Morgunblaðið - 29.11.1983, Síða 30

Morgunblaðið - 29.11.1983, Síða 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983 Landsfundur Alþýðubandalagsins ... Þingmenn flytji tillögu á Alþingi gegn herskyldu LANDSFIJNDUR Alþýðubandalags- ins samþykkti tillögu þess efnis að þingmönnum flokksins er falið að flytja á Alþingi tillögu þess efnis að hver og einn hafi rétt tii aö neita að gegna herskyldu. Tiliagan var sam- þykkt samhljóða. Tillagan var flutt af nokkrum ungum Alþýðubandalagsmönnum og fól í sér hvatningu til þing- manna flokksins um að ná sam- komulagi við þingmenn annarra flokka um stuðning við þau mann- réttindi á alþjóðvettvangi, að hver og einn hafi rétt til að neita að gegna herskyldu. Tillagan var síð- an til umfjöllunar í alls- herjarnefnd. Þar var hún endur- orðuð og síðan samþykkt af fund- inum svohljóðandi: „ Landsfundur Abl. felur þingmönnum flokksins að flytja á Alþingi tillögur til stuðnings við þau mannréttindi, að hver og einn hafi rétt til að neita að gegna herskyldu af trúar- legum, tilfinningalegum eða öðr- um hugmyndafræðilegum ástæð- um.“ Fyrsti „sérgreindi" hópurinn stofnaður á landsfundinum FYRSTI „sérgreindi“ hópurinn sem æskti inngöngu í Alþýðubandalagið eftir að ný lög um starfsemi flokks- ins tóku gildi var stofnaður á þeim sama landsfundi, en það eru Samtök áhugamanna um landbúnaðarmál. Stofnendur voru formenn kjördæm- issamtaka flokksins og formaður Neytendafélags Reykjavíkur. Frá þessu var skýrt af fundar- stjóra landsfundarins, Helga Selj- an. Hann sagði einnig að annað félag, „Gránuféiagið", hefði sótt um inngöngu í flokkinn, en Baldur Óskarsson framkvæmdastjóri Al- þýðubandalagsins sagði í samtali við blm. Mbl. í gær, að þar væri um misskilning að ræða. Fundar- stjóri hefði fengið í hendur miða sem hann og vinur hans, Guð- mundur Birkir, hefur verið að senda sín á milli á fundinum. Á miðanum hefðu þeir í gamni verið að velta því upp að „Gránufélag- ið“, sem Baldur sagði ekki til nema í orði, yrði fyrst félaga til að sækja um inngöngu eftir laga- breytingarnar. Tillögu um jöfnun atkvæðis réttar vísað frá TILLÖGU um jöfnun atkvæðisréttar sem tveir landsfundarfulltrúar fluttu á landsfundi Alþýðubandalagsins um helgina var vísað frá með öllum greiddum atkvæðum gegn tveimur samkvæmt tillögu þar að lútandi frá allsherjarnefnd landsfundarins. Flutningsmenn tillögunnar voru Arthur Morthens og Guðmundur Árni Sigurðsson, en hún var svo- hljóðandi: „Landsfundur AB skor- ar á þingflokk AB að beita sér fyrir jöfnun atkvæðisréttar í land- inu. Fundurinn leggur áherslu á að þær breytingar sem gera þarf á lögum og stjórnarskrá verði sam- þykktar fyrir næstu alþingiskosn- ingar.“ I rökstuðningi allsherjarnefnd- ar fyrir því að tillögunni skyidi vísað frá er m.a. vísað til sam- þykktar flokksráðsfundar á árinu 1981, þar sem segir m.a.: „Kosn- ingaréttur verði jafnaður eftir búsetu þannig að náist a.m.k. sama hlutfall milli kjördæma og gilti eftir kjördæmabreytinguna árið 1959.“ Fréttir frá fyrstu hendi! „Framtíð án fjötra“ verði kjörorð sveitarstjórnarmanna innan flokks - sagði Logi Kristjánsson bæjarstjóri á Neskaupstað „VIÐ höfum átt í stöðugri baráttu fyrir okkar málum og mér datt í hug að kjörorð landsfundarins, „Framtíð án fjötra“, yrði næsta kjörorð okkar sveitarstjórnarmanna innan flokks- ins,“ sagði Logi Kristjánsson bæjar- stjóri á Neskaupstað m.a. í umfjöll- un um tillögu um sveitarstjórnarmál- efni á landfundinum um helgina. Sló í brýnu milli sveitarstjórnarmanna og þingmanna vegna tillögunnar, sem Skúli Alexandersson alþingis- maður flutti frávísunartillögu við. Allsherjarnefnd landsfundarins vann tillöguna og lagði fyrir fund- inn. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að sveitarfélögin hafi sem víðtæk- ast sjálfsforræði. Þá segir í tillög- unni: „Landsfundur Alþýðubanda- lagsins er þeirrar skoðunar að eigi sveitarfélögin að geta rækt hlut- verk sitt þurfi að vinna markvisst að stækkun þeirra." Einnig er sagt að löngu sé tímabært að sveitar- félögum verði sett fastákveðin tímamörk, t.d. eitt til tvö kjör- tímabil til að ganga til frjálsrar sameiningar þar sem minnstu stjórnsýslueiningar verði ekki undir 400 íbúum að jafnaði. Einn- ig er fjallað um aö sýslumörkum verði breytt og að sýslunefndir verði lagðar niður. Skúli Alexandersson lýsti sig andvígan tillögunni og flutti til- lögu um að vísa henni til ráð- stefnu um sveitarstjórnarmál og miðstjórnar. Sveitarstjórnarmenn lýstu furðu sinni á afstöðu þing- manna og var Logi Kristjánsson bæjarstjóri á Neskaupstað m.a. þungorður í garð flokksbræðra sinna. Sagðist hann vægast sagt undrandi á að lenda í þessari and- stöðu við þingflokkinn og sagðist vænta þess að fá stuðning flokks- félaga sinn til að ályktunin yrði samþykkt. ólafur Ragnar Gríms- son greip fram í fyrir Loga í miðri ræðu og spurði: „Má ég spyrja. Er- uð þið þá að leggja til um leið að einn þriðji hluti sveitarstjórna í landinu verði lagður niður?" Logi svaraði: „Það er ekki verið að leggja neitt til. Það er verið að efla sveitarfélögin þannig, að þau verði fær um að leysa þau félagslegu verkefni sem þeim ber að gera.“ Hlaut Logi mikið klapp fundar- manna fyrir ræðu sína, en í henni benti hann þingmönnunum einnig á að nýverið hefði verið samþykkt- ur sáttmáli um sveitarstjórnar- mál á vegum Evrópuráðsins og að- eins smáhluti þeirra samþykkta kæmi fram í tillögunni á fundin- um. Frávísunartillaga Skúla kom síðan til atkvæða og var hún sam- þykkt með 54 atkvæðum gegn 43. Eftir að tillögunni var vísað frá var samþykkt önnur tillaga sam- hljóða þess efnis að landsfundur- inn telji að efla þurfi samvinnu sveitarstjórnarmanna flokksins og marka stefnu hans í sveitar- stjórnarmálum. Framkvæmda- stjórn flokksins er og hvött til að koma á ráðstefnu um sveitar- stjórnarmál, þar sem m.a. verði rætt um stofnun formlegs sveit- arstjórnarmannaráðs Alþýðu- bandalagsins. Jafnframt er fram- kvæmdastjórninni falið að beita sér fyrir fundum sveitarstjórn- armanna Alþýðubandalagsins i tengslum við ráðstefnur á vegum flokksins og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Eggjasölutillögunni vísað til miðstjórnar - Súrt að ekki skuli tekið á neinum atvinnumálum, sagði Ásmundur Stefánsson „MKR finnst það súrt að við göng- um af þessum fundi án þess að það sé tekið á neinum atvinnumálum yf- irleitt. Það er búið að klippa allt út úr sjávarútvegskaflanum, þannig að það stendur ekki einu sinni eftir að við höfum tekið eftir því að hér er aflabrestur og ýmislegt annað að í þjófélaginu," sagði Ásmundur Stef- ánsson, forseti ASÍ, m.a. í rökstuðn- ingi sínum fyrir því að tillaga um sölueinokun á eggjum, kjúklinga- og svínakjöti yrði samþykkt á lands- fundinum. Allsherjarnefnd sem fjall- aði um tillöguna lagði til að henni yrði vísað til miðstjórnar og var sú tillaga samþykkt með 57 atkvæðum gegn 34. Flutningsmenn tillögunnar auk Ásmundar voru Jóhannes Gunn- arsson og nokkrir forustumenn úr verkalýðshreyfingunni, en i tillög- unni er mótmælt hugmyndum um framleiðslu- og sölueinokun á eggjum, kjúklinga- og svínakjöti, sem Framleiðsluráð landbúnaðar- ins er sagt hafa sett fram með stuðningi landbúnaðarráðherra. Segir að slík einokun sé skaðleg bæði fyrir neytendur og íslenska bændastétt þar sem hún hindri eðlilega framleiðsluþróun. Andmælendur tillögunnar bentu m.a. á að tillaga sama efnis hefði verið til umfjöllunar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, en meðmælendur sögðu að Al- þýðubandalagið mætti ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ákveða gjörð- ir sínar, því síður láta hægri öfl- unum eftir hugtakið frelsi. Þor- grímur Starri var einn andmæl- enda tillögunnar og sagði hann m.a.: „Ég óska verkalýðshreyfing- unni og þá sérstaklega Ásmundi Stefánssyni til hamingju með það að eiga þessa dýrðarinnar ríkis- stjórn í landinu, sem gætir svona sérstaklega vel að hag neytenda. Ég lýsi því yfir sem mínu stefnu- markandi atriði að koma á hinu frjálsa markaðskerfi í einu og öllu. Það er grunntónninn í því að vera á móti þessu eggjadreif- ingarkerfi. Ef þetta er það sem verkalýðshreyfingin er að óska sér til hagsbóta ætti hún að fá sér- staka rödd hjá Sjálfstæðisflokkn- um og jafnvel eiga fulltrúa á landsfundi þeirra." Fyrirliggjandi í birgðastöð Stál 37.2 og 42 DIN 17100 Þykktir 2-50 mm.Ýmsar stæröir, m.a. 1000x2000 mm 1500x3000 mm 1500x5000 mm SINDRA 1500x6000 mm 1800x6000 mm 2000x6000 mm STALHR Ðorgartúni 31 sími 27222 Nefndalaun ekki í flokkssjóði í UMFJÖLLUN um ný lög Alþýdu- bandalagsins á landsfundinum um helgina kom m.a. fram tillaga frá Þorbirni Broddasyni þess efnis, að ákvæðið um að miðstjórn geti ákveð- ið að nokkur hluti launa flokks- manna, sem sitja í launuðum nefnd- um á vegum flokksins, renni í flokkssjóði, yrði fellt niður. Tillagan var samþykkt með 76 atkvæðum gegn 61. I rökstuðningi sínum með tillög- unni sagði Þorbjörn m.a. að laga- ákvæði þetta væri ekkert annað en viðurkenning á því að Alþýðu- bandalagið úthluti bitlingum. Þá væri þetta niðurlægjandi fyrir þá sem störfuðu í nefndum og mætti skilja svo, að Alþýðubandalagið áliti að nefndarmenn ynnu ekki fyrir þessum launum sínum. Þá sagðist hann hafa kannað málið á flokksskrifstofunni og fengið upp- lýst, að Alþýðubandalagið fengi aðeins par tugi þúsunda króna á þennan hátt og það hlyti að vera unnt að ná þeim úr vösum flokks- manna á annan hátt. Tillaga Þorbjörns var síðan samþykkt með 76 atkvæðum gegn 61, eins og fyrr segir. fMörgiwáMaMfo Metsölubiadá hveijum degi!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.