Morgunblaðið - 17.11.1983, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1983
Hvernig á að tala íslensku?
— eftir Höskuld
Þráinsson
Inngangur
Miðvikudaginn 26. október birt-
ist í Morgunbladinu grein eftir
Ævar R. Kvaran. Þar var Ævar
einkum að gera athugasemdir við
grein eftir Kristján Arnason lekt-
or, en sú grein hafði birst í tvennu
lagi í Lesbók Morgunblaösins 8. og
15. október. Ævar virðist ákaflega
hneykslaður og furðu lostinn í
sinni grein. Hann notar t.d. yfir 10
upphrópunarmerki til að láta
þessa hneykslun í ljós. Auðvitað er
í sjálfu sér þarflaust að ég skipti
mér af því þótt Ævar hneykslist á
Kristjáni. En vegna þess að Ævar
víkur almennt að íslenskukennslu
við Heimspekideild Háskólans og
hlutverki íslenskra málfræðinga,
langar mig að leiðrétta hér nokkr-
ar missagnir og misskilning sem
gætir í grein hans.
Til hægðarauka má skipta um-
fjöllunarefni Ævars í tvennt. f
fyrsta lagi fjallar hann almennt
um rétt mál og rangt og hlutverk
málfræðinga í umræðum um það.
í öðru lagi víkur Ævar að hug-
myndum um samræmdan fram-
burð og tómlæti íslenskra mál-
fræðinga í seinni tíð um það efni.
Ég ætla að fjalla um þessi efni
hvort í sínu lagi hér á eftir.
Um málfræði
og málvöndun
Kristján komst svo að orði í
sinni grein að svo virtist sem
margir litu á málfræðinga sem
eins konar mállögreglumenn,
menn sem ættu framar öðru að
„gefa vottorð upp á rétta og ranga
málnotkun". Þetta þótti Kristjáni
heldur óheppileg túlkun á hlut-
verki málfræðinga. Ævar botnar
ekkert í þessari óánægju Krist-
jáns og telur hana hljóta að jafn-
gilda því að Kristján telji athuga-
semdir Erlings Sigurðarsonar í
útvarpsþættinum Daglegt mál
„neikvætt starf". f því sambandi
má þó benda á að Erlingur lét þess
getið í sínum fyrsta þætti í haust
að málvöndun af því tagi sem
hann myndi leggja áherslu á
byggðist í raun sjaldnast á því
sem telja mætti málfræðilega rétt
eða rangt. Þar væri miklu fremur
um að ræða leiðbeiningar sem
styddust við smekk eða persónu-
legt mat. Málvöndun væri sem sé
ekki það sama og málfræði. Ég
hygg að svipuð hugsun hafi legið
að baki hjá Kristjáni og ég hef
líka reynt að gera grein fyrir
þessu, t.d. í greinum í Skímu og
Mími (1979—1981). En það er
kannski vert að útskýra þetta
svolítið nánar.
Það er til býsna skemmtileg
saga um mann sem bjó einhvers
staðar suður á meginlandi Evrópu.
Það sem við íslendingar getum
víst allir kallað hest var hann van-
ur að kalla Pferd. Nú gerðist það
einu sinni að hann brá sér yfir
fjallið og yfir í næsta dal. Þegar
hann kom til baka, sagði hann frá
því ákaflega hneykslaður að þeir
sem byggju hinum megin við fjall-
ið kynnu alls ekki að tala. Þeir
„En það er augljóslega
verkefni málfræðinga
að reyna að komast að
því hvernig íslenska er
töluð og hvernig hún
hefur verið töluð og
gera síðan öðrum grein
fyrir því. Þeir málfræð-
ingar sem starfa við
heimspekideild Háskól-
ans eru að reyna að gera
þetta.“
kölluðu þarfasta þjóninn nefni-
lega cheval, þótt allir vissu auðvit-
að að dýrið héti PferdL En maður-
inn hafði enga mállögreglu sér til
fulltingis, svo að frönskumælandi
menn tala víst ennþá um cheval en
þýskumælandi um Pferd.
Nú er það auðvitað ljóst af þess-
ari sögu að menn hafa ekki talað
sama mál báðum megin við fjallið.
