Morgunblaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1983 Eyjólfur Konráð krefst lækkunar vörugjalds — kveðst ekki afgreiða málið óbreytt úr nefnd í gær var unniA að þakviðgerðum á þeim húsum, sem urðu illa úti í óveðrinu í Grindavík. Morgunblaðið/Guðfinnur. Grindavík: Þakplötur losn- uðu og þök lyftust (árindavík, 30. nóvember. EINDKKGIN krafa hefur komið fram innan þingflokks Sjálfstæðis- flokksins að undanförnu um að hið svoncfnda „sérstaka, tímabundna vörugjald“ verði lækkað verulega. Það er Eyjólfur Konráð Jóns- son, alþm., sem hefur beitt sér fyrir lækkun vörugjaldsins. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðs- ins mun þingmaðurinn hafa til- kynnt þingflokknum og forsvars- mönnum ríkisstjórnarinnar, að hann muni ekki afgreiða frum- varp um framlengingu vörugjalds- ins óbreytt úr nefnd. Máli sínu til stuðnings vísar Eyjólfur Konráð Greiðslukortafyrirtækið VISA- ísland hefur með bréfi boðið kaup- mönnum viðskipti miðuð við að kaupmenn greiði frá 3% þóknun fyrir viðskiptin, en kaupmenn hafa til þessa þurft að greiða á bilinu 4—5% þóknun fyrir viðskipti hjá Eurocard. Kaupmenn ákváðu, þegar tilboð VISA-Island barst, að óska eftir viðræðum um enn lægri þóknun. Tveir nýir salir í Austur- bæjarbíó? HUGMYNDIR eru uppi um að Aust- urbæjarbíó taki í notkun tvo nýja sýningarsali í byrjun næsta árs. Sal- irnir verða í þeim hluta byggingar bíósins, sem nú hýsir veitingastað- inn Snorrabæ. Annar salurinn er hugsaður fyrir 90 manns, hinn fyrir 120. „Þetta er aðeins í athugun enn- þá en skýrist væntanlega mikið í næstu viku, hvort af verður," sagði Árni Kristjánsson, forstjóri í Austurbæjarbíói, í samtali við fréttamann blaðsins. „Þetta er komið á teikniborðið en ekki mikið lengra enda á eftir að leita til allra aðila, sem þurfa að gefa leyfi fyrir framkvæmdum af þessu tagi. Það eru ýmis vandamál í þessu en einnig ýmsir möguleikar. En ég ítreka, að þetta er aðeins á athug- unarstigi ennþá,“ sagði Árni Kristjánsson. bæði til stjórnarsáttmálans og samþykkta landsfundar Sjálf- stæðisflokksins og telur sig bund- inn af hvoru tveggju í afstöðu til vörugjaldsins. í stjórnarsáttmálanum segir m.a.: „Skattar og tollar, sem nú leggjast með miklum þunga á ýmsar nauðsynjavörur verða lækkaðir." Þingmaðurinn mun benda á þetta ákvæði svo og árétt- ingu þess í landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins og telur Sjálfstæðisflokkinn bundinn af þessu. Jafnframt mun Eyjólfur Konráð hafa haft þann fyrirvara á stuðningi sínum við ríkisstjórnina Telja kaupmenn í raun óeðlilegt að þeir greiði sérstaka þóknun, auk þess að lána korthöfum fjár- hæðir í allt að 45 daga. í auglýsingu frá Kaupmanna- samtökum Islands í gærdag voru kaupmenn síðan hvattir til að gera ekki samninga við greiðslu- kortafyrirtækin, nema að höfðu samráði við samtökin. HJÁ MÁLI og menningu er komin út ný skáldsaga eftir Olaf Jóhann Sigurðsson. Ber hún nafnið Drekar og smáfuglar. Á bókarkápu segir m.a.: „I þess- ari miklu skáldsögu leiðir höfund- ur til lykta sagnabálk sinn af Páli Jónssyni, blaðamanni, sem hófst með Gagnvirkinu (1955) og hélt áfram með Seiði og hélogum (1977). Einn örlagaríkasti tími í sögu ís- lenskrar þjóðar er hér magnaður fram í dagsbirtuna í andstæðum fortíðar og nútíðar, þjóðhollustu og þjóðsvika. Nú fá lesendur loks að vita full deili á Páli Jónssyni og jafnframt er brugðið upp marg- brotinni mynd af íslensku þjóðlífi á fimmta áratugnum þar sem kímilegar persónur og atvik flétt- ast inn í alvöruþrungna samfé- lagskrufningu. Drekar og smáfuglar er 599 bls. að stærð, unnin að öllu leyti í er hún var mynduð, að staðið yrði við þessa samþykkt. Ríkisstjórnin lagði fram frum- varp um framlengingu gjaldsins í haust, en það var fyrst tekið upp árið 1974 og átti þá að gilda í stuttan tíma, en hefur jafnan ver- ið framlengt síðan. Vörugjaldið er nú 24% og 30%. Frumvarpið hefur þegar komið til 1. umræðu í efri deild Alþingis og að því loknu var því vísað til meðferðar fjárhags- og viðskiptanefndar deildarinnar. Formaður hennar er Eyjólfur Konráð Jónsson og kveðst hann, skv. upplýsingum Morgunblaðsins, munu beita þeirri aðstöðu til að koma í veg fyrir að frumvarpið verði afgreitt óbreytt úr nefnd- inni. Ef frumvarpið verður ekki afgreitt með einhverjum hætti úr nefnd fyrir jól og frá báðum deild- um Alþingis fellur vörugjaldið niður um áramót. Eyjólfur Konráð mun vilja ganga til þess samkomulags, að vörugjaldið verði lækkað úr 24% og 30% í 15% en ekki er Morgun- blaðinu kunnugt um, hver afstaða þingflokka stjórnarflokkanna eða ríkisstjórnarinnar er til málsins. í fjármálaráðuneytinu mun unnið að útreikningum á því, hvaða áhrif það mundi hafa á tekjuöflun ríkissjóðs á næsta ári að lækka vörugjaldið. Ennfremur mun unn- ið að útreikningum á því, hvaða áhrif það mundi hafa á verðlag í landinu að lækka gjaldið verulega. Prentsmiðjunni Odda hf. Kápu gerði Valgarður Gunnarsson. Ólafur Jóhann Sigurðsson ÞAÐ VAR um klukkan 18.45 að lög- reglan kallaði út sér til hjálpar björgunarsveitina Þorbjörn í Grindavík. Mikið óveður var, rign- ing og hvassviðri, af eldri mönnum talin vart minni en 11 —13 vindstig í verstu vindhviðunum. Hjálparbeiðni hafði borist frá eigendum nokkurra húsa, vegna þess að þakplötur voru að losna af þökum og þök að lyftast til endanna. Björgunarsveitarmenn, um 30 talsins, unnu sleitulaust við hjálp- arstarf á ýmsum stöðum frá klukkan 19.00 í gærkveldi til klukkan 3.00 í morgun og sinntu hjálparbeiðnum á 15 stöðum í bænum. Á tímabili þurfti að loka ýmsum götum vegna foks á járn- plötum og ýmsu lausadóti, vinn- uskúrum og fleiru og litlir bílar sem stóðu á hafnarbakkanum JÓHANN J. Kúld skýrir frá því í þætti sínum fiskimál í Þjóðviljanum í gær, að norsk fiskiskip stundi veið- ar á alþjóðlegu hafsvæði við Rockall. Orðrétt segir Jóhann í grein sinni: „Eins og sakir standa munu bæði Rockall og hafsvæðið þar vera talið til alþjóðlegra svæða. Það er að segja einskis ríkis eign. Hinsvegar hafa ýmsar þjóðir stundað fiskveiðar á Rockall- miðunum undanfarin ár, en við ís- lendingar erum ekki í hópi þeirra þjóða. Að sjálfsögðu styrkir það ekki kröfu okkar um lagaleg ítök á fuku til og á aðra bíla svo af urðu nokkrar skemmdir. Það má þakka ötulu starfi björgunarsveitarmanna, sem höfðu vinnuvélar sér til