Morgunblaðið - 29.11.1983, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983
71
til Singapúr og yfir Syðra-
Kínahaf. Það voru kolanámalög-
in frá 1911 og endurbætur á
þeim sem leiddu til þess að líðan
og aðbúnaði námahestanna brá
til hins betra. En allt tók þetta
langan tíma. Það var ekki fyrr
en 1949 að lögbundinn hámarks-
vinnudagur var ákveðinn fyrir
hestana og þá um leið húsbænd-
ur þeirra, verkamennina sjálfa.
-r Jafnvel enn í dag er notk-
un hesta í námu bundin við-
kvæmum tilfinningum, segir
talsmaður kolafélagsins. — Það
eitt að sjá námahest vekur
margskonar tregablandnar
minningar. En ef þú sýnir
mönnum smáhest þrjá kíló-
metra niðri í jörðinni með vagn
í eftirdragi, verða þeir reiðir og
mótmæla kröftuglega.
Nú er svo komið, að hestarnir
eru ekki látnir draga kol heldur
ýmsan útbúnað og áhöld þar
sem ekki svarar kostnaði að
grípa til véltækninnar.
Stærri smáhestar
nú á dögum
Á þeim tíma, er smáhestarnir
drógu kolavagna um þrönga
gangana, varð að nota smærri
hesta en nú er gert. Flestir hest-
anna, sem voru folar, voru hár-
reyttir fyrir púlið í námunum,
af hestasalanum. Stærð og
þungi námahestanna nú til dags
veldur því að þeir eru miklu
kröftugri og megna að draga
þunga burðarbjálka og námu-
stoðir í afkimum þar sem vélar
koma ekki að liði.
Hestarnir koma sér líka vel
þegar flytja skal burt ýmiss
konar útbúnað úr námagöngum,
þar sem starfsemi öll hefur
lagzt niður.
í Stóra-Bretlandi eru yngri
hestar en fjögra vetra ekki
sendir niður í námurnar. Lungu
þeirra þurfa að vera vel þroskuð
fyrir þá kraftraun sem er í því
fólgin að lifa neðanjarðar í ein
fimmtán, sextán ár.
Brezka kolanámustjórnin við-
urkennir fúslega að hestar séu
notaðir í námum af hagkvæmni-
ástæðum. Þeir, sem eru á móti
notkun þeirra, halda því fram að
það séu léleg rök. Þeir benda á
að hver hestur útheimti þrjá
menn: hestahirði, járningamann
og aktygjasmið.
Smáhestarnir eru
heppilegir
Þetta vilja námaverkamenn-
irnir í Suður-Wales ekki heyra
nefnt, að minnsta kosti ekki þeir
sem vinna í nokkrum einkanám-
um sem reknar eru þar. Flestar
af þessum námum, eins og þær
t.d. í Apntygaseg, í grennd við
Pontypool í Gwent, eru námur
sem ganga lárétt inn í fjallið en
ekki lóðrétt niður. Þarna hæfa
smáhestarnir vel, af því að þeir
komast nær staðnum þar sem
kolin eru brotin en vélknúnar
grindur sem fara eftir járn-
brautarteinum.
Hvað sem því líður er úti sú
tíð, þegar smáhestur dró áttatíu
kolahlöss daglega eftir náma-
göngunum, og hvert þeirra var
hálf smálest. En þannig var það
nú fram yfir árið 1950, og þá
voru ellefu þúsund námahestar í
Stóra-Bretlandi sem höfðu
fimm daga viku og vinnudag
sem var hálf sjöunda klukku-
stund. Við lok þess áratugar, er
nú stendur yfir, verða allir smá-
hestarnir horfnir úr námunum.
Löng hefð er þar með úr sög-
unni.
Við lestur þessarar greinar
minnast margir gamlir íslend-
ingar áreiðanlega með trega
frísku folanna, sem sendir voru
héðan í þúsundatali í kvalastað
kolanámanna í Stóra-Bretlandi.
— Sig.G.
Frá fundinum á Hótel Sögu.
Hundaræktarfélagið
gerir tillögur um
hundahald í Reykjavík
Sunnudaginn 20. nóv. sl. var hald-
inn almennur fundur á Hótel Sögu,
Súlnasal. Til fundarins boðuöu
Hundaræktarfélag íslands, Hunda-
vinafélag íslands, Dýraspítali Wat-
sons, Dýraverndunarfélag Reykja-
víkur og Samband dýraverndunarfé-
laga Islands.
í frétt frá þessum aðilum segir:
„Fundarefni var ófremdarástand í
hundamálum í Reykjavík og kynn-
ing Hundaræktarfélags ísíands á
tillögum að reglum um leyfi til
hundahalds í Reykjavík.
Fundurinn var mjög fjölsóttur
og hvert sæti í salnum skipað.
Frummælendur voru: Guðrún
Guðjohnsen form. Hundaræktar-
félags íslands, Jón Kristjánsson
stjórnarmaður í Hundaræktarfé-
lagi fslands, Kristjana Samper
form. Kópavogsdeiídar Hunda-
ræktarfélags íslands, Jórunn Sör-
ensen, form. Sambands dýra-
verndunarfélaga íslands, og Stef-
án Jónsson fyrrv. alþingismaður.
