Morgunblaðið - 17.11.1983, Síða 40

Morgunblaðið - 17.11.1983, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1983 Heillavænleg áhrif hóf- legrar áfengisneyslu — eftir dr. Gunn- laug Þórðarson Mér þykir mjög fyrir því, ef mér verður á að hafa einhvern fyrir rangri sök eða að vega að ósekju að persónu hans. Auðvitað eru menn misjafnlega viðkvæmir fyrir slíku. í síðustu grein minni hér í blaði (26. f.m.) var vikið að klausu úr plaggi, sem Áfengisvarnaráð gaf út fyrir nokkrum árum og var þýðing á grein úr ótíndu amerísku tímariti varðandi áhrif áfengis á mannslíkamann. Voru niðurstöð- ur byggðar á rannsóknum tveggja lækna í Kaliforníu, sem gerðar voru fyrir 14 árum. Mér þottu til- tekin atriði í þessu tortryggileg og bar undir lækna og kennara í læknisfræði. Töldu þeir allir að tilgreindar fullyrðingar væru út í hött, hvergi hefði verið getið um þær rannsóknir í virtum lækna- blöðum, en þó hefði verið meira um þessi mál fjallað í seinni tíð en nokkurn tíma áður og mjög at- hyglisverðar rannsóknir gerðar, einkum á vegum frægra lækna- skóla, í Bandaríkjunum, svo sem bent hefur verið á í fyrri skrifum mínum. Vegna þess hve þýðand- inn, sem var læknir, virtist þó hafa ginið gagnrýnilaust við þessu, varð mér á að álykta að hér hefði ákafi æskumanns verið að verki og gat ekki nafns hans. Nú þykir lækni þessum, Guð- steini Þengilssyni, að sér hafi með þessu verið sýnd óvirðing og birt- ist hér í blaðinu 10. þ.m. athuga- semd hans við skrifum mínum, sem ekki er hægt að láta óleið- rétta. Skrif læknisins bera þess því miður merki að hann sé haldinn sama ofstækinu gagnvart áfengi og sálufélagi hans Halldór Krist- jánsson frá Kirkjubóli o.fl. f víðri veröld er gefinn út fjöldi blaða og tímarita um almenna læknisfræði. Eitt þeirra ber langt af flestum öðrum, en það er hið fræga breska læknablað Lancet. Nú vill svo undarlega til að þessi veimeinandi læknir og menntaði maður gerir ekki grein- armun á viðurkenndu læknatíma- riti sem Lancet (gerir nánast gys að því í athugasemdum sínum) og einhverju lítt þekktu amerísku út- varpshlutsendatímariti sem ein- hver bindindisfélög þar standa sennilega að. Það er leitt til af- spurnar þegar grandvar læknir menntaður frá Háskóla Islands verður ber að slíku gagnrýnisleysi. Læknirinn telur að þau dæmi, sem tilgreind voru um blessunarleg áhrif áfengis í grein minni „hafi verið óheppilega valin, kannski hafi það stafað af því að heppileg dæmi finnast ekki“. Mér finnst þetta bera vott um sama gagnrýnisleys- ið. Læknir þessi sinnir að sögn fyrst og fremst rosknu fólki og því ættu staðreyndir slíkar sem komu fram í skrifum mínum einmitt að vekja jákvæð viðbrögð. í grein minni voru teknar upp orðrétt setningar úr skýrslum eins viður- kenndasta háskóla í læknisfræði í heiminum, en þar sagði: „Rann- sóknarniðurstöður gefa til kynna að hófleg neysla fullorðinna á áfengum drykkjum kunni að draga úr hættu á kransæðastíflu, auka vellíöan aldr- aðra (bæta gæði lífsins), draga úr streitu og er næring." Auðvitað hefði verið unnt að tilfæra marga fleiri kosti hóflega drukkins víns og vitna í umsögn viðurkenndra lækna innlendra og erlendra, t.d. hve áfengi er gott svefnlyf og jafn- vel við gigt o.fl. Svo telur læknir, sem sinnir öldruðu fólki, dæmi þessi illa valin. Þá eru á sama veg viðbrögð hans við þeim upplýsing- um hins fræga breska læknarits Lancet varðandi það að hófleg áfengisneysla geti hamlað eða komið í veg fyrir myndun gall- steina. Læknirinn segir að til þess að svo megi verða, þurfi „að vísu að neyta hálfrar vínflösku á dag ævilangt, því steinarnir geta far- ið að myndast strax og neyslu lýk- ur“. Hér verður læknirinn ber að vítaverðri