Að því leyti hafa aðstæður verið
aðrar þarna en á íslandi. En sagan
kemur okkur samt við, því að við
Islendingar fyllumst oft vandlæt-
ingu og hneykslun ef við heyrum
einhverja landa okkar nota önnur
orð en við erum vanir, beygja orð
öðruvísi eða bera þau öðruvísi
fram. Og þá er oft leitað til mál-
fræðinganna og spurt: Hvort er
rétt? Ef tilkvaddur málfræðingur
færist undan að svara þessu af-
dráttarlaust, verða menn furðu
lostnir og spyrja: Hvað hefur þú
eiginlega verið að læra öll þessi ár
í Háskólanum? Svarið við þeirri
spurningu gæti kannski verið á
þessa leið: Ég hef lært að sama
dýrið getur ýmist heitið Pferd eða
cheval — eða svo notað sé íslenskt
dæmi: sama ílátið getur ýmist
heitið fata, skjóla eða spanda —
eftir því hvoru megin fjallsins
menn eru staddir. Og það er margt
fleira sem er mismunandi eftir
landshlutum. Sumir búa i Siglu-
firói, aðrir í Hafnarfiröi; sumir
segja tveir borit, aðrir tveir borar;
sumir segja fimmnn, sexan, sjöan,
aðrir fimmib, sexið, sjfiitr, sumir
segja lingur, aðrir l»ngur. Önnur
tilbrigði eru e.t.v. ekki bundin við
landshluta heldur kannski ein-
staklingsbundin eða mismunandi
gömul í málinu. Þannig segja
sumir (eða skrifa a.m.k) hann hef-
ir, en aðrir hann hefur, sumir vilja
athuga eitthvað nán&ta, aðrir nán-
ar; sumir fara eitthv&b, aðrir fara
eiííhvert (og atviksorðin eitthvað
og eitthvert hér koma notkun
óákveðnu fornafnanna eitthvað og
eitthvert ekki við).
Ég býst við að menn geti verið
sammála um að Þjóðverjinn sem
hneykslaðist á því að Frakkar
skyldu kalla hestinn cheval en
ekki Pferd eins og honum þótti
einboðið lia.fi verið svona þröng-
sýnn og einstrengingslegur í dóm-
um vegna þess að hann skorti
þekkingu Það er áreiðanlega
þetta sem Kristján átti við í sinni
grein þegar hann sagði að skylda
háskólanna í málverndarbarátt-
unni væri „að leggja grundvöllinn
að góðri þekkingu þjóðarinnar á
tungumáli sínu“. Éf menn eru
ófróðir um mismunandi málvenj-
ur, er líklegt að þeir hneykslist á
því ef þeir heyra einhvern segja
tveir borir, fimmið, fara eitthvert
ef þeir eru sjálfir vanir tveir bor-
ar, fimman, fara eitthvað. En því
meira sem menn vita um móðurm-
álið, því líklegra er að þeir hafi
skynsamlega afstöðu til málvönd-
unar — en af því leiðir líka oft að
þeir eru tregir til að kveða upp
afdráttarlausan úrskurð um rétt
og rangt. Þeir geta kannski sagt
að þetta sé sagt svona í þessum
landshluta en ekki í hinum, eða að
þetta sé eldra efi hitt. Það eru
fræðilegar spurningar og fræðileg
svör. En spurningin um það hvort
sé æskilegra en hitt er oft alls ekki
fræðileg heldur varðar hún frem-
ur smekk eða málpólitík. Þetta er
oft miklu flóknara mál en menn
fera sér grein fyrir í fljótu bragði.
!g skal aðeins taka eitt dæmi til
að sýna það.
Það má sennilega kalla megin-
sjónarmið í íslenskri málvernd frá
því á 19. öld a.m.k. að menn hafa
talið það æskilegra sem er eldra
og upprunalegra. Rökin eru þau að
með því að halda í gamlar beyg-
ingarmyndir og málvenjur megi
stuðla að því að málið breytist
hægar en ella og þannig varðveita
betur samhengið á milli fornmáls
og nútímamáls. Frægustu Islend-
ingasögurnar, t.d. Njála, eru fyrir-
mynd sem gjarna er vitnað til í
þessu sambandi. Þá gleymist hins
vegar oft að við höfum yfirleitt
ekki aðgang að þeim nema í mis-
jafnlega vönduðum útgáfum og
þar er oft ýmislegt ótraust að því
er varðar beygingar. Tökum t.d.
frásögnina af því þegar Bergþóra
er að eggja syni sína með því að
I
Ljósm. Mbl. — GBerg.
Ragnar Birgisson, forstjóri, og Ragnar Tryggvason, framleiðslustjóri, í
hinum nýja og vistlega framleiðslusal fyrirtækisins.
