Morgunblaðið - 17.11.1983, Page 23

Morgunblaðið - 17.11.1983, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1983 23 Merkur fornleifafundur f Dóminikanska lýðveldinu: Fundu mannabein og húsa- rústir frá tímum Kólumbusar Isabella del Castillo, Dóminkanska lýdveldinu, 16. nóvember. AP. FORNLEIFAFRÆÐINGAR, sem unnið hafa við uppgröft á stað, þar sem talið er að Kólumbus hafí fyrst komið að landi í nýja heiminum, hafa skýrt frá því að þeir hafí fundið bein fyrstu nýlendubúanna í fornum grafreit. Jafnframt segjast þeir hafa fundið rústir steinhúsa, þar sem m.a. er talið að Kólumbus hafí sjálfur búið. Grafreiturinn, þar sem einnig hafa fundist bein indíána, fannst í september í litlu þorpi, Isabella del Castillo, á eynni Hispaniola. Hún er ein eyjanna sem tilheyra Dóminikanska lýðveldinu. Það var hins vegar ekki fyrr en ný- verið að mannabeinin komu í ljós við uppgröftinn. Hafa líkamsleifar 60—80 manna fundist á ferkílómetra stóru svæði. Flestir eru taldir hafa verið Spánverjar og mótast sú afstaða af þeirri stellingu, sem beinin fundust í; greipar spenntar og höfuð vísar í vestur. Þetta mun jafnframt fyrsti grafreitur kristinna manna í Ameríku. Kólumbus stofnaði nýlendu á eynni Hispaniola í annarri ferð sinni árið 1493. Að sögn forn- leifafræðinganna, sem að upp- greftrinum vinna, virðast fyrstu nýlendubúarnir hafa lifað fá- breyttu lífi og lítil breyting hef- ur orðið þar á allt fram á vora daga. Á eynni búa nú um 300 manns og stunda aðallega fisk- veiðar. Ekkert rafmagn er t.d. að hafa á eynni og ýmislegt annað, sem þykir sjálfsagður hlutur í nútímaþjóðfélagi, er þar með öllu óþekkt. Kristófer Kólumbus Staðurinn, þar sem unnið er að uppgreftrinum, er eyri á milli tveggja áa. Segjast fornleifa- fræðingarnir m.a. hafa fundið rústir fimm steinhúsa, sem talin eru vera þau fyrstu sem Spán- verjar byggðu í Ameríku. Eitt húsanna er talið hafa verið bú- staður Kólumbusar sjálfs. Kól- umbus hélt til á eynni í um eitt ár, en sneri síðan heim á ný og lagði upp í þriðju könnunarferð sína. Þá er talið að rústir eins hússins kunni eitt sinn að hafa verið kirkja. Birgðageymsla virðist hafa verið í einu húsanna og eitt þeirra hefur líkast til ver- ið notað sem vígi. Stjórnmálamenn komu af og til á þennan stað í tilefni Kól- umbusardagsins, en rústirnar voru endanlega jafnaðar við jörðu árið 1950 að skipun ein- ræðisherrans Rafel Trujillo. Vit- að hefur verið um húsarústirnar um langa hríð, en þær ekki verið taldar gegna neinu sögulegu mikilvægi. Við uppgröft forn- leifafræðinganna þriggja hefur annað komið í ljós. Vaxandi andstaða almennings í Póllandi gegn fyrirhuguðum verðhækkunum: Ólgan prófsteinn á styrk nýju verkalýðsfélaganna Varsjá, 16. nóvember. AP. FYRIRHUGAÐAR verðhækkanir stjórnvalda í Póllandi á matvæl- um í byrjun komandi árs eru Samstöðu kærkomið tækifæri til að sýna styrk sinn og jafnframt prófsteinn á styrk hinna nýju verkalýðsfélaga stjórnvalda. Til þessa hefur alþýðan virst skeyt- ingarlaus í garð þeirra. Stjórnvöld tilkynntu fyrir skemmstu, að verð á ýmsum nauð- synjavörum myndi hækka um allt að 20 af hundraði, en í síðustu viku var látið að því liggja að hækkanirnar yrðu á bilinu 10—15%. Stjórnvöld segjast ekki taka endanlega ákvörðun fyrr en að loknum viðræðum við alþýð- una, en til þessa hafa engar slíkar Lech Walesa með merki Samstöðu að baki sér. viðræður farið fram. Andstaða og reiði almennings við þessar fyrirhuguðu hækkanir fer stigvaxandi og sú staðreynd, að verðbólga er um 30 af hundraði verkar eins og bensín á logandi eld. í ofanálag tóku yfirvöld upp smjörskömmtun fyrr í þessum mánuði og orðrómur