ónákvæmni. Eins og þetta er sett fram kunna einhverj- ir að halda að hér sé um brenni- vínsflösku að ræða. Hins vegar mun það eiga að vera hjá læknin- um hálf flaska af léttu víni. Sá skammtur er í efri mörkum þess, sem stungið var upp á í fyrr- greindri skýrslu „The Johns Hopkins Medical Institut" eða sem svarar 0,8 gr á kg líkamsþunga. Þannig að eðlilega ber breskum læknum og bandarískum saman um þetta. Það segir sig sjálft, að með meiri rannsóknum mun það koma betur í ljós að ofneysla áfengis veldur æ svartari niðurstöðum. Hér virðist læknir þessi ekki skilja muninn á hóflegri neyslu áfengis og ofneyslu, en það er kjarni máls þessa. Þessi góði læknir ætti að íhuga, að fátt getur verið meira uppörv- andi fyrir fullorðið fólk en einmitt það að hóflega drukkið vín auki lífsgæðin. Hins vegar er rétt að geta þess, sem vel er, að læknirinn fagnar málefnalegri umfjöllun um áfeng- ismál og er sammála mér um að áfengismál eigi ekki að vera nein fjárplógsstarfsemi og það er eitt meginatriði máls þessa. Lifandi afturganga Það er bæði sorglegt og ömur- legt vitni um menningarstig okkar að sjá hvílíka meðferð sumir af mætustu listamönnum þjóðarinn- ar hafa fengið hjá Halldóri Krist- jánssyni á Kirkjubóli, fyrir það eitt að mér varð á að vitna til fleygra orða þeirra. Þess vegna er mér það miklu skiljanlegra en ella, að hvorki læknar þeir, er áður getur, né flokksbræður Halldórs Krist- jánssonar frá Kirkjubóli hafa vilj- að leyfa mér að nafngreina þá hér í skrifum mínum máli mínu til stuðnings. Því gera má sér í hug- arlund þann óþverra, sem dembt yrði yfir þá, þar sem þessir bind- indisspekúlantar eira engu, jafn- vel látnir svívirtir. Maður skyldi þó ætla að þeir hefðu einhvern tíma lesið Sólarljóð, a.m.k. sálma- skáldið. Á námsárum mínum í MR féll mér sú gæfa og það veganesti í skaut að vera daglegur gestur, alla skóladaga, við hádegisverðarborð hjónanna Þórdísar og dr. Gunn- laugs Claessen, er var besti vinur föður míns, sá mesti drengskapar- maður, sem mér kunnugt um að til væri og grandvar að sama skapi. Segja má að dr. Gunnlaugur Claessen læknir hafi verið sið- menningin holdi klædd, afburða ritfær maður og víðlesinn. Braut- ryðjandi í læknavísindum. Hann kunni að meta hóflega drukkið áfengi. Aðaiatriðið er að Halldór Krist- jánsson frá Kirkjubóli má vita að dr. Gunnlaugur Claessen hefði í lifanda lífi ekki látið það óátalið að nafn hans væri notað til þess að koma óvirðingum á skáldið Jónas Hallgrímsson, eftir að þessi ástmögur íslensku þjóðarmnar hafði verið dáinn í nærri 140 ár. Hann dó á kvalafullan hátt, þá voru hvorki til deyfingar né svæf- ingar. Hér verður Halldóri Krist- jánssyni á að óvirða mætan látinn lækni, en dr. Gunnlaugur Claessen dó 1948. Það er sem lifandi aftur- ganga ofsæki látna. Bernharð Stefánsson gerður að ósannindamanni Halldór Kristjánsson vill sýni- lega ekki verða við þeim tilmælum mínum að birta almenningi til fróðleiks hina „stífu bindindis- og banntillögu, sem Bernharð Stef- ánsson skýrir frá í endurminning- um sínum, að Halldór Kristjáns- son hafi flutt á 8. flokksþingi Framsóknarfl. og flokksbræður Halldórs Kristjánssonar hafa sagt mér að hafi m.a. verið þess efnis, að ekki mættu aðrir en bindindis- menn vera í framboði fyrir flokk- inn. Mér þykir sennilegt, að ekki hafi þótt hæfa að taka svo öfga- kennda tillögu upp í fundargerðir flokksþingsins, en henni var kom- ið fyrir kattarnef að sögn Bern- harðs. Það er hörmulegt, að Halldór Kristjánsson skuli nú óbeint væna Bernharð Stefánsson um að hafa ekki sagt satt í þessu efni. Auðvit- að hefur Halldór Kristjánsson les- ið þessar æviminningar fyrir löngu og hefði átt að leiðrétta, ef