Umræður voru miklar og mál-
efnalegar og fundargestir á einu
máli um að brýna nauðsyn bæri til
að bæta núverandi ástand og leyfa
hundahald í borginni með ákveðn-
um skilyrðum. Borgin væri orðin
eins og eyland, umkringd bæjar-
félögum er leyfðu hundahald. Ekki
yrði heldur lengur við það unað að
íbúar borgarinnar yrðu fyrir
ofsóknum af háifu yfirvalda fyrir
það eitt að vilja eiga hund að fé-
laga og vini. Þörfin fyrir hund er
síst minni nú en áður með breytt-
um þjóðfélagsaðstæðum.
í lok fundarins var samþykkt
eftirfarandi ályktun:
Almennur fundur haldinn á
Hótel Sögu sunnudaginn 20. nóv.
1983 fagnar þeirri endurskoðun á
reglum um hundahald í Reykjavík
sem nú stendur yfir. Hvetur fund-
urinn borgarfulltrúa til þess að
styðja þær hugmyndir sem settar
hafa verið fram um að leyfa
hundahald í borginni með ákveðn-
um skilyrðum þannig að Reyk-
víkingar hafi leyfi til hundahalds
líkt og gerist í nágrannabyggðun-
um. í því sambandi vísar fundur-
inn til þeirrar tillögu sem stjórn
Hundaræktarfélags íslands hefur
gert til borgaryfirvalda um reglur
fyrir hundahald í Reykjavík."
Tillögur Hundaræktar-
félags íslands
Borgarstjórn Reykjavíkur veitir
leyfi til hundahalds með eftirfar-
andi skilyrðum:
a) Hundurinn skal skráður hjá
borgaryfirvöldum, svo og nafn eig-
anda eða ábyrgðarmanns.
b) Leyfishafi geri sér grein fyrir
ábyrgð sinni gagnvart hundinum
og umhverfi sínu og hafi náð lög-
aldri. Eiganda er skylt að sækja
námskeið varðandi meðhöndlun
dýra.
c) Skráningargjald sé kr. 2.000,-
en árgjald kr. 500,- sem greiðist 1.
mars ár hvert. Við greiðslu skal
sýna hundahreinsunarvottorð og
tryggingarskírteini.
d) Hundurinn skal vera ábyrgð-
artryggður hjá viðurkenndu
tryggingarfélagi, skírteini skal
sýnt við greiðslu hundagjalds.
e) Hundurinn skal bera hálsól og
númer svo unnt sé að rekja hann
til eiganda. Lausan hund án
merkis og ólar má taka í vörslu
yfirvalda sem auglýsa hundinn
eftir nánari reglum og skal hans
vitjað innan 14 daga og hann
leystur út gegn gjaldi. Verði hans
ekki vitjað innan 14 daga frá aug-
lýsingu, er heimilt að ráðstafa
honum til ábyrgs heimilis eða af-
Finnur Sigurjónsson bókavörður á Seltjarnarnesi í nýja bókasafninu, en
húsnæðið er liðlega 400 fermetrar. Safnið var áður í 80 fermetra kjallara-
húsnæði í Mýrarhúsaskóla. MorgunbiaAið/ öi.k.m.
Seltjarnarnes:
Bókasafnið í nýtt húsnæði
Bókasafn Seltjarnarness hefur
flutt í nýtt húsnæði að Melabraut
9, og er þar á efri hæð Heilsu-
gæslustöðvarinnar.
f frétt frá bæjarstjórninni á
Seltjarnarnesi segir, að margs-
konar nýmæli verði tekin upp í
rekstri safnsins nú þegar flutt er í
rúmgott húsnæði. Safnið mun
taka upp bókmenntakynningar,
sýningar ýmiss konar svo og
margskonar starfsemi sem ekki
hefur verið hægt að sinna til þessa
vegna þröngs húsakosts.
í desember mun safnið kynna
sögu Framfarafélags Seltjarnar-
ness, sem hefði orðið 100 ára í
haust en það félag stofnaði m.a.
bókasafnið 1885.
lífa á mannúðlegan hátt.
f) Hundurinn skal ætíð hafður í ól
á götum borgarinnar, og almenn-
ingsgörðum og varðar brot sekt-
um. Lausa hunda sem eru merktir
skal meðhöndla á sama hátt og
ómerkta hunda, nema hafa skal
upp á eiganda og honum gert að
leysa út hundinn gegn áföllnum
kostnaði.
g) Hundurinn skal hreinsaður af
innyflaormum á hverju ári eftir
nánari fyrirmælum yfirvalda.
Vottorð um hreinsun skal sýna við
greiðslu hundagjalds og skal það
eigi vera eldra en 3ja mánaða.
h) Valdi hundur nágrönnum
ónæði vegna hirðuleysis eiganda,
er eiganda skylt að verða sér úti
um fræðslu og lagfæra ástandið.
Sé um ítrekað brot að ræða og
orsökin sinnuleysi eiganda eru
viðurlög sektir sem fara hækkandi
við ítrekuð brot.
i) Við ítrekuð brot á reglum þess-
um, svo og ef eigandi eða ábyrgð-
armaður hunds er ber að því að
fara illa með hund sinn, getur
borgarstjóri svipt viðkomandi
leyfi til að halda hundinn.
NÝ VERSLUN AÐ LAUGAVEGI 32
AÐALSTRÆTI 9 — SÍMI: 21785-27620
EN0UR
06
HENDUR
0PNAVIÐIAU6AVEG
Allt það nýjasta úr
tískuheimi barnanna