Morgunblaðið - 17.11.1983, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1983
37
segja þeim að þeir séu kallaðir
taðskegglingar. Þá segir hún í út-
gáfu Guðna Jónssonar (íslend-
ingasagnaútgáfan): „Gjafar eru
yðr gefnar ... “ . Það eru víst fáir
sem nota þessa fleirtölumynd
lengur, en spyrja mætti: Af hverju
er ekki reynt að kenna hana í skól-
um úr því að þetta er svona í
Njálu? Skynsamlegasta svarið er
væntanlega á þá leið að ekkert vit
væri í slíkri málboðun því að þetta
segi líklega enginn lengur. En
traust manna á íslendingasögum
sem fyrirmyndum að þessu leyti
minnkar líka dálítið ef litið er í
útgáfu Einars ól. Sveinssonar á
sama stað (Fornritafélagið), því
að þar stendur nefnilega: „Gjafir
eru yðr gefnar ... “ . Hvernig eig-
um við þá að vita hvað Njáluhöf-
undur sagði? Er ekki hægt að
treysta þvi að farið sé eftir hand-
ritum í útgáfum af þessu tagi,
a.m.k. ef annað er ekki tekið
fram? Svo er reyndar ekki. Til
dæmis er oft sagt að mitt nafn eigi
að vera Höskulds í eignarfalli því
að svo sé jafnan sagt um nafna
mína í Njálu. Og í báðum þeim
útgáfum sem áðan voru nefndar
stendur reyndar t.d. „Flosi spyrr
víg Höskulds..." Þarf þá frekar
vitnanna við? Já, reyndar, því að
við athugun handrita kemur í ljós
að nöfn sem oft koma fyrir og eru
augljós af samhengi eru oftast
skammstöfuð — t.d. með H í þessu
tilviki — og af þeim skammstöf-
unum er ekkert að ráða um fall-
myndir. Þetta kemur ekki fram í
útgáfum af því tagi sem hér um
ræðir.
Ég vona að það sé ljóst af þeim
dæmum sem hér hafa verið tekin
hvers vegna málfræðingar eru oft
ófúsir til að taka að sér „mállög-
reglustörf", svo að notað sé orða-
lag Kristjáns.
Um skýran
framburð og sam-
ræmdan framburð
í áðurnefndri grein Ævars
stendur á einum stað: „Sannleik-
urinn er vitanlega sá, að lærðir
menn hafa komið sér saman um
að „gleyma" íslenskum framburði.
Láta eins og hann skipti engu
máli.“ Ég veit svo sem ekki fyrir
víst hvað Ævar á við með „lærðir
menn“ í þessu sambandi, en ég er
ekki viss um að þetta séu sann-
gjörn ummæli hjá honum. Ég
hygg að það hafi birst nálægt 100
greinar, bækur og ritdómar sem
varða hljóðfræði og hljóðkerfis-
fræði íslensks nútímamáls á árun-
um 1970—1983. Skrá yfir það sem
hafði birst fram til 1980 má finna
í 2. árg. tímaritsins íslenskt máL
Ég nefni þetta vegna þess að
Ævar segir sjálfur að sér sé
ókunnugt um hvar greinar birtist
sem varði íslenskan framburð.
Tímaritin íslenskt mál, Skíma
(málgagn Samtaka móðurmáls-
kennara) og Mímir (gefinn út af
íslenskunemum í Háskóla íslands)
hafa öll nýlega birt greinar sem
varða íslenskan framburð og það
væri upplagt fyrir Ævar og aðra
áhugamenn um framburðarmál að
gerast áskrifendur að þessum rit-
um.
Það er hins vegar áreiðanlega
alveg rétt hjá Ævari að töluðu
máli hefur verið alltof lítið sinnt í
íslenskum skólum og í lestrar-
kennslu hefur ekki verið lögð
nægileg áhersla á eðlilegan fram-
burð, eins og Ævar hefur marg-
sinnis bent á í blaðagreinum. Það
á auðvitað alls ekki að venja fólk á
að lesa með einhverjum sérstökum
lestrarhreim sem er alls ólíkur
málhreim talaðs máls. Ævar hef-
ur manna lengst klifað á þessu og
ég veit ekki til þess að þar greini
hann og t.d. Kristján Arnason á
um neitt.
