Morgunblaðið - 29.11.1983, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983
79
Ályktun miðstjórnar ASÍ:
Lækkandi skatttekjur ríkissjóös
stafa af kaupmáttarhrapi almennings
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi ályktun frá miðstjórn
ASÍ:
Á fundi miðstjórnar Alþýðu-
sambands íslands var einróma
samþykkt eftirfarandi ályktun:
„Forsvarsmönnum stjórn-
valda hefur að undanförnu verið
tíðrætt um væntanlega lækkun
skatta á næsta ári.
Af þessu tilefni telur mið-
stjórn ASÍ óhjákvæmilegt að
benda á að lækkandi skatttekjur
ríkissjóðs í fjárlagafrumvarpi
eiga ekki rætur að rekja til
skattalækkunar heldur þeirrar
einföldu staðreyndar, að kaup-
máttarhrap almennings hefur
þrengt þannig að, að fólk verður
að draga úr kaupum á bílum og
öðrum skattlögðum vörum.
Sé litið til beinna skatta blasir
við af fjárlagafrumvarpinu, að
samhliða 15% hækkun kaup-
taxta á milli ára ætlar ríkissjóð-
ur að sækja 27% tekjuskatts-
aukningu af hverjum skattgreið-
anda. Jafnframt liggur fyrir að
útsvar og fasteignagjöld munu
hækka um 53% að óbreyttum
álagningareglum. Fari svo mun
byrði beinna skatta hækka úr
1216% tekna á þessu ári í 14*A%
á árinu 1984.
Hér verður ekki tekin afstaða
til verkaskiptingar ríkis og
sveitarfélaga eða hvernig gjöld-
um er skipt á milli þeirra en
augljóslega er knýjandi nauðsyn
að gera ráðstafanir til þess að
komist verði hjá þessum skatta-
hækkunum."
Örn og Örlygur:
Orðabelgur
- myndskreytt oröabók fyrir börn
Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf.
hefur endurútgefið hina mjög svo
sérstæðu orðabók fyrir börn,
Orðabelg, sem ber undirtitilinn
Myndskreytt orðabók fyrir börn.
Stefán G. Jökulsson íslenskaði
textann sem er eftir Heather Am-
ery. Teikningar í bókinni eru eftir
Stephen Cartwright en ráðgefandi
við efnisvalið var Betty Root við
lestrarkennsludeild Reading-há-
skóla.
í frétt frá útgefanda segir:
Orðabelgur kom fyrst út á ís-
lensku árið 1980, en seldist fljót-
lega upp og hefur ekki verið fáan-
leg aftur fyrr en nú. Bókin hefur
notið mikilla vinsælda barna, for-
eldra og kennara.
Betty Root segir um bókina á
bókarkápu: „Vonandi þykir sem
flestum börnum þessi nýstárlega
orðabók skemmtileg. Börnum þyk-
ir fátt jafngaman og að skoða eða
lesa bók með fullorðnu fólki og
víst er að myndirnar gefa þeim
ærið tilefni til samtals við for-
eldra og kennara. Tilvalið er að
börnin nefni fyrst hverja persónu,
dýr eða hlut sínu nafni og með
hvatningu og hjálp mun þeim
brátt takast að tengja orðin
myndunum.
Bókin örvar einnig ímyndunar-
afl barna sem lengra eru komin í
lestrarnáminu og auðveldar þeim
að semja stuttar sögur eða frá-
sagnir.
Aftast í bókinni er orðunum
raðað í stafrófsröð. Þar geta börn-
in leitað orða og síðan fundið rétta
blaðsíðu og mynd. Þannig þjálfast
Hsatíw Afr«ty og Stetihen Cart*r»gM _ ö M
mmmm*
Myndskreytt orftabök
handa öömum
t M ~
?| -— — — |L ^fealf,
^4 _
þau í að nota uppsláttarrit og
orðabækur. Munið að í Orðabelg
eru þúsund orð. Það tekur sinn
tíma að læra þau öll.“
Allar myndir í bókinni eru lit-
prentaðar. Á hverri opnu leynist
önd sem stundum getur verið erf-
itt að finna og börnin hafa gaman
af að leita að. Setning og filmu-
vinna fór fram á Prentstofu G.
Benediktssonar en bókin er prent-
uð á Englandi."
örn og Örlygur:
Barnabók með
nýju sniði
Bói og Bina á töfrateppinu
SUMAR bækur sameina leik og
lestur. Ein slík er bókin Bói og
Bína á töfrateppinu eftir Richard
Fowler í þýðingu Fríðu Björns-
dóttur. Framan á bókinni er plast-
vasi og í honum sitja þau Bói og
Bína á töfrateppinu tilbúin að
fljúga á teppinu fram og aftur um
bókina með aðstoð lesandans.
Bókin Bói og Bína á töfratepp-
inu er í stóru broti og öll litprent-
uð. Á hverri síðu er rifa fyrir
töfrateppið og þegar barnið sting-
ur teppinu gegnum rifuna birtast
því nýir og nýir ævintýraheimar.
Setning og filmuvinna var unn-
in hjá Prentstofu G. Benedikts-
sonar. Þorkell Sigurðsson sá um
stafateikningu, en prentun og
band var gert í Singapore.
Kvæði
- endurútgefin Ijóðabók
Jakobínu Sigurðardóttur
Út er komin í annarri útgáfu
ljóðabók Jakobínu Sigurðardóttur,
KVÆÐI. Hún kom áður út árið
1960 en hefur lengi verið ófáanleg.
Jakobína er þekktari sem skáld-
sagnahöfundur en ljóðskáld, en
mörg kvæða hennar hafa orðið vel
kunn, einkum baráttukvæðin.
Þessi nýja útgáfa er aukin ljóðum
sem Jakobína hefur ort síðan
KVÆÐI komu út, sum hafa birst
á prenti, önnur ekki. Meðal þeirra
eru baráttukvæði og mörg per-
sónuleg ljóð.
Bókin er 154 bls. að stærð, unnin
í Prentsmiðjunni Hólum hf. Jón
Reykdal hannaði útlit og gerði
kápu.