Morgunblaðið - 17.11.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1983
39
Sýning Gunnars Kristinssonar
Sýning Björgvins Björgvinssonar
í meginlandsþoku mánudags-
ins og átta gráðu hita datt mér í
hug að skoða fjórar sýningar er
opnuðu dyr sínar fyrir helgi. Degi
var farið að halla og verðið hið
furðulegasta hér á norðurslóðum,
því mér fannst ég allt eins geta
verið staddur í Mið-Evrópu. Á
slíkum stundum reikar hugurinn
víða og margt liðið og gleymt
verður ferskt og lifandi á ný og
maður kemst í undarlega
stemmningu. Um morguninn
hafði ég óvænt rekist á vinkonu
mína frá Thailandi í miðborginni
og það rímaði við þær hugsanir
mínar daginn áður, efst uppi á
Laugarásnum, að útsýnið yfir
Laugardalinn væri í hæsta máta
austurlenzkt, dularfullt og fjar-
rænt.
Ég ranka við mér í Ásmundar-
sal, þar sem nú stendur yfir sýn-
ing kornungs listamanns, Björg-
vins Björgvinssonar, sem er
menntaður teiknikennari frá
Myndlista- og handíðaskólanum
og hefur að auki numið eitt ár í
London og annað í Belgrad. Þetta
var samfellt nám frá 1975—1982,
og er svipað því sem gerist og
gengur í myndlistinni á vorum
dögum.
Björgvin sýnir 20 myndir í
Ásmundarsal, sex klippimyndir
og fjórtán myndir í blandaðri
tækni og eru allar myndirnar
gerðar á þessu ári.
Það er auðséð að gerandanum
er mjög í mun að gera myndir
sínar hrifmiklar og notar til þess
ýmis tilfallandi tæknibrögð
þannig að úr verður mikill pat-
aldur í stað samþjappaðrar heild-
ar. í einni sterkustu myndinni
„Von um framtíð" (1) þykir mér
t.d. ljósmyndinni af Lilju Þóris-
dóttur ofaukið í raunsæi sínu.
Hefði hann sleppt henni eða
teiknað í hana hefði það vafalítið
skapað meira samræmi. Af öðr-
um klippimyndum vakti athygli
mína myndin „Fjallkonan" (6),
sem ég álít heillegustu myndina í
þessari tækni. En það er mjög á-
berandi í þessum myndum svo
sem í myndum blandaðrar tækni
hve einstakir hlutar myndanna
eru vel gerðir, það sem á skortir
er ein samþjöppuð og rismikil
heild. í myndunum „Umbreyting"
(15) og „Nafnlaust) (20) þykir
mér Björgvini takast langbest
upp í því að skapa lifandi
heildarsamræmi og þær myndir
eru fullkomlega lausar við alla
tilhneigingar til föndurs.
Hér kemur greinilega fram, að
nokkurt meinlæti í notkun tjá-
miðla getur verið nauðsynlegt,
einkum er viðkomandi nota
glæsimyndir úr nútíðinni til að
hressa upp á sköpunarverkið, þá
vill ýmislegt fara úr böndum.
Annars er frumraun Björgvins
Björgvinssonar hin þekkilegasta
og fram koma ótvíræðir hæfileik-
ar er bíða rækilegrar virkjunar.
Sýning Örlygs Kristfínnssonar
Bragi Ásgeirsson
Ferðinni er næst heitið á
Vatnsstíg, en þar hýsir Nýlistar-
safnið sýningu Gunnars Kristjáns-
sonar, er nefnir framtak sitt „Heit
framtíð — Gleymd fortíð".
Ekki þekkir listrýnirinn neitt til
þessa frjóánga á akri nýlista og
engar upplýsingar liggja frammi,
engin sýningarskrá og verkin
ónúmeruð. Inni á slíkum sýning-
um er maður líkast því að vera
staddur ráðvilltur i óþekktu landi
„Terra incognita". Formin í mynd-
um gerandans segja mér ei heldur
mikið, þau eru fátækleg og sjón-
rænt óupplifuð, endurtekin í sí-
bylju í sömu litatónunum, gult á
Það er örstutt leið frá Gallerí
Lækjartorgi og að Gallerí Lang-
brók þar sem ungur Siglfirðing-
ur, Orlygur Kristfinnsson að nafni
heldur sína fyrstu sérsýningu.
Sýninguna nefnir gerandinn „í
gömlum römmum" og er hér um
að ræða 22 myndir málaðar í
olíulitum á léreft.
Örlygur nam í fjögur ár við
Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands og var m.a. samtíða Magn-
úsi Kjartanssyni málara, Ásu
Ólafsdóttur vefara og mörgum
fleiri virkum listablossum, má þá
og ekki gleyma konu hans, hinni
hæfileikaríku Valgerði Erlends-
dóttur.
Örlygur hefur farið sér hægar
en margur skólafélaginn og
þannig hefur hann einungis tekið
þátt í tveim samsýningum á
Norðurlandi, sem þykir ekki mik-
ið hér sunnan heiða.
Listrýnirinn kemst strax í gott
skap innan um þessar myndir
Örlygs, því að þær geisla af góð-
látlegri kímni, sem er fátíð á
sýningum íslenzkra myndlist-
armanna, oftar er hún hrjúf og
stórkarlaleg líkt og til að vekja
upp hrossahlátur frekar en að
snerta við hinum fágaðari
strengjum í brjósti skoðandans.
