Morgunblaðið - 29.11.1983, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983
53
Pétur H. Blöndal kos-
inn formaður Húseig-
endafélags Reykjavíkur
Á AÐALFUNDI Húseigendafélags
Reykjavíkur þann 10. nóvember sl.
spunnust miklar umræður um hin
ýmsu hagsmunamál húseigenda og
íbúðareigenda. Var það samdóma
álit fundarmanna að félagið ætti í
auknum mæli að beita sér í baráttu
fyrir hagsmunum húseigenda, sem
núna standa halloka gagnvart
ásælni ríkisvalds og sveitarfélaga, fá
ekki lífsnauðsynlega lánafyrir-
greiðslu og eiga í miklum vandræð-
um vegna viðgerða á leka- og alkalí-
skemmdum. Aukin hagsmunabar-
átta má þó ekki koma niður á bráð-
nauðsynlegri ráðgjafa- og upplýs-
ingastarfsemi félagsins að áliti
fundarmanna. Þessar upplýsingar
koma fram í frétt frá félaginu.
í skýrslu stjórnar kom fram, að
tæplega 600 aðilar hefðu leitað til
lögfræðings félagsins á síðasta
starfsári, en sú þjónusta er ókeyp-
is fyrir félagsmenn. Helst er leitað
til félagsins vegna vandamála í
fjölbýlishúsum, en einnig komu til
kasta félagsins mál vegna leigu-
og fasteignaviðskipta.
Dr. Pétur H. Blöndal var kosinn
formaður félagsins, en aðrir í
stjórn Alfreð Guðmundsson, Dr.
Kristín Halla Jónsdóttir, Sigurður
Helgi Guðjónsson og Sveinn
Jónsson.
Tríó John Scofields.
Jazzvakning:
Kunnir jazzleikarar með
tónleika í Gamla bíói
JAZZVAKNING efnir til tónleika í
Gamla bíói hinn 5. desember næst-
komandi, þar sem ein virtasta
hljómsveit jazzheimsins mun leika,
að því er segir í frétt sem Morgun-
blaðinu hefur borizt frá Jazzvakn-
ingu. Er það tríó gítarleikarans John
Scofields, en með honum leika raf-
bassaleikarinn Steve Swallow og
trommuleikarinn Adam Nussbaum.
í frétt Jazzvakningar segir með-
al annars:
John Scofield er í hópi helztu
gítarleikara jazzins og hefur veg-
ur hans farið ört vaxandi eftir að
Miles Davis réð hann í hljómsveit
sína, en hann er nú helsti einleik-
ari Davis, einsog heyra má á nýj-
ustu skífu Miles, Star People.
Scofield var þó vel kynntur meðal
jazzunnenda, áður en hann réðst
til Davis. Hann hóf feril sinn sem
rokkgítaristi, en eftir að hann
lauk námi frá Berkeley hefur
hann eingöngu leikið jazz. Hann
réðst til Gerry Mulligans og lék
m.a. með honum og Chet Baker á
frægum Carnegie Hall-tónleikum
sem CIT hefur gefið út á tveimur
breiðskífum. í árslok 1974 tók
hann sæti John Abercrombies í
hljómsveit trommarans Billy
Cobhams og lék með þeirri sveit í
tvö ár (undir lokin nefndist hún
George Duke-Billy Cobham band).
Eftir það leysti hann Pat Metheny
af hólmi í hljómsveit víbrafónleik-
arans Gary Burtons, en áður hafði
hann setið við hlið Philip Cather-
ines og hljóðritað Three or Four
Shades of Blues með Charles
Mingus. Auk þess hefur Scofield
hljóðritað með Niels-Henning
0rsted Pedersen, Lionel Hampton
og gamla Kansas City-meistaran-
um Jay McShann, en þar var hann
í hópi sveiflusnillinga atborð við
Dicky Wells og Buddy Tate.
Allt frá 1977 hefur Scofield leik-
ið með eigin hljómsveit jafnhliða
starfi í hljómsveitum annarra og
tríó það er hann kemur með
hingað stofnaði hann árið 1980.
Hefur tríóið gefið út þrjár
breiðskífur: Bar Talk, Sinola og
Out Like a Light.
