Morgunblaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1983 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1983 21 fHóíCjCJLt ttMð&itfr Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 20 kr. eintakið. Friður — frelsi — mannréttindi Islendingar endurheimtu fullveldi sitt 1. desember 1918. Síðan eru 65 ár, eða tæplega meðalævi íslendings á líðandi stund. Þennan dag fengum við full- veldi eigin mála, annarra en utanríkismála, sem fyrrum sambandsríki fór áfram með, auk þess sem ísland var áfram í krúnusambandi við Dan- mörku. Sá sáttmáli, sem gerð- ur var 1918 milli Dana og ís- lendinga, fól í sér þá fram- vindu mála, sem leiddi til stofnunar lýðveldis 17. júní 1944, en íslendingar höfðu nokkru áður tekið utanríkis- mál sín í eigin hendur, er Dan- mörk var hernumin í síðari heimsstyrjöldinni. Útfærsla fiskveiðilögsögu okkar í 200 mílur, 1975, var síðan mikil- vægur áfangi til að tryggja til frambúðar íslensk yfirráð á eðlilegu hagsmunasvæði þjóð- arinnar. íslendingar hafa helgað sér nýjan þjóðhátíðardag, 17. júní, fæðingardag Jóns Sigurðsson- ar, sem leiddi sjálfstæðisbar- áttu þjóðarinnar á sinni tíð, og stofndag íslenska lýðveldisins. En 1. desember hefur enn helgi í hugum landsmanna. Alþingi íslendinga heldur þeirri hefð að starfa ekki þann dag. En dagurinn hefur í tím- ans rás færst í hendur stúd- enta — og fer vel á því, enda vóru stúdentar mikilvirkir í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinn- ar fyrr á tíð. Átök hafa verið í hópi stúd- enta um fyrirkomuiag 1. des- ember-hátíðarhalda. Vinstri stúdentar hafa ráðið ferð um framkvæmd þeirra í rúman áratug og oft nýtt daginn til að viðra hugmyndir og stefnu- mið, sem lítt hafa verið að skapi þorra þjóðarinnar. Ungt fólk hefur hinsvegar fjarlægst vinstri viðhorf undanfarið, bæði hérlendis og erlendis, og lýðræðissinnaðir stúdentar standa nú fyrir hátíðarhöldum á fullveldisdaginn. Yfirskrift hátíðarhaldanna, friður, frelsi og mannréttindi, höfðar til allra íslendinga, og getur verið þeim sameiningar- tákn. Hátíðarhöldin hefjast með stúdentamessu í Háskóla- kapellu, er fram haldið með fjölbreyttri menningardag- skrá í Háskólabíói en lýkur með dansleik að Hótel Sögu um kvöldið. Á 56 árum íslensks fullveld- is hefur þjóðinni gengið flest í haginn, þrátt fyrir það, að stjórnsýsluleg mistök hafi átt sér stað og ný vandamál skotið upp kollinum. En þjóð, sem dregur réttan lærdóm af eigin mistökum og annarra, og stendur sameinuð að lausn vandamála, er á framtíðar- vegi. Á þeim vegi varðar mestu að standa trúan vörð um þau meginmál, sem krist- allast í kjörorði hátíðar- haldanna í dag: friður — frelsi — mannréttindi. Rétt viðbrögð á réttum stað Sjónvarpið hefur nýlega og endursýnt þátt, sem sýnir sorglegar afleiðingar af „sniffi" eða snefjun barna og unglinga. Efnilegur og falleg- ur drengur, sem veröldin brosti við, beið alvarlegt, heilsufarlegt tjón af snefjun, er setur mark sitt á hann til frambúðar. Sú unga móðir, sem fram kom í þættinum og leyfði við- veru sonar síns, er hér átti hlut að máli, sýndi bæði þrek og fórnfýsi í þágu meðborgara sinna. Þátturinn var sterk við- vörun, fyrirbyggjandi við- leitni, talandi slysavörn. Læknirinn, sem talað var við í þættinum, lýsti málsat- vikum skýrt og skorinort. Hann sagði hreint út að ein snefjun