Morgunblaðið - 29.11.1983, Qupperneq 6
54
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983
Ljóðstafir og
lífereynsla
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Heidrekur Guðmundsson: MANN-
HEIMAR. Úrval. Gísli Jónsson valdi
Ijóðin. 175 bls. Almenna bókafélag-
ið. Rvík, 1983.
Fyrsta ljóðabók Heiðreks Guð-
mundssonar, Arfur öreigans, kom
út 1947. Heiðrekur var þá orðinn
þrjátíu og sjö ára. Heiti bókarinn-
ar vísaði aftur til kreppuáranna
þegar öreigaskáld voru um allar
jarðir. En nú var ekki lengur
kreppa. Henni var lokið fyrir
næstum áratug. Og íslendingar
voru enn að eyða stríðsgróðanum.
»Hann verður því kreppu- og ör-
eigaskáld eftir kreppu,« segir Gísli
Jónsson í formála. Eigi að síður
var Arfi öreigans mjög vel tekið.
Fólk sagði að Heiðreki mætti
jafna við föður sinn og í þeirri
samlíking fólst hreint ekki lítið
lof. Eigi að síður var Heiðrekur of
seint á ferðinni með ljóð sín. Ný
kynslóð var að koma fram sem
fordæmdi rím og ljóðstafi sem úr-
elt þing. Álit hennar var að vísu
lítils metið fyrst í stað. En hennar
var tíminn. Skáld eins og Heiðrek-
ur máttu þola að jafnvel jákvæðir
dómar svokallaðra ljóðlistarunn-
enda megnuðu ekki að vekja á
þeim svo mikla athygli að eftir
þeim væri tekið. Það er heppni
sem fellur ekki öllum skáldum í
skaut að senda frá sér rétta bók á
réttum tíma. Arfur öreigans var
kannski rétt bók, en hún kom út á
röngum tíma — allt of seint. Og
síðari kvæðabækur Heiðreks hafa
ekki rétt hlut hans sem skyldi.
Ef horft er til eldri kvæða Heið-
reks Guðmundssonar eða jafnvel
kveðskapar hans sem heildar má
segja, að hann sé runninn af
tvenns konar rót. Stíllinn, málið,
skírskotanirnar — allt var það
heiman úr dalnum þar sem við-
horfin höfðu mótast af ungmenna-
félagshreyfingu, sjálfstæðisbar-
áttu, ættjarðarkvæðum, og auk
þess náttúrlega af rómantík nítj-
ándu aldar: »Mig dreymdi að á
nýslegnu túninu heima ég var ...«
Hér eru ljóð sem heita: Berjaferð,
Konan við fossinn, Niður heiðina,
Sumarkvöld á engi, Við Hraunsrétt
— svo dæmi séu tekin.
Þá var dalsins kjarr og kvistur
klætt í fagurgrænan hjúp.
Svo hefst kvæðið Vorminning.
»Fagurgrænan« — vandalaust er
að sjá hvert það rekur rætur.
Sjálfur var Heiðrekur horfinn úr
dalnum og sestur að á mölinni. En
dalurinn fylgdi honum alla leið.
Hins vegar kenndi kreppan Heið-
reki að horfa gagnrýnum augum
mannlegt samfélag og varð lífs-
skoðun kreppukynslóðarinnar
þannig annað meginsjónarhornið í
kveðskap hans.
Vinnukergjan í sveitinni forð-
um, sem þótti svo sjálfsögð að hún
var stranglega hafin yfir gagn-
rýni, »því iðjuhneigð var mesti
kostur taiinn,« skilaði naumum
arði; skáldið hélt að heiman með
tóman malinn. í þéttbýlinu tók
ekki betra við þó vandinn blasti
við í annarri mynd. Sumir sýndust
dæmdir til örbirgðar meðan aðrir
söfnuðu ónauðsynlegum auði.
Sveitapilturinn, sem geymdi með
sér fagra draumsjón um grænan
dal, átti því ekki samleið með
dalaskáldunum í því að sjá fegurð
eina í stritinu og lífsbaráttunni.
Kvæði Heiðreks lituðust beiskju-
blandinni ádeilu.
Með tíð og tíma víkkaði sjón-
hringur skáldsins og ljóðformið
varð jafnframt þjálla og frjáls-
legra. Heiðrekur tók að skoða
lífshlaupið í almennara samhengi.