er um að sápa og önnur þvottaefni verði skömmtuð innan skamms. Samstaða hefur komist yfir ein- tak af tilkynningu stjórnvalda um verðhækkanirnar og hvetur nú stuðningsmenn sína til þess að efna til mótmælaaðgerða um land allt, líkt og þær, sem leiddu til stofnunar samtakanna 1980. í tveggja síðna plaggi, sem vest- rænir fréttamenn fengu frá Sam- stöðu í dag, er skýrt frá áætlun um fyrirhugaðar aðgerðir. Eru þær með nokkuð öðru sniði en venja hefur verið til. Er ætlunin að virkja óánægju almennings beinlínis til framdráttar Sam- stöðu í verksmiðjum landsins. „Taki hin nýju verkalýðsfélög stjórnvalda ekki einhverja afstöðu til verðhækkananna, og það ein- dregna afstöðu gegn þeim, geta þau bókað að hinir tiltölulega fáu stuðningsmenn þeirra munu fljótt týna tölunni," sagði pólskur blaða- maður á fyrsta þingi starfsmanna í léttiðnaði í Lodz í októberlok. Veður víða um heim Akureyri Amsterdam Aþena Bankok Barcelona Beirút BrUsael Buenos Aires Chicago Dublin Feneyjar Frankfurt Gonf Helsinki Hong Kong Jerúsalem Jóhannesarborg Kaupmannahöfn Kairo Las Palmas Lissabon London Las Palmas Los Angeles Madrid Malaga Mallorca Mexíkóborg Miami Montreal Moskva New York Nýja Deli Osló París Peking Reykjavík Rio de Janeiro Róm Stokkhótmur Sydney Tókýó Vancouver Vínarborg 5 lóttskýjaö 7 skýjað 18 skýjaó 32 skýjaó 16 skýjaó 22 skýjaó 5 heiðskírt 9 rigning 22 skýjaó 7 skýjaó 8 skýjaó vantar +1 skýjaó 4 skýjaó 1 snjókoma 25 heiðskírt 17 heióskírt 23 heiðsklrt 8 skýjaó 27 skýjað 21 skýjaó 16 rigning 9 heióskírt 21 skýjaó 25 skýjaó 13 rigning 18 skýjaó 20 skýjað 20 skýjaó 27 skýjaó vantar +1 skýjaó 10 rigning 27 heiðskirt 6 skýjaó 5 skýjaó 3 heióskírt 13 rigning 6 skýjað 35 rigning vantar 3 skýjaó 25 heióskírt 17 heiðskírt vantar +2 skýjaó Vinstriöfgamenn að baki morðinu Aþenu, 16. nóvember AP. VINSTRISINNUÐ hryðjuverkasam- tök í Grikklandi kváðust í gær bera ábyrgð á dauða bandaríska ofurst- ans, sem myrtur var fyrir nokkrum dögum ásamt grískum bílstjóra sín- um. Ókunnur maður hringdi í gær á ritstjórnarskrifstofur Aþenu- blaðsins Eleftherotypia og sagði, að samtökin „17. nóvember" hefðu staðið fyrir morðunum. Sagði maðurinn, að síðar myndu sam- tökin senda frá sér yfirlýsingu þar sem þau skýrðu nánar ástæðurnar fyrir morðunum. Samtök með sama nafni lýstu sig ábyrg fyrir morði bandarísks leyniþjónustu- manns árið 1975, George Tsantes, 53 ára gamall ofursti og ráðgjafi í bandaríska sendiráðinu í Aþenu, var myrtur þegar tveir menn á véihjóli skutu á bíl hans. Bílstjórinn, sem var grískur, féll einnig. Mennirnir komust síðan undan. „17. nóvember" dregur nafn sitt af þeim degi þegar gríska her- stjórnin bældi niður á sínum tíma mótmæli grískra stúdenta. Góð merki gott verð Það hafa margir gert góð kaup nú þegar á splunku- nýjum vörum í Markaðshúsinu, Sigtúni. Með þess- ari auglýsingu erum við að minna á okkur og þær geysigóðu vörur sem á boðstólum eru: Karnabær, Belgjageröin (vinnuföt), Sportval (sportfatnaður), Bikarinn (sportfatnaður), Henson (íþróttafatnaður), Utilíf (sport- fatnaður), Æsa (skartgripir), Assa (tízkuföt, barnaföt), S.K. (sængurfatnaður), Libra (fatnaður), Gallerí Lækjartorg (hljóm- plötur), Raftak (rafmagnsvörur), Lagerinn (fatn. á alla fjölskyld- una), Tindastóll (S.H.-gluggatjaldaefni), G.M.-prjónagarn, Prjónastofan Katla (ísl. prjónapeysur), K. Helgason (sælgæti), M. Bergmann (sængurfatnaður). Þegar þú ert búin(n) að verzla, sestu niður í ró og næði á kaffiteríunni. Opið mánud.—fimmtud. kl. 12—16, föstud. 12—19, laugard. kl. 12—6. MARKAÐSHÚSIÐ, SIGTÚNI 3, 2. HÆÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.