geti leitt til heila- skemmda, jafnvel þó hún komi ekki fram þegar í stað. Mál hans allt var þörf og sterk við- vörun. Stjórnandi þáttarins, Sigur- veig Jónsdóttir, á og þakkir skildar. Þessi þáttur er glöggt dæmi um það hve sjónvarpið getur verið sterkt í heilbrigðri viðleitni í þágu hins jákvæða í tilverunni. Þetta vóru rétt viðbrögð á réttum stað. Sjónvarpið getur á fjöl- mörgum öðrum sviðum þjónað leiðbeinandi hlutverki í þágu mannlegrar velferðar. Þættir, sem gæfu innsýn í ógæfu fíkniefnaneytenda, eru, svo dæmi sé nefnt, meira en tíma- bærir. Fíkniefnavandinn virð- ist vera að festa rætur hér- lendis. Þegar hefur hópur ungmenna fórnað fíkniefnum heilsu eða lífi. Hér gætu fyrir- byggjandi þættir, er sýndu „víti til varnaðar", þjónað þörfu björgunarhlutverki. Fullveldisfagnaður stúdenta í dag, 1. desember: Hátíðardagskrá í Háskólabíói kl. 14 Fullveldisfagnaður stúdenta verö- ur að venju í dag, 1. desember. Vaka, félag lýöræðissinnaðra stúd- enta, sér um fullveldisfagnaðinn að þessu sinni, og er það í fyrsta skipti í 12 ár að Vaka sér um hátíðarhöld- in. Yfirskrift hátíðarhaldanna er: „Friður — frelsi — mannréttindi“, og eru þessi orð mjög í anda starf- semi Vöku, eins og Gunnar Jóhann Birgisson, formaður félagsins, sagði í samtali, sem birtist í Morgunblað- inu í gær. Dagskráin hefst með stúdenta- messu í Háskólakapellunni kl. 11 f.h. Sólveig Anna Bóasdóttir pred- ikar. Klukkan 14 hefst hátíðardag- skrá stúdenta í Háskólabíói. Dagskráin þar verður sem hér segir: Setning, formaður 1. des. nefnd- ar, Gunnar Jóhann Birgisson. Ávarp háskólarektors, Guðmund- ar Magnússonar. Einleikur á gít- ar, Pétur Jónasson. Hátíðarræða, borgarstjórinn í Reykjavík, Davíð Oddsson. Guðjón Guðmundsson og íslandssjokkið. Matthías Johann- essen les upp úr eigin verkum. Kvartett MK. Samleikur á píanó og fiðlu, Hrönn Geirlaugsdóttir og Guðni Þ. Guðmundsson. Ræða stúdents, Ólafur Arnarson. Karla- kórinn Fóstbræður. Kynnir: Bergljót Friðriksdóttir. Klukkan 22 hefst fullveldis- dansleikur á Hótel Sögu. Hljóm- sveit Magnúsar Kjartanssonar leikur fyrir dansi. Allir eru vel- komnir á hátíðarhöldin, segir í ávarpi frá hátíðarnefnd. llnnið að undirbúningi hátíðarinnar í gær. Lengst til hægri er Pétur Jónasson gítarleikari. Gunnar Jóhann Birgisson, formaður Vöku, setur hátíðina. Guðmundur Magnússon, háskóla- rektor, flytur ávarp. Guðni Þ. Guðmundsson og Hrönn Geirlaugsdóttir leika á fiðlu og píanó. Davíð Oddsson, borgarstjóri, flytur hátíðarræðu. Ólafur Arnarson, tannlæknanemi, Bergljót Friðriksdóttir, heimspeki- flytur ræðu stúdents. nemi, er kynnir dagsins. Karlakórinn Fóstbræður syngur létt lög. Fiskiþing: Kvótaskipti á — eftir landshlutum þorski eða skipum LANDSHLUTAKVÓTI, kvóti á ein- stök skip, skipting milli báta og tog- ara, aflamagn á hverju veiðitímabili, hámarksþorskafli, stöðvun togara og veiðitakmarkanir. Þetta var meðal þeirra atriða, sem rætt var um á Fiski- þingi í gær, er fjallað var um stjórnun fikskveiða á næsta ári. Skoðanir þing- fulltrúa voru talsvert skiptar um þessi mál og mcðal annars má benda á það, að í tillögum Fiskideildanna var lagt til að hámarksþorskafli á næsta ári yrði frá 220.000 lestum upp í 392.000 lestir. Marteinn Friðriksson, Sauðár- króki, var framsögumaður og gerði í upphafi máls síns grein fyrir tillög- um