leitinni að ham- ingjunni. Vissulega má skoða Kyrr kjör í félagslegu ljósi, ráða í tákn sög- unnar, með hið eilífa vandamál: samfélagið í huga. En lesendum er ráðlagt að lesa hana með sama hugarfari og undirritaður lesandi. Mér þótti hún fyrst og fremst skemmtileg saga, ef leyfist að nota svo útþynnt orð um djarflega til- raun ungs höfundar, að vísu nokk- uð hefðbundin og ekki alltaf frum- leg. Þórarinn Eldjárn hefur með Kyrrum kjörum sameinað skáld- skap og þjóðsögn á heillavænlegan hátt, stefnt okkur til fundar við fortíðina í því skyni að skemmta okkur og líka til þess að við meg- um sjá samtímann í skýrara ljósi. Ég hafði gaman af þessari sögu og þykir hún vel sögð. Ef ég ætti að flokka hana myndi ég skipa henni í sveit skelmissagna og telja hana með betri íslenskum sögum í þeim flokki. Það er ljóst að ýkjustíllinn er áberandi í Kyrrum kjörum. Þann- ig er sagt frá höfðingjum og smæl- ingjum með sem litríkustum hætti. Máttur galdurs til ásta er dreginn fram á kátlegan hátt, sömuleiðis er sýnt hverju ákvæða- skáldskapur getur komið til leiðar. Sögusviðið undir Jökli hefur freistað margra. Ekki verður hjá því komist við lestur Kyrra kjara að minnast Kristnihaldsins sem gerist á sömu slóðum. 1 þeirri bók ræður fantasían ríkjum eins og í Kyrrum kjörum. En þar er líka spurt um þjóðveginn, hvert leiðin liggur í nútíð. Það eru tengsl milli þessara sagna og lýsir best hvers höfundur Kyrra kjara er megnug- ur að hann skuli með jafn sjálf- stæðum hætti og raun ber vitni segja okkur frá örlögum Snæfell- inga. Að lokum er ekkert annað eftir en þakka söguna og hvetja sem flesta til að lesa hana. Þjóðlífsannáll Bókmenntir Erlendur Jónsson Steinar J. Lúðvíksson: HVAÐ GERÐIST Á ÍSLANDI 1982. 339 bls. Bókaútg. Örn og Örlygur. Reykjavík, 1983. Árið 1982 leið í aldanna skaut eins og önnur ár. Menn bjuggust við frostavetrinum mikla, minn- ugir þess sem var fyrir öld. En frostaveturinn mikli lét á sér standa. Eigi að síður varð árið viðburðaríkt. Framan á bókinni skartar stór mynd af þeim Birgi ísleifi Gunnarssyni og Davíð Oddssyni. Við myndina standa orðin: »Kosningaúrslitum fagn- að«. Bæjar- og sveitarstjórnar- kosningar settu svip á árið. Þær urðu sögulegar. Annállinn hefst líka að venju á kaflanum Alþingi — stjórnmál. Manna á meðal er alltaf nokkuð rætt um stjórnmál þó þær umræður séu langt frá því eins heitar og algengt var fyrr á árum. Þá völdu menn sér flokk og trúðu á hann. Nú taka menn öllu með varúð. í rökréttu framhaldi af stjórnmálakaflanum koma At- vinnuvegirnir. Það tvennt er nú orðið svo tengt að naumast verður aðskilið. Kaflinn endar á því að talin eru upp eftir röð tíu stærstu fyrirtæki á íslandi. Bjarganir — slvsfarir koma næst og er sá kafli tiltölulega langur. Og minnir okkur á að við búum í landi þar sem glímutökin við náttúruna hljóta alltaf að krefjast einhverra fórna. Þó slysavarnir séu öflugar gera hætturnar ekki boð á undan sér, því miður. Næstur er kaflinn Bókmenntir — listir. Það er í samræmi við ís- lenska hefð og málvenju að telja bókmenntirnar sér þó þær séu líka list. Margar bækur komu út á ár- inu, líkast til of margar miðað við markaðinp. Ekki flokkar höfundur þær eftir gæðum með því að segja frá þeim í mismunandi löngu máli — þetta er annáll. Hins vegar er með myndavalinu