Það þarf ekki að fara mörgum
orðum um Steve Swallow. Um
árabil hafa jazzgagnrýnendur kos-
ið hann bezta rafbassaleikara
heims og í maí sl. lék hann í
Gamla bíói í kvartetti Gary Burt-
ons og heillaði alla er á hlýddu.
Adam Nussbaum er aftur á móti
óþekktari, en hann er kraftmikill
trommari af skóla Elvin Jones.
Tónlist John Scofields er nú-
tíma bebop, þar sem bæði bregður
fyrir áhrifum frá sveiflu og rokki.
Hann er mjög frjór, bæði sem
tónskáld og einleikari, og stíll
hans persónulegur. Það er engin
tilviljun að jafn ólíkir tónlistar-
menn og Lionel Hampton, Gary
Burton, Charles Mingus, Niels-
Henning, Gerry Mulligan og Miles
Davis hafa keppzt við að bjóða
honum að leika með sér. Hann býr
nefnilega yfir þeim eiginleikum
sem eru aðal hvers afburða jazz-
leikara: mögnuðu hugmyndaflugi
og sterkri sveiflu.
Miðstjórn ASÍ:
Samþykkir
yfirlýsingu
Evrópusam-
bands verka-
lýðsfélaga
Á miðstjórnarfundi Alþýðusam-
bands íslands 10. nóvember sl. var
samþykkt yfirlýsing Evrópusam-
bands verkalýósfélaga, ETUC, um
samningaviðræóur Bandaríkja-
manna og Sovétmanna í Genf um
takmörkun meóaldrægra kjarnorku-
vopna.
I yfirlýsingunni segir m.a., að
Evrópusamband verkalýðsfélaga,
sem hefur innan sinna vébanda
um 44 milljónir meðlima í Vest-
ur-Evrópu, skori á ríkisstjórnir
Bandaríkjanna og Sovétríkjanna
að láta það tækifæri, sem Genf-
arviðræðurnar eru, ekki ónotuð,
heldur beina þróuninni inn á rétt-
ar brautir, sem leiða til þess að
gjöreyingarvopn verði eyðilögð.
meö súkkulaöinu
komin
á alla útsölustaöi
Þökkum
stuðningínn
Miðbær: Blóm og myndir, Laugavegi 53, — Dömugarðurinn, Aöalstræti, — Gleraugnaverslunin,
Bankastræti 14, — Hamborg, Hafnarstræti og Klapparstíg, — Heimilistæki, Hafnarstræti, —
Herragaröurinn, Aöalstræti, — Tízkuskemman, Laugavegi, — V.B.K. ritfangaverslun.
Vesturbær: Hagabúöin, — Ragnarsbúö, Fálkagötu, — Skjólakjör.
Austurbær: Austurbæjarapótek, — Blómabúöin Runni, Hrisateig, — Blómastofa Friðfinns, —
Garösapótek, — Gunnar Ásgeirsson, Suöurlandsbraut, — Háaleitisapótek, — Heimilistæki,
Sætúni, — Hekla hf. — Hlíöabakarí, — Ingþór Haraldsson, Ármúla, — J. Þorláksson & Norömann,
Ármúla, — Kjötmiöstööin, — Lífeyrissjóöur Byggingarmanna, Suöurlandsbraut 30, — Rafvörur,
Laugarnesvegi 52, — S.S. Austurveri, — Tómstundahúsiö, — Verslunin Rangá, Skipasundi, —
Vogaver, Gnoöarvogi, — Örn og Örlygur, Síöumúla 11.
Breiöholt: Straumnes, — Hólagaröur.
Lionsklúbbar víðsvegar um landið sjá um dreifingu.
Allur hagnaður rennur óskiptur til ýmissa góðgerðarmála.
Lionsklúbburinn Freyr
•*• KOMATSU
Hjólaskóflur
í öll verk
Við getum nú afgreitt af lager KOMATSUí Belgíu margar
mismunandi gerðir af hjólaskóflum með örskömmum fyrirvara.
Fjölmargar gerðir og stærðir af skóflum, mismunandi dekk og annar
aukabúnaður fáanlegur.
Fullkomin varahluta- og viðhaldsþjónusta. KOMATSU á íslandi
Hafið samband við sölumann véladeildar, sem BILABORG HF
veitir fúslega allar nánari upplýsingar. véiadeiid Smiðshöföa 23. sím,; 81299