Morgunblaðið - 29.11.1983, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 29.11.1983, Qupperneq 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983 Washington-pistill: - eftir Margréti Þorvaldsdóttur Islenskt tap — erlendur gróði Þegar einn af ritstjórum tísku- ritsins Vogue var spurður í sjón- varpsþætti nýlega hvað væri nýtt í kvöldfatatísku vetrarins, svaraði hann samstundis „peysurnar". Á skerminum birtust sýningardöm- ur í glæsilegum peysum með glitr- andi útprjóni. Þessi sjón skerpti athygli ís- iendings, þar sem á Fróni eru peysur (lopa-) stolt þjóðar og tekjustofn. Peysur eru áberandi vinsælar í ár og snið eru samkvæmt kröfum tískunnar. Litagleði er mikil, en litir eru mildir og hreinir. Oft eru fleiri en ein garntegund í sömu flík. Framleiðendur prjónagarns, svo og tímarita, leita ferskra hug- mynda og efna til samkeppni með- al prjónaáhugafólks. Árangur er oft sannarlega aðdáunarverður og eru flíkur þær sem fram koma þeim til prýði er í klæðast og því oft eftirsóttur kaupvarningur. Framleiðendur og seijendur fatnaðar hafa næma tilfinningu fyrir óskum kaupenda. Það má sjá í verslunum hér. Á hillum og slám verslana ber mjög mikið á peysum í fjölbreyttu úrvali, innlendum og innfluttum. { útstillingaglugga tískuversl- unar hér í borg bar fyrir augu mín peysu, handprjónaða. Bolur var þröngur en ermar víðar og íburð- armiklar. Virtist flíkin hin mesta gersemi. Verðið var 430 dalir. Ég sá fyrir mér slíka peysu hand- prjónaða úr íslensku eingirni, en þegar ég kom í verslunina viku seinna var flíkin seld. Þetta er aðeins dæmi um verð á handprjónuðum peysum sem eru það fallegar að fengur þykir að að eiga og skarta. í glugga lítillar verslunar í White Flint, verslunarmiðstöðvar hér, mátti í síðustu viku sjá í út- stilíingu velktan kjól, handprjón- aðan úr íslensku eingirni. Kjóllinn hafði misst þann fínleika sem ein- kennir fatnað unninn úr íslensku eingirni. Sjón þessi snart mig illa þar sem ég þekki af eigin reynslu hve mikil vinna er falin í slíkum kjól. Þarna hefðu upplýsingar um meðferð þurft að fylgja flíkinni til seljanda ekki síður en kaupanda. í sömu verslun var einnig á boðstólum annar íslenskur ullar- varningur. Lopapeysur og jakkar úr ullarvoð voru á sölu með 40% afslætti. Við nánari athugun kom í ljós að afslátturinn var ekki ósanngjarn. Litir í flíkunum voru óhreinir og runnu víða saman eða voru beinlínis ósamstæðir. Frágangurinn á jökkunum er ekki sambærilegur við frágang á ullarjökkum í svipuðum verðflokki sem hér er á markaði. Ef til vill er ástæða til að hafa áhyggjur af íslenskri framleiðslu. Þegar litið er yfir júlíhefti Family Circle læðist í hugann illur grunur um að íslensk framleiðsla sé að falla úr höndum íslendinga í hendur erlendra aðila. Framar- lega í blaðinu er opna með mynd- um af peysum unnum úr íslensk- um lopa undir fyrirsögninni „Reynolds Lopicolor A Celebra- tion“. Þessi opna vekur athygli fyrir það að hún virðist framhald á auglýsingakynningu Reynolds Yarn Inc. bæði í tímaritum og í verslunum hérlendis. Undir þeirra nafni er auglýst sala á lopa og einnig á uppskriftum á hefð- bundnum íslenskum lopapeysum á ensku. Ekki er hægt að gera sér grein fyrir hve mikið er selt úr landi af íslensku hráefni í þessu formi eða íslensku hugviti (peysuuppskrift- um), en það má sjá bæði í tímarit- um og auglýsingum að erlendir