Fiskideildanna. Hann lagði síð- an fram tillögur sínar um stjórnun veiðanna og lagði til að af ákveðnu aflamagni, 240.000 lestum af þorski, fengju bátar 46% en togarar 54%. Lagði hann til eftirfarandi kvóta- kerfi, sem miðast við áðurnefnt aflamagn, eða 63,2% af meðaltali síðustu þriggja ára. Bátar fengju 110.000 lestir og togarar 130.000, sem skiptast þannig eftir veiðitíma- bilum: Janúar—apríl: bátar 65%, togarar 42%; maí—ágúst: bátar 20%, togarar 32%; september—des- ember: bátar 15%, togarar 26%. Ekki væri gert ráð fyrir því að flytja afla milli tímabila. Landinu skyldi skipt í veiðisvæði, sem af- mörkuðust af eftirfarandi stöðum: Eystra horn — Reykjanes; Reykja- nes — Látrabjarg; Látrabjarg — Hornbjarg; Hornbjarg — Langanes; Langanes — Eystra horn. Skyldi hvert veiðisvæði fá sem svarar 63,2% af meðaltalsafla síðustu þriggja ára, og er þá reiknað með 290.000 lesta afla á þessu ári. • Komið verði á nefnd fulltrúa hagsmunaaðila, sem hafi veiði- stjórn á hendi og gefi ráðherra um- sögn og álit um vafaatriði. Veiði- stjórn fylgist með því að veiðar á hverju tilteknu veiðisvæði landsins fari ekki fram úr heimiliðu veiði- hlutfalli og geri útgerð á svæðunum stöðuna ljósa á hverjum tíma. • Þar sem sjávarhiti á uppeldis- svæðum þorskseiða virðist hag- stæðari nú en undanfarin ár, verði aukin friðun hrygningasvæða þorsksins og þess gætt að hrygning geti verið í friði á fleiri svæðum 1984, en verið hefur. • Önnur ákvæði í gildandi reglum verði áfram, svo sem skyndilokanir, verði vart við mikinn smáfisk í afla togara, og svæðin könnuð áður en þau eru opnuð aftur til veiða. • Grálúða verði ekki veidd fyrr en hún er orðin hæft hráefni til fryst- ingar. • Lög um upptöku afla verði af- numin og fundin leið til þess, að skip komi með allan afla að landi. Pétur Sigurðsson, Breiðdalsvík, taldi varla framkvæmanlegt að fyrirskipa stöðvun togara á næsta ári. Miðað skyldi við 260.000 lesta þorskafla í byrjun og endurskoða síðan stöðuna tvívegis á árinu og taka þá akvarðanir til hækkunar eða lækkunar. Skipta bæri aflanum sem næst jafnt milli báta og togara og athuga betur hvort leyfa ætti veiðar í flotvörpu. Veiðar í þorska- net ættu ekki að hefjast fyrr en 15. febrúar, en leyfa ætti ufsaveiðar í net fyrr á vertíðinni. Þá ætti að auka verðmun á gæðaflokkum og herða fiskmat. Rétt væri að leyfa að veiða sama magn af síld á næsta ári og nú og hefja veiðar 20. september og afnema helgarfrí. Sama verð skyldi vera fyrir alla síld án tillits til þess í hvaða vinnslu hún færi. Stuðla yrði að aukinni veiði á van- nýttum tegundum og auka rann- Tillögur um hámarksafla frá 392.000 lestum til 220.000 sóknir. Sölustarfsemi þyrfti að auka og benti hann á að sala saltsildar væri til fyrirmyndar. Guðjón Kristjánsson, Isafirði, benti á verulega skekkju í mati fiskifræðinga á stærð einstakra árganga, og taldi að eðlilegt væri að þeim gæti skjátlast hvað varðaði yngri árgangana en ekki þá eldri eins og raun bæri vitni. Þá sagðist hann ekki skilja hvers vegna menn vildu takmarka veiðar í eitt veiðar- færi frekar en annað. Afli í flottroll væri yfirleitt betri en í botntroll og með tilkomu aflamæla væri mögu- legt að gæta þess, að ekki yrði of mikill afli í hverju hali. Ingólfur Falsson, Keflavík, ræddi aflaskiptinguna milli báta og togara og taldi að rétt