Morgunblaðið - 17.11.1983, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 17.11.1983, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1983 Viðurkenningar trimmnefndar ÍSÍ • Eitt af vorkefnum Trimmnefndar ÍSÍ er aö stuöla aö því, aö fólk ó vinnustööum stundi örvunaræfingar í 5—10 mínútur á dag. Meö því móti er hæg aö koma í veg fyrir þreytu og margvíslega vanlíöan. Starfsfólk á Hrafnistu, DAS í Laugarási, hefur stundaó þessar æfingai í 2 ár og hefur þaö gefiö góöa raun. Trimmnefnd ISÍ afhenti nýlegu forstjóra og forstöðukonu heimilisins sérstaka vióurkenníngi fyrir þetta starf. Taliö f.v., Sigríöur Lúthersdóttir, sem stjórnaö hefur þessum æfíngum, Rafn Sigurösson forstjóri DAS, og Jóhanna Sigmunds- dóttir forstööukona DAS. • Trimmnefnd ÍSÍ hefur aö undanförnu veriö aö kynnast örvunar- æfingum á vinnustööum. Hefur formaöur nefndarinnar, Ástbjörg Gunnarsdóttir, íþróttakennari og aórir meölimir nefndarinnar far- iö á nokkra vinnustaði í Reykjavík og nágrenni og kynnt þessa starfsemi. Forráöamenn fyrirtækja og starfsmannafélaga hafa tekiö þessu vel en fyrirkomulagið er þannig, aó valdar eru sér- stakar líkamsæfingar sem m.a. ná þreytu úr vöövum og taka þær aöeíns 5 mínútur í hvert skipti. Þessar æfingar eru síðan gerðar einu sinni til tvisvar á dag í stuttum hléum, eöa í kaffi og/eða matartímum. Til aó ýta undir þessa starfsemi innan fyrirtækja efndi Trimm- nefnd ISÍ til helgarnámskeiós fyrir leiöbeinendur í þessu efni. Fór þaö fram um sl. helgi í húsakynnum ÍSÍ. Þátttaka var heldur dræm og voru þátttakendur aöeins þrír að þessu sinni. Myndin er tekin þegar þátttakendur höföu fengiö vióurkenningarskjal fyrir þátt- tökuna. Talió f.v. Hermann Níelsson, íþróttakennari, stjórnandi námskeiósins, Svana Jörgensdóttir, í Trimmnefnd ÍSÍ, Ragnheið- ur Lárusdóttir, Trimmnefnd ÍSÍ, Sigríöur Siguröardóttir, Aöal- verktökum Keflavíkurflugvelli, Sigríöur Lúthersdóttir, Trimm- nefnd ÍSÍ, Aðalheióur Frantzdóttir. Bæjarútgerö Revkjavíkur, og Ástbjörg Gunnarsdóttir, formaöur Trimmnefndar ÍSI og leiöbein- andi á námskeiöinu. • Þaó vakti athygli Trimmnefndar ÍSÍ aó sl. sumar fóru 7 vaskir menn skokkandi noröur Kjöl. Undirbúningur og framkvæmd var vandlega undirbúin og birt var í dagbók Morgunblaósins. Fyrir þetta ævintýralega framtak veitti Trimmnefndin þátttakendum viöurkenningarskjal í kaffisamsæti nú nýlega og er myndin tekin við þaö tækifæri. Taliö f.v., fremri röö: Sigurjón Andrésson, Jó- hann Heióar Jóhannsson, Guómundur Gíslason. Aftari röö: Gunn- ar Kristjánsson, Stefán Friögeirsson, Árni Þór Krístjánsson og Leiknir Jónsson. FH-ingar vita lítið um Maccaby: Sópar Geir í Höllinni? — fyrri leikurinn á föstudagskvöld í Höllinni „VIO VITUM mjög lítió um þetta ísraelska liö. íslendingur búsettur í ísrael hefur sagt okkur aó þetta sé yfirburðalið þar í landi — en samt sem áöur vitum viö ekki vió hverju má búast," sagói Geir Hallsteinsson, þjálfari FH, á blaöamannafundi vegna Evrópu- leikja félagsins um helgina gegn ísraelska liöinu Maccaby Tel Aviv. „Ætli viö veröum ekki aö láta Geir sópa stúkuna í Laugardals- höllinni í hádeginu á föstudaginn þegar