Bernharð Stefánsson fór með rangt mál, það er ekki stórmann- legt aö ætla að gera það eftir lát mannsins aðeins til að bjarga sjálfum sér frá hneisu. Ekki var það ætlun mín aö verða til þess að sálmaskáldið yrði svona bert að því að kunna ekki háttvísi gagnvart látnu fólki, svo það er von að þeir, sem lifandi eru fái það óþvegið frá honum og hans líkum. Hins vegar er það æði til- gangslaust, eins og skrif þessara manna hafa birst á prenti, að eiga orðastað við steinblinda ofstækis- menn, sem virðast sambands- lausir við raunveruleika nútím- ans, en lifa sýnilega í þeirri trú að hann geti leyst þennan vanda þjóðfélagsins. Það sem hér á við er fræðsla um áhrif víns, bæði í hófi og óhófi og innprentun þess að það séu sjálfsagðir mannasiðir að kunna að umgangast guðaveigar á menningarlegan hátt. Dr. Gunnlaugur Þórðarson hrl. Þyrlað upp moldviðri Ekki má gleyma garminum hon- um Katli. Skrif mín hafa farið illa fyrir brjóstið á fornvini mínum, Árna ísleifssyni tónlistarmanni, samanber kveðju hans til mín í Velvakanda 11. þ.m. Hann dregur bernsýnilega í efa, að margir AA- menn hafi fagnað skrifum mínum um SÁÁ, en mér væri í lófa lagið að tilgreina nöfn margra manna úr þeim hópi, jafnvel góðtemplara, sem hafa þakkað mér skrif þessi, manna á Egilsstöðum, í Stykkis- hólmi, á Selfossi, ísafirði og Akur- eyri. Mér væri ljúft að tjá honum það persónulega en ekki á prenti. Hins vegar ruglar Árni saman hvað er eiturlyf annars vegar og áfengi hins vegar. Þar er mikill munur á og enginn læknir myndi kalla áfengi eiturlyf, þótt það sé afbragðs vímugjafi, fyrir þá sem það vilja nota, minnst ávanabind- ingarhætta fylgir því af öllum slíkum efnum. Áfengi er og í fjölda lyfja. Árni fjölyrðir um fjölda of- drykkjumanna í Bandaríkjunum og það er vafalaust mikið vanda- mál, hins vegar er það án efa orð- um aukið hjá mönnum af hans sauðahúsi, sem telja sig vita hve mikið vandamálið er hjá okkur, því skýrslur sýna að það er minnst hjá okkur meðal vestrænna þjóða. Vandinn er miklu meiri á öðrum sviðum heilbrigðismála okkar. Verst þykir mér, þegar velmein- andi menn láta svona orð sér um munn fara um óhrekjanlega gagn- rýni á málefni: „Ómerkileg róg- skrif og þvættingur um alvörumál." Það er í sjálfu sér sorglegt, þegar það kemur æ betur í ljós, að ofstækið er það eina, sem stjórnar skrifum um þessi mál, þar sem menn vilja aðeins sjá aðra hlið þeirra. Menn þyrla bara upp mold- viðri og eiga sýnilega ekki önnur rök en að vega að lifendum og dauðum af miður góðu innræti. Merkilegt er að dr. Marteinn Lúther skuli hafa verið látinn í friði, þótt 500 ár séu liðin frá því að hann fæddist, en hann dáði auk annars bæði bjór og vín. Hann sagði einhvern tíma á þessa leið: Meðan fagnaðarerindið flæðir yfir löndin sötra ég bara bjórinn minn. Við viljum bjór — eftir Asgeir Hvítaskáld Nú hafa þær öldur fallið í lá- deyðu, sem risu hvað hæst [upp á móti] þegar ég fór að skrifa um bjórinn. Það er oft best að bíða af sér mótbárurnar. Nú er leiðin greið. í augum templara er allt áfengi eitur og allur unaður lífsins synd. Þetta er neikvæður hugsunarhátt- ur. Helst vildu þeir leggja niður ríkið. En það þýður ekkert að taka flöskuna frá manninum, betra er að taka manninn frá flöskunni. Menn verða að læra að umgangast vín, eins og menn læra að um- gangast dýnamít. Það er þessi neikvæði hugsunarháttur sem hefur alltaf ráðið þegar bjór- frumvarp hefur verið lagt fram á Alþingi. Hversvegna að vera að hárreita sig yfir vægum drykk eins og bjór. Það er augljóst að drykkjusiðirnir munu ekki versna. Margir munu leggja sterka drykki á hilluna. Við megum ekki kúga okkur sjálf; láta íslending kúga íslend- ing. Það er búið að