Morgunblaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1983 Frakkland, Loire- dalurinn og Toskana Siglaugur Brynleifsson Knaurs Kulturfiihrer in Farbe: Frankreich. Uber 860 farbige Fotos und Skizzen sowie 20 Seiten Kart- en. Autor: Jacques-Louis Delpal. Droemer Knaur 1979. Knaurs Kulturfiíhrer in Farbe: Tal der Loire. Uber 250 farbige Fotos und Skizzen sowie 6 Seiten Karten. Marianne Mehling Her- ausgeber. Autoren: G. Kurz, Diet- er Maier, M. Saar, S. Summerer. Droemer Knaur 1983. Knaurs Kulturluhrer in Farbe: Florenz und Toskana. Uber 260 farbige Fotos und Skizzen sowie 5 Seiten Karten. Marianne Mehling Herausgeber. Autorin: J. Hertlein, M. Mehling, A. Rohrmoser. Droemer Knaur 1983. í þessum leiðsögubókum er höf- uðáherslan lögð á byggingar og listaverk, kirkjur, klaustur hallir, ráðhús og listasöfn og fornminja- söfn. Frakkland var um aldir blómlegasta menningarríki álf- unnar, frönsk list og franskar menntir voru stældar og litlir Versalir voru reistir vítt um álf- una. Þótt París hafi löngum verið menningarlegt miðsvæði og höf- uðstöð franskrar menningar, átti sér einnig stað listsköpun út um hinar dreifðu byggðir, sérleiki héraðanna um gróðurfar og at- vinnuhætti varð forsenda sér- stæðrar listsköpunar og bygg- ingarmáta á hverjum stað. Þjóð sem hafði hugkvæmni til þess að gera hundruð ef ekki þús- undir ostategunda og sem gat framleitt fjölbreytt úrval ágætra vína og gerir enn, átti ekki síður hugkvæmni til þess að reisa hallir og hús, sem báru með sér stað- bundið mat og smekk. Með auk- inni miðstýringu og einkum með iðnbyltingunni rýrnar menningar- legur þáttur hinna dreifðu byggða í franskri menningu, massafram- leiðslan kemur í stað handverks- ins og sérstæð menningararfleifð héraðanna verður safngripur. Þessi bók um Frakkland er fyrst og fremst um þessa safngripi og byggingarlist, hús og hallir, kirkj- ur og klaustur sem eiga sér glæsta og lifandi fortíð og eru listaverk i sjálfu sér. Loire-dalurinn er minjaríkasta svæði Frakklands og jafnframt frá upphafi það frjósamasta, „ald- ingarður Frakklands". Eins og fyrra ritið er efnisatriðum raðað eftir stafrófsröð, myndir eru vel prentaðar í litum og kort fylgja. Þeir sem vilja skoða sig um í Frakklandi ættu að kynna sér þessar bækur. Sá sem hefur farið um Toskana man þá ferð. Toskana var byggð af Etrúrum 800 f. Kr. Rómverjar ná yfirráðum yfir héraðinu 280 f. Kr. Um 1260 er Flórenz höfuðborg Toskana og þar með hefst saga listauðugustu borgar á Ítalíu. Hver snillingurinn eftir annan er tengdur þessari borg, einkum þó á valdatímum Medici-ættarinnar. Endurreisnin hófst í Flórenz og borgin varð listamiðstöð Ítalíu og Evrópu. Hvergi í heiminum eru til staðar jafn margar listamiðstöðv- ar eins og í Toskana, Flórenz, Siena, Volterra, Pisa, Lucca, Fie- sole o.fl. Þetta er ágætt upplýsingarit um Toskana, myndir fjölmargar og allur frágangur vandaður. Þökkum stuðninginn. Miðbœr: Blóm og myndir, Laugavegi bi», — Dómugarðurinn, Aöalstræti, — Gleraugnaverslunin, Bankastræti 14, — Hamborg, Hafnarstræti og Klapparstíg, — Heimilistæki, Hafnarstræti, — Herragaröurinn, Aöalstræti, — Tízkuskemman, Laugavegi, — V.B.K. ritfangaverslun. Vesturbær: Hagabúöin, — Ragnarsbúö, Fálkagötu, — Skjólakjör. Austurbær: Austurbæjarapótek, — Blóm*búöin Runni, Hrisateig, — Blómastofa Friöfinns, — Garösapótek, — Gunnar Ásgeirsson, Suðurlandsbraut, — Háaleitisapótek, — Heimilistæki, Sætúni, — Hekla hf. — Hlíöabakarí, — Ingþór Haraldsson, Ármúla, — J. Þorláksson & Norömann, Ármúla, — Kjötmiðstööin, — Lífeyrissjóöur Byggingarmanna, Suöurlandsbraut 30, — Rafvörur, Laugarnesvegi 52, — S.S. Austurveri, — Tómstundahúsiö, — Verslunin Rangá, Skipasundi, — Vogaver, Gnoöarvogi, — Örn og Örlygur, Síðumúla 11. Breiðholt: Straumnes, — Hólagaröur. Lionsklúbbar víðsvegar um landið sjá um dreifingu. Allur hagnaður rennur óskiptur til ýmissa góðgerðarmála. ___________________________________________________Lionsklúbburinn Freyr^ með súkkulaðinu komin á alla útsölustaði P Nýjar finnskar bleyjur kg. pk. stk. 3-5 kr. 79.95 kr. 5.00 kg. 5-8 kr. 71.95 kr. 7.20 kg. 8-11 kr. 79.95 kr. 8.00 kg- 10 og yfir kr. 79.95 kr. 8.00 HAGKAUPS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.