Gosdrykkjaverksmiðjan Sana á Akureyri:
Framleiðir 1,7 millj.
lítra af öli árlega
— Mikill verðmunur á gosdrykkjum noröanlands
Akureyri, II. nóvember.
„SAMKVÆMT athugunum okkar, sem byggðar eru á tölum Verð-
lagsstofnunar, eru gosdrykkir sem við framleiðum til mikilla muna
ódýrari hér norðanlands en samskonar drykkir keppinauta okkar.
Munurinn er verulegur og óvíst að fólk almennt átti sig á þessum mikla
verðmun," sagði Ragnar Birgisson, forstjóri gosdrykkjaverksmiöjunnar
Sana á Akureyri, þegar Mbl. ræddi við hann.
Grundtvigsminni
Merk ræða af miklu tilefni
Þessi verðmunur sést á því
m.a. að verð á einum lítra af
Pepsi frá Sana er í verslununum
norðanlands kr. 36,50, en verð á
Coke kr. 47,40 og Spur kr. 50,20.
Þarna munar frá kr. 10,90 til kr.
13,70 á einum lítra af hliðstæð-
um gosdrykkjum. Öllu minni
verðmunur er á pilsnerdrykkj-
um, en þó munar kr. 5,50 á flösku
af pilsner og maltöli framleiddu
hjá Sana og því frá Ölgerðinni.
Sana hf. hefur nú að fullu tek-
ið í notkun nýbyggingu þá, sem
hafist var handa um að reisa á
árinu 1981 og stækkaði verk-
smiðjurýmið um nær helming.
Framleiddir eru nú í verksmiðj-
unni ca. 1,7 milljónir lítra árlega
og er sölusvæði verksmðjunnar
allt frá Skagaströnd til Vopna-
fjarðar. Um önnur svæði á land-
inu sér systurfyrirtækið Sanitas
hf. í Reykjavík. Að jafnaði starf
um 30 menn við framleiðsluna
hjá verksmiðjunni. GBerg.
— eftir Baldvin Þ.
Kristjánsson
I dag, 8. nóvember, eru réttir
tveir mánuðir liðnir frá 200 ára
afmæli danska prestsins og
skáldjöfursins Nikilai Frederik
Severin Grundtvigs. Um það leyti
var efnt til margháttaðra hátíða-
halda víða um Norðurlönd, og m.a.
hér á voru landi, Islandi. Lét all
það mjög að líkum, þar eð í hlut
átti eitt mesta andans stórmenni
norrænna þjóða fyrr og síðar,
jafnt í anda sem athöfn. Vissulega
hefur Grundtvig flestum ef ekki
öllum fremur mótað mannlíf
Skandinavíu og Norðurlanda
allra, bæði um „sína daga“ og æ
síðan. Er af öllu því mikil saga.
Það sem hæst bar í hátíðahöld-
unum hérlendis voru þrjár vand-
aðar samkomur í Norræna húsinu,
trúlega fyrir forgöngu hins vökula
og háttvísa menningarmanns
Hjálmars ólafssonar, formanns
Norræna félagsins, sem er óþreyt-
andi í að halda lífi og reisn í sam-
tökunum, á hvaða sviði sem er.
Helztu málflytjendurnir á þess-
um tímabæru minningarsamkom-
um voru þrír kierkar, og fór
mætavel á því. Hér áttu hlut að
máli þeir landskunnu, gömlu pró-
fastar: séra Sigurjón Guðjónsson í
Saurbæ á Hvaifjarðarströnd og
séra Eiríkur J. Eiríksson á Þing-
völlum. Þriðji fyrirlesarinn var
séra Kolbeinn Þorleifsson fræði-
maður, fyrrum prestur á Eskifirði,
og var hann sá eini, sem ég gat
ekki hlustað á, en löng og fróðleg
grein hans um Grundtvig birtist í
Morgunblaðinu. Hin dagblöðin öll
höfðu lítið að segja af umræddu
tilefni.
Séra Sigurjón — einn okkar
fremsti sálmasérfræðingur, enda
sálmaskáld sjálfur — flutti prýði-
legt erindi, aðallega um hinn
mikla sálmakveðskap Grundtvigs,
og góðu heilli endurflutti séra Sig-
urjón þetta fróðlega erindi í út-
varpi litlu síðar.