gefið til kynna Steinar J. Lúðvíksson hver hafi verið séní bókmennt- anna á því herrans ári. Sama máli gegnir um aðrar listgreinar. Næstur er kaflinn Dóms- og sakamál og er hann fremur stuttur þó af nógu sé að taka. f örstuttri inngangsgrein segir: »Eins og undanfarin ár voru þjófnaðir, fjársvikamál og fíkniefnamál nær daglega í fréttum á íslandi á árinu 1982« — Dapurleg staðreynd! Þá koma stuttir kaflar: Efnahags- og viðskiptamál, Eldsvoðar og Fjölmiðl- ar. Næst er svo langur kafli, einn hinn lengsti í bókinni, sem fer heldur betur fyrir ofan garð og neðan hjá undirrituðum: íþróttir. Ekki gegnir þó sama máli um alla aðra. Áhugi á íþróttum er áreið- anlega mikill. En hann er tæpast það sem hægt er að kalla almenn- ur heldur bundinn við tiltekinn hóp. Sænskur blaðamaður sagði mér eitt sinn að lesendur íþrótta- frétta væru mestanpart karlmenn. Ekki flokkaði hann þá eftir aldri, en ég hygg að ungir menn séu yfir- höfuð í meirihluta meðal þeirra sem að staðaldri fylgjast með íþróttaskrifum. Þegar talað er um íþróttir er langoftast átt við keppnisíþróttir. Og þær iðka fæst- ir nema á ungum aldri. Ein er þó sú íþrótt sem nokkuð margir hafa áhuga á: knattspyrnan. Afreks- menn í knattspyrnu eru oft taldir með stórstjörnum í skemmtana- heiminum. Ég get mér til að ýmsir lesendur þessarar bókar hlaupi yf- ir íþróttakaflann en aðrir byrji á honum og lesi hann aftur og aftur! Þá er kapítuli um málefni sem er alltaf heilmikið á dagskrá og verður, þegar öllu er á botninn hvolft, að teljast eitthvert grát- broslegasta sjónarspil í íslensku þjóðlífi, Kjara- og atvinnumál. Ekki gafst þó tilefni til að skrifa langan þátt um þau fyrir umrætt ár því það var friðsælt á þeim vettvangi, enda innangengt á milli ríkis- stjórnar og verkalýðsforystu. Næst er alllangur kafli sem heitir Menn og málefni og síðast styttri kaflar undir yfirskriftun- um: Náttúra landsins og veðurfar, Orkumál, Skák og bridge, Skóla- og menntamál og Úr ýmsum áttum. Mikið er rit þetta, bæði að um- fangi og innihaldi. Þetta er annáll í orðsins fyllsta skilningi, merkis- atburðir taldir upp, sagt frá helstu viðburðum í þjóðlífinu í skýru og gagnorðu máli samkvæmt al- mennu fréttamati. Dómur sögunn- ar er vitaskuld ekki fallinn um næstliðið ár. Hvað síðari tímar kunna að telja markvert frá árinu vitum við ekki. Það er því ekki til umræðu á þessu stigi málsins. Þetta er í fjórða sinn sem árbók þessi kemur út. Það sem ég hef áður um hana sagt stendur enn. Verk textahöfundar er auðvitað langmest. Ekki er þó síður mikil vinna að safna myndum í bók af þessu tagi en það er verk Gunnars V. Andréssonar. Og það er atriði sem vekur ekki síður eftirtekt þar sem í því er fólgið fréttamat það sem ritið leggur sjálft á atburði, menn og málefni umrædds árs. Árbókin er jafnan með viðhafn- armeiri og glæsilegri bókum á bókamarkaðinum. Ég giska á að mörgum, sem nú eru miðaldra eða eldri, þætti ekki lítið í það varið að eiga svona bók frá bernsku- og æskuárum, fletta henni og endur- lifa þannig sína gömlu góðu daga. Hér er öllu fjölmiðlaefni ársins í raun þjappað saman á einn stað. Árbókin fyrnist ekki eins og margar aðrar bækur heldur þvert á móti — hún verður dýrmætari og merkilegri með tíð og tíma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.