Morgunblaðið - 29.11.1983, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 29.11.1983, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983 77 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Væri ekki mannúðlegra að aflífa hestana hér heima? Margrét Hjálmtýsdóttir skrifar: „Velvakandi! Fréttin í Morgunblaðinu 23. nóv. um umræður um sölu hrossa til slátrunar í Hollandi finnst mér ógeðsleg. Hesturinn, sem löngum var kallaður þarfasti þjónn mannsins, er eins og allir vita tryggur sínum heimahögum og vitur skepna. Væri ekki mannúð- legra að aflífa hestana hér heima og senda Hollendingum skrokk- ana, heldur en að stafla dýrunum hundruðum saman í skip, þar sem þeir hrekjast dögum saman, kannski sjóveikir og angistarfull- ir, til að verða deyddir í framandi landi? Og við hvernig aðstæður? verknaði ekki sorglega fengnir í dýraverndarfélögum og hesta- Verður ágóðinn af slíkum blóðpeningar? Hvað segja félagar mannafélögum um þetta?“ Linton Kwesi Johnson Linton Kwesi á trygga aðdáendur hér á landi - en þeir komast ekki allir á tónleikana Elísabet Ólafsdóttir og Kristín Þorsteinsdóttir skrifa: „Velvakandi. Við ætlum að byrja á því að þakka Peter O’Peach fyrir mjög góða grein í dálkum þínum á þriðjudag (22. nóv.). Við erum al- veg vissar um að Linton Kwesi Jo- hnson á trygga aðdáendur hér á landi. Og enn fleiri vilja sjá þenn- an sögufræga tónlistarmann og ljóðskáld, en eru ekki allir yfir 18 ára aldri og komast því ekki í Sig- tún. Við leyfum okkur því að koma með þá tillögu, að aldurstakmark verði lækkað, allavega niður í 16 ára aldur. Með fyrirfram þökk, ef eitthvað verður gert í málinu. Sjáumst von- andi á tónleikunum." Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orða- skipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nðfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér i dálkunum. Því böli get- um við L.H. skrifar: „Hjartans þakkir til land- búnaðarráðherra, Jóns Helga- sonar, og fjármálaráðherra, Alberts Guðmundssonar, fyrir að mótmæla því í útvarpi í kvöld, að bjór verði leyfður á afstýrt íslandi. Ef sala á bjór yrði leyfð hér á landi, yrði það mikil þjóðar- ógæfa. Því böli getum við af- stýrt. Þökk fyrir birtinguna." Hvað á að gera við alla bflstjórana? Sigríður Auðuns, Dunhaga 13, skrifar: „Sjálfstæðisfólk varð fyrir vonbrigðum, þegar Matthías Bjarnason fékk sér bíl fyir lít- inn pening. Margir vonuðu, að fram- sóknarráðherrarnir yrðu látn- ir einir um slíka verslun, nú á þessum erfiðu tímum. Ráðherrann segir, að hann vilji gjarnan aka bíl sínum sjálfur. En hvað á þá að gera við alla bílstjórana, sem aka ráðherrabílunum. Þeir eru sagðir orðnir fleiri en ráðherr- arnir og hafa engin smánar- laun; eru sagðir hafa 40 þús. kr. á mánuði." Vísa vikunnar Ég veró að segja eins og er, alveg gengur fram af mér; stelpur tvær með bera bossa brjóstum framan í mig hossa. Ég geysa út úr Glæsibæ, í grimman lögfræðing mér næ og kæri. En get ekki hætt að hugsa um þessi læri. Hákur GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Hann hægði á hlaupunum en stöðvaði þó ekki. Rétt væri; ... stöðvaðist þó ekki. Eða: ... nam þó ekki staðar. Sjúkranuddstofa Hilke Hubert Hverfisgötu 39 Opið kl. 8.00—18.30 mánudaga til föstudaga. Tímapantanir í síma 13680 kl. 13.00—18.00. IplkRip^m unga fólkic biður um! • * 8 s 'an 5s 5<. ?S. i □ Hvað segja popp- stjörnurnar? OHvaða plötur eru bestar? □Hvaðer skallapopp? Fl°>'ar 'toJS,Ss Cu"nar ÞessUfnspurningumogótatöðrumsvarar ÆSKAN 83 «S-9/qh ,60'6?. 38 8; '5? ,JS(i ro. ?4 'aór Ha,"aó,Gun _______ 0r> bls Hamar og sög er ekkinóg NEMA ÞÚ VEUIR RÉTTA EFNIÐ^ Vegg- og loftklæðning , í glæsilegu úrvali úr eik, aski, beiki, gullálmi, furu, antikeik, mahogany, palesander og 10 tegundir til viðbótar. Vsrð frá afteins kr. 75 pr m’. BJORNINN HF Skulatuni 4 - Simi 25150 - Reykjavík 4? wgpssmiifetfr Gódan daginn!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.