Morgunblaðið - 17.11.1983, Page 17

Morgunblaðið - 17.11.1983, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1983 1 7 Fjólublá hjörtu Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Jóhann árelíuz: BLÁTT ÁFRAM Ljóð Hönnun: HT. Akureyri 1983. Ég verð að villimanni, / er vors- ins klukkur hringja. / Eg fagna eins og fuglinn, / sem fæðist til að syngja. / Það falla af mér fjötrar, / er fyrstu laufin gróa, / og eg verð ör og ungur / af ilmi grænna skóga." Þannig orti Davíð Stefánsson um vor í Vaglaskógi. Ungt skáld Stúdenta minnst í Grikklandi HÁTlÐAHÖLD standa nú yfir í Aþenu í Grikklandi, til að minnast stúdenta sem féllu í mótmælaað- gerðum í nóvember 1973 og þar sem barátta fyrir endurreisn lýð- ræðis í Grikklandi verður rifjuð upp. í fréttatilkynningu sem Mbl. hefur borist, segir að Sigurður A. Magnússon, rithöfundur, hafi haldið til Grikklands í boði grískra stjórnvalda, til að vera viðstaddur hátíðahöldin, sem standa yfir dagana 14.—18. nóv- ember. í sömu tilkynningu segir einnig að Grikklandshreyfingar hafi verið starfandi í flestum löndum V-Evrópu, þar á meðal á íslandi og hafi Sigurður verið formaður hreyfingarinnar á Is- landi árin sem hún starfaði. íslenskur höfundur á efni í norskri lestrarbók „Kom og les“ heitir lestrarbók sem nýlega er komin út á ný- norsku fyrir 2. bekk grunnskólans í Noregi. Efni bókarinnar er mjög fjöl- breytt, sögur, ljóð, þulur, máls- hættir, gátur og ævintýri. Texti er settur upp sem ljóð með skýru og greinilegu letri, sem er vel við hæfi yngstu nemendanna. Aðalhluti efnisins er úrval úr nýjum norskum barnabókmennt- um og nokkrir erlendir höfundar eiga þar einnig efni. Einn islenskur barnabókahöf- undur, Ármann Kr. Einarsson, á efni í norsku lestrarbókinni. Þar er birtur kafli úr bókinni Afastrák- ur, með teikningu eftir Þóru Sig- urðardóttur. Tordis Fosse hefur valið efnið í „Kom og les“ og skrifar formála. Gyldendal Norsk Forlag gefur bókina út í samráði við norska menntamálaráðuneytið. frá Akureyri, Jóhann árelíuz, hef- ur líka sögu að segja í ljóðinu Fjólublá hjörtu: „Ég verð óður og ástfanginn af ilmi grass / og blóma, flugi fugla og útópíum skýjamynda: / viti mínu fjær! Fjólublá hjörtu og vor, dásam- legt vor!“ Það fylgir því líklega rómantík og jákvæð lífstefna að vera alinn upp fyrir norðan eins og tvö fyrr- nefnd skáld. Milli I Vaglaskógi og Fjólublá hjörtu eru tengsl, ekki hin margumræddu áhrif sem skáld verða fyrir með því að hríf- ast af öðrum skáldum. Annað ljóð langt frá firringu samtímans nefnist blátt áfram Það er gaman að lifa, en í því lýsir Jóhann árelí- uz lífsfögnuði sínum á eftirfarandi hátt: og vor Það er gaman að lifa þegar maður er ungur og haettur að koxa á lífinu og tilverunni og léttur blár reykur svífur yfir ölgulum laufglösum og þú hugsar Ó! ekki heim ... heldur elskar unga alþjóðlega stúlku og rökkrið hefur læðst inn án þess að taka ofan hattinn Mjúklega ... I þessu ljóði er létt stemmning og góður hljómur. Jafnvel hið ljóta orð koxa virðist eiga heima í því, það fer að minnsta kosti ekki illa. Einnig er skemmtileg mynd- beiting þegar talað er um að reyk- ur svífi yfir ölgulum laufglösum. I stuttu ljóði, Langidalur, kem- ur fram agi máls og markviss mynd: Ferðin hvitt þankastrik gegnum islenska vetrarlandið Draumurinn kúpt vorrigning með sól í hverjum dropa I öðru ljóði er ort um sporöskju- laga dropa. I Blátt áfram eins og Jóhann árelíuz kallar bók sína, laglega hannaða af HT., eru engu að síður of mörg dæmi um ljóðagerð af al- gengu tagi og fremur veikbyggð ljóð sem ekki ná tilætluðum áhrif- um. Það er eins og langdvalir höf- undarins erlendis geri málkennd- ina slappa. En eins og segir í Und- arlegt þetta með ljóðið veldur koma ljóðsins því að það er „eins og birti inni þegar dimmir úti“ og „og þú ert ekki lengur einn“. Blátt áfram er tilraun Jóhanns árelíuz- ar til að „mála“ líf sitt, enda mikið um liti í bókinni. Eftir málverkið er komið að því að takast á við líf og ljóð. % mði leggur si,t af T BÚHN^I<NLM —t'S-rríss. „*** * * Gróf Ufrartecrfa * Úrbeinaður Ó Re>*t ' ggur .^ba-hoRtbo^88 gott fiœfirgóöum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.