Persónuleg tilfinningasemi vék
fyrir kaldhæðni áhorfandans sem
hefur hvorki miklu að tapa né til
mikils að vinna. Og það er kveð-
skapur af því taginu sem mest ber
á í þessari bók. Dæmi þess er
kvæðið Orlof — um manninn sem
stritaði meirihluta ævinnar fyrir
því að komast í sumarfrí. Og að
lokum rann upp sú stóra stund, en
hvað þá?
Dýrðin beið. En þá var þorrin
þráin, sem í hjarta brann.
Hið sama vakir fyrir Heiðreki í
kvæðinu lleiðurslaun. Þar segir frá
skáldi sem lengi hafði ort og þó
unnið til smárra launa. Þar til
einn góðan veðurdag að skáldið
hlýtur langþráð heiðurslaun og
getur gefið sig óskipt að ritstörf-
um:
Heiðrekur Guðmundsson
Fær hann nú
að yrkja sinn akur,
auka litskrúð
fegurstu rósa,
hlúa þar
að þroskuðum fræjum, -
þegar jörð
er byrjuð að frjósa.
Og enn er skáldið með sama
sjónarmið fyrir augum í næstsíð-
asta kvæði bókarinnar. Það heitir
Nýjasta árgerðin — ort í fyrra:
Sá ég þig ungan
moka möl og sandi
mæddan í skapi,
iangan vinnudag.
Mændir þú vonar-
augum út í bláinn,
áttir þá sjálfur
fárra kosta völ.
— Tímarnir breytast.
Orðinn ertu fjáður,
aldraður maður,
þungur upp á fót.
Nú mundir þú
á nýja bílnum skipta
og nægi þreki
til að mylja grjót.
Þetta er hlátur með klökkva
fyrir brjósti. Hér er líka á ferðinni
sígild lífspeki sem var kunn áður
en þetta kvæði varð til. Eigi að
síður er hún hér ný með því að
hún hefur ekki áður verið sögð
með þessum hætti. Ljóðstafir og
reglubundin hrynjandi, sem veikir
mörg eldri kvæði Heiðreks þar
sem orðavalið var um of sveigt
undir lögmál formsins, styrkir hér
og upphefur það sem skáldið er að
segja. Hvorugt getur án annars
verið: fábrotið en meitlað form
kvæðisins og þau lífssannindi sem
í því felast.
Þegar öllu er á botninn hvolft er
álitamál hvort kveðskapur Heið-
reks er ekki meira í takt við tím-
ann nú en á veltiárunum eftir
stríð þegar hann sendi frá sér síð-
búin kreppuljóð.
Ávegkantinum situr dúkka
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Kristinn Sæmundsson:
SNÚNINGURINN
Myndir eftir Bessa Jónsson
Reykjavík 1983
Kristinn Sæmundsson er ungur
höfundur sem kveður sér hljóðs
undir merkjum nýsúrrealista. Það
eru undur og eftirvænting í ljóð-
um hans:
Neðarlega á herberginu er hurð
þung hurð rfieð glerrúðu
Á vegkantinum situr dúkka
og merkir afmælisdag sinn skælandi
Þurrt er hár hennar
(Alein í þessu)
Ljóð -Kristins Sæmundssonar
eru æskuleg, mörg geðfelld og
greinileg viðleitni höfundar að
vanda sig, láta ekki allt flakka.
Bygging sumra ljóðanna er góð
miðað við hve ungur höfundurinn
er. Ekki skortir heldur upplifun og
vilja til að spegla líf æskumanns-
ins, viðhorf hans til tilverunnar:
Ef ég gæti vaðið eld
og magnað galdur
værir þú min
En ég er bara hjálparvana
drengur með mynd í hjartanu
og hún hverfur ekki
né brennur
hún er ofin með frostrós
(Á eftir)
Gáskatónn er áberandi í ljóðun-
um, ekki síst í Ást er þar sem
hnífar og baunir leika stór hlut-
verk. Myndvísi er einkennandi
fyrir ljóðin. í Einhverskonar veru-
Einhver besta popp-
plata þessa árs
Hljóm
plotur
Siguröur Sverrisson
Culture Club
Colour by Numbers
Virgin/Steinar hf.
Það vill gjarnan gleymast í
öllu Boy George-fárinu, sem
gripið hefur um sig, að hann hef-
ur að baki sér þrjá úrvals hljóð-
færaleikara í hljómsveitinni
Culture Club. Þeir eru John
Moss/trommur, Mikey Craig/-
bassi og Roy Hay/gítar og
hljómborð.
