Morgunblaðið - 29.11.1983, Side 10
58
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983
VIÐSKIPTI
VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF
— UMSJÓN SIGHVATUR BLÖNDAL —
V öruskiptajöfnuður
verulega neikvæður
Vöruskiplajöfnuður landsmanna
var neikvæður um 1.561,1 milljón
króna á fyrstu tíu mánuðum ársins,
en til samanburðar var hann nei-
kvæður um 2.804,4 milljónir króna á
sama tíma í fyrra. í októbermánuði
einum sér var vöruskiptajöfnuður
neikvæður um 835,8 milljónir króna,
en til samanburðar var hann nei-
kvæður um 424,7 milljónir króna.
Verðmæti útflutnings fyrstu tíu
mánuði ársins var liðlega 14.680,1
milljón króna, en verðmæti inn-
flutnings hins vegar 16.241,2 millj-
ónir króna. Til samanburðar var
verðmæti útflutnings 6.325,5
milljónir króna á sama tíma í
fyrra, en verðmæti innflutnings
var hins vegar 9.129,9 milljónir
króna. Verðmæti útflutnings í
októbermánuði á sl. ári var 663,7
miiljónir króna, en verðmæti inn-
flutnings var hins vegar 1.088,4
milljónir króna.
í útflutningi vegur þyngst út-
flutningur fyrir íslenzka álfélagið,
en verðmæti hans fyrstu tíu mán-
uði ársins var 2.537,2 milljónir
króna, borið saman við 639,2 millj-
ónir króna á sama tíma í fyrra.
Verðmæti áls og álmelmis í októ-
bermánuði var 209,5 milljónir, en
til samanburðar var verðmætið
97,5 milljónir króna á sama tíma I
fyrra.
Verðmæti útflutnings á kísil-
járni var 467,5 milljónir króna
fyrstu tíu mánuði ársins, en til
samanburðar 196,2 milljónir
króna á sama tíma í fyrra.
Innflutningur fyrir íslenzka ál-
félagið er að verðmæti 1.354,3
milljónir króna, en var til sam-
anburðar um 586,9 milljónir króna
á sama tíma í fyrra.
Við samanburð við utanríkis-
verzlunartölur 1982 verður að
hafa í huga, að meðalgengi erlends
gjaldeyris í janúar-október 1983
er talið vera 96,4% hærra en það
var í sömu mánuðum 1982.
Um 27% samdráttur á
hagnaði hjá Nissan
HAGNAÐUR Nissan-verksmiðjanna
minnkaði á fyrri helmingi reiknings-
ársins um 27%, þegar hann var sam-
tals 35,96 milljarðar japanskra yena,
borið saman við 49,54 milljarða jap-
anskra yena á sama tíma í fyrra.
Nissan er annar stærsti bílafram-
leiðandi Japans.
Heildarsala Nissan-verksmiðj-
anna jókst á umræddu tímabili
um 2,5%, þegar hún var um 1.684
milljarðar japanskra yena, borið
saman við um 1.643 milljarða jap-
anskra yena á sama tíma í fyrra.
Hagnaður á hvern hlut í fyrirtæk-
inu var 21,03 japönsk yen á fyrstu
sex mánuðum reikningsársins, en
til samanburðar var hagnaðurinn
29,14 japönsk yen á hvern hlut á
sama tíma í fyrra.
Talsmaður Nissan sagði á
blaðamannafundi, að aðalástæðan
fyrir minnkandi hagnaði fyrir-
tækisins væri veruleg aukning á
innlendum sölukostnaði, en hann
jókst um 9,7% á umræddu tíma-
bili.
Það kom ennfremur fram hjá
talsmanni fyrirtækisins, að vænt-
anlega myndi hagnaður Nissan
dragast saman um 27% þegar upp
væri staðið í lok reikningsársins
31. marz nk. og verða 70 milljarð-
ar japanskra yena, borið saman
við um 95,4 milljarða japanskra
yena á sama tíma í fyrra.
Sala Nissan á heimamarkaði
jókst um 0,9% á fyrri helmingi
ársins, en hins vegar jókst út-
flutningur fyrirtækisins nokkru
meira, eða um 3,7%.