israelarnir æfa þar, til aö kynnast leik þeirra!" sagöi Egill Bjarnason, formaöur handknatt- leiksdeildar FH, í gríni á fundinum. Hvort sem Geir laumast í Höllina í hádeginu á föstudag eöa ekki und- irbýr hann sína menn vitanlega af kappi fyrir leikina, og hann sagöi aö FH-ingar væru staöráönir í aö brydda upp á ýmsum nýjungum í leikjunum viö israelsmennina. „Viö munum fyrst og fremst leika fyrir áhorfendur — reyna aö veita þeim skemmtun í þessum leikjum. Viö munum reyna ýmsar nýjar fléttur og brellur — og vonumst aö sjálf- sögöu til aö komast áfram," sagöi Geir. Allar líkur eru á þvi aö nokkur mjög fræg félög komist í næstu umferö keppninnar, þannig aö komist FH áfram gætu þeir dregist gegn afar sterkum mótherjum. Má þar nefna Grosswaldstadt frá Vestur-Þýskalandi, Tatabanya frá Ungverjalandi svo og Ftauöu stiörnuna frá Júqóslavíu, danska • Geir Hallsteinsson, þjálfari FH. liöiö Gladsaxe HG og Ystad frá Svíþjóð. Fyrri leikurinn, í Laugardalshöll á föstudagskvöld, er heimaleikur Maccaby, en heimaleikur FH verö- ur svo í íþróttahúsinu í Hafnarfirði á sunnudagskvöld kl. 20. Á föstu- 'dagskvöld veröur kvennalands- leikur íslands og Bandaríkjanna í Höllinni á undan Evrópuleik FH og á sunnudagskvöld hefst forleikur kl. 19.10 — leikur Gullaldarliö FH og Vals frá árunum 1968—77 mætast. SH. Evrópu- leikir FH LEIKIR FH í Evrópukeppni hafa farió eint og hér segir: heima úti 1965 FH — Fredensborg 19—15 16—13 1965 FH — Dukla Prag 16—20 16—23 1966 FH — Honved 19—14 13—20 1969 FH — Honved 17—21 17—29 1971 FH — Ivry 18—12 16—15 1971 FH — UK 51 13—10 17—11 1971 FH — Partizan 14—28 8—27 1974 FH — Saab 16—14 21—22 1974 FH — St. Otmar 19—14 23—23 1974 FH — Ask Vormárts 17—21 18—30 1975 FH — Oppsal 17—15 11—19 1976 FH — Vestmanna 28—13 20—15 1976 FH — Slask 20—22 18—22 1977 FH — Kiffen 29—13 21—25 1977 FH — ASK Vorvttrts 20—24 14—30 1981 FH — Brixen 11—12 25—25 1962 FH — Zaporozhje 25—30 19—29 Alls eru þetta 34 leikir, 13 unnir, 2 jafn- tefli, 19 tapaóir og markatalan er 610 gegn 676. Forsala FORSALA aógöngumíöa fyrir Evrópuleiki FH og Maccaby vorö- ur í dag, fimmtudag, kl. 16.00 til 20.00 í íþróttahúsinu í Hafnarfiröi og Kaupfélaginu Miðvangi í Hafn- arfiröi fyrir leikinn í Laugardals- höll. Fyrir leikinn í Hafnarfiröi á sunnudag veróur forsala á sömu stööum á laugardag kl. 13.30 til 16.30. Enskir punktar frá Bob Hennessy: Milne ásakar McQueen — fyrir að hafa brotið Eastoe viljandi GORDON Milne, framkvæmda- stjóri Leicester, hefur sakaö Gordon McQueen, mióvörö Man- chester United, aó hafa kjálka- brotiö Peter Eastoe, leikmann Leicester í leik liðanna á laugar- daginn. Eins og vió sögöum frá á þriðjudag kjálkabrotnaöi Eastoe en nú hefur komið í Ijós aó hann er tvíbrotinn - og langt verður þar til hann getur farió aó æfa á ný. Milne tekur nokkuö stórt upp í sig meó því aö ásaka McQueen aó hafa brotið Eastoe, en hann stendur engu aö síöur fastar á þessu en fótunum. „Eastoe heföi sagt þetta sjálfur ef hann heföi getað þaö, en kjálkarnir á honum eru festir saman meö vírum, þannig aö hann getur ekki opnaö munninn. Hann veróur á fljótandi fæði næstu sex