Morgunblaðið - 17.11.1983, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1983
Minning:
Valgerður Guðrún
Sveinsdóttir
Hún tengdamóðir mín er látin,
nær 88 ára að aldri, farin að kröft-
um og urðu síðustu árin henni því
andstæðari sem kraftarnir þurru,
sjálfsbjargarleysið lagði á hana þá
fjötra, sem sífellt þrengdust.
Manngerð hennar var slík, að
hún vildi alla tíð standa fyrir sínu,
bæði til orðs og æðis, og er það
mikil skapraun slíkum manni að
finna kraftana þverra sífellt og í
bjargarleysi að verða svo alger-
lega upp á aðra kominn, en halda
þó lengst af andlegum styrk og
vilja til þess að láta að sér kveða.
Lausnin var því áreiðanlega kær-
komin.
Valgerður Guðrún Sveinsdóttir
fæddist að Felli í Sléttuhlíð í
Skagafirði þann 8. desember 1895.
Foreldrar hennar voru þau hjónin
Jórunn Steinunn Sæmundsdóttir
og Sveinn Árnason, útvegsbóndi
og hreppstjóri. Þau hjón voru auð-
ug í betra lagi miðað við þeirra
tíma mælikvarða, komin af
mönnum sem höfðu viðurnefnið
„ríki“ og höfðingjum í biand. Þau
hjón eignuðust sex börn, þrjú
þeirra dóu í bernsku, hin náðu há-
um aldri.
Þar sem efnin voru nóg og skiln-
ingur á nauðsyn menntunar, voru
fengnir heimiliskennarar að
kenna þeim Fellsbörnum og þar
lærði Valgerður lestur, skrift og
reikning auk annarra greina, sem
gagnlegar þóttu.
Eftir ferminguna tóku við ungl-
ingaskólar, fyrst í sveitinni heima
og síðan á Sauðárkróki. Það var
ekki venja þá að stúlkur færu í
skóla nema til að læra fatasaum
Minning:
Laufey Ósk Benediktsdóttir,
Arahólum 4 hér í borg, lést í Borg-
arsjúkrahúsinu þann 10. nóv-
ember sl.
Langar mig til að minnast
hennar nokkrum orðum.
Hún var fædd þann 26. ágúst
1910 á Njálsgötu 36, hér í borg.
Foreldrar hennar voru hjónin
Guðlaug Jónsdóttir og Benedikt
Halldór Benediktsson. Þegar hún
var á þriðja ári dó faðir hennar.
Skip, sem hann var starfsmaður á,
og matreiðsiu, en Valgerður setti
slíkt ekki fyrir sig og fór að lokn-
um unglingaskólum í Kennara-
skóla Islands í Reykjavík.
Eftir vetrarnám í skólanum fór
hún heim að Felli til sumarstarfa,
en tekur síðan að sér kennslu við
barnaskólann í ólfsfirði næsta
vetur.
Það hefur Valgerður sagt mér
að hafi verið mikiil viðburður í
sínu lífi, þegar hún tók þar í fyrsta
sinn á móti greiðslu í peningum
fyrir unnið verk.
Nú verður stefnubreyting hjá
Valgerði, því að þarnæsta vetur er
hún sest í Kvennaskólann. Líkur
eru fyrir því, að þessi ákvörðun
hennar hafi staðið í beinu sam-
bandi við það, að veturinn í Kenn-
araskólanum hafði hún kynnst
skólapilti, verðandi lækni. Sá hét
Jón Árnason frá Garði í Mý-
vatnssveit. Ekkert mun þó á þeim
tíma hafa verið, sem benti til þess
sem verða vildi, enda sáust þau
aldrei þann tíma er á milli leið.
Þau tóku strax upp fyrri kunn-
ingsskap og „á afmælinu mínu 8.
desember 1915 bað hann mín“,
sagði hún á efri árum. Þann dag
varð hún 20 ára. Þau voru svo gef-
in saman í hjónaband 1. júní 1917.
Að loknu námi fékk Jón Árna-
son veitingu fyrir Öxarfjarðarhér-
aði og fluttu þau hjónin þangað 22.
júní 1921.