væri að skipta aflan- um jafnt. Benti hann á að fyrstu 9 mánuði ársins væru bátar með meiri afla en togarar, og mótmælti hann tillögu Marteins Friðriksson- ar. Hann taldi 65% aflahlut báta á vetrarvertíð vera of lítinn. Undan- farin ár hefðu þeir tekið um 70% afla síns á þeim tíma, en stefna bæri að því að það yrðu 80%. Síðan mætti stoppa um sumarið, þegar aflinn væri lakastur og taka síðan afganginn um haustið. Eftir vetrar- vertíð þyrfti að endurskoða stöðuna og taka upp stjórnun veiðanna í framhaldi þess, og nær væri að miða við 260.000 til 270.000 lesta afla. Eftirlit með veiðunum þyrfti að vera strangara og rangt hefði verið að leyfa fjölgun neta á síðasta ári. Hjörtur Hermannsson, Vest- mannaeyjum, benti á, að ræða þyrfti nánar um síldveiðina. Til dæmis væri nægur markaður fyrir hrognafulla síld. Spurningin væri hvort menn vildu veiða hana. Hann taldi fráleitt að sama verð gilti fyrir alla síld, verð ætti þvert á móti að vera mismunandi. Það yrði að miða verð á síld upp úr sjó við vinnslu og markaðsverð. Þá benti hann á það, að síld veidd í reknet væri alls ekki hæf í alla vinnslu. Björgvin Jónsson, Kópavogi, sagði það meginatriðið, þegar rætt væri um skiptingu afla milli báta og tog- ara, að friðurinn yrði haldinn. Bað hann Martein Friðriksson, og aðra, sem sýnt hefðu óbilgirni að athuga sinn gang. Hann óskaði landsbyggð- inni alls hins besta, en yfirgang þyldi hann henni ekki. Það væri al- vörumál að segja í sundur friðinn og þeir yrðu að bera ábyrgð á því. Þá taldi hann skuttogarana að miklu leyti ríkisrekna. Þeir hefðu árlega fengið 200 til 300 milljónir króna vegna gengikollsteypanna og stækk- un togaraflotans væri tilkomin vegna afbrigðilegra lána úr opin- berum sjóðum. Hilmar Bjarnason, Eskifirði, sagð- ist jafnan fagna raunsæi, en það væri ekki að finna í tillögum Vest- firðinga um 392.000 lesta þorskafla á næsta ári. Menn skyldu gæta þess, að nú veiddist mun smærri fiskur en fyrir um 20 árum, þegar smáfisk- ur fór niður í 50 fiska í lest, nú væri hann upp í 500. Því værum við sí- fellt að taka fleiri og fleiri fiska, auk þess sem mikið af smáþorski kæmi aldrei að landi. Vegna þessa og stóraukinnar veiðitækni væri stofninn að dragast saman. Það væri því nauðsynlegt að fara að öllu með gát. Austfirðingar hefðu lagt til 260.000 lesta hámarksafla, en sumir hefðu viljað vera enn hógvær- ari. Hann var ósammála Ingólfi Falssyni og sagði, að víða um land lifðu menn á þorskveiðum á sumrin og þeirra hlut mætti ekki skerða um of. Hilmar vildi ekki skipta afla milli landshluta heldur skipa, og það þegar á næsta ári. Afla- kóngarnir yrðu til lítilla hagsbóta fyrir heildina. Rétt væri að tak- marka aflann eins og unnt væri vegna þess, að hér væru menn með fjöregg þjóðarinnar í höndunum. Jón Páll Halldórsson, ísafirði, sagði að tillögur Vestfirðinga um hámarksafla á þorski hefðu verið settar fram áður en tillögur fiski- fræðinga litu dagsins ljós. Hann furðaði sig á ummælum Björgvins Jónssonar um að skuttogararnir væru ríkisstyrktir. Þar væri um flutning á fjármunum innan sjávar- útvegsins að ræða til að stuðla að hagkvæmari sókn. Það væru ekki ríkisstyrkir. Hann sagðist vera á móti kvótakerfi, því fylgdu margir ókostir, en eins og nú horfði litið dæmið öðru vísi út. Ekki væri hægt að reka útgerð eðlilega nema með