Delta Airhnes:
Um 10,4 milljóna dollara
hagnaður á 1. ársfjórðungi
- Um 16,1 milljón dollara tap
varð á sama tfma í fyrra
DELTA Airlines, sem hefur verið
talið eitt bezt rekna flugfélag heims,
tilkynnti á dögunum, að hagnaður
hefði orðið á rekstri þess á 1. árs-
fjórðungi reikningsársins
1983/1984, júlí til september sl., en
tap varð á rekstri félagsins á sama
tíma í fyrra.
Hagnaður Delta Airlines á 1.
ársfjórðungi var um 10,4 milljónir
dollara, sem jafngildir um 26 cent-
um á hvern hlut í félaginu. Til
samanburðar varð um 16,1 millj-
óna dollara tap á rekstri félagsins
á sama tíma í fyrra.
Heildarvelta Delta Airlines
jókst um 11% á umræddu tíma-
bili, þegar hún var samtals 973,2
milljónir dollara, borið saman við
876,5 milljónir dollara á sama
tíma í fyrra.
Talsmaður Delta Airlines sagði
á fundi með blaðamönnum, að
þungt hefði vegið í bættum hag
félagsins nú, að eldsneytisverð
hefði lækkað um liðlega 9% frá
sama tíma árið á undan. Um 7%
aukning varð á flugkílómetrum fé-
lagsins á umræddu tímabili.
Talsmaðurinn sagði augljóst, að
markaðurinn væri að taka við sér
á nýjan leik, enda væri efnahags-
ástandið í Bandaríkjunum allt
annað og betra, en það var á sama
tíma fyrir ári. Loks kom það fram
hjá talsmanni Delta Airlines, að
forsvarsmenn fyrirtækisins væru
sannfærðir um, að hagnaður yrði
af rekstri félagsins á yfirstand-
andi fjárhagsári, en á síðasta ári
varð nokkurt tap af rekstri félags-
ins í fyrsta sinn um langt skeið.
Mikill uppgangur
hjá FIAT á árinu
- Hagnaður af rekstri í fyrsta sinn í fimm ár
UPPGANGUR FIAT hefur verið
ótrúlega mikill á þessu ári, ekki sízt
með hliðsjón af því, að fyrirtækið
hefur átt við töluverða erfiðleika að
etja á undanförnum árum og hefur
reyndar verið tap af rekstri þess sl.
fjögur ár. Þegar rúmur mánuður er
eftir af árinu 1983 er hins vegar
Ijóst, að umtalsverður hagnaður
verður af rekstri í ár.
Sérfræðingar telja tvær megin-
ástæður liggja að baki hinnar
góðu stöðu FIAT, annars vegar
var miklu hagræðingarverkefni
hrundið af stokkunum innan
fyrirtækisins fyrir 3 árum og hef-
ur það skilað undraverðum
árangri, og hins vegar hefur fram-
leiðsla fyrirtækisins hitt í mark.
FIAT Uno, sem kynntur var í upp-
hafi þessa árs, og FIAT lagði allt
sitt traust á, hefur fengið ótrúlega
góða dóma sérfræðinga, sem telja
hann bezt heppnaða FIAT, sem
byggður hefur verið til þessa.
Framleiðni hefur aukizt um-
talsvert hjá FIAT, sem sést
kannski bezt á því, að starfsmenn
fyrirtækisins eru nú um fjórðungi
færri, en þeir voru fyrir fjórum
árum. Með hagræðingu hefur síð-
an tekizt að auka framleiðslu
fyrirtækisins á hvern starfsmann
úr 14,8 bílum á ári í samtals 25
bíla, eða um nærri 70%.
Sjálfvirkni hefur verið aukin
verulega í verksmiðjum FIAT,
sérstaklega með tilkomu mikils
fjölda vélmenna. Fjöldi vélmenna
hjá fyrirtækinu er í dag um 600,
en áætlanir gera ráð fyrir að
fjölga þeim um a.m.k. 300 á næsta
ári.
FIAT fær hluti í framleiðslu
sína frá mun færri aðilum en áður
var, sem hefur hægt á verðhækk-
unum, auk þess sem gæði hafa
aukizt. Þá hefur FIAT fækkað bíl-
um í framleiðslu úr 10 fyrir
nokkrum árum í 6, auk þess sem
vélum hefur verið fækkað úr 32 í
24 á sama tíma. Þá hefur sérfræð-
ingum fyrirtækisins tekizt að
fækka verulega einingum í bílum
FIAT, sem sést m.a. á því, að ein-
ingar í FIAT Uno eru um þriðj-
ungi færri en í forvera hans, FIAT
127, og beygjur í byggingu bílsins
eru um 50% færri en í FIAT 127.
Á árinu 1979 þurfti FIAT að
framleiða um 1,5 milljónir bíla til
þess að hagnaður væri af rekstri
fyrirtækisins. í dag þarf fram-
leiðslan ekki að vera meiri en um
1,1 milljón bíla á dag og áætlanir
gera reyndar ráð fyrir, að fram-
leiðslan verði í námunda við 1,2
milljónir bila, þegar upp verður
staðið í árslok.
Könnun á ástandi og horfuni í byggingariðnaði:
Atvinnuhorfur svipaðar
og á undanförnum árum
Breytingar á starfsemi
Samanburður við 2. ársfjórðung 1983
Hjá eftirfarandi hlutfalli (%) þátttakenda var starfsemin:
Atr.grein Meiri Óbreytt Minni Mism.
Verktakastarfsemi 51,8 48,2 0,0 51,8
Húsasmíði 19,1 71,6 9,2 9,9
Húsamálun 33,6 66,4 0,0 33,6
Múrun 20,7 37,8 41,5 +20,8
Pípulagnir 0,0 100,0 0,0 0,0
Rafvirkjun 0,0 100,0 0,0 0,0
Veggfóðrun, dúkal. 0,0 39,9 60,1 +60,1
Alls 37,8 56,5 5,7 32,0
Hjá eftirfarandi hlutfalli (%) þátttakenda var vinnutími:
Atv.grein Lengri Óbreyttur Skemmri Mism.
Verktakastarfsemi 32,5 67,5 0,0 32,5
Húsasmíði 11,1 88,9 0,0 11,1
Húsamálun 15,5 84,5 0,0 15,5
Múrun 28,5 30,0 41,5 +13,0
Pípulagnir 0,0 100,0 0,0 0,0
Rafvirkjun 0,0 100,0 0,0 0,0
Veggfóðrun, dúkal. 0,0 69,9 30,1 +30,1
Alls 24,3 72,4 3,2 21,1
Ársfjóröungslegri könnun Land-
sambands iónaóarmanna á atvinnu-
ástandi og horfum í byggingariðnaði
lauk nýverið, en könnunin er úr-
takskönnun og nær til fyrirtækja og
sjálfstæðra atvinnurekenda í bygg-
ingariðnaði um land allt. Þátttak-
endur í könnuninn með 56% mann-
aflans töldu, að starfsemin á 3. árs-
fjórðungi væri óbreytt að vöxtum
miðað við næstu þrjá mánuði á und-
an.
Hjá 38% þáttaenda var starfsem-
in meiri, en minni umsvif voru hjá
6% þeirra, sem svöruðu. Þessar
tölur benda til þess, að umsvif við
byggingarstarfsemi hafi verið
heldur meiri á 3. ársfjórðungi en á
2. ársfjórðungi, þótt starfs-
mönnum hafi fækkað í lok 3. árs-
fjórðungs. Þá virðist vinnutími
hafa verið ámóta langur og á 2.
ársfjórðungi.
Samanburður á starfseminni
við 3. ársfjórðung í ár við sama
tímabil í fyrra Ieiðir I ljós, að hjá
fyrirtækjum með helmingi mann-
aflans var starfsemin óbreytt, hjá
34% þátttakenda var meira um-
leikis, en samdráttur varð hjá
fyrirtækjum með 16% mannafl-
ans. Samkvæmt þessu hafa ekki
orðið miklar breytingar frá sama
árstíma í fyrra á umsvifum við
byggingarstarfsemi, en þó virðist
fremur hafa verið um aukningu en
samdrátt að ræða.
í októberbyrjun voru verkefni
hæfilega mikil hjá fyrirtækjum
með 61% mannaflans, en hjá
fyrirtækjum með 39% mannafl-
ans voru fyrirliggjandi verkefni of
lítil. Helzta ástæðan fyrir ófull-
nægjandi verkefnum var talin
vera fjárskortur húsbyggjenda og
útrygg fjármögnun opinberra