Þá eru þessar myndir margar vel
málaðar og byggðar upp af
hugmyndaríkri kennd fyrir
möguleikum myndflatarins.
Nefni ég hér myndir svo sem
„Krummi og Lína“ (3), „Flug-
hræðsla" (10), „Fundur F.U.H.“
(11), „Veröld flá“ (12), „Brýna-
gogg“ (13), Fuglinn minn“ (18) og
Háleggur" (21), sem allar eru
byggðar upp með fiðurfé sem
uppistöðu. Þá vil ég og sérstak-
lega vísa til myndarinnar „Leit“,
sem er máluð í nýbylgjustíl og
staðfestir að Örlygur á erindi inn
á það svið og frekar mörgum öðr-
um er haldið hafa stærri sýn-
ingar. Dregið saman í hnotskurn
þá er þetta með skemmtilegustu
sýningum er settar hafa verið
upp í þessu vinalegu galleríi og
er mesta furða að ekki skuli hver
einasta mynd vera seld, því að
Örlygur er einnig látlaus og hóf-
samur í verðlagningu mynda
sinna. Þá er það von mín að Ör-
lygur Kristfinnsson gerist virk-
ari á vettvangi myndlistarinnar,
máli mínu til réttlætingar vísa
ég til þess að margar þessara
smáu mynda búa ekki síður yfir
kyngikrafti, en risastórar mynd-
ir nýbylgjumálaranna. Frá þess-
ari sýningu hélt listrýnirinn
glaður út í meginlandsþokuna, til
síns heima og ritvélarpikksins.
Myndlíst
—
svörtu eða svart á gulu og í mis-
munandi stærðum. Hér verður
maður ekki var við ástríður né
mannlegar kenndir heldur ein-
hvern yfirþyrmandi tómleika og
andlega fátækt ásamt unggæðis-
legu yfirlæti. Máski á þetta ein-
mitt að virka þannig á skoðand-
ann og ef svo þá hefur það tekist
með glæsibrag. „Gjörning tóm-
leikans" mætti nefna þessa sýn-
ingu eða jafnvel bæta við nafn
hennar „Glötuð nútíð".
Er myndlistin og listir yfirleitt
fyrir gerendurna eingöngu, ber
þeim að sna í heimahúsum siálf-
um sér til ánægju en hafi þeir
eitthvað mikilvægt fram að færa
skal að nokkru vanda til umbúð-
anna. Sýningar sem þessar fæla
fólk frá sýningarsölum og eiga
þátt í minnkandi aðsókn á al-
mennar sýningar í borginni og
máski er það tilgangurinn. Að rífa
niður og byggja svo upp frá
grunni, en með hverju? Skyldi
ekki málið vandast ef svara ætti
slíkri spurningu á skiljaniegu
máli?
En hvað sem öðru líður og skoð-
unum almennt þá heldur lífið
áfram, og lífið er hin eina og
sanna list.
Sýning Guðrúnar
E. Halldórsdóttur
Frá „háborg nýlista" er haldið
áfram, þar sem leið liggur niður
Laugaveginn og að Lækjartorgi,
þar sem Gallerí Lækjartorg er til
húsa. Þar sýnir um þessar mundir
Guðrún Elísabet Halldórsdóttir 15
kol- og blýantsteikningar og 35
olíumálverk. Guðrún hefur víða
farið og sótt mörg námskeið en
upphaflega nam hún hjá Unni
Briem. Frúin hefur haldið nokkrar
einkasýningar og tekið þátt í að-
skiljanlegum samsýningum.
Yfir sýningunni svífur blær
tómstundamálarans er vandar sitt
handverk og vinnur af alúð og
elsku. Það má vissulega skynja
heitar kenndir og mikinn vilja á
bak við þessar myndir, og sýning-
in í heild veldur mér heilabrotum
eftir tómleikann sem ég kom frá.
Ekki ætlar Guðrún sér að frelsa
heiminn með myndverkum sínum
né kollvarpa ríkjandi þjóðskipu-
lagi, hún er ekki fulltrúi neinnar
listastefnu né sértrúarsöfnuðar er
allt veit betur og réttar en aðrir,
hinir syndugu og óhreinu.
Hér svífur pentskúfurinn yfir
sviðið prýddur ríkum kenndum en
yfirstígur ekki ótal þúfur og
hindranir er fyrir verða, hér er
sumum hrasgjarnara en öðrum.
Og þó eru kenndir og þrár verð-
mætari óbilgjörnum og köldum
hroka þeirra er allt vita öðrum
betur og vilja troða sannleik sín-
um upp á okkur hvað sem það
kostar.
Mannleg hlýja er verðmæt
hvaðan sem hún kemur, hvort sem
hún er prýdd hnökrum eða snilld
og hið smáa er jafnlítið smátt og
hið stóra er stórt.
Ég yfirgaf sýningu Guðrúnar E.
Halldórsdóttur með þakklátum
huga og minnist helst mál-
verkanna „Sjávarklappir" (2), og
„Vetrarlífgjafi" (14) ásamt nokkr-
um teikningum svo sem nr. 42, 44,
46 og 47, sem allar eru frúnni til
sóma.