að- ilar hafa tekið að sér að endur- semja uppskriftir á lopapeysum á ensku, með prýðis árangri. íslenskar ullarvörur verða von- andi um alla framtið íslensk sölu- vara í háum verðflokki. Til þess að svo verði, þurfa gæðin að vera fyrsta flokks, bæði hráefni og úr- vinnsla. Hvítur litur ullar verður að vera hvítur, ekki með gráslikjublæ. Hinir „náttúrulegu" sauðalitir mega vera hreinni og samræmd- ari, sama gildir með gráu litina. Ef stór hluti hráefnis fer óunn- inn úr landi, er spurning hvort ekki hafi orðið stöðnun á úr- vinnslu íslenskrar ullar. Vegna sérstæðra eiginleika sinna býður íslenska ullin upp á marga vinnslumöguleika. Þegar litið er yfir gerðir prjóna- garns á markaði í dag, er ljóst, aö mun fjölbreyttara úrval prjóna- garns úr íslenskri ull gæti verið á boðstólum. Þó fullyrt sé, að ekki sé hægt að fylgja bylgjum tískunnar, þá má sjá hvern farveg tískan tek- ur nokkur ár fram í tímann. Það er ekki að efa, að þörf er á að virkja það hugvit sem þegnar landsins búa yfir til að ná sem mestum verðmætum úr okkar ein- hæfa hráefni. Hugvit þegna er auðlind þjóðar. Þeir sem að iðnaði standa ættu að leita í mun meiri mæli með ráð og hugmyndir til íslenskra kvenna. Þær búa yfir einstakri smekkvísi og verklægni, eru hugmyndaauðugar og margar mjög listrænar. Góðar hugmyndir eiga líka að fá viðurkenningu. Við eigum nú þegar í vaxandi samkeppni við þá sem vinna verð- mæti úr íslensku hráefni. Á mark- aði hér eru t.d. peysur úr lopa, einkar fallegar, handunnar á Ítalíu. Ef við íslendingar náum ekki að bæta framleiðslu úr okkar frá- bæru ull, munu aðrir taka af okkur ómakið. Það yrði gróði erlendra og ís- lenskt tap! íslenskir fískar - ný bók um allar fisktegundir innan 200 mflna markanna Gunnar Jónsson, fiskifrædingur og höfundur hinnar nýju bókar, „fslenskir fiskar", Sturla Eiríksson, forstjóri Fjölva, Guðrún Kristín Magnúsdóttir, höfundur tveggja „Bangsabóka“, Björn Thorarensen, Þorsteinn Thoraren- sen, sem íslenskaði bókina „Rokk“, Ragna Lára Ragnarsdóttir. Hún var tij ráðuneytis um útfærslu líkamsæfinga í „Líkamsrækt með Jane Fonda“. Á myndina vantar Hjalta Bjarnason, höfund ævintýranna um Tak. „ÍSLENSKIR fiskar", ný bók, ætluð sem undirstöðurit í íslenskri nátt- úrufræði, er nú komin út á vegum Fjölvaútgáfunnar. Á blaðamannafundi, sem bóka- útgáfan hélt fyrir skömmu, sagði Sturla Eiríksson, forstjóri útgáf- unnar, að ritið ætti að leysa af hólmi brautryðjandaverk Bjarna Sæmundssonar, „Fiskana", sem kom út árið 1926. Nýja bókin er 520 blaðsíður að stærð og í henni er númeruð 231 fisktegund. Höfundur bókarinnar er Gunn- ar Jónsson, fiskifræðingur, og sagðist hann hafa unnið að gerð bókarinnar síðastliðin átta ár. Sturla Eiríksson, forstjóri Fjölva- útgáfunnar, lét þess getið að samning og útgáfustarf „Islenskra fiska" hefði verið risavaxið verk- efni og væri hann stoltur af út- komu bókarinnar. Hann sagði einnig að í bókinni væri að finna um 550 teiknaðar myndir og leitaðar hefðu verið uppi „vísindalegar" teikningar af öllum fiskategundum, og væru þær allar mjög nákvæmar. Lýs- ingar um alla fiska, sem þekkjast innan 200 sjómílna marka íslands, er að finna í „íslenskum fiskum". Sagt er frá lífsháttum þeirra, út- breiðslu, hrygningu og göngum ásamt upplýsingum um nytsemi þeirra og tölfræðilegum stað- reyndum um aflabrögð. Er bókin var komin i prentun fundust tvær