Nú skulu tekin upp nokkur orð
Valgerðar sjálfrar:
„I Öxarfjarðarhéraði voru fimm
sveitir: Hólsfjöll, Kelduhverfi, Öx-
arfjörður, Núpasveit og Melrakka-
slétta, þar með talin Raufarhöfn.
fórst á heimleið frá Englandi.
Móðir hennar stóð þá ein uppi með
hana og son sem var sjö árum
eldri en Laufey. Guðlaug, móðir
Laufeyjar, var mesta myndar- og
dugnaðarkona. Sést það best á því,
að hún vann ein að því að koma
börnunum upp. Á þeim tíma verð-
ur það að teljast mjög vel gert.
Laufey giftist 17. júní 1933 Sig-
urði Einari Hannessyni, bakara-
meistara. Þau bjuggu allan sinn
búskap í Reykjavík og eignuðust
Héraðið var því stórt og veður oft
hörð á vetrum þarna rétt við
heimskautsbauginn. Norðaustan-
stórhríðirnar lítt girnilegar fyrir
ríðandi mann eða fótgangandi. Þá
þekktust ekki önnur farartæki.
Jón varð að vera tilbúinn alla 24
tíma sólarhringsins og átti ekki
frí einn einasta dag, sem hann var
læknir í héraðinu. Ferðirnar tóku
langan tíma, oft svo dögum skipti
og hann kom heim örþreyttur
maður. Það fór og svo að þetta
hérað varð honum að aldurtila að-
eins 54 ára gömlum."
Jón andaðist 10. janúar 1944.
Þetta voru nú þær aðstæður,
sem íslenzku héraðslæknunum
voru búnar á þeim tíma og ekki
þarf að fara í grafgötur með það
hvert álag þetta hefur verið lækn-
iskonunni.
Öll umsjón með búinu, úti sem
inni, féll því á herðar Valgerðar,
uppeldi 6 barna, umönnun á fóstru
Jóns, sem eyddi ævikvöldinu í
skjóli þeirra, stjórnun á vinnu-
fólki og allur greiði við gesti. Eng-
fimm börn: Júlíus Atli dó á fyrsta
ári. Benedikt rekur fiskverkun í
Reykjavík og býr með Ingibjörgu
Þorkelsdóttur. Grétar er starfs-
maður hjá Flugleiðum og er giftur
Sigríði Þóru Ingadóttur. Erla Sig-
ríður skrifstofumaður hjá Borg-
ardómaraembættinu. Haukur Atli
er starfsmaður hjá Vinnslustöð
Vestmannaeyja.
Barnabörnin eru tíu og eitt
barnabarnabarn.
Sigurður veiktist 1959 og lést
árið 1969. Kom þá best í ljós hve
umhyggjusöm og dugleg Laufey
var í hans veikindum. Laufey var
mjög sérstök kona, ævinlega hrein
og bein og ákveðin í skoðunum.
Stórtæk í gjöfum sínum og af-
burðadugleg og ósérhlífin.
Ég, sem þessar línur rita, varð
þeirrar gæfu aðnjótandi að kynn-
ast henni fyrir sex árum, er leiðir
okkar Benedikts lágu saman. Nú á
kveðjustund rifjast upp fyrir mér
ótal minningar, sem eru mér ákaf-
lega dýrmætar. Það var alltof
stuttur tími sem hún litla dóttir
mín fékk að njóta með ömmu
sinni.
Ár er liðið frá því hún fann
fyrst fyrir sjúkdómnum. Stríðið
var því bæði langt og strangt. En
nú er því lokið og hún komin til
þess er býr okkur öllum, sem á
hann trúum, bústað í ríki sínu.
Blessuð sé minning hennar.
Ingibjörg Þorkelsdóttir
inn getur vænst þess að ung og
vonglöð stúlka, sem tekur sér
þetta hlutskipti komi út söm að
áratugum liðnum.
Hafi Valgerður þurft að taka á
meðan hún var læknisfrú á Kópa-
skeri, þá keyrði nú um þverbak, en
hún hafði herzt í eldinum og hlífði
sér hvergi.