í námskrá grunnskóla er talað
um að leggja beri áherslu á skýran
framburð. Ég veit ekki heldur til
þess að menn greini á um að það
sé æskileg stefna. Ýmsir virðast
hins vegar telja að þetta sé ekki
hægt nema með því að gera ein-
hverjar sérstakar ráðstafanir til
þess að samræma framburð lands-
manna á þann hátt að taka eina
mállýsku fram yfir aðra — t.d.
harðmæli og Au-framburð fram
yfir linmæli og fcv-framburð.
Þetta er t.d. skoðun Ævars Kvar-
an og hann styðst í því efni við
nálega 35 ára gamlar tillögur dr.
Björns Guðfinnssonar. Ég er hins
vegar á þeirri skoðun að slík sam-
ræming sé engan veginn forsenda
þess að unnt sé að leggja áherslu á
skýrmæli. Og ég held raunar að
það sé einn meginkostur íslensks
málsamfélags að hér er engin þörf
á slíkri „miðstýringu framburðar"
sem samræmingartilraunir af
þessu tagi væru. Hér skilja allir
alla, hvaða mállýsku sem þeir tala
(að öðru leyti en því að sum orð
eru bundin við tiltekna lands-
hluta, eða starfsgreinar, en það er
auðvitað annað mál). Þessu er alls
ekki þannig farið í sumum ná-
grannalöndum okkar, t.d. í Noregi,
Englandi eða á þýska málsvæðinu.
Þess vegna hafa menn þar neyðst
til þess að gera ákveðnar kröfur
um samræmingu máls í skólum.
En öll slík miðstýring hefur marg-
víslega erfiðleika í för með sér og
víða hafa verið uppi háværar kröf-
ur um það að meira tillit verði
tekið til mállýskumunar í skóla-
starfi, ekki síst i móðurmáls-
kennslu. Til allrar hamingju hafa
íslendingar verið lausir við slík
vandamál og ég sé enga ástæðu til
að fara að búa þau til.
En af því að Ævar vék sérstak-
lega að rannsóknum dr. Björns
Guðfinnssonar í sinni grein og til-
lögum hans um samræmingu
framburðar, langar mig að benda
á það í lokin að niðurstöður dr.
Björns eru orðnar um 40 ára
gamlar og það er fullvíst að margt
hefur breyst í framburði lands-
manna á þeim tíma. Er t.d. nokk-
urt vit í því að reyna að kenna
öllum Islendingum ftu-framburð ef
það kemur nú í ljós að hann er
ekki eiginlegur nema svo sem 10%
þjóðarinnar? Jafnvel þótt menn
vildu samræmingu af einhverju
tagi, er ljóst að hún yrði að taka
mið af þeim aðstæðum sem nú eru
fyrir hendi en ekki því hvernig
málum var háttað fyrir 40 árum.
Eins og fram kom í grein Krist-
jáns Árnasonar hefur hann ásamt
undirrituðum unnið að heildar-
rannsókn á íslenskum framburði
undanfarin ár. (Kannski Ævar
kalli það líka að „„gleyma" ís-
lenskum framburði".) Við höfum
notið stuðnings Vísindasjóðs og
ýmissa fleiri aðila við það verk.
Dr. Björn Guðfinnsson naut á sín-
um tíma sérstaks stuðnings frá
Alþingi vegna rannsóknaferða
sinna og tókst að ljúka þeim á
fáum árum þótt þá væru erfiðir
tímar (upphaf seinna stríðs). Við
Kristján höfðum líka ætlað okkur
að ljúka þessum rannsóknum á
skömmum tíma. í því efni höfðum
við m.a. treyst á stuðning frá Mál-
vísindastofnun Háskólans, en
henni var komið á fót fyrir u.þ.b.