nýjar fisktegundir, önnur þeirra er drumbur og er í fyrsta skipti sagt opinberlega frá fundi hennar í bókinni. „íslenskir fiskar" er prentuð í Prentstofu B. Benediktssonar og bundin inn hjá Bókfelli. Laxalíf Laxalíf, bók sem ætlað er að höfða til laxveiðimanna, er einnig nýútkomin á vegum Fjölva. Á blaðamannafundinum kom fram að bókin innihéldi víðtæka heildarlýsingu á öllum tegundum laxa, sem hingað til hefði ekki ver- ið til á íslensku. Ennfremur kom fram að hér væri fyrst og fremst um vandaða myndabók að ræða og hefði japanski ljósmyndarinn At- sushi Sakurai tekið myndirnar í ám á svonefndum Hvarfströndum á eynni Hokkaido. Bókin er 96 blaðsíður, þar af 70 litmyndasíður. Fjölvi gefur „Laxalíf" út í sam- vinnu við Mondadori-útgáfuna á Ítalíu. Kokk Myndabók, sem heitir þvi ein- falda nafni „Rokk“, er ein þeirra bóka sem kynntar voru á fyrr- nefndum blaðamannafundi. Að sögn útgefenda er hér um að ræða yfirlit yfir hið fjölskrúðuga skeið rokktónlistarinnar eftir að Bítl- arnir slitu samstarfi sínu upp úr árinu 1970. Bókin er 226 blaðsíður að stærð og inniheldur 570 ljósmyndir, sem allar eru teknar af hljómleika- ljósmyndara frá Englandi, að nafni Robert Ellis. Hann er, að sögn útgefenda, einnig frumhöf- undur bókarinnar, en Þorsteinn Thorarensen hefur umsamið text- ann í samstarfi við Salamander- útgáfuna í London. Þorsteinn sagði að yfir 100 rokkhljómsveit- um og listamönnum væri lýst í bókinni, svo sem Bob Dylan, Roll- ing Stones, Peter Gabriel, Elton John og Bob Marley. Jane Fonda „Líkamsrækt með Jane Fonda" , er nú komin út í íslenskri þýðingu Steinunnar Þorvaldsdóttur. Ragna Lára Ragnarsdóttir, leik- fimiskennari, var til ráðuneytis um útfærslu likamsæfinganna. Hún sagði að hverri æfingu væri skipt niður í hreyfingar og takta, rætt væri um hraða og hvaða til- gang hver hreyfing hefði og hvaða vöðva hún styrkti. Einnig sagði Ragna Lára að í ritgerðaköflum sem fylgdu, útskýrði Jane Fonda grundvöll líkamsræktar. Einnig tæki hún fyrir næringarfræði, lík- amshreyfingu og útiveru. Bókin er 254 blaðsíður og skipt- ist í fimm kafla. Ljósmyndir, sem sýna líkamsstellingu, fylgja svo að segja hverri hreyfingu. Bangsabækur Nýr flokkur barnabóka, sem hlotið hefur nafnið „Bangsabæk- ur“, er nýkominn út. Fjórar bækur voru gefnar út að þessu sinni og eru þær eftir Guðrúnu Kristínu Magnúsdóttur og son hennar Hjalta Bjarnason. Bækur Guðrúnar Kristínar eru „Hagbarður og Hvutti" og „Draumahúsið", en bækur Hjalta eru „Tak og draugurinn“ og „Tak og innbrotageimveran". Á fundin- um kom fram að ævintýrin um Tak voru samin fyrir nokkrum ár- um, en þá var Hjalti aðeins 9—10 ára gamall. „Þau eru samin af barni fyrir börn,“ sagði Sturla Eiríksson forstjóri Fjölva. Hann sagði að fólki fyndist sjálfsagt að barnabækur væru vandaðar, en hefði aftur á móti ekki áhuga á að verðlagning væri í samræmi við gæðin. Fólk vildi að barnabækur væru miklu ódýrari en aðrar bæk- ur. Þetta hefði orðið til þess að bókaútgáfur hefðu að meira eða minna leyti hætt að gefa barna- bækur út. Guðrún Kristín sagði að vonir stæðu til að útgáfa „Bangsabók- anna“ yrði fastur liður í útgáfu- starfsemi Fjölva og sennilega yrðu gefnar út fjórar nýjar bækur fyrir hver jól. Hún sagði ennfremur að bækurnar væru myndskreyttar af höfundum og að hver bók kostaði 170 krónur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.