aðstoðar, hve vel tókst til og að ekki urðu stórskemmdir á mannvirkjum, en þar lögðu þeir sig í talsverða hættu við starfið. Eins og svo oft áður hafa eig- endur húsa og skúra ekki undir- búið hús sín nægjanlega vel til átaka við svona veður, sem alltaf má búast við á þessum tíma árs. Um tíma var Grindavíkurvegir nær ófær vegna hálku og hliðar- vinds, sem nærri feykti bílum af veginum, en engin slys urðu. Við höfnina urðu engin ósköp, en margir selir leituðu vars í höfn- inni vegna veðurofsans og brims úti fyrir. — Guðfinnur. þeim miðum í framtíðinni, að við höfum hvorki sent þangað skip til rannsókna né fiskveiða. Er þá ein- hvern fisk að hafa á þessum mið- um? Þann 12. október sl. kom norski línuveiðarinn ms. Berg- holm til Álasunds af Rockall- miðunum eftir 10 vikna úthald. Hann lagði frá Noregi í veiðiferð- ina um mánaðamótin júlí-ágúst, búinn flökunarvélum og með 13 manna skipshöfn. Farmurinn sem ms. Bergholm kom með heim af Rockall-miðunum var þessi: Af flöttum og söltuðum stórþorski 50 tonn, af söltuðum flökum 70 tonn og 23 tonn af frosnum fiski. Út- gerðarmaður línuveiðarans taldi í blaðaviðtali að hér væri um mjög verðmætan fiskfarm að ræða bæði fyrir útgerð og skipshöfn, þar sem allur fiskurinn væri 1. flokks vara. Skipstjórinn lét mjög vel yfir veðri allan tímann sem þeir voru á Rockall-miðunum. Norskir línuveiðarar sem búa við aflakvóta á heimamiðum bæta þannig útgerðargrundvöll sinn með sókn á alþjóðleg fiskimið eins og Rockall-svæðið.“ Einn í gæzlu HÁLFÞRÍTUGUR maður hefur verið úrskurðaður í allt að 45 daga gæzluvarðhald vegna rannsóknar fíkniefnasmyglsins í Lagarfossi á dögunum, þegar hald var lagt á fíkniefni að verðmæti um 4,4 milljónir kr. Minningar Thors Jensens endurútgefnar af AB Thor Jensen ALMENNA bókafélagið hefur sent frá sér Minningar Thors Jen- sens í tveimur bindum skrásettar af Valtý Stefánssyni ritstjóra. Þetta er önnur prentun Minn- inganna, en fyrri prentunin kom út 1954 og 1955. í fréttatilkynningu frá AB segir: Thor Jensen var sá ein- staklingur sem lagt hefur einna drýgst af mörkum til fram- þróunar atvinnumála íslendinga á þessari öld. Hann var kunnast- ur fyrir útgerðarfélagið Kveldúlf sem hann stofnaði með sonum sínum 1912 og rak með miklum myndarbrag, þannig að Kveld- úlfur var um áratugi stærsta og glæsilegasta útgerðarfélag landsins. Thor Jensen rak einnig lengi búskap og var bú hans á Korp- úlfsstöðum hið stærsta hér á landi á seinni öldum, og hefur enginn bóndi komist jafn langt og hann í landbúnaði fyrr en þá á síðari árum.“ Fyrri hluti minninganna nefn- ist Reynsluár og síðari hlutinn Framkvæmdaár. Bækurnar eru með fjölda mynda bæði af mannvirkjum, tækjum og þó einkum af fjölskyldumeðlimum og samstarfsmönnum Thors Jen- sens. Fyrra bindið, Reynsluár er 246 bls. að stærð og síðara bindið, Framkvæmdaár 264 bls. Bækurn- ar eru unnar í Prentsmiðjunni Odda. Valtýr Stefánsson Aukin samkeppni Eurocard og VISA: Kaupmenn vilja nú greiða lægri þóknun Skáldsaga eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson Norðmenn veiða á alþjóð- legu hafsvæði við Rockall

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.