12 árum. Sú stofnun hefur undan-
farin ár sótt um fjárveitingar til
Alþingis til þessa rannsóknaverk-
efnis og ýmissa annarra en alls
engar fjárveitingar fengið. í því
fjárlagafrumvarpi sem nú liggur
fyrir Alþingi eru henni enn^etlað-
ar 0 kr. Það á líklega að sýna hug
ráðamanna til rannsókna á ís-
lensku máli og bendir til þess að
það séu einhverjir aðrir en kenn-
arar við Heimspekideild Háskól-
ans sem hafa „„gleymt" íslenskum
framburði".
Lokaorð
Fyrirsögn þessarar greinar er
„Hvernig á að tala íslensku?" Ég
hef reynt að færa rök að því að
það sé ekki nema í mesta lagi að
hluta til málfræðilegt verkefni að
svara slíkri spurningu. En það er
augljóslega verkefni málfræðinga
að reyna að komast að því hvernig
íslenska er töluð og hvernig hún
hefur verið töluð og gera síðan öðr-
um grein fyrir því. Þeir málfræð-
ingar sem starfa við Heimspeki-
deild Háskólans eru að reyna að
gera þetta.
Höskuldur Þráinsson er prófessor í
íslensku nútímamáli og núrerandi
forseti Heimspekideildar Háskól-
ans.
Séra Eiríkur J. Eiríksson
séra Eiríkur endurgæfi þjóðinni
hana með því að koma henni á
framfæri við Ríkisútvarpið — eða
þá það, sem eðlilegra og enn betra
væri: að þessi áhrifamikli fjölmið-
ill þjóðarinnar sæktist beinlínis
eftir að mega flytja landsmönnum
þessa óvenjulegu ræðu. Hún er
dýrgripur, sem má ekki liggja í
þagnargildi. Ef svo víðlesnasta
dagblað landsins — Morgunblaðið
— sæi sér fært að birta ræðuna
eða meginefni hennar í „Lesbók"
sinni, væri mikið fengið. Ég vona,
að af þessu geti orðið — og það
held ég allir, sem heyrðu í frum-
flutningi, myndu vilja taka undir.
Mér er þó jóst, að hér yrði sem
löngum: að „sama rósin sprettur
aldrei aftur ... “
Kópavogi, 8. nóvember 1983.
Baldrin Þ. Kristjánsson er fyrrv.
félagsmálafulltrúi hjá Samvinnu-
tryggingum.
Samband veitinga-
og gistihúsa:
Eggjadreif-
ingarmiðstöð
gagnrýnd
í fréttatilkynningu sem stjórn
Sambands veitinga- og gistihúsa
sendi nýlega frá sér er þeim tilmæl-
um beint til ráðamanna að fallið
verði frá fyrirhugaðri eggjadreif-
ingarmiðstöð sem stjórnin telur vera
„glapráðs fjárfestingu".
Segir ennfremur að afleiðing
slíkrar drefingarmiðstöðvar hljóti
að verða stórhækkað verð, minnk-
að framboð og verndun dulbúins
atvinnuleysis meðal eggjabænda.
Sagnfræðinemar
krefjast úthlut-
unar námslána
Á ALMENNUM fundi Félags
sagnfræðinema, sem haldinn var
mánudaginn 7. nóvember, var sam-
þykkt eftirfarandi ályktun:
Almennur fundur Félags
sagnfræðinema krefst þess að far-
ið verði að lögum við úthlutun
námslána. Fundurinn leggur sér-
staka áherslu á að útvegað verði
nægilegt fjármagn til að Lána-
sjóður íslenskra námsmanna geti
staðið við skuldbindingar sínar við
námsmenn í desember.
(Fréttatilkynning)
VICT. R
■ ■
KJORGRIPUR
Ritvinnsla
Áætlanagerð
Gagnagrunnur
Bókhald
MS-DOS
CP/M
IBM tengiforrit
Nýleg verölækkun frá verksmiðjunum gerir VICTOR aö hag-
kvæmasta valkostinum í dag.
VICTOR er næst mest selda tölvan í Bretlandi í dag.
TÖLVUBÚDIN HF
Skipholti 1 Sími 25410
Q| pið í kvöld til I kl.20
I HAGKAUP Sa»r5 AKUREYRI |