Nokkrum dögum eftir lát Jóns
lærbrotnaði Sveinn sonur þeirra.
Han'n var þá 12 ára. Nýútskrifað-
ur læknir var sóttur til Þórshafn-
ar og setti hann saman brotið.
Valgerði fannst sem eitthvað væri
að og virtist brotið gróa skakkt
saman. Hún tók þá ákvörðun að
fara með drenginn til Reykjavíkur
og það gerði hún. Smíðaður var
kassi utan um drenginn og hann
fluttur á þilfari mótorbáts til
Siglufjarðar í veg fyrir flutn-
ingaskip á leið til Reykjavíkur.
Þegar þangað kom, kom í ljós að
hún hafði á réttu að standa, en
fætinum varð bjargað og Sveini
frá örkumlum. Heim á leið fór hún
strax og drengurinn var kominn í
góðar hendur og fór hún með
strandferðaskipi. Skipið komst að
Langanesi og sneri þar við vegna
ísalaga og þannig komst Valgerð-
ur til Reykjavíkur aftur. Heim
komst hún þó um síðir með skipi
til Húsavíkur og ríðandi þaðan yf-
ir Reykjaheiði til Kópaskers. Þá lá
fyrir að gera upp sín mál fyrir
norðan og flytja suður.
Mér kemur það í hug að sá, sem
mætir slíku andstreymi með þess-
ari hörku og leysir úr vandamál-
um sínum sjálfur án þess að biðj-
ast vægðar, sé ekki líklegur til
þess, meðan fjörið endist, að láta
hlut sinn fyrir einum eða gefast
upp bardagalaust. Má þó vera að
einhverjum hafi þótt nóg um.
Ég hef með vilja forðast að nota
orðið erfiðleikar í þessari grein.
Það má vera vegna þess, að mér
finnst orðið hafa verið svo ofnot-
að, að núverandi merking þess nái
ekki að lýsa því, sem ég er að ræða
___________________________43^
um. Mér finnst það núna liggja
nær því að vera einhvers konar
skilgreining á meira eða minna
ímynduðum vandamálum, sem fé-
lagsfræðingar leysa með umræð-
um við stofuhita.
Valgerður flutti suður og hefur
verið búsett í Reykjavík síðan um
mitt ár 1944.
Hún byggði líf sitt á nýjan leik
og bjó sér tekjur til að framfleyta
heimilinu með 4 yngstu börnin á
framfæri. Það tókst með þeim
ágætum, að allt var í skorðum.
Hún setti upp prjónastofu, hafði
margt fólk í vinnu og allt gekk vel.
„Ég prjónaði krakkana mína í
gegnum skólana," sagði hún einu
sinni.
Þegar börnin höfðu öll lokið
námi og stofnað sitt heimili, verða
enn þáttaskil, er hún giftist Páli
Sigurðssyni, tryggingayfirlækni.
Þau höfðu þekkst lengi, auk þess
sem hann var heimili%læknir
hennar, en hann var orðinn ekkju-
maður. Þau giftust 27. júní 1953.
Hann var þá 61 árs, en hún 58. Þau
lifðu í farsælu hjónabandi í 16 ár,
þar til hann lézt 21. maí 1969.
Nú vil ég nefna börn þeirra
hjóna, Valgerðar og Jóns: Anna,
eigandi og framkv.stj. Prjónastof-
unnar Suðurgötu 15, gift Ólafi Jó-
hanni Sigurðssyni, rithöfundi.
Jórunn, eigandi og framkv.stj.
Sælgætisgerðarinnar Völu. Björg,
dó tveggja ára úr mænuveiki. Sig-
urður, vélstjóri, kvæntur Gyðu
Jónsdóttur. Jódís, starfar við
endurskoðun, gift undirrituðum.
Árni, eigandi og framkv.stj. verzl-
unarinnar Kúnst, kvæntur Sigur-
laugu Jónsdóttur. Sveinn, prent-
ari, kvæntur Sigurlaugu Þóris-
dóttur. Valgerður ól einnig upp
frá 2 ára aldri fósturdóttur Páls
Sigurðssonar, Helenu Soffíu Leós-
dóttur. Hún er gift Jakobi Ólafs-
syni, rafvirkjameistara.