Þannig fékk mikill hluti þjóðar-
„Þessi stórmerka ræÖa
séra Eiríks fjallaði al-
hliða um Grundtvig, líf
hans og starf, en þó
einkum áhrif þessa mik-
ilmennis á andlegt líf
Norðurlandabúa, með
sérstöku tilliti til íslend-
inga“
innar að ýinist — eða hvort
tveggja — sjá og/eða heyra mál-
flutning þeirra séra Sigurjóns og
séra Kolbeins.
öðru máli gegnir um hina
stórbrotnu ræðu séra Eiríks.
Hana heyrðu alltof fáir í Norræna
húsinu á sínum tíma; var hún þó
aðalhátiðarræðan og flutt á
sunnudegi, að viðstöddu nokkru
stórmenni, m.a. menntamálaráð-
herra Ragnheiði Helgadóttur, sem
flutti hlýtt ávarp.
Þessi stórmerka ræða séra Ei-
ríks fjallaði alhliða um Grundtvig;
líf hans og starf, en þó einkum
áhrif þessa mikilmennis á andlegt
líf Norðurlandabúa, með sérstöku
tilliti til íslendinga. Ég hefi heyrt
séra Eirík halda margar snjallar
ræður, en ég held enga sem þessa
að dýpt og þunga. Og ekki var hún
leiðinlegri en svo, að oft var hlegið
hjartanlega, og var þó umræðu-
efnið í hæsta máta alvarlegt. Hér
fylgdist að efni og flutningur, veit
ég þó ekki að hvað miklu leyti
ræðan var skrifuð — mér er nær
að halda að hún hafi verið flutt af
hreinni „inspiration" — andagift
— á löngum köflum. Mátti glöggt
heyra, að hér var séra Eiríkur í
essinu sínu, enda ekki ótrúlegt,
þar eð tilefni ræðunnar hlýtur að
hafa höfðað sterkt til ekki aðeins
vitsmuna og lærdóms ræðumanns,
heldur og hugsjóna og hjartalags.
Séra Eiríkur var ekki sá æsku-
lýðsleiðtogi, sem hann var, uppúr
þurru: skólastjóri lýðháskóla sem
arftaki séra Sigtryggs og Björns á
Núpi um áratuga skeið, og for-
maður UMFÍ álíka lengi, fyrir
utan aðra margháttaða kenni-
mennsku. Ég held að enginn ís-
lendingur hefði verið þess umkom-
inn, þegar allt kom til alls, að
„mæla fyrir minni" Grundtvigs af
slíkum myndugleik sem séra Ei-
ríkur. Þessi ræða var „fulltráff",
eins og Svíarnir segja: hitti þráð-
beint í mark.
Það var aðeins eitt, sem skyggði
á þá stóru stund, sem við áheyr-
endur í Norræna húsinu nutum:
hversu fáir nutu hennar með
okkur.
Ég ætla mér ekki þá dul að gera
tilraun til að gefa útdrátt úr ræðu
séra Eiríks; til þess var hún alltof
margþætt og viðamikil. En þarna
rakti hann af einstæðri kunnáttu
tilkomu og þróun „grundtvigism-
ans“ í íslenzkum lýðháskólum sem
stóðu undir nafni framarlega á
öldinni, og gat á eftirminnilegan
hátt fyrstu og helztu frumherj-
anna — þeirra Guðmundar
Hjaltasonar, hins mikla landsfyr-
irlesara — Sigurðar Þórólfssonar
á Hvítárbakka og séra Sigtryggs
Guðlaugssonar á Núpi. Og ekki lét
séra Eiríkur staðar numið við
þessa lýðháskólamenn og skóla
þeirra, heldur tók mjög réttilega
inn í dæmið áhrif Grundtvigs —
bein og óbein — á hugsjón og starf
ungmennafélaganna í landinu,
ekki sízt skógræktaráhugann á
fyrstu dögum aðildarfélaga UMFÍ.
Minntist hann í því sambandi lof-
samlega hins gagnmerka félags-
málamanns og forvera síns bæði á
Þingvöllum og í stöðu sambands-
stjóra UMFÍ, Húnvetningsins
Guðmundar Davíðssonar frá
Kársdalstungu í Vatnsdal. Svo yf-
irgripsmikla ræðu um allt þetta
hefi ég aldrei heyrt, og mun bið á
annarri slíkri.
Þessi merka ræða af miklu til-
efni var alltof snjöll til þess að
hljóta ekki meira „notagildi" en
orðið hefur til þessa. Ég var nokk-
uð lengi að bíða eftir því, að hún
sæist eða heyrðist, en svo hefur
því miður ekki orðið til þessa. Það
væri því í hæsta máta æskilegt, að