einhverri aflaskiptingu, og hann sæi því ekki betra fyrirkomulag en það sem fælist í tillögum Marteins Frið- rikssonar, landshlutaskiptingin væri besta fyrirkomulagið. Hann nefndi, að þegar kvótakerfi hefði verið tekið upp á rækjuveiðum í Isafjarðardjúpi, hefði það þótt eðli- legt, en nú væru þær veiðar njörv- aðar niður og erfitt að losna úr kvótakerfinu aftur. Hjalti Gunnarsson, Vopnafirði, lagði til að fyrir næsta Fiskiþingi lægi vigtarskýrsla yfir afla hvers togara til sönnunar þess hvar smá- fiskurinn veiddist og í hvort trollið hann kæmi. Hann væri frekar fylgj- andi kvóta á skipin en landshluta. Marteinn Jónasson, Reykjavík, sagði að menn þyrftu að athuga sinn gang vel áður en farið yrði út í miklar breytingar. Það væri vafa- samt að fara út í óvissuna. Hann sagðist ekki skilja hvernig svæða- skiptingin ætti að virka. Hann taldi nokkuð sama hvaða aflamagn af þorski yrði ákveðið í upphafi ársins, það kæmi í ljós á útmánuðum hver staðan yrði, og þá væri hægt að gera viðeignadi ráðstafanir. Hann kvaðst andvígur því, að hluta togaraflotans yrði lagt, og lagði jafnframt fram spurningu um, hve margir útlend- ingar væru hér við fiskvinnslu. Til þess þyrfti að taka tillit í þessari umræðu. Agúst Einarsson, Reykjavík, taldi að menn ættu að geta orðið ásáttir um að skipta þorskinum jafnt á milli báta og togara, annað væri af hinu illa. Hugmyndin um skiptingu afla eftir veiðisvæðum væri ákaf- lega slæm, nema til þess að hefja borgarastyrjöld. Enginn landshluti ætti sín mið og gæti ekki meinað öðrum aðgang að þeim. Þessi aðferð væri því bæði röng og óframkvæm- anleg. Hann sagði að það væri ekki lestafjöldinn, sem máli skipti, þegar rætt væri um þorskveiðarnar, held- ur fiskafjöldinn. Það væri rétt að taka meira af fiskinum sunnan- lands, þar sem hann væri mun stærri en annars staðar. Hann væri fylgjandi því að kvótaskipting á tog- ara yrði tekin upp á næsta ári og báta árið 1985. Það hefði sýnt sig að kvótaskiptingin á loðnuveiðunum reyndist vel. Þá sagði hann, að sjávarútvegs- ráðherra hefði illu heilli vakið upp umræðuna um að leggja togurum. Hann óskaði þess, að fulltrúar á Fiskiþingi sameinuðust um að sam- 'þykkja að slíkt kæmi ekki til greina. Hins vegar gæti tímabundin stöðv- un komið til greina gegn því að kjör áhafnanna yrðu tryggð. 200.000 lestir af þorski væri of lítið fyrir I alla og því yrði að finna skiptingu sem héldi öllum á floti og kæmi í veg fyrir landshlutaríg. Óli Guðmundsson, Reykjavík, var sammála Ágústi Einarssyni hvað varðaði ummæli ráðherra. Hvað væri ætlunin að gera við það fólk, sem missti undirstöðuna ef togurum yrði lagt á Suðvesturlandi, ætti að senda það í Álverið? Hann mót- mælti tillögu Marteins Friðriksson- ar, og taldi rétt að skipta jafnt á milli báta og togara, og sá ekki ástæðu fyrir Fiskiþing að ákveða aflamagn á næsta ári. Það ættu opinberir aðilar að gera. Marteinn Friðriksson, Sauðár- króki, sagði að ekki væri undarlegt þó menn hefðu ekki áttað sig fylli- lega á tillögum sínum. Hér væri ekki um neina hreppapólitík að ræða. Þá benti hann á það, að sið- asta Fiskiþing hefði samþykkt að togarar fengju meira í sinn hlut af þorskinum en bátar. Hann útskýrði síðan tillögu sína nánar og sagði, að það mætti hugsa sér, að kvóti á hvern togara yrði 63,2% af meðal- tals afla síðustu þriggja