Valgerður Guðrún dó 10. nóv-
ember sl. og vantaði því aðeins
tæpan mánuð í 88 ár.
Bogi Þórðarson
t
Minningarathöfn um eiginmann minn,
SIGURJÓN ÞORSTEINSSON,
fer fram í Háteigskirkju kl. 10.30 fyrir hádegi 18. þessa mánaöar.
Blóm vinsamlegast afþökkuö.
Þeir sem vilja minnast hins látna vinsamlega látiö minningargjafir
renna til Hjartaverndar.
Fyrir mína hönd, barna okkar, tengdabarna og barnabarna,
Sigurbjörg Ágústsdóttir.
t
Eiginmaöur minn og faöir okkar, tengdafaöir, stjúpfaöir, afi og
langafi,
HJÁLMAR BJARNASON,
fyrrverandi deildarstjóri,
Espigeröi 4,
veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 18. nóvember kl.
13.30.
Ragnhildur Sóley Steingrímadóttir,
Gunnhildur Ingibj. Bjarnason,
Sigríður Bjarnason, Sverrir Guóvarösson,
Höröur Bjarnason, Bryndís Bjarnason,
Emil Nicolai Bjarnason, Lís Bjarnason,
Ingibjörg Björnsdóttir, Jeanette Bjarnason,
barnabörn og barnabarnabörn.
SVAR
MITT
eftir Billy Graham
Þegar árin færast yfir
Eg hef verið kristinn í mörg ár. En nú er eg kominn af léttasta
skeiði, og eg er farinn að hafa æ meiri áhyggjur út af heilsunni
og framtíðinni. Er þetta eðlilegt?
Já, eg er viss um, að þetta er eðlileg þróun. En þér
eruð kristinn, og þér þráið að sigrast á óttanum við
framtíðina. Ef til vill getið þér gert einhverjar
ráðstafanir, svo að þér losnið við sumar áhyggjurn-
ar. En meira er um vert, að þér lærið að treysta Guði
fyrir framtíðinni og felið hana í hans hendur.
Oft hef eg leitt hugann að þeirri staðreynd, að við
sem trúum, þurfum ekki alltaf að heyra einhver ný
sannindi til þess að öðlast hjálp og leiðbeiningu,
heldur skilja betur þann sannleika, sem við kunnum
að hafa þekkt árum saman. Þér vitið til dæmis, að
Guð elskar yður. Þér vitið, að hann elskar yður,
vegna þess að hann sendi einkason sinn í heiminn til
þess að deyja fyrir syndir yðar, svo að þér gætuð
orðið barn Guðs. Eflaust hafið þér líka margsinnis
reynt elsku hans og náð í lífi yðar.
Hefur Guð nú tekið náð sína frá yður, þegar þér
eruð tekinn að reskjast, eða er elska hans til yðar
eitthvað minni en þegar hann lét son sinn deyja á
krossinum vegna synd yðar? Vissulega ekki! Þér er-
uð barnið hans, og hann þekkir þarfir yðar. Hann
elskar yður, og ekkert getur breytt því. Þér getið því
öruggur falið honum framtíð yðar. „Hver mun gjöra
oss viðskila við kærleika Krists? Hvort þjáning eða
þrenging? Eða ofsókn eða hungur eða nekt eða háski
eða sverð? ... í öllu þessu vinnum vér meira en
sigur fyrir hann, sem elskaði oss.“ (Róm. 8,35,37).
Þessi ár gætu orðið indælasti og gagnlegasti tím-
inn í ævi yðar, ef yður lánaðist að treysta Guði og
bæðuð hann að snúa huga yðar til sín. Biðjið Guð að
hjálpa yður að ganga með honum dag hvern, í bæn
og í orði hans. Biðjið fyrir öðrum og fyrir sjálfum
yður.
Eg er sannfærður um, að starf Guðs í heiminum
er að miklu leyti unnið vegna trúrra fyrirbiðjenda
eins og yðar. „Þeim er borgið, sem treystir drottni."
(Orðskv. 29,25). _______________________
Laufey Ósk
Benediktsdóttir