vikurnar," sagöi Breytingar á leikskrá Af sérstökum ástæöum veröur gerö eftirfarandi breyting á leikskrá körfuboltasambandsins: Haukar — Valur í Úrvalsdeild sem vera átti sunnudaginn 20. nóvember í Hafnarfiröi kl. 20.00 veróur laugardaginn 19. nóvem- ber í Hafnarfiröi kl. 14.00. Haukar — KR í 1. deild kvenna sem vera átti í Hafnarfiröi sunnudaginn 20. nóvember kl. 21.30 veróur laug- ardaginn 19. nóvember kl. 15.30. Leikur UMFG og UMFL sem vera átti föstudaginn 19. nóvem- ber kl. 20.00 veróur fimmtudaginn 18. nóvember kl. 20.30 í Keflavík. Milne. Hann vill meina aó seinna brotiö hafi Eastoe hlotió er McQueen sló hann með olnbog- anum þegar boltinn var víós fjarri. McQueen neitar þessum ásökunum auóvitaö alfariö. Johnston boöinn nýr samningur Liverpool hefur boöiö Craig Johnston nýjan þriggja ára samn- ing. Hann hefur ekki komist í liöiö að undanförnu — Steve Nichol hélt stööu sinni er hann kom inn fyrir Johnston sem var í banni. „Þó hann hafi ekki spilaö undanfariö er ekki þar meö sagt aö mér finnist hann ekki góöur leikmaöur," sagöi Joe Fagan, framkvæmdastjóri Liv- erpool. „Þetta er bara eitt af þvi sem menn veröa aö sætta sig viö.“ Currie hættur Tony Currie er nú endanlega hættur að leika knattspyrnu meö deildarliöi. Hann hefur veriö óheppinn meö meiösli á ferli sínum sem knattspyrnumaöur og i upp- hitun fyrir leik meö Southend fyrir nokkru meiddist hann og gat ekki leikiö meö. Um helgina lék hann meö Chesham — utandeildarliöi í Englandi. Hann lék meö QPR i úr- slitaleiknum á Wembley í fyrra gegn Tottenham. Skammt milli hláturs og gráturs . .. Olsen til Englands? Áöur hefur verið greint frá áhuga nokkurra enskra liöa á Jesper Olsen, litla Dananum hjá Ajax. Nú hefur Ron Atkinson, framkvæmdastjóri Manchester United, gert honum mjög gott til- boö, og hefur Olsen lofaö honum aö gefa ákveöiö svar síöar i vik- unni, eftir aö hann kemur frá Aþenu, þar sem hann lék meö danska landsliöinu í gærkvöldi. Samningur hans viö Ajax rennur út í vor, og talið er aö liöiö sé tilbúiö aö láta hann fara fyrir 300.000 pund. Þess má geta aö Garth Crooks hefur veriö lánaöur frá Tottenham til Manchester United í einn mánuö. Standi hann sig vel mun United kaupa hann. Kaupverö veröur sennilega 150 til 200 þús- und pund. Hann leikur meö United á laugardaginn gegn Watford. Páll gerði mark ársins — Guðmundur besti dómarinn þriðja árið í röö PÁLL Ólafsson fékk í fyrrakvöld viöurkenningu fyrir „mark ársins" í knattspyrnunni í sumar, í hófi er þýsk-íslenska verslunarfélagiö hélt. Páll fékk viöurkenningu sína fyrir síöara mark sitt í 3:2-sigrin- um á Breiöablik í Kópavogi í haust. Hann fékk SEIKO-úr. Guömundur Haraldsson var kjörinn besti dómarinn — og er þaö þriöja áriö í röð sem Guö- mundur er valinn besti dómari 1. deildar af leikmönnum í deildinni. Annar varö Sævar Sigurösson, og þriöji Grétar Noröfjörö, nýskipaöur formaöur Dómarasambands ís- lands. Gísli Guömundsson var kjörinn besti dómari 2. deildar, Sæmund- ur Viglundsson varö annar og í þriöja til fjóröa sæti í kjörinu uröu Magnús Jónatansson og Bragi Bergmann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.