ára, það kæmi nánast eins út. Hann teldi að koma þyrfti í veg fyrir að aflinn næðist of snemma og því hefði hann lagt til ákveðinn hundraðshluta á hvert tímabil. Það yrði að taka upp harðar og ákveðnar reglur fyrir næsta ár og fara eftir þeim. óvar- legt væri að búast við meiri þorsk- afla en fiskifræðingar legðu til að veiddur yrði. Jón Magnússon, Patreksfirði, taldi aflaskiptinguna full einfald- aða. Benti hann á skelfiskveiðar Breiðfirðinga, humarveiðar Sunn- lendinga og að síld væri nánst aldr- ei söltuð á Vestfjörðum. Til þessa yrði að taka tillit til, þegar rætt væri um skiptingu þorskaflans. Þá sagði hann verðlagningu snarvit- lausa og hefði hún haldið uppi ásókninni í smáfiskinn. Þá benti hann á þá lausn, að tekið yrði gott sumarfrí til að létta ásóknina. Guðmundur Runólfsson, Grundar- firði, tók undir flesta þætti í tillögu Marteins Friðrikssonar, en sagði að sér litist illa á tillögu sjávarútvegs- ráðherra um að leggja skipum. Hún væri sennilega sett fram til að skapa umræðu. Hann taldi rétt að útgerðarmenn tækju allir á sig stöðvun veiða ákveðin tímabil á ári og nefndi fyrrihluta janúar, mið- sumar og seinnihluta desember, og sagðist hlynntur kvóta. Hilmar Rósmundsson, Vestmanna- eyjum, gat þess að togarar sunnan- lands væru orðnir uppgefnir á að elta þorskinn. 1981 hefði hlutfall þorsks í afla togara Samtogs í Vest- mannaeyjum verið 56% 1981, 1982 36% og 14% á þessu ári. Hann var hlynntur kvóta á hvert skip og allar veiðar, til dæmis rækju og skel. Það væru aðeins fáir aðilar, sem þær veiðar stunduðu og hefðu af því miklar tekjur. Auk þess gætu þeir komið í aðra fiskistofna sunnan- lands. Vestmanneyingar hefðu einu sinni sótt um leyfi til skelfiskveiða á Breiðafirði, en það hefði bara ver- ið hlegið að þeim. Einar Símonarson, Grindavík, sagði að Sunnlendingar vildu taka mestan hluta aflans á vetrarver- tíðinni, þá væri þorskurinn við suð- urströndina, stutt að sækja og hann væri gott hráefni á góðum tíma. Á öðrum tímum þyrfti að sækja hann norður eða vestur. Björgvin Jónsson, Kópavogi, sagði að skattur væri skattur. Gengis- munur væri ekkert annað en skatt- ur og síðast hefði honum verið skipt þannig að togarar fengu 250 millj- ónir en bátar 50. Ef þetta væri ekki rekstrarstyrkur, hvað væri það þá? Þá mætti skipta auðlind hafsins á ýmsa vegu, til dæmis eftir fólks- fjölda eða fiskafjölda. Hann taldi að togarasjómenn ættu að sjá um skiptingu síns hluta eftir tímabilum og bátasjómenn sömuleiðis. Hjörtur Hcrmannsson, Vest- mannaeyjum, sagði að 1981 og 1982 hefðu verið gefin mánaðar sumarfrí í Vestmannaeyjum og reynst vel, þrátt fyrir nokkra mótstöðu fyrra árið. Sama hefði staðið til á þessu ári, en kaupmönnum hefði tekist að koma í veg fyrir það. Benedikt Thorarensen, Þorláks- höfn, taldi ekki rétt að hverfa frá helmingaskiptingunni milli báta og togara. Þá væri rétt að taka tillit til afla eftir veiðisvæðum á vetrarver- tíð. Ingólfur Arnarson, Reykjavík, sagði, að Marteinn Friðriksson hefði lagt málið þannig fyrir, að nánast engar umræður hefðu orðið um tillögur hinna einstöku fiski- deilda. Hann ætlaði sér ekki að leggja dóm á tillögur hans, en margt væri ósagt hvað varðaði landshlutaskipti afla. Þá skýrði hann tillögur Fiskideildar Reykja- víkur. HG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.