Á þessari nýju plötu menning-
arklúbbsins eru að auki þrír að-
stoðarmenn og einn þeirra, söng-
konan Helen Terry, setur svip
sinn á plötuna svo um munar.
Hún hefur feikilega skemmti-
lega soul-rödd og minnir stund-
um á Alf Moyet í Yazoo heitinni,
nema hvað rödd Terry er hvell-
ari. Auk hennar er saxófónleik-
urinn það, sem setur hvað mest-
an svip á annars bráðgóða plötu.
Það er víst óþarfi að kynna
fyrir fólki lög á borð við Karma
Chameleon og Church of the Poi-
son Mind, en bæði hafa náð um-
talsverðum vinsældum víða um
heim. En enginn skyldi halda, að
þetta væru þau tvö einu lög, sem
virkilega eru góð á plötunni. Á
henni eru 10 lög, hvert öðru
betra.
That’s the Way er t.d. stór-
skemmtilegt lag, þar sem soul-
blærinn verður hvað sterkastur
á plötunni. Boy George og Helen
Terry syngja þar saman við lát-
lausan píanóundirleik í gullfal-
legu lagi. Miss me Blind er
sömuleiðis gott lag, þótt diskó-
takturinn sé allsráðandi í því.
Þannig mætti telja áfram.
Ég man, að mér þótti lítið til
fyrstu plötu Culture Club koma.
Sú bar nafnið Kissing to Be
Clever og hafði m.a. að geyma
lagið feikivinsæla Do You Really
Want to Hurt Me. Það reyndist
eina almennilega lagið á þeirri
skífu, hitt var allt harðsoðið og
lítt áhugavekjandi diskó.
Það er svo oft að popparar öðl-
ast frægð með einu tilteknu lagi
en tekst svo ekki að fylgja henni
eftir. Boy George hefur sýnt og
sannað að hann og félagar hans í
Culture Club vaxa með hverri
raun og þessi nýja plata þeirra
er einhver allra besta poppplata
þessa árs. Hjálpast þar allt að;
poppþétt lög, öruggur hljóðfæra-
leikur og frábær söngur þeirra
Boy George og Helen Terry.
Biblían
Erlendar
bækur
leiki er eldri kynslóðin tekin til
bæna: „Uppstoppaðir þrestir
fljúga um loftið/ þakið geldum
gamalmennum/ þau eru reið ungl-
ingunum/ sem treysta á tunguna
og höndina/ og láta sannleikann
ekki sofa.“
Myndir Bessa Jónssonar eru af
fígúrum sem bráðna og leka niður
á milli ljóðlínanna í Snúningnum.
Allt er það trúverðugt innan
ramma hins súrrealíska draums.
Siglaugur Brynleifsson
THE HOLY BIBLE.
Containing the Old and New Testa-
ments. Translated out of the original
tongues and with the former trans-
lations diligently compared and rev-
ised by His Majesty's special comm-
and. Authorized King James Vers-
ion.
Oxford University Press 1983.
THE OXFORD BIBLE
READERS DICTIONARY
& CONCORDANCE.
Oxford University Press 1983.
Fyrir utan fyrstu tilraunir Cæd-
monds til þýðinga úr Biblíunni og
þýðingar Beda á hluta Jóhannes-
arguðspjalls, voru fyrstu þýðingar
úr vissum hlutum biblíunnar frá
9. og 10. öld. Það er ekki fyrr en
með þýðingum Wycliffs á síðari
hluta 14. aldar, sem öll biblían er
þýdd á ensku. Þessar þýðingar
voru úr latneska textanum. Tyn-
dale þýddi fyrstur manna texta
N.T. úr grísku, líklega í Witten-
berg. Sú þýðing var fyrst prentuð í
Köln og Worms á árunum
1525—26. Síðar var bætt við fleiri
bókum biblíunnar, og voru þær
þýðingar byggðar á þýðingum
Lúthers og biblíuútgáfu Erasmus-
UM GOÐMETI
Bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
Alls konar góðgæti.
Höf. Agnete Lampe. Myndir eftir
Björn Lindberg. Guðrún Hrönn
Hilmarsdóttir þýddi og staðfærði.
Útg. Setberg 1983.