kúga okkur nóg í gegnum aldirnar. Snúumst gegn heimsku og þröngsýni. Við eigum rétt á að drekka bjór eins og menn í öðrum löndum. Állir sem fara til útlanda drekka bjór. Margir fara ábyggilega bara þessvegna. Fólk borgar stórfé fyrir að lifa á Spáni í sól, sundlaugum og bjór. Spáss- erandi um á ermalausum bol, áhyggjulaust með gleði í hjarta. Hversvegna passa þessir templar- ar ekki bara upp á sjálfa sig, er það ekki nóg? Hversvegna eru þeir að reyna að passa upp á aðra? Þó að þið viljið ekki drekka áfengi, þá er ekki rétt af ykkur að banna okkur það. Ekki ætla ég að heim- sækja ykkur með bjór í poka og hella ofan í ykkur, lauma í grjóna- grautinn og svoleiðis. Mér er alveg sama hver drekkur og hver ekki. Þetta er bara prinsippið; að hver sem vill geti labbað ofan í ríki og keypt sér bjór. Það hringdi aragrúi af mönnum í mig er það fréttist að ég ætlaði að stofna BJÓRVINAFÉLAG. All- ir vildu drífa í þessu, endilega fá bjór inn í landið strax, sögðu þetta vera óviðunandi ástand. En svo mættu bara sex á stofnfundinn. Menn nenna ekki að leggja neitt á sig, þeir vilja fá hlutina á silfur- fati. En bjórinn kemur ekki átaka- laust. Þessi bjórfundur var þó vel heppnaður þar sem myndaðist góður kjarni manna sem hafa vilja. Fyrsta mál okkar er að opna augu allra íslendinga. Að þeir skilji hversvegna við er- um að berjast fyrir þessu. Þegar bjórfrumvarp fer aftur inn á Al- þingi má það ekki falla einu sinni enn. Öll þjóðin verður að standa með mér. Til þess ætlum við að gefa út tímarit þar sem við getum tjáð hug okkar óþvingað. Margir góðir aðilar ætla að styrkja blaðið með auglýsingum. Þetta er al- gjörlega ópólitískt. Hér er stigið ofan á lágmarks kröfur mannsins um frjálsræði varðandi mat og drykk. Bjór er framleiddur á Islandi cg það hefur verið gert í fjölda ára. Ölgerðin Egill Skallagrímsson framleiðir POLAR BEER, sem er miðlungssterkur bjór og sagður Ásgeir Hvítaskáld afbragðsgóður. En íslendingar ... nei, þeir fá ekki að smakka á hon- um. Þeir eru Htil, vanþróuð börn sem ekki er treystandi. í verk- smiðjunni eru verðir sem passa allar litlu bjórflöskurnar sem streyma á færibandinu. Hvers- konar ríki minna lögregluverðir á? Bjór þessi er svo seldur til sendiráða, fluttur út og hægt er að fá hann í Fríhöfninni. Kanarnir á vellinum gæða sér sjálfsagt á hon- um. Að það skuli virkilega vera hægt, að bjór, sem framleiddur er á íslandi, skuli íslendingar sjálfir ekki fá að smakka. Þetta er eins og við myndum flytja allan okkar fisk út því hann væri of góður fyrir okkur sjálf. Hvað höfum við gert ykkur; þessum mönnum sem alltaf fella þetta mál á Alþingi? Hvað höfum við gert annað en að berjast við að komast af í þessu harðbýla landi? Vinnum aukavinnu, leggum raf- magn, pípur og gröfum fyrir okkar eigin byggingu. Lifum lífi sem er aðeins vinna, sofa og éta. Enginn tími til að elska nema á hlaupum, aldrei hægt að slappa almennilega af, eiga drauma og lyfta sér upp í rólegheitum. Hví er okkur meinað að setjast inn á íslenska krá og fá okkur öl með félögum úr hverfinu. Hví fá íslendingar ekki að dreypa á bjór fyrir framan sjónvarpið á laugardögum þegar horft er á ensku knattspyrnuna, eins og aðr- ir menn? Það er víst enginn bjór í himnaríki. Þessvegna viljum við drekka hann á meðan við erum hér. Er ekki tími til kominn að við fslendingar fáum að lifa eins og annað fólk? Niður með þröngsýni og þrjósku. Burt með veggi skiln- ingsleysis. Drepum heimska drek- ann, sprengjum okkar eigin lík- kistu og rísum upp úr gröfinni. Förum þangað sem grasið grær. Við viljum bjór. Ásgeir Hvítaskáld (Þórhallsson) hefur gefíð út nokkrar bækur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.