Morgunblaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1983 1 Móöir okkar. \ ELÍNBORG ELÍSDÓTTIR, lést að morgni þriöjudagsins 29 nóvember í Hrafnistu í Hafnar- firöi. Sesselja Pétursdóttir, Ásta Pétursdóttir, Alda Pétursdóttir. + Systir okkar, , BIRGITTA SIGRÍOUR JÓNSDÓTTIR fré Blönduholti í Kjós, til heimilis að Snorrabraut 42, lést 30. nóvember í Landspítalanum. Jörína Jónsdóttir, Bjarni Jónsson. + Bróðir minn, JÓN GUNNAR JÓNSSON, andaöist í sjúkrahúsinu í Malmö í Svíþjóö 21. nóvember 1983. Jarösunginn í Limhamn 29. nóvember. Þórunn Jónsdóttir. Bróðir okkar og mágur, ELISEUS SÖLVASON frá Bíldudal, andaöist á heimili sínu Njálsgötu 34 þann 29. nóvember. Svava Sölvadóttir, Páll Sölvason, Ólína Friöriksdóttir. + Hjartkær eiginmaöur minn og faöir okkar, STEFÁN SIGURDSSON, bífreiöasmiöur, Sæviðarsundi 35, Reykjavík, lést á heimili sínu 30. nóvember. Guörún Valdimarsdóttir og börn. + Móöir okkar, tengdamóöir og amma, FRIÐBORG GUDJÓNSDÓTTIR, Stangarholti 22, Reykjavík, veröur jarösungin frá Háteigskirkju 2. desember. Athöfnin hefst kl. 10.30 Ingibjörg Hauksdóttir, Hannes Pétursson, Svandís Hauksdóttir, Nikulás Magnússon, Haukur Hannesson, Friörik Nikulásson, Dröfn Nikulásdóttir. + GUDBJORG GUÐJÓNSDÓTTIR, Reynimel 46, veröur jarösungin frá Hafnarfjaröarkapellu föstudaginn 2. desember kl. 13.30. Aöstandendur. + Jaröarför fööursystur minnar, KRISTÍNAR BJARNADÓTTUR, (áöur Frakkastíg 12), sem lést á Elliheimilinu Grund 23. nóvember, fer fram frá Foss- vogskirkju föstudaginn 2. desember kl. 13.30. Erla Kristín Bjarnadóttir. + Innilegar þakkir færum viö öllum þeim sem vottuöu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur og sonar, BJARNAJÓHANNESSONAR, flugvírkja, Breiövangi 41, Hafnarfiröi. Sérstakar þakkir til séra Siguröar H. Guðmundssonar, Fífanna, félags flugvirkjakvenna, Flugvirkjafélags íslands, starfsmanna Landhelgisgæslunnar og allra þeirra er unnu aö leit og björgun í Jökulfjörðum. eygld Ein.r.dóttir og börn, Ásbjörg Ásbjörnsdóttir. Frans Agúst Arason - Fæddur 13. ágúst 1897 Dáinn 23. nóvember 1983 Allt er í heimi okkar dauðlegt og hverfult. Veturinn hefur nú fölvað jarðargróður. Við sjáum og heyrum lífið kveðja með ýmsu öðru móti, t.d. eru samferðamenn okkar burtkvaddir í gær, í nótt eða í dag, eftir stutta, miðlungi langa eða langa göngu á lífsgötunni. Sannast þar orðtakið að enginn ræður sínum næturstað. Þann 23. nóv. sl., síðla kvölds, gekk af þessum heimi og að baki tjaldsins mikla, sem skilur lifend- ur og dauða, Frans Ágúst Arason, Kleppsvegi 40, Reykjavík. Frans var fæddur hér í Reykjavík 13. ágúst 1897, sonur hjónanna Ara B. Antonssonar, verkstjóra og með- eiganda í Kol og salt, og Magneu Bergmann, er lengi bjuggu á Lind- argötu 27 og síðar 29 hér í Reykja- vík, en bæði þessi hús voru í eigu þeirra. Þau Ari og Magnea voru vel í efnum miðað við samtíð sína. Fengu þess fleiri að njóta, en þeir allra nánustu því auk þriggja barna sinna, ólu þau upp önnur þrjú börn, er tekin voru til fósturs þaðan sem neyðin ríkti, vegna fá- tæktar og foreldrismissis. — Svo er fyrir að þakka áður en sam- hjálp sú kom til sögu, sem við nú þekkjum, réttu ýmsir fram líkn- arhendur til hjálpar bágstöddum til uppeldis barna o.fl. Hefur því minna verið á loft haldið en hinu, þ.e.a.s. illri meðferð á börnum, enda þótt vissulega væru þau er síðartalda hópinn skipuðu alltof mörg. Þegar Frans var barn og að al- ast upp á Lindargötunni, kom brátt í ljós að hugur hans hneigð- ist að sjónum. Honum var gjarnt að leika sér skammt norðan heim- ilis síns, þar sem Ránardætur kysstu votum kossum klappir, steina og fjörusand. Faðir hans gaf honum lítinn árabát og á þá fleytu steig drengurinn brátt með félögum sínum. Tekið var á árum, haldið út á flóann og færi rennt. Fiskur var þá meiri hér í Faxaflóa en síðar varð, enda urðu drengirn- ir oft vel varir. Þegar Frans var um fermingar- aldur réðst hann á skútu, sem haldið var til veiða vestur og norð- ur fyrir land. Nú var það er skip- verjar voru staddir norður af Vestfjörðum og búnir til veiða, að veður gekk upp af norðri með ölduróti, svo að á skipið gengu ágjafir miklar. Með einum brot- sjónum flutu tveiraf hásetum út- Minning byrðis. Oðrum þeirra skolaði inn í skipið aftur og náðist hann. Töldu skipverjar það Guðslán furðulegt. Af hinum hásetanum er það að segja, að hann hvarf í hramm dauðans, sökk í djúpið og sást ekki til hans framar. Segja má að at- burður þessi væri eins konar eldskírn fyrir svo ungan pilt og Frans var þá, en varð þó ekki til að draga hug hans frá hafinu. Á þriðja áratugnum var Frans svo árum skipti háseti á bv. Skallagrími RE. Skipið var gert út af Kveldúlfi og var skipstjóri Guð- mundur Jónsson, landskunnur aflamaður og sægarpur. Var hann í daglegu tali oftast nefndur Guð- mundur á Skallagrími. Vildi Guð- mundur ekki með öðru móti ráða á skipið, en að valinn maður væri í hverju rúmi. Margir voru þeir þá, sem á togara vildu ráðast, þrátt fyrir ærna vinnu en hvíldir naum- ar, því vinna var takmörkuð í landi og til muna verr iaunuð. Hrepptu þá færri skiprúm en vildu. Ekki lét Frans sitt eftir liggja um borð, en hann var ósérhlífinn og dugmikill svo orð fór af. Hætturnar leynast á hafinu jafnan, eins og nýleg dæmin sanna. Það var eitt sinn sem oftar að þeir Guðmundur sigldu með fisk til Englands á bv. Skalla- grími. Er búið var að afferma skipið voru kol tekin í lestina til heimflutnings. Ekki var það þó í þeim mæli að hún væri fyllt. Þá var timbur sett á dekkið. Var því næst látið í sæ frá Englandi. Veð- ur var miður gott, en þó talið haf- fært. í Pentlinum herti veðrið snögglega með roki og hafróti. Fór svo nokkru síðar að bv. Skalla- grímur fékk á sig stórsjó og lagð- ist á hliðina. Við þetta köstuðust kolin til í skipinu og timbrið fór fyrir borð, að mestu sjálfkrafa. Áttu menn þess þá helst von að skipið færi niður á hverri stundu, úr því sem komið var. Er hér var komið fyrirskipaði Guðmundur skipverjum að fara niður í lestina og moka til kolunum. Var svo gert og dró þar enginn af sér. Þá lét Guðmundur skipstjóri herða á gangi vélar og tókst að keyra skip- ið upp. Bar ekki til tíðinda það sem eftir var ferðar heim. Að- spurður hvort ekki hefði verið ófýsilegt að fara niður í lest til kolamokstursins í umrætt sinn, svaraði Frans með eftirfarandi orðum: „Ekki var um annað að gera. Við vorum þá farnir hvort + Eiginmaöur minn, faöir okkar, sonur, tengdasonur og bróöir, GUÐMUNDUR GEIR JÓNSSON, ■kipstjóri, Nesbala 80, veröur jarösunginn frá Neskirkju föstudaginn 2. desember kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hins látna er góöfúslega bent á Slysa- varnafélag íslands eða aörar björgunarsveitir. Guörún B. Eggertsdóttir og börn. Erna Olsen, Jón Ólafsson, Erla Óskarsdóttir, Eggert T. Guömundsson og systkíni hins látna. + Innilegar hjartans þakkir fyrlr auösýnda samúö og hluttekningu viö andlát og jarðarför HELGA KRISTJÁNSSONAR, húsasmíöameistara. Sérstakar þakkir viljum viö færa Kiwanisklúbbnum Nes, Karlakór Reykjavíkur, sömuleiöis þökkum viö læknum og hjúkrunarfólki í Vífilsstaöaspítala fyrir frábæra og kærleiksríka umönnun i veikind- um hans. Guö blessi ykkur öll. Katrín Magnúsdóttir, Viöar Helgason, María Blöndal, Guörún Helgadóttir, Jónína Helgadóttir, Magnús Helgason, Björn Blöndal, Þorgils Axelsson, Siguröur H. Björnsson, Hildur Johnson. sem var, ef ekki hefði tekist að rétta skipið við.“ Eftir að Frans hætti sjó- mennsku á Skallagrími, stundaði hann ýmist vinnu í landi eða til sjós. Hann var og í varaliði lög- reglunnar um skeið, sem kvatt var út til liðsauka, þegar annir voru miklar hjá lögreglunni. Frans kvæntist árið 1920 Þór- unni Sigríði Stefánsdóttur frá Stykkishólmi og varð þeim fjög- urra barna auðið. Þórunnar naut ekki lengi við þar eð hún andaðist 1928. Ekki þarf orð að því að leiða hvílíkt áfall það varð eftiriifandi eiginmanni og börnum þeirra ung- um. Ættingjar og venslafólk létu ekki sitt eftir liggja til að létta undir með Frans og börnum hans, svo að vel greiddist úr. Árið 1930 kvæntist Frans Sveinbjörgu Guð- mundsdóttur frá Eyrarbakka, hinni mestu dugnaðarkonu, sem jafnan reyndist manni sínum styrk stoð. Börn Frans af fyrra hjónabandi eru þessi: Guðbjartur Bergmann, strætisvagnstjóri, Ari Bergþór, prentari, Ragnar, skipstjóri og Magnea Bergmann, kaupkona, en af seinna hjónabandi Þórunn Franz, kunn sem hannyrðakona og lagasmiður. Þegar sá sem þetta ritar kynnt- ist Frans, var hann tekinn að reskjast. Starfaði hann þá hjá Timburversluninni Völundi. Hann átti þá trillubát og stundaði öðru hvoru sjó í frístundum. Einkum voru það hrognkelsaveiðar á vorin og fram á sumarið. í nokkur ár fór ég öðru hvoru í róðra með honum á trillunni og geymi ánægjulegar minningar frá þeim sjóferðum. Frans var maður velviljaður öðrum, greiðugur og gestrisinn. Sjálfur gleymdi hann ekki að þakka ef honum fannst sér greiði gerður. Prúður var hann og ró- lyndur dagfarslega. Hann var í hærra lagi á vöxt, þrekinn og rammur að afli. Mun ekki ofmælt þó sagt sé að hann hafi verið í hópi sterkustu manna hér í Reykjavík um langt árabil. Voru eldri mönnum minnisstæð ýmis krafta- tök hans bæði í starfi og leik. Oftar en einu sinni lánaðist hon- um að bjarga drukknandi mönn- um úr sjó. Eitt sinn fór hann sjálf- ur í sjóinn í slíku tilfelli, er skips- félagi hans hafði fallið útbyrðis í úfnum sjó. Náði hann manninum, sem orðinn var örmagna. F'yrir fjórum árum veiktist Frans og var síðan oft mikið þjáð- ur, en bar það af stakri karl- mennsku og hugarró. Hann átti sitt trúartraust og var það honum styrkur. Kona hans Sveinbjörg annaðist hann af alúð og um- hyggjusemi, allt þar til nú fyrir skömmu að hann þurfti að leggj- ast inn á sjúkrahús, þar sem yfir lauk. Frans Arason er nú kvaddur af ættingjum, venslamönnum og vin- um. Honum er þökkuð traust sam- fylgd og óskað góðrar lendingar á strönd fyrirheitna landsins, eftir siglingu yfir ómælishafið. Hallgrímur Jónsson Ljós á leiði Sími 23944

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.