Þetta mun vera þriðja bók Agn-
ete Lampe, matreiðslumeistara,
sem Guðrún Hrönn Hilmarsdóttir
þýðir og staðfærir og Setberg gef-
ur út.
Bókin skiptist niður í nokkra
kafla, Smáréttir, Fisk- og skel-
fiskréttir, og virðist þar alveg sér-
staklega gæta gómsætra grasa
fyrir áhugamenn um fiskrétti —
Fugla- og kjötréttir og loks Ábæt-
isréttir.
Það er kunnara en um þurfi að
orðlengja hversu mjög mataræði
okkar hefur orðið fjölbreyttara á
síðari árum en var. Þetta á sjálf-
sagt aðallega við um fiskréttina,
en það er áreiðanlega ekki langt
síðan Islendingar uppgötvuðu að
þeir gætu gert annað við fisk en
stinga honum í pott og sjóða og
bera fram með floti eða sméri. I
mesta lagi steikja hann á pönnu
við hátíðleg tækifa-ri. Að vísu ber
ekki að fúlsa við soðnum fiski né
flotinu góða, en óneitanlega er
ánægjulegt að fá ögn fleiri leið-
beiningar um hvernig matreiða
skuli fisk og skelfisk. Nú eiga
áhugamenn um mat og mataræði
eiginlega bara eftir að kenna
okkur að borða síld að einhverju
gagni. Það væri vissulega verðugt
verkefni.
Ég hef séð hinar bækurnar tvær
sem Setberg hefur sent frá sér eft-
ir sömu höfunda, og þessi hefur
sama umbúnað. Ákaflega skil-
merkilegar uppskriftir og ágætar
skýringarmyndir, svo og lipur
texti er til mestu fyrirmyndar.
ar. Fyrsta biblíuþýðingin á ensku í
heild var prentuð 1535, líklega af
Froschouer í Zúrich, sú þýðing er
að hluta eignuð Miles Coverdal,
síðar biskup. „The Great Bible"
öðru nafni „Crammer’s Bible" var
gefin út 1539 á vegum Hinriks
VIII. 1568 var „Bishops’ Bible“
prentuð og á þeirri útgáfu var hin
löggilta biblíuþýðing gerð — „The
Authorized Version", sem kom út í
fyrstu 1611. Sú útgáfa eða gerð er
kennd við Jakob I. Þessi gerð var
runnin frá Tyndale og Wycliffe.
Endurskoðanir fóru fram á
þessari biblíuþýðingu í aldanna
rás. 1947 var svo hafist handa um
nýja þýðingu biblíunnar og sætti
sú þýðing talsverðri gagnrýni þeg-
ar hún sá dagsins ljós.
Það leið langur tími þar til þjóð-
tungur germanskra þjóða urðu
hæfar til þess að gjörlegt væri að
þýða biblíuna á þær tungur. Það
skorti fjölda hugtaka og orða, sem
nauðsynleg voru til þess að þýð-
ingin yrði eitthvað í líkingu við
frumtextann. Kristnin og kenn-
ingar kirkjunnar voru framandi
hinum frumstæðu þjóðum, það
varð enginn skilningur í þessum
efnum fyrir hendi fyrr en kristni
og kirkja hafði tekið að móta með-
vitund þessara þjóða, og þurfti
aldir til. Með biblíuþýðingunum
þróast þjóðtungurnar og með þeim
hefjast eiginlegar bókmenntir
með þessum þjóðum. Biblían verð-
ur á þennan hátt aflvaki menning-
ar og menntunar, hún varð
grundvöllur bókmenntanna.
Um aldir hafa vissar gerðir
biblíuþýðinga orðið einn þáttur
þjóðlegs menningararfs, svo að
róttækar breytingar á biblíutext-
um geta orkað sem menningarleg
skemmdarverk, þótt látið sé í
veðri vaka að biblíutextar verði að
fylgja skilningi á því máli, sem
talað sé. Undirstaða allrar menn-
ingar er málið og því liggur það í
hlutarins eðli að málnotkun hlýt-
ur að vera fremur íheldin heldur
en hitt, ef menn eiga að geta notið
menningararfsins. Því er sú
stefna meira en vafasöm þegar
tekið er að afmynda hefðbundna
texta lykilrits allra rita að ein-
feldningslegu og þynnkulegu mál-
fari, safalausu snakki þar sem
engin reisn er lengur og merking-
in dofnar upp og verður hjóm.