Morgunblaðið - 29.11.1983, Side 19

Morgunblaðið - 29.11.1983, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983 67 P. Orridge-hjónin gefin saman að heiðnum sið P. Orridge-hjónin, þau Genesis og Paula, meðlimir bresku hljóm- sveitarinnar Psyhcic TV, gerðu það ekki endasleppt í fslandsdvöl- inni, heldur bundu endahnútinn á hana með því að vígjast til hjóna- bands að fornum sið, íslenskum. Það var að sjálfsögðu allsherjar- goði Ásatrúarsafnaðarins, Svein- björn Beinteinsson, sem fram- kvæmdi athöfnina að Draghálsi í Borgarfirði og bar viðstöddum saman um að hún hefði farið hið besta fram. Hljómsveitin Psychic TV hélt sem kunnugt er tónleika fyrir troðfullu húsi í Menntaskól- anum við Hamrahlíð í síðustu viku og var að vonum sæl með undirtektirnar. Héðan hélt sveitin síðan heim tii Bretlands. Psychic TV er með þekktari og umdeildari hljómsveitum þar úti um þessar mundir, og hefur gefið út hljóm- plötur, en tónleikarnir í Hamra- hlíðinni voru fyrstu opinberu tón- leikar þeirra. Áfram skröltir hann þó ÖRN og Örlygur hafa nú gefið út bók- ina Áfram skröltir hann þó, Lífsævin- týri Páls Arasonar, fjallabflstjóra. Bókin er skrásett af Þorsteini Matthíassyni. f frétt fra forlaginu er bókinni meðal annars lýst á eftirfarandi hátt: „Páll lagði ungur á öræfin á hest- um sem þá voru „þarfasti þjónn- inn“, en hann sá eins og fleiri að tími bifreiðarinnar var að taka við því hlutverki. Og upp var lagt og haldið á slóðir útilegumannanna, hvort heldur var Ódáðahraun eða Sprengisandur, klöngrast yfir óbrúaðar ár og straumharðar, úfið hraun eða forarvilpur. Oft miðaði hægt en aldrei var gefist upp og þegar bifreiðirnar biluðu var gripið til ótal ráða við að gera þær gang- hæfar að nýju og þegar þær sátu einhvers staðar fastar var gripið til handaflsins við að koma þeim áfram. Stundum átti það rækilega við sem segir í þekktu gamankvæði Ómars Ragnarssonar, að það hafi verið þrjú hjól undir bílnum, en áfram skrölti hann þó. Páll Arason var einn af frum- herjum í fjallaferðum og ferðamál- um almennt. Ást hans á fegurð ör- æfanna, kyrrð þeirra og mikilfeng- leik átti sinn þátt í að knýja hann til að ganga eða sigrast á viðfangs- efnum, oft í hópi glaðværra vina.“ Áfram skröltir hann þó er skráð af Þorsteini Matthíassyni. Bókin er filmusett og prentuð í prentstofu Guðmundar Benediktssonar en bundin í Arnarfelli. Kápugerð ann- aðist Sigurþór Jakobsson. Allsherjargoóinn á Draghálsi, Sveinbjörn Beinteinsson, ásamt brúðhjónunum og frumburði þeirra, Caresse, að lokinni athöfninni. (Ljósm. Haflifti.) Fyrirliggjandi í birgðastöð PRÓFÍL PÍPUR Stál 37. DIN 2394 □ [ □ [ ][ ] □ □□ Fjölmargir sverleikar. Lengd 6 m. SINDRA STALHF Borgartúni 31 sími 27222 Húsbyggendur Byggingameistarar Húseigendur Nýjung á íslandi Betokem SUM Gólfílögn Nú þarft þú ekki lengur aö bíöa í 5—6 daga eftir aö gólfílögnin þorni og þú getir haldiö áfram. Meö því aö nota Betokem sjálfútjafnandi ílögn í gólfin getur þú unniö 5 daga, Betokem gólfílögnin harðnar svo fljótt aó þú getur keyrt á gólfinu eftir 24 tíma. SUM gólfílögn hefur veriö í þróun í Þýskalandi, Svíþjóö og Noregi sl. 15 ár og hefur sýnt aö hún stenst fyllilega allar þær gæöa-, þol- og styrkieikakröfur sem settar voru í upphafi og síðar hafa komið fram. Það hefur enda sýnt sig á söluþróuninni sl. 7 ár aö þarna er á feröinni algjör bylting í gólfílögn, salan hefur nónast þotið upp og ekki hefur veriö hægt að anna eftirspurn fyrr en nú. Betokem A/S í Noregi er leiðandi fyrirtæki í kemiskum efnum fyrir steinsteypu. Þeir hafa leyst óteljandi vandamál fyrir norskar steypustöðvar, rafmagsveiturn- ar, vegagerðina, járnbrautirnar, og siðast en ekki síst verkefni í sambandi viö oliuborpallana, þar sem þeir þróuöu upp efni og aðferðir til aö gera steypu sveigj- anlega. Þeir hjá Betokem eru líka sérfræðingar í að leysa allskonar vandamál meö gólf og efni sem mikiö mæöir á. Okkur er sönn ánægja að geta nú boðið uppá þeirra efni og aðferðir hér á landi. Fyrir þá sem vilja kynna sér nánar þær nýjungar sem Betokem hefur uppá aö bjóöa verður fulltrúi frá þeim hér á landi 5.—9. desember og gefur nánari upplýs- ingar. Vinsamlegast hafiö samband viö okkur i síma 50538. • Látiö okkur leysa lekavandamálið í eitt skipti fyrir öll • Kemperol, Fillcoat, Noxyde, ódýr en góð lausná vanda- málaþök • Samskeytalaus gúmmídúkur yfir allt þakið • Leitið nánari upp- lýsinga Murfill samskeita- laus teyjanleg klæóning á húsið Algjör vatnsvörn sem andar og hleypir út raka, harönar ekki og hrekkur því ekki í sundur. Klæddu húsiö þitt með Murfill og sparaöu 50—60% Fjölbreytt litaúrval • Margar tegundir slitlaga á gólf og svalir • Frábær efni og vönduö vinna tryggja gæöi og endingu $. Sigurósson hf. Hafnarfiröi, sími 50538.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.