Morgunblaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 1
64 SIÐUR STOFNAÐ 1913 276. tbl. 70. árg. FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins 65 ára fullveldi íslands Otto Lambsdorff: „Ekki þegið eitt mark frá Flick" Morgunblaoio/ól.K.Jf. í dag eru liðin 65 ir síðan ísland varð fullvalda ríki. Að venju minnast stúdentar fullveldisdagsins með hátíðar- dagskrá, sem að þessu sinni er i vegum Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta. Sji frétt um hitíðarhöldin i miðopnu blaðsins. Bonn, 30. nóvember. AP. OTTO LAMBSDORFF, efnahags- milariðherra Vestur-Þýzkalands, vísaði í dag alfarið i bug öllum isök- unum saksóknarans í Bonn um að hann hefði tekið við mútum fri Flick-samsteypunni. Lét Lambsdorff fri sér fara yfirlýsingu eftir ríkis- stjórnarfund { morgun, þar sem hann sagði: „Ég hef ekki tekið við einu marki fri Flick". Þá sagði Lambsdorff ennfrem- ur, að Flick hefði ekki hyglað sér á nokkurn annan hátt og alls ekki haft nokkur áhrif á ákvarðanir sínar eða gerðir. Yfirlýsing Lambsdorffs er talin gefa til kynna, að hann hyggist ekki segja af sér eða að minnsta kosti ekki fyrr en viðkomandi dómstóll hefur Fundust á náttfötum hlekkjaðir við vegg Heineken og bílstjóra hans var bjargað í gær Amsterdam, 30. nóvember. AIV ALFRED HEINEKEN, forstjóra Heineken-bjórverksmiðjanna í Hollandi og bflstjóra hans, Ab Doderer, var bjargað heilum á húfí í morgun úr höndum mann- ræningjanna, sem höfðu haldið þeim föngnum í þrjár vikur. Fund- ust þeir í náttfötum einum klæða hlekkjaðir við vegginn í lillum klefum í víiruhúsi í útjaðri Amst- erdam. Lausnarfé hafði verið greitt fyrir þi i minudag, en þeg- ar þeir voru ekki látnir lausir, greip lögreglan til sinna ráða. Báð- ir voru mennirnir við góða heilsu og voru þeir strax fluttir til heimil- is Heinekens, sem öflugur vörður gætir. Hollenzka lögreglan greip jafn- framt til mikilla aðgerða gegn þeim, sem grunaðir eru um að hafa staðið að mannráninu, og voru 24 menn handteknir í dag í Amsterdam og nágrannabænum Zwanenburg. Hinir handteknu eru allir ýmist skyldir eða tengdir innbyrðis, og eru þeirra á meðal þrír menn, sem taldir eru for- sprakkar hópsins. Jafnframt tókst lögreglunni að ná aftur verulegum hluta af lausnarfénu, en það hafði verið greitt í hollenzkri, banda- rískri, franskri og vestur-þýzkri mynt. Fannst þetta fé á heimilum hinna grunuðu. Samkvæmt frásögn hollenzku lögreglunnar var lausnarféð greitt fyrir mennina á mánudag. Ekkert var sagt um, hve mikið það var, en hollenzku blöðin hafa haldið þvi fram, að það næmi 30—35 millj. gyllina (um 300 millj. ísl kr.). Lögreglan komst á sporið í leit sinni að mönnunum tveimur og þeim, sem rændu þeim, er óþekkt- ur maður hringdi til hennar og lagði til, að hafðar yrðu gætur á bílaverkstæði einu í útjaðrinum á vesturhluta Amsterdam. Geysileg leynd var höfð á öllum aðgerðum lögreglunnar í þessu máli, og fengu fjölmiðlar aldrei að vita hvað var að gerast hverju sinni, á meðan leitin stóð yfir. Mynd þessi er af klefanum, sem hollenzki bjórframleiðandinn Alfred Heineken var hafður í þrjir vikur, eftir að honum var rænt 9. nóvember sl. Klefi þessi er í vöruhúsi í útjaðri Amsterdam. Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands, kom að Berlínarmúrnum: „Það er skelfilegt að koma að þessum múr" „FERÐIN hefur gengið prýðilega og öll atvik hennar eru mér jafn minnisstæð," sagði Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, í samtali við Morgunblaðið í gær, en forsetinn er nú staddur í Kaupmannahöfn og mun dveljast þar fram i sunnudag. „Menningardagarnir í V-Berl- ín eru stórmerkilegt fyrirbæri. Þarna voru komnir fimmtán listamenn með sín verk og það var opnuð grafíksýning, ljós- myndasýning, það voru haldnir tónleikar, þar sem fram komu Óiöf Kolbrún Harðardóttir, Ein- ar Jóhannesson, Þorkell Sigur- björnsson og Manuela Wiesler, og léku íslensk verk. Þá voru bókmenntakynningar, þar sem Jón Laxdal las á þýsku upp úr íslenskum bókum, bæði ljóð og prósa. Allt fékk þetta frábæra dóma og það var vel um þetta fjallað í blöðum og vel um þetta talað," sagði Vigdís. „Þá voru sýndar tvær kvik- myndir Ágústs Guðmundssonar, Land og synir og Útlaginn, og það var yfirfullt bæði á tónleik- um og kvikmyndasýningunum," sagði Vigdís. Þegar Vigdís var stödd í V-Berlín kom hún að Berlínar- múrnum. Hún var spurð um það hvernig tilfinning það væri að koma að múrnum. Hún svaraði: „Það er þannig tilfinning að Vigdís Finnbogadóttir manni finnst hugvit mannsins vera notað í neikvæðum tilgangi. Það er skelfilegt að koma að þessum múr og horfa upp á það að hann er tákn þess að mann- kynið getur ekki komið sér sam- an og er klofið í hugmyndunum um það hvernig lífið eigi að vera. Þegar ég kom síðast að múrnum var gaddavír ofan á honum, svo að ekki væri hægt að komast yfir hann. Nú eru stórar rúllur ofan á honum, sem fara af stað ef gripið er utan um þær. Svo er múrinn hvítkalkaður, — en það er alveg skelfilegt, maður gleym- ir aldrei múrnum í Berlín," sagði Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands. úrskurðað, að ákæran skuli tekin fyrir, en þangað til kunna að líða sex mánuðir Smyslov vann Ribli með glæsi- legri sókn VASSILEY Smyslov, 62ja íra fyrrver- andi heimsmeistari frá Sovétríkjun- um, gersigraði Ungverjann Zoltan Sibli í fimmtu einvígisskák þeirra í London í gærkvöldi. Þó að Smyslov sé 30 árum eldri en Ungverjinn voru engin ellimörk á taflmennsku hans og með glæsilegri sóknartafl- mennsku þvingaði hann andstæðing sinn til að gefast upp í 41. leik. Smyslov fórnaði fyrst riddara og síðan hrók, sem leiddi að lokum til þess að hann vann drottningu Riblis. Þar með náði Smyslov, sem er langelsti þátttakendinn í áskor- endakeppninni, forystunni í ein- víginu. Hann hefur nú þrjá vinn- inga, en Ribli tvo. Sá sem fyrr nær 6V4 vinningi gengur með sigur af hólmi. Sji ninar bls. 5. Gullránið óleyst: Scotland Yard sætir gagnrýni London, 3<). nóvember. AP. THE SIIN, eitt útbreiddasta dagblað Bretlands, ásakaði í dag Scotland Yard um tilgangslaust kák í leitinni að bófa- flokknum, sem rændi 3 lonnum af gulli í London fyrir fjórum dögum að verð- mæti um 26 millj. punda. „ímyndið ykkur allar þsr aðgerðir, sem gripið hefði verið til af vörðum laga og réttar í Bandaríkjunum, Frakklandi eða ein- hverju öðru stóru landi, ef glæpur ald- arinnar hefði verið framinn hjá þeim," segir The Sun í leiðara sínum i dag. „En þegar slíkt gerist hér, þi er við- búnaður álíka mikill og orðið hefði, ef einhver hefði skrifað sektarmiða i bíl yfirmanns lögreglunnar, sökum þess að bílnuin hefði verið lagt ólöglega," segir blaðið ennfremur. The Sun bendir á, að enn hafi eng« inn verið handtekinn og ekkert áþreifanlegt liggi fyrir um, hverjir framið hafi ránið. „Geysiverðmæt gullsending er algerlega horfin líkt og dúnfjöður í hvirfilbyl." Segir blaðið, að London sé orðin að griða- stað glæpamanna af öllum tegund- um, þar sem lögreglunni takist að- eins að leysa hluta af þeim glæpa- málum, sem upp komi í höfuðborg Bretlands. Tveimur millj. punda hefur verið heitið í verðlaun fyrir upplýsingar, sem leitt gætu til handtöku og sak- fellingar þeirra manna, sem stóðu að ráninu, en það er stærsta rán í sögu Bretlands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.