Morgunblaðið - 29.11.1983, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 29.11.1983, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983 61 þeirra samtaka, sem stofnuð voru 4 árum síðar til að berjast gegn þeim vágesti, sem sjóslysin voru. Gunnar sótti barnaskóla, m.a. á ísafirði einn vetur, og síðan stund- aði hann gagnfræðanám og út- skrifaðist sem gagnfræðingur úr nýstofnuðum gagnfræðaskóla á Isafirði vorið 1932. Þá um sumarið hóf hann, 18 ára pilturinn, útgerð og fiskvinnslu í heimabyggð sinni, Aðalvík, og kom hér strax fram sá stórhugur og dugnaður, sem jafn- an hafa einkennt hann. Byggði hann fiskmóttökuhús að Látrum og næsta vetur keypti hann tvo tíu tonna þilfarsbáta. Næsta ár kom hann einnig upp fiskmóttökuhúsi á Hesteyri og vann jöfnum hönd- um að fiskmóttöku þar og á Látr- um. Var það ætlun hans að hressa við atvinnulífið í þessum af- skekktu byggðarlögum, sem þegar voru farin að finna illa til áhrifa kreppunnar. En kreppan átti og eftir að hafa sín áhrif á þessa djörfu tilraun hins unga manns, auk annarra óhappa. Saltfisk- markaðir lokuðust. Annan bát Gunnars rak á land og fékkst hann ekki bættur nema að hálfu. Þá varð hann fyrir því tjóni, að við þurrkun fisksins á reitum, sól- soðnaði hann, svo ótrúlegt sem það má virðast á svo norðlægum slóðum. Allt þetta leiddi til þess, að Gunnar varð að hætta þessari starfsemi eftir 3 ár, enda hafði hún bakað honum talsverðar skuldir, sem hann greiddi þó fljótlega að fullu. Eftir þetta vann Gunnar við ýmis störf, en hugur hans beindist mjög að verslun og viðskiptum. Aflaði hann sér nokkurrar fram- haldsmenntunar á þeim sviðum enda þótt hann ynni jafnan fulla vinnu. Á árinu 1940 stofnaði hann umboðs- og innflutningsverslun ásamt Sæmundi Stefánssyni og flutti hún m.a. inn vefnaðarvörur. Á árinu 1941 fékk hann umboð fyrir Lister-vélar og á því ári var Vélasalan hf. stofnuð, sem síðan hefur verið öflugt og traust fyrir- tæki á sínu sviði og flutt inn vélar af ýmsum gerðum til íslenskra skipa. Upp úr 1950 fór Gunnar að und- irbúa innflutning á fiskiskipum fyrir útgerðarmenn og á árinu 1954 flutti hann inn fyrstu 2 fiski- bátana frá Svíþjóð. Hefur hann síðan haft mikil umsvif á þessu sviði. Þegar tekin eru með þau skip, sem nú eru í smíðum, hefur Gunnar staðið að innflutningi á 134 fiskiskipum frá 8 löndum. Flest eru skipin frá Austur- Þýskalandi, Noregi og Póllandi. Hefur fyrirgreiðsla Gunnars í þessu sambandi verið mjög rómuð og þeir eru margir, sem hafa notið hér staðgóðrar þekkingar hans og reynslu, sem og áreiðanleika og fyrirhyggju. Þeir eru eflausir fáir, sem hafa jafn mikla yfirsýn yfir íslenska fiskiskipaflotann, gerð, búnað og þróun hans síðustu þrjá áratugina og Gunnar Friðriksson. Gunnar átti og um skeið hlut að útgerðarfyrirtækjum, m.a. togara- útgerðinni Fylki hf. og bátaút- gerðinni Leifi hf., sem gerði út mb. Þorstein, sem var annálað afla- skip. Hér hefur mjög verið stiklað á stóru í störfum Gunnars Frið- rikssonar á vettvangi hins venju- lega brauðstrits. En eins og áður er að vikið hefur hann þess utan látið mikið til sín taka í félags- málum og þar gnæfa hæst störf hans á vettvangi Slysavarnafélags íslands. Gunnar kom til starfa á þeim vettvangi í kringum 1950. Held ég að mér sé óhætt að full- yrða, að það hafi ekki síst verið að frumkvæði föður míns, Henrys A. Hálfdánarsonar, skrifstofu- og framkvæmdastjóra SVFÍ, að Gunnar tók sæti í stjórn slysa- vamadeildarinnar Ingólfs í Reykjavík. Höfðu þeir kynnst, er faðir minn var loftskeytamaður á „Súðinni" á stríðsárunum, en Gunnar fór oft með henni í sölu- ferðir. Síðar kynntust þeir betur þegar bæði Slysavarnafélagið og Vélasalan hf. höfðu skrifstofur í Hafnarhúsinu og þeir hittust daglega. Á árinu 1956 var Gunnar kjörinn í aðalstjórn Slysavarnafé- lags íslands. Varð hann fljótlega formaður húsbyggingarnefndar félagsins og i því starfi vann hann af mikilli atorku við það verkefni að koma upp húsi félagsina á Grandagarði hér í Reykjavík. Var það merkur áfangi í sögu félagsins þegar húsið var tekið í notkun á landsþingi SVFÍ vorið 1960. Hefur öll starfsemi höfuðstöðvanna síð- an farið þar fram og landsþing fé- lagsins verið haldin þar. Á lands- þinginu 1960 tilkynnti Guðbjartur Ólafsson, sem verið hafði forseti félagsins frá 1940, að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs og var einhuga samstaða um Gunnar Friðriksson sem eftirmann hans. Þegar rifjuð eru upp störf Gunnars á vettvangi SVFÍ er af mörgu að taka, svo dugmikill og áræðinn forystumaður var hann. Hér skal fyrst nefnd forysta hans um endurskipulagningu í starfi björgunarsveita félagsins, sgm hófst upp úr 1960. Var að því stefnt, að sveitirnar gætu sinnt al- hliða björgunar- og leitarstörfum, hvort sem væri á sjó eða landi. Nú eru björgunarsveitir félagsins 93 talsins. Jafnhliða risu, einkum síð- ustu 10—15 árin, björgunar- stöðvar í hinum ýmsu byggðarlög- um og margar eru í byggingu. Þessar stöðvar, slysavarnahúsin, gegna því tvíþætta hlutverki að geyma björgunartæki og veita björgunarsveitunum aðstöðu og hins vegar að vera félagsheimili fyrir slysavarnastarfið. Hafa þessar stöðvar orðið féiagsstarf- inu mikil lyftistöng. I þessu upp- byggingarstarfi naut félagið ekki síst góðrar og traustrar fjármála- stjórnar Gunnars og meðstjórn- enda hans. Sýndi Gunnar hér jafnan mikla framsýni og dugnað við að tala máli félagsins. Fékk hann m.a. til leiðar komið að framlög ríkisins til félagsins juk- ust verulega á fyrri hluta sjöunda áratugarins, og hafa haldist þann- ig síðan. Einnig beitti hann sér fyrir margs konar aðgerðum til aukinnar fjáröflunar félagsins, svo sem árlegu happdrætti. Þá skal hér nefnt ýmiss konar starf til aukins öryggis almennt og til eflingar félaginu, sem stjórn þess undir forystu Gunnars vann að. Má þar nefna þann merka áfanga er þyrla var fyrst keypt til landsins á árinu 1965, en það var ekki síst fyrir atbeina SVFÍ, sem átti hálfan hlut í henni á móti Landhelgisgæslunni. Hafði féiagið lengi barist fyrir þessu. Bygging björgunarskýla með ströndum fram og til fjalla var verkefni, sem stööugt var unnið að og fjölgaði þeim verulega á þessum tíma. Jafnhliða endurskipulagningu og fjölgun björgunarsveitanna var fræðslustarf aukið meðal þeirra, efnt til samæfinga og landinu skipt í umdæmi björgunarsveita, en allt hefur þetta mjög orðið til að styrkja keðju björgunarsveit- anna umhverfis landið. Gunnar lét sig umferðarmál mjög varða og beitti sér fyrir margs konar aðgerðum SVFÍ í þeim málum. Var hann fyrsti full- trúi félagsins í Umferðarráði og varaformaður þess lengst af á meðan hann sat í því. Hér skal einnig nefnd þátttaka hans í al- þjóðlegu samstarfi sjóbjörgunar- aðila, en frá 1960 til 1979 sat hann ásamt framkvæmdastjórum fé- lagsins allar ráðstefnur þessara samtaka, sem haldnar eru á fjög- urra ára fresti. Á ráðstefnu, sem haldin var 1971 í New York gegndi hann störfum sem einn af forset- um hennar. Enn mætti telja upp mörg mál, sem Gunnar vann að með sínum alkunna dugnaði innan félags okkar. Hér skal þó til viðbótar ein- ungis nefnt eitt mál, sem ber hátt og hann átti stóran þátt í að bera fram til sigurs. Það er Tilkynn- ingarskylda íslenskra skipa. Mál þetta var tekið upp fljótlega eftir að Gunnar var kjörinn forseti SVFÍ og hafin markviss sókn í því, sem hefur staðið óslitið síðan. í maí 1968 var gefin út reglugerð um Tilkynningarskylduna og var SVFÍ falin framkvæmd hennar. Síðan hefur verið stöðugt unnið að eflingu hennar. Á árinu 1977 má segja „að búið væri að loka hringnum" í þessum málum eins og Gunnar orðaði það þá á lands- þingi, en þá var ákveðin vaktstaða allan sólarhringinn allt árið. Hér var unninn mikill sigur í barátt- unni fyrir auknu öryggi sjó- mannastéttarinnar og engum, sem fylgst hefur með þessum málum, blandast hugur um, að farsæl lausn málsins var fyrst og fremst harðfylgi og sívökulli baráttu Gunnars Friðrikssonar að þakka, enda naut hann einróma stuðn- ings alls félagsfólksins í þessu máli. Með allt þetta í huga er ekki að undra þótt félagar í Slysavarnafé- lagi íslands meti Gunnar Frið- riksson mikils. Það var félaginu mikið happ að fá hann til forystu, mann, sem með dugnaði og bjart- sýni bar gæfu til að samstilla þá miklu krafta, sem félagið hefur yf- ir að ráða, til enn meiri átaka og nýrra sigra. Hann hélt sannarlega eftirminnilega á því merki, sem brautryðjendurnir hófu svo mynd- arlega á loft í lok þriðja áratugar- ins. Með störfum sínum ávann Gunnar sér þess sem einn af far- sælustu leiðtogum SVFÍ frá upp- hafi. Til marks um viðurkenningu félagsfólksins á störfum hans má nefna, að á 50 ára afmælisfundi félagsins 1978 var hann sæmdur sérstöku heíðursmerki þess, sem einungis áður hafði verið veitt frú Gróu Pétursdóttur, og á lands- þingi 1982 var hann kjörinn heið- ursfélagi þess. Gunnar hefur auk þessa unnið að ýmsum öðrum félagsmálum. M.a. var hann á sínum tíma for- maður fjáröflunarnefndar vegna byggingar sundlaugar í Vestur- bænum, sem átti stóran þátt í að hrinda því þarfa máli í fram- kvæmd. Hann hefur lengi verið í fulltrúaráði Landakotsspítalans og á síðasta sumri var hann kjör- inn í yfirstjórn spítalans. Gunnar vann einnig mörg störf í þágu heimabyggðar sinnar. Það er til marks um traust það, er sveitungar hans báru til hans sem ungs manns, að Verkalýðsfélag Sléttuhrepps kaus hann sem full- trúa sinn á þing Alþýðusambands íslands 1932 og mun hann hafa verið yngsti fulltrúinn á því þingi. Sat hann einnig þingið 1934 og tel- ur hann sig margt hafa lært um menn og málefni á þessum fund- um. Einnig sat hann sem fulltrúi Sléttuhrepps héraðs- og þing- málafundi Norður-ísafjarðarsýslu árið 1933—1935. Eftir að hann flutti suður til Reykjavíkur vann hann ýmis störf og sinnti fyrir- greiðslu fyrir byggðarlagið og m.a. sótti hann fyrir þess hönd stofn- fund Sambands íslenskra sveitar- félaga 1945. Þá hefur hann starfað mikið í átthagafélagi Sléttuhrepps og var formaður útgáfunefndar bókarinnar Sléttuhreppur, sem gefin var út árið 1971 af miklum myndarskap. Er sú góða bók ákaf- lega fróðleg og merkileg heimild um þessa afskekktu og heillandi sveit og um búsetu þar. Gunnar er stoltur af uppruna sínum og æsku- stöðvum. Þá birtir jafnan yfir svip hans og kemur sérstakur glampi í augun, þegar hugur hans reikar vestur þangað og dylst engum, að þær slóðir eru honum kærar. Eiginkona Gunnars er sú ágæta kona, Unnur Halldórsdóttir. Hún er dóttir hjónanna Halldórs Stef- ánssonar og Jóhönnu Þorsteins- dóttur, er bjuggu á Sandbrekku í Hjaltastaðaþinghá og síðar á Fá- skrúðsfirði. Þau Unnur og Gunnar gengu í hjúskap 1940 og telur Gunnar það sitt stærsta gæfuspor. Hefur Unnur jafnan staðið sem klettur honum við hlið og stutt hann í umfangsmiklum og tíma- frekum störfum. Á landsþingi SVFÍ 1982 var Unnur innilega hyllt af fulltrúum og sæmd gull- merki félagsins fyrir óeigingjarnt framlag hennar á þeim vettvangi. Myndarlegt heimili þeirra hjóna hefur ætíð verið miðstöð fjöl- skyldna þeirra að vestan og aust- an og oft verið þar margt um manninn. Móðir Unnar bjó hjá þeim frá 1940 til 1949, er hún lést. Foreldrar Gunnars fluttu til þeirra 1945. Lést faðir hans 1957 en móðir hans flutti að Hrafnistu 1973, þar sem hún bjó uns hún lést sl. sumar. Þau Unnur og Gunnar eiga 3 börn: Friðrik, f. 1941, sem nam við Verslunarháskólann 1 London eft- ir stúdentspróf og er nú fram- kvæmdastjóri Vélasölunnar hf. og hefur tekið þar við stórum hluta af störfum föður síns. Rúnar, f. 1944, menntaður á sviði ljósmynd- unar, kvikmyndunar og í upptöku- stjórn og vann lengi við sjón- varpið, en vinnur nú sjálfstætt við iðnaðar- og tískuljósmyndun. Guðrún, f. 1949, húsmóðir. Eigin- maður hennar, Kristján Georgs- son, er verslunarstjóri hjá Véla- sölunni hf. Barnabörn þeirra hjóna eru 12 og elsti dóttursonur þeirra, Gunnar Heimir, að mestu uppalinn hjá þeim, en hann stund- ar nú nám við Menntaskólann í Reykjavík. Gunnari Friðrikssyni eru færð- ar hugheilar kveðjur á þessum merkisdegi frá slysavarnafólki í öllum landshlutum, frá stjórn SVFÍ og starfsfólki. Við þökkum honum áratuga farsæl forystu- störf í félagi okkar og við vitum, að engin afmælisgjöf yrði honum kærari en vitneskja um að félagið héldi áfram að eflast og styrkjast. Persónulega þakka ég honum vin- áttu og ánægjulegt samstarf í mörg ár, sem hefur verið mér ákaflega mikilvægt. Að lokum árna ég honum og Unni, sem og fjölskyldu þeirra allri, heilla um ókomin ár. Haraldur Henrysson Önnur ljóðabók Sigmundar Ern- is Rúnarssonar ÚT ER komin hjá bókaforlaginu Svart á hvítu ljóðabókin Óstaðfest Ijóð eftir Sigmund Erni Rúnarsson. Náttúran er umfjöllunarefni þessarar bókar. Skáldið leggur land undir fót, finnur sér myndir í öllum blæbrigðum þess. Og jafnan er manneskjan með í för. Óstaðfest ljóð er önnur ljóðabók Sigmundar Ernis Rúnarssonar. Árið 1980 sendi hann frá sér ljóða- bókina Kringumstæður. Sigmundur er norðanmaður, fæddur og upppalinn á Akureyri. Hann starfar nú sem blaðamaður sunnan heiða, við Dagblaðið Vísi í Reykjavík. MASE Mariner 3500 diesel rafstöö fyrir báta og býli Spenna: 220 valt, 1 fasa, 3.500 wött. Vatns eöa sjókæld. Vél brennir dieselolíu eyösla ca. 1 Itr. á klst. Sjálfvlrkur hraöa- stillir viö misjafnt álag. Sjálfvirk- ur afslátturbæöi fyrjr vélografal bjáti eitthvaö á. Hávaöi aöeins 65 db. í 7 m fjarlægö. Vegur aöeins 95 kg. Lokaöur flber- glass kassi umleikur allan rafal- inn. Allar tengingar staösettar á enda vélarinnar eykur þægindi viö frágang. Verö til fiskiskipa aöeins kr. 88.500, án gjalda. Verö til sveitabýla aöeins kr. 142.400. Bjóöum einnig ýmsar aörar stæröir diesel og bensín rafgtöóvfl Verö frá kr. 19.050 fyrir 500 cc. bensínvél. Til afgreiöslu af lager eöa meö stuttum fyrirvara frá verksmiöju. BENCO Bolholti 4. Sími: 91-21945/ 840077. Nýja veröiö kr. 228 Londonlamb' Okkar verð kr. Nýja veröiö kr. 296 Úrbeinuö hangilæri^^Q 331 Úrbeinaöir^^^W ha£Z3Sr148 Nýja veröiö kr. 234 HangilærilOQ Okkar verö kr. ILO Nýja veröiö kr. 217 rúllupylsa Cfl Okkar verö kr. UU Nýja veröið kr. 127 Reykt rúllupylsa "7R Okkarverökr. ff %3 Nýja veröiö kr. 127 kB 'h folalda- í frystinn kr. ff Opið daga til kl. 7 Opið til kl. 4 gw ALLTAF *^OPIÐ í HÁDEGINU KJOTMIDSTOOIN Laugalæk 2 — s. 86511. Höföar til .fólksíöllum